Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987 Bjarni Ólafsson skrifar frá Holstebro í Danmörku Listahátíð í Arósum Ég var að fletta Morgunblaðinu frá sunnudeginum 1. nóvember. Margt í blaðinu grípur augað og festir hugann við lesturinn, því að víða er komið við á síðum blaðs- ins. Ein greinin sem ég staldra við er eftir Armann Ó. Armannsson, byggingatæknifræðing, um tón- listarhúsið sem töluvert hefur verið rætt. Grein þessi hvatti mig til að ljúka við og senda svolítinn greinarstúf um listahátfð sem haldin var í Árósum 5. til 13. sept- ember sl. og var að mér fínnst verð þess að sagt sé frá henni. Nýbyggt listahús „Musikhuset" kom þar mikið við sögu, en grein Armanns fylgdi einmitt mynd af því húsi. Ég álít að bygging um- rædds tónlistarhúss í Arósum sé byggingafræðilegt og fagurfræði- legt afrek. Hönnun húsins hefur tekist með ágætum, svo og umhverfí með til- heyrandi görðum og útivistar- svæðum. Enginn skal ætla, að einhugur hafí ríkt um þá byggingu þegar henni var hrundið af stað, því margir þóttust sjá að hús þetta yrði þungur baggi til að reka fjár- hagslega og miklu minna nothæft rúm fengist út úr húsinu en um- mál þess gæfí til kynna. Þetta verður aðeins hús fína fólksins, fáir útvaldir munu njóta þess. En, hvar eru þessar raddir nú? Vildu fleiri Lálju kveðið hafa? Svo vel hefur tekist til að rekstur húss- ins er ekki aðeins hallalaus, heldur skilar hagnaði. Auk þess hefur staðsetning og hönnun tekist með þeim ágætum að Tónlistarhúsið í Árósum er oðrið miðdepill menn- ingarlífs í Árósum. Þangað geta allir komið og gengið út og inn að vild, það kostar ekkert. Veiting- ar geta menn keypt sér, ef þá fysir, við vægu verði. Ég hygg að ölium líði vel er koma inn í það hús, það er bjart, opið og fijálst og fjölmargt er þar skoðunarvert. Oft kemur listafólk þar og býður upp á ókeypis tónleikar eða sýn- ingar. Stundum standa líka til boða dýr skemmtiatriði. Það eitt að koma í Tónlistarhúsið í Árósum, ganga þar um eða setjast niður með kaffí eða te og dvelja þar um Tónlistarhúsið í ArósumT stund, er sem næring og nautn. Af kyrrlátri umgengni gesta þar, þykist ég sjá að ég muni vera einn um þessa skoðun, svo margir koma þar. Ég ætla að fara nokkrum orðum um hátíðavikuna í Árósum í sept- ember. Stjóm undirbúnings annaðist neftid á vegum borgar- innar og var borgarstjórinn Thorkild Simonsen formaður nefndarinnar. Að þessu sinni var samstarf um undirbúning dag- skrár við Pransk-danska félagið og utanríkisþjónustu Frakklands. Lástahátíðin var opnuð laugar- daginn 5. september með því að borgarstjórinn bauð fólk velkomið og svo flutti hennar hátign Margr- ét drottning ræðu. Þessi athöfn fór fram í Tónlistarhúsinu. í Tón- listarhúsinu var einnig miðstöð hátíðarinnar, sem annars var dreifð um alla borgina. Sýningar voru í minjasöfnun, listasöfnum og náttúrufræði söfn- um. Tónlistarflutningur fór einnig fram víða í borginni, í Tónlistar- húsinu og öðrum sölum og kirkju- leg tónlist var flutt í fjölmörgum kirkjum borgarinnar. Sama er að segja um leiklist, óperu og ballett og kvikmyndasýningar. Þá var fjölbreytileg íþróttadagskrá með þátttöku almennings. Margvíslegt barnaefni var í boði bæði úti og inni, brúðuleikhús, sögutímar, skólaleikhús ogtónlist. I sjálfu Tónlistarhúsinu fór þetta m.a. fram: Jazz, næturkaba- rett, kammerhljómleikar og gítar- hljómleikar. Líklega eru frægastir gítarleikara, sem fram komu þama, bræður tveir, Sergio og Odair Assad frá Brasilíu. Þar var einnig fluttur hluti af óperunni Niflungahringnum eftir Richard Wagner. Sinfóníuhljómsveit Árósa hélt tónleika í þessu húsi og sýningar á leikritum og ballettum fóru þar fram og vakti mesta athygli flokk- ur frá Bandaríkjunum: „Dance Theatre of Harlem". Þá má geta þess að í Tónlistar- húsinu fóru einnig fram þjóð- dansasýningar. Uppselt var fyrirfram á þessi atriði í Tónlistar- húsinu. Tónleikamir í kirkjunum Bjarui Ólafsson „Svo vel hefur tekist til að rekstur hússins er ekki aðeins hallalaus, heldur skilar hagnaði. Auk þess hefur stað- setning og hönnun tekist með þeim ágæt- um að Tónlistarhúsið í Árósum er orðið mið- depill menningarlífs í Árósum.“ voru einnig vel sóttir. Frægastur orgelleikara sem þar komu fram var sjálfsagt Marie-Claire Alain, en hún kom frá París. Verkin sem hún flutti vom konsertar eftir J.S. Bach og tónlist eftir D. Buxte- hude. í mörgum kirkjunum vom flutt verk eftir D. Buxtehude í til- efni þess að á þessu ári vom 350 ár liðin frá fæðingu hans. Af nytja- list var sýnd gull og silfursmíði, vefnaður, postulín og leirmuna- gerð. Ljósmyndasýningar og mynd- listarsýningar vom fjölmargar og verður ekki framhjá því gengið að ^ölmargir ágætir listamenn sýndu verk sín á þessari hátíð. Nútímalist frá Suðaustur-Frakkl- andi var sýnd þama og bar heitið Actu’art, frá Ölpum, Besancon og Lyon. Listamennimir frönsku heita: Olivier Geroud Terrier, Je- an-Nöel Baches, George Geormil- let, Eric Figuehenric og Francoise Novarina. Fjölmargir kunnir dan- skir listamenn áttu verk á hátí- ðinni, t.d. „Decembristamir" teikningar og skulptúr eftir Lis- beth Nielsen, málverk eftir Karin Nathors Westfelt, sem sýndi m.a. íslensk mótív. Torben Eddesen, H.C. Rylander, sem kunnur er víða um lönd og svona mætti lengi telja. Þá var kynning á listahátíðinni á tveimur arkitektum, spönskum arkitekt að nafni Ricardo Bofíll. Danski arkitektinn Steen Eiler Rasmussen var kynntur með sýn- ingu á bókum eftir hann, um skipulagsvinnu bæja og á bygg- ingum. Dagskráin fyrir hátíðaviku Árósa 5. til 13. september nú í haust var upp á 143 blaðsíður, svo að fátt eitt kemur fram í þessari grein minni. Seinustu daga hátíðarinnar var hið fegursta veður og var ánægju- legt að virða fyrir sér mannlífið og fólksstrauminn við Tónlistar- húsið í veðurblíðunni. Þama var margt af ungu fólki með böm með sér, unglingar og fólk á öllum aldri, leið þar um grasflatir og garða, inn í Tónlistarhúsið, sumir keyptu sér hressingu. Eins og ég nefndi hér framar, það er nautn að ganga þar um og dvelja dag- stund. Nóg var til að horfa á, leikrit og sögur fyrir bömin, tón- list, myndlist og leiklist fyrir hvem sem njóta vildi. Arkitektar að Tónlistarhúsinu í Árósum eru tveir, Kjær og Richter. Höfundur er smíðakennari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.