Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987 Barátta á Norð- ur-Atlantshafi eftirJohn C. Ausland Það sýndi sig meðan á nýliðinni heimsókn Shultz til Moskvu stóð, að Mikhail Gorbachev kann að ná athygli manna. Annað dæmi, þó ekki jafn áhrifamikið, var heimsókn hans til Murmansk, þar sem hann setti fram fjölda hugmynda varð- andi Norðurlöndin og svæðið þar í kring. Þó Norðurlandabúar hafi tekið ræðunni af varkámi hefur hún vakið nokkrar umræður. Þó Gorbachev hafí beint máli sínu til allra Norðurlandabúa eru það helst Norðmenn sem á hann hlusta. Tengsl Noregs og Bandaríkjanna hafa farið versnandi og því finnur leiðtogi Sovétríkjanna að orð hans falla í fijóan jarðveg. Friðartáknið Fyrir þá sem ekki hafa* heyrt ræðu Gorbachevs 1. október má ! geta þess að þar lagði hann fram fjölda tillagna sem hann fann að myndu bæta andrúmsloftið í þess- um heimshluta. Ein þeirra skiptir Norðurlandabúa mestu máli; j Gorbachev lýsti yfir vilja til samn- i inga um hemaðarumsvif á Eystra- ! salti og hafsvæðunum við Grænland ; og Norður-Noreg. (Þótt hann hafí E ekki minnst á Barentshaf og Norð- ur-íshafíð ætti ekki að gera of mikið úr því, ef tekið er mið af fyrri að- ferðum Gorbachevs má gera ráð íyrir að hann vilji gjaman ræða um bessi svæði iíka ef einhver mögu- ' )eiki er á samningum.) Þessi ræða líktist á margan hátt j þeirri sem hann hélt í Vladivostok í fyrra. Þá lýsti hann því yfír að Sovétríkin væru Kyrrahafsland. Þar sem Sovétríkin hafa í mörg ár verið viðurkennd Atlantshafsríki, hafði Gorbachev enga ástæðu til slíkra yfírlýsinga í Murmansk. Hann kaus heldur að biðla við Norð- urlandanna með loforðum um gull og græna skóga — ef þau aðeins yrðu samvinnufúsari. Þó enginn hafni þessu tilboði hefði þó ræðan verið Norðmönnum kærkomnari ef Gorbachev hefði rætt um skiptingu Barentshafsins. Gorbachev hrósaði Finnum fyrir tillögur þeirra varðandi norðurhöf- in, kannski vegna heimsóknar Koivisto forseta til Moskvu sem fyrirhugað var stuttu eftir ræðuna í Murmansk. Svfar hafa þó einnig haldið fram sömu' tillögum innan Sameinuðu þjóðanna og Norðmenn hafa fylgt þeim eftir á Stokkhólmsr- áðsteftiunni. Bandamenn eru áhugalitlir Það skyldi engan undra að breski og bandaríski sjóherinn hafí ekki tekið þessum tillögum vel. Almenn- ir embættismenn eru einnig varkár- ir og benda á að þeir viti ekki með vissu hvað norska ntjómin nafí í huga. Norskir embættismenn vilja ekki ræða hugmyndir um aukið öryggi á hafí úti, á þeirri íorsendu að málið sé enn í athugun. (Þetta sýn- ir enn einu sinni tilhneigingu til að ganga framhjá rannsóknum hers- ins, þetta er ekki einungis bundið við Noreg.) Stoltenberg utanríkisráðherra hefur breytt gangi mála með því að benda á að fyrst sé nauðsynlegt að ræða tillögumar í NATO. Með þessu gladdi hann bandaríska emb- ættismenn. Enginn skyldi þó láta sér detta í hug að ræða Gorbachevs í Murmansk sé mikilvægt umræðu- efni í Briissel. Embættismenn þar hafa verið uppteknir af samninga- umleitunum um meðaldrægar flaugar f Evrópu og árangurinn af för Shultz til Moskvu hvetur NATO ekki til frekari áætlana um af- vopnun. En ef höfð er í huga fyrirhuguð heimsókn Nikolai Ryszkov, forsæt- isráðherra Sovétríkjanna, til Osló nú í janúar, á norska utanríkisráðu- neytið vart annarra kosta völ en að ákveða afstöðu sína til tillagna Gorbachevs sem hann setti fram í Murmansk. Hemaðarlegnr raunvemleiki Ef við víkjum um stund frá dipló- matískum kænskubrögðum stönd- um við frammi fyrir dökkri mynd. Sovétmenn hafa eytt mörgum árum í að byggja upp flota sinn og flug- her á Kólaskaga og sífellt stækkað æfíngasvæði sitt. í hemaðaráætlunum sínum fyrir Norður-Atlantshaf eru Bandaríkja- menn nú herskárri en áður en það er hluti af allsheijaruppbyggingu herafla þeirra. Það einkennir marga Norðmenn, að þeir hafa blendnar tilfínningar gagnvart þessu. Þeir hræðast hem- aðaruppbyggingu Sovétmanna og em því fegnir auknum umsvifum bandaríska sjóhersins á Norður- Atlantshafi. Samt sem áður kvíða þeir því að það kunni að valda (inn- anríkis?) vandamálum á einhvem hátt. Gorbachev höfðar til þessara blendnu tilfínninga með tilboðum um samninga. Á meðan halda Bandaríkin og Sovétríkin áfram að auka hæfni sína til að senda flota til norður- hafa á stríðstímum. Það eru engar horfur á að Sovét- menn geti eignast herstöðvar á norræna svæðinu á friðartímum. Því geta þeir ekki annað en haldið áfram hernaðaruppbyggingu á Mikhail Gorbachev ræðir við sjóliða f Murmansk. Ellismellir á Eskifirði Hópmyndir af Ellismellum. Ljósm./Hansína Halldórsdóttir eftir Bernhard Bogason Fyrir nokkru var haldin stór- skemmtun i félagsheimilinu Valhöll á Eskifirði. Hvorki fyrr eða síðar hefur nokkur skemmtun, fundur eða annað dregið jafn marga gesti í.il Valhallar Eskfírðinga. Flestir voru gestimir fólk frá þrítugu og uppúr. Rútuferðir voru frá ná- grannabyggðarlögum og var stemmningin ekki ósvipuð og þegar unglingamir streyma í Atlavík um verslunarmannahelgi. Á síðasta ári komu nokkrir gaml- ir hljómsveitajaxlar saman og héldu skemmtun, sem þeir kölluðu Elli- smelli 1986 og gáfu allan ágóða til félagsstarfs eldri borgara. Svo vel tókust Ellismellir ’86 að Austfirð- ingar sem sóttu skemmtunina skemmtu sér konunglega og ekki var um annað talað í langan tíma á eftir. Því var ákveðið að endur- taka smellinn og gefa ágóðann til Björgunarsveitarinnar og Hjálpar- sveitar skáta. Búist hafði verið við góðri aðsókn en ekki hafði nokkum mann órað fyrir því að fyrir framan Valhöll myndaðist svo löng biðröð og nánast örtröð. Höfðu sumir á orði að biðraðir við vinsælustu skemmtistaði höfuðborgarinnar væri slegnar út og miklu meira en það. Þegar þessir vinsælu skemmti- kraftar eru kjmntir munar litlu að ein ætt frá Eskifírði verði öll upptal- in, en ættfaðirinn er heiðursborgari staðarins, Friðrik Ámason. Þor- valdur sonur hans er maður á besta aldri og hefur í rúm fjörutíu ár verið einn helsti harmonikkuþenjari Eskfírðinga og lék hann eitt stærsta hlutverk kvöldsins. Þorlákur bróðir hans, sem býr í Norðfjarðarhreppi, mætti einnig með sína nikku. Talið Teikning af Þorvaldi Friðriks- syni CHAZ. er að ekki sé sá Austfírðingur, eldri en fertugur, sem ekki hefur lent á harmonikkuballi með þeim bræðr- um. Fjórir sjmir Þorvaldar vom á sviðinu allt kvöldið. Ellert Borgar fyrrum skólstjóri á Eskifirði nú skólastjóri í Reykjavík lék áður með mörgum hljómsveitum á Eskifírði og síðar var hann liðsmaður í hljóm- sveitinni Randver, sem var mjög vinsæl fyrir u.þ.b. tíu árum og gaf út nokkrar hljómplötur. Haukur netagerðarmeistari, á Höfn, Homa- fírði lék einnig í hljómsveitum á Eskifirði áður fyrr og hljómsveit hans er alltaf vinsæl þar sem hún leikur á hótelinu á Höfn og víðar. Guðmann og Þórhallur kennarar á Eskifírði hafa um árabil leikið í fjölda hljómsveita og var Guðmann í hljómsveitinni Lótus á árunum 1972—74. Þorlákur Friðriksson átti einn son á sviðinu þetta iaugardags- kvöld, Ágúst Armann skólastjóra tónlistarskólans á Neskaupstað. Hann er meðlimur í Bumbunum frá Neskaupstað, hinni sívinsælu hljómsveit Austfirðinga, og hefur hann eins og frændur hans verið í mörgum hljómsveitum á liðnum árum. Halldór Friðriksson bróðir Þorláks og Þorvaldar er „músik- alskur" eins og þeir og hefur oft skemmt fólki með söng ásamt þeim bræðrum. Halldór tók að visu að- eins óbeint þátt í þessari skemmtun þar sem hann er húsvörður Val- hallar, en böm Iians, Hansína og Georg skemmtu bæði með Elli- smellum. Þau sungu á árum áður með mörgum hljómsveitum á Aust- fjörðum og sýndu samkomugestum að þau hafa engu gleymt, enda eru þau meðal máttarstólpa í sönglífí Eskfírðinga í dag. Þá em ótaldir tveir úr Ellismellum, sem ekki eru skyldir Friðriksbræðrum. Guðlaug- ur Sigurðsson kennari á Höfn hefur á undanfömum árum leikið í hljóm- sveit Hauks Þorvaldssonar. Guð- laugur er að vísu skyldur bræðmnum Hauki, Ellert, Guð- manni og Þórhalli í móðurætt. Síðast en ekki síst skemmti Addi rokk með Ellismellum 1987. Hann hefur oft leikið í hljómsveit með einhveijum sona Þorvaldar. Að sjálfsögðu vakti Addi rokk gífurlega athygli þetta kvöld enda er hann frægur fyrir að hafa leikið með Stuðmönnum auk þess er sviðs- framkoma hans með eindæmum kröftug og lífleg. Hann gaf mörgum aðdáendum eiginhandaráritun og mynd af sér. Þórhallur og Guðmann sem bám hita og þunga af úndirbúningi Elli- smella ’86 og ’87 sögðust vona að það yrði hægt að halda Ellismelli ’88, en það færi eftir aðstæðum hjá liðsmönnum að ári. Þeim fínnst gaman að rifla upp Paul Anka, Peter og Gordon, Bítlana o.fl. Ef tekið er mið af stemmningunni í Valhöll þetta laugardagskvöld er næsta víst að mjög margir em sam- mála þeim bræðmm og greinilegt að harmonikkuiögin, rokkið og reyndar öll tónlist frá ámnum 1955—75 á sér marga aðdáendur. Að minnsta kosti skemmtu sér allir konunglega í Valhöll fyrrgreint kvöld jafnt yngsta sem elsta kyn- slóðin svo ekki sé minnst á þá týndu. Höfundur er kennari á Eskifirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.