Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987 Opel tapaði vöru- merkjamáli Ekki talin hætta á ruglingi GENGINN er dómur í Borgar- dómi Reykjavíkur í máli Opel- fyrirtækinu gegn Uljanovsk- bílaverksmiðjunum. Opel hafði stefnt Uljanovsk, með þeim kröf- um, að vörumerki hins siðar- nefnda yrði afmáð úr vörumerkjaskrá. Þeirri kröfu var synjað. Vörumerki Opel er hringur og stílfærð mynd af eldingu í gegn. Merki Uljanovsk er hins vegar hringur með stílfærðri mynd af rússneska bókstafnum Y, sem sam- svarar latneska bókstafnum U, en það er fyrsti stafurinn í heiti borgar- innar, þar sem verksmiðumar eru, Uljanovsk. Sigurgeir Sigurjónsson, hrl., fyrir hönd Adam Opel Aktiengesellschaft stefndi Ólafí Ragnarssyni hrl. fyrir hönd Uljanovsk Car Plant. Málið hafði áður verið tekið fyrir hjá vöru- merkjarskrárritara og hann úr- skurðað merki Uljanovsk hæft til skráningar. Taldi hann að skrán- ingu vörumerkis, sem fæli í sér hring, ekki fela í sér einkarétt á hringmerki. Taldi hann ekki rugl- ingshættu vera fyrir hendi. Borgardómur taldi útfærslu mjmdanna vera í nokkru ólíka, þannig að ekki ætti að vera rugl- ingshætta fyrir hendi og benti einnig á að vörumerki gegndu þýð- ingarminna hlutverki í bílaviðskipt- um. Uljanovsk var því sýknað af kröfum Opel. Friðgeir Bjömsson, yfírborgar- dómari kvað upp dóminn. Meðdóm- endur vom Tryggvi Gunnarson, lögfræðingur og Þorgeir Örlygsson, settur prófessor. Morgunblaðið/Sverrir Stj órnarfundur nýja ullarfyrirtækisins STJÓRN nýja fyrirtækisins í ullariðnaði hélt sinn fyrsta fund síðastliðinn mánudag. Að sögn Sigurð- ur Helgasonar stjómarformanns var þetta undirbúningsfundur og vom engar ákvarðanir teknar. Enn hefur ekki verið ákveðið nafn á fyrirtækið. Á myndinni em frá vinstri Sigurður Helgason stjómarformaður, Jón Sigurðarson forsljóri, Gestur Jónsson hrl. varamaður í stjóm, Valur Amþórs- son, Guðjón B. Ólafsson og Brynjólfur Bjarnason stjórnarmenn. VEÐURHORFUR í DAG, 11.11.87 YFIRLIT i hádegi f gwr: Um 150 km suður af Vestmannaeyjum er 970 mb lægð sem þokast norðvestur f bili og á Grænlandshafi er 980 mb lægð sem hreyfist lítiö. SPÁ: I dag veröur suðaustanátt á landinu, vfða allhvöss sunnan- og suðaustanlands með rlgningu en hægri suðaustanátt og úrkomu- mlnna eða úrkomulaust í öörum landshlutum. Hitl 4—6 stig um sunnan- og austanvert landið, en 2—4 atig f öðrum landshlutum. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA FIMMTUDAGUR og FÖSTUDAGUR: Norðaustlæg átt og heldur kólnandi, þó vföast frostlaust. Éljagangur norðantil á Vestfjörðum en vfða skúrir eða dálftil rlgning f öðrum landshlutum. TÁKN: o a a Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y. Norðan, 4 vindstig: ' Vlndörln sýnlr vlnd- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma # # * 10 Hitastlg: 10 gráður á Celsius . y Skúrir V É' = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður VEDUR VÍDA UM HEIM kl. 12:00 í gær að fsl. tíma Akuroyrl Reykjavík hltl 4 8 veóur alskýjað Bergen 6 akýjafi Helelnkl 1 akýlaó J«n Mayen #8 akýjað Kaupmannah. 8 hílfskýjafi Naraaaraauaq +3 anjók.áa. klat. Nuuk +4 léttakýjað Oaló 2 akýjað Stokkhólmur 0 akýjað Þórahöfn 8 alskýjeð Algarve 20 Wttakýjað Amaterdam B þokumóða Aþena 21 akýjað Barcelons 18 léttakýjað Berlln 4 þokumóða Chlcago +2 léttakýjað Feneyjar 12 þokumóða Frankfurt 7 rigning Glaagow 8 skúr Hamborg 6 þokumóóa Laa Palmaa 23 láttakýjað London 8- rlgn. á a. klat. LosAngelea 18 helðsklrt Lúxemborg 8 þoka Madrfd 16 láttakýjað Malaga 18 Mttakýjafi Mallorca 18 láttskýjað Montreal 44 alakýjað New York 8 alakýjað Parla 8 þokumóða Róm þokumóða Vln 2 þolw Washlngton 8 rlgnlng Winnlpeg #6 skýjað Valencla 20 láttskýjað Niðurstöður Jóns Steinars um Hæsta- rétt ekki marktækar - segir Magnús Thoroddsen, forseti réttarins „JÓN Steinar tekur fyrir í bók sinni siðustu fjögur árin í starfi Hæstaréttar og fjallar um fimm mál, þar af þtjú sem hann flutti sjálfur og tapaði. Hæstiréttur hefur hins vegar starfað frá 16. febrúar 1920 og ef niðurstöður Jóns Steinars ættu að vera mark- tækar þá tæki hann dæmi frá tfmabilinu öllu,“ sagði Magnús Thoroddsen, forseti Hæstarétt- ar. Almenna bókafélagið hefur gefið út bók eftir Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlög- mann, sem nefnist „Deilt á dómarana" og í henni heldur höfundur meðal annars fram, að Hæstiréttur dragi taum rfkisins og rökstyðji ekki dóma sfna. „Það sýnist sitt hvetjum um lög- fræðileg efni, en ég vil leggja áherslu á að lögfræðin er hugvís- indi, ekki raunvísindi," sagði Magnús. „Það er ekki bara að lög- mönnum kunni að sýnast á annan veg en Hæstarétti, stundum geta dómaramir ekki komið sér saman um hvemig fella eigi dóm. Þá er heimilt samkvæmt lögum að skila sératkvæði. Þó að menn séu á ann- arri skoðun en Hæstaréttur þá er ekkert við þvf að segja. Hitt er annað mál, að hér hefur hæstarétt- arlögmaðurinn tekið fyrir stutt tfmabil f sögu réttarins. Hæstiréttur hefur starfað í 67 ár og ef könnun lögmannsins ætti að vera marktæk, vönduð og fræðileg, þá hefði vita- skuld þurft að taka fyrir allt tímabilið, eigi að halda svona alvar- legum fullyrðingum fram. Jafnvel þó svo hefði verið gert þá er ekki þar með sagt að ef komið hefði í ljós að yfír 50% einstaklinga sem hefðu farið í mál við ríkið hefðu tapað því, þá væri það sönnun fyrir því að dómstólamir væm hallir undir ríkisvaldið. í hverju máli verð- ur að meta málsatvikin eins og þau liggja fyrir. Það á ekki að vera neitt trúaratriði eða sjálfsagður hlutur að ríkið hafí alitaf rangt fyr- ir sér, fjarri því. Ég vil líka leggja áherslu á, að aðeins brot þeirra mála þar sem einstaklingar gera kröfur á hendur ríkinu kemur fyrir dómstóla. Auðveldustu og sjálf- sögðustu málin eru gerð upp áður en kemur til kasta dómstóla. Það eru aðeins erfíð, lögfræðileg álita- mál sem fara fyrir dómstóla og endanlega fyrir Hæstarétt. Þvf legg ég mikla áherslu á, að jafnvel þótt könnun Jóns Steinars hefði verið fræðileg og ítarleg þá er ekki víst að hún hefði sannað það sem hann heldur fram.“ Um þá fullyrðingu Jóns Steinars að Hæstiréttur hirði lftt um að rökstyðja dóma sína sagði Magnús, að það segði í réttarfarslögum að rökstyðja bæri dóma. „Hins vegar segir ekkert um hvemig rökstuðn- ingurinn eigi að vera, stuttur eða langur,“ sagði Magnús. „Gæði rök- stuðnings fara ekki eftir lengdinni, §arri því. í sumum málum em bom- ar fram margar málsástæður og lagarök, en ef ein málsástæða næg- ir til að komast að niðurstöðu í málinu, þá þarf ekki að fjalla um hinar. Það er bara fjallað um það sem nauðsynlegt er til að ná niður- stöðu í þrætuefninu," sagði Magnús Thoroddsen, forseti Hæstaréttar. Nýr loðnuleiðang- ur í undirbúningi NÝR loðnuleiðangur er i undir- búningi, i stað þess sem mis- heppnaðist nýlega. Liklega verður farið i hann um miðjan þennan mánuð eða seinnihluta hans, að sögn Árna Kolbeinsson- ar ráðuneytisstjóra í sjávarút- vegsráðuneytinu. „Við erum búnir að biðja Haf- rannsóknastofnun um að undirbúa þennan leiðangur því það er mjög mikilvægt að í hann verði farið. Það er ekki búið að ganga frá viðbótar- Qárveitingu til þessa leiðangurs en það var hvort sem er talið ráðlegt að bíða með hann. Það er verið að bíða eftir því að hægt verði að gera marktækar mælingar á loðnunni en það er ekki mögulegt fyrr en ísinn færist til og þar með loðnan lfka,“ sagði Ámi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.