Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987 Námskeið í meðferð áttavita: Auka öryggi þeirra sem fara um óbyggðir Nýlega voru haldin tvö nám- skeið á vegum Hjálparsveitar skáta, þar sem kennd var meðferð áttavita og lestur korta. Slík nám- skeið hafa verið haldin fyrir ijúpnaskyttur og annað útivistar- fólk á hveiju hausti nú í allmörg ár, og hafa ætíð verið vel sótt. Guðmundur Guðbjömsson hjá Hjálparsveit skáta stjómar nám- skeiðunum. Sagði hann að til- gangurinn með þeim væri fyrst og fremst sá að veita ferðafólki nauðsynlega þekkingu til að geta brugðist rétt við, ef það villist. „Það getur skipt sköpum fyrir fólk sem hefur villst, ef það veit í hvaða átt það á að halda til að finna kennileiti sem það þekkir," sagði Guðmundur. Aðspurður sagði hann að námskeiðin skipt- ust í tvo hluta, bóklegan og verklegan, og stæðu þau yfír í tvö kvöld. Sagði hann bóklega hlut- ann fyrst og fremst miðast við það að kynna fólki eðli áttavitans og leiðbeina því varðandi notkun hans, auk þess sem kennt væri að lesa á kort og mæla stefnur. Einnig væri lítillega íjallað um almennan útbúnað og þann neyð- arbúnað sem æskilegt þykir að hafa meðferðis á ferðalögum. A seinna kvöldi námskeiðsins væri látið reyna á þá fræðilegu þekk- ingu sem þátttakendum hefði verið látin í té kvöldið áður. Er þeim þá ekið út fyrir borgina og þeir látnir ganga fyrirfram ákveðna leið með aðstoð áttavita. „Aðalatriðið er að fólk viti hvað það á að gera til þess að bjarga sér, og geti sjálfkrafa bmgðist rétt við ef það villist," sagði Guð- mundur. Hann gat þess ennfrem- ur að undanfarin ár hefði þeim Vignir Kristjánsson og Kristján Ólafur Kristjánsson tóku í sama streng, og bættu því við að svona námskeið nýttust ekki aðeins þeim sem leggðu stund á ijúpna- veiðar, þótt þau væru kannski fyrst og fremst ætluð þeim, held- ur ykju þau á öryggi allra þeirra sem væru á ferð um óbyggðir landsins, á hvaða árstíma sem væri. tilfellum sem betur fer fækkað verulega, þar sem kalla hefði þurft út björgunarsveitir til þess að leita að týndum ijúpnaskyttum. Sagð- ist Guðmundur sannfærður um, að fræðsla sú sem Hjálparsveit skáta hefði boðið upp á ætti um- talsverðan þátt í þessari jákvæðu þróun. A námskeiði sem haldið var dagana 21. og 22. október síðast- liðinn voru skráðir átján þátttak- endur. Seinna námskeiðskvöldið var þeim ekið upp að Geithálsi, og þaðan voru þeir sendir út í myrkrið tveir og tveir saman. Áttu þeir að ganga með aðstoð áttavitans að vesturenda Reynis- vatns, en áður höfðu þeir reiknað út rétta stefnu samkvæmt landa- korti. Ekki vafðist þetta fyrir neinum þeirra, því allir skiluðu sér á áfangastað á áætluðum tíma, en þetta var um klukkustundar langur gangur. Var augljóst að kennslan frá kvöldinu áður hafði Morgunblaðið/Þorkell Þátttakendurnir á námskeiðinu samankomnir við Geitháls. Guðmundur Guðbjörnsson stjórnandi námskeiðanna er annar frá hægri. Það leyndi sér ekki að þátttak- endur á þessu námskeiði Hjálpar- sveitar skáta töldu sig hafa haft af því verulegt gagn, og álitu sig betur undir það búna að mæta óvæntum aðstæðum á ferðalögum utan alfaraleiða, hvort heldur sem þeir væru þar til að eltast við ijúp- ur eða í einhveijum öðrum til- gangi. H.Þ. Komnir á áfangastað. Frá vinstri: Kristján Ólafur, Vignir, Ólafur og Guðjón. komið að gagni, og voru þátttak- endumir að vonum ánægðir með árangurinn. Nokkrir þeirra vom teknir tali að æfingunni lokinni. Þeir Guðjón Helgason og Ólaf- ur Gunnarsson kváðu námskéiðið hafa verið mjög gagnlegt, og að því loknu teldu þeir sig t.d. betur undir það búna að stunda veiðar á svæðum sem þeir væru ókunn- ugir á. Hingað til hefðu þeir fyrst og fremst sótt á staði þar sem þeir þekktu vel til aðstæðna. „Það ætti að vera skylda hvers og eins sem stundar ijúpnaveiðar- að sælq'a svona námskeið," sagði Ólafur. Miklir menn erum við Hrólfur mirni eftir Ólaf Björnsson Lítil forsaga Fyrst eftir að SÍS fór að blanda sér í skreiðarsölu til Nígeríu, var algengt að þeir seldu í samstarfi við Skreiðarsamlagið. Hlutur SÍS smá óx og fyrr en varði var SÍS orðið helmingsaðili að sölu, t.d. til stærsta og elsta kaupanda Skreið- arsamlagsins. Innflutningur á skreið til Nígeríu hefur síðan í ársbyijun 1984 verið ýmist bann- aður eða veittur tímabundið með miklum annmörkum. Síðan hafa kaupendur í sívaxandi mæli snúið sér alfarið til SÍS. Bæði SÍS og samlagið hafa boðið samskonar vöru og jafnvel sömu vöruna. Samlagið hefur ekki átt í klögu- málum við einn einasta aðila. Hér hlýtur eitthvað nýtt að hafa komið til. Hver býður best Ragnar Siguijónsson, skreiðar- sölustjóri SIS, ritar grein í Morgunblaðið 3. nóvember sl. Þar segir að frá þeirra hendi hafí aldr- ei verið um undirboð að ræða. Ég læt hér fylgja með ljósrit af einu tilboða SÍS, undirritað af Ragnari sjálfum 19. júní 1986. Þar er meðal annars boðinn Astra-þorsk- ur á USd 120 pr. pakka. Á þessum tima höfðu helstu skreiðarútflytj- endur, þar með SÍS, bundist samtökum um að bjóða þennan gæðaflokk ekki undir USd 172. Magnið í þessu tilboði er heldur ekki smásending eins og hann segist eingöngu bjóða, þar eru 25.000 pk. Skreiðardeild SÍS með 10% hærra verð en aðrir ’86? Ég hef undir höndum svokallaða afreikninga frá SÍS. Sem dæmi um skilaverð þeirra læt ég fylgja með einn slíkan. Útskipun í júní ’86, greitt í apríl ’87. Útborgunar- verð fyrir A-skreið, sem er Astra-þorskur, og keila kr. 99,10 pr. kg. Ég læt einnig fylgja hér með samskonar reikning frá ^ SAMBAND fSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA Sjiwifuið kWI J posikxf wao ^ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA ■ Saalood Dlvltlon Chrls Industrlts Ltd.. 15-16 Olmlvl Street Pedro P.0.Bo» 9543 Lagos Nigerlt. SRAEID J98J. Pros - Alr«ikninqui ðtfiutt ■«( Peitri tii Nlqeriu. der 21/4 ,86 SO bellar Aatra/BttllA kaila fi 2.250 kq 1 99/10 Uaboðslaun 2 » ......................... Bankakoit móur ......................... ðtskipun - vftruqjald .................. • )ðn Ceyaala.aerkinq . POB KR: 4.460,- 892. - 886, - 1.S00,- )),JOO,- KR i Krónur |— 19.6.1 By irr«voc«bl8 confinæd Letter of Credlt píyable throughthe jjatlcnil Benk of Iceland vlth deferred payment of 40 days after date of Blll o{ Ladlng. w-/. “ARNARFtLL* or sub. Samlag skrd&arframlcióenda bales of Astra Cod. Haddock and Sey. brade 'A" Stockflsh In slzes of 20/40, 40/50 and b0/60 at USJ 120,- per bale of 46 *g net Tot«l c and f Lagos USS 3.000.000.- USS 3.000.000.- 6rcss welght 1150000 kg Net welght 1I250006 kg a ~* MUI wr Skreiðarsamlaginu, útskipað á sama tíma, greitt í janúar ’87. A-skreið útborgunarverð kr. 116,- pr. kg. Vart er þörf á frekari stað- festingu á undirboðum SÍS að sinni, en fleira mætti tína til um afbrigðilega viðskiptahætti þeirra SÍS-manna. Greiðslustaðan Það er rétt að í þeim efnum er staða SÍS mikið betri en annarra, þótt ég efist um að þeir hafí slopp- ið við öll mistök seinni ár. En minni kunna þau að vera og dæmi um að þeir hafi sloppið með allt að því undraverðum hætti, sem ef til vill skýrist síðar. Það er hins- vegar of snemmt að hælast um yfír því að aðrir séu búnir að tapa miklu fé. Höfundur er formaður atjómar Samlaga akreiðarframleiðenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.