Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987 Frá afhendingu kirkjugripanna. Talið frá vinstri: formaður Lionsklúbbs Seltjarnarness Gunnar H. Pálsson, sóknarpresturinn séra Solveig Lára Guðmundsdóttir og formaður safnaðarstjórnar Kristín Friðbjarnardóttir. Seltj arnarneskirkj a fær altaríssilfur að gjöf LIONSKLÚBBUR Seltjarnar- ness afhenti nýlega kirkjunni á Seltjarnamesi að gjöf altaris- silfur til notkunar við altaris- göngur. Gjöfín er sérsmíðaður kaleikur og patfna úr silfri ásamt 75 silfur- húðuðum bikurum. Við smíði kaleiksins var tekið mið af formi hinnar nýju kirkju. Arkitektar kirkj- unnar áttu hugmyndina að formi kaleiksins og patínunnar en Valur Fannar gullsmiður annaðist smíði gripanna. t Innilegar þakkir færum við vinum okkar og vandamönnum er sýndu samhug við fráfall og útför eiginkonu minnar, móður og systur, BJARGAR ARADÓTTUR, Goðheimum 16. Læknum og hjúkrunarliði á deild G-11 Landspítalanum færum við þakkir fyrir frábæra umönnun hennar á liönum árum. Magnús Ólafsson, Kristfn Halla Magnúsdóttir, Sigrfður Aradóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginmanns míns, föður og bróður okkar, MAGNÚSAR GUÐLAUGSSONAR, Skipasundi 4. Dagný Jónsdóttir, Jón Magnússon, Elfn Guðlaugsdóttir, Ingibjörg Guðlaugsdóttir. Lokað í dag frá kl. 14.30 vegna jarðarfarar MARGEIRS SIGUR- JÓNSSONAR. Kristján Ó. Skagfjörð hf. Jarþrúður Karls- dóttir - Kveðjuorð Ég kynntist Jarþrúði tengda- móður minni fyrir rúmum áratug austur á Seyðisfírði. Tók hún mér, kærasta dóttur sinnar, mjög vel og áttum við eftir að verða miklir mátar. Ég bar mikla virðingu fyrir henni. Hún var ljúf og skemmtileg á góðum stundum, stjanaði við mann í heimsóknum, en var hörð og ákveðin ef svo bar undir. Jarþrúður var mikill forkur til vinnu, hlífði sér aldrei og gerði mestar kröfur til sjálfrar sín. Hún hefur því gert mun minna úr veik- indum sínum en efni stóðu til. Vildi hún fyrir mörgum árum minnka við sig vinnu, en skatt- kerfíð, fasteignamarkaður og óstöðugt efnahagslíf komu í veg fyrir það. Skoðanir hennar á stjómmál- um og stjómmálamönnum vom ákveðnar og skemmtilegt var að ræða við hana um þau mál. Bar hún hina rauðu rós jafnaðar- mennskunnar af eldmóð og sóma og fengu kratar því nýtt gildi hjá mér. Jarþrúður sýndi mér ekki að- eins í heim hugsjónir jafnaðar- mennskunnar, heldur hef ég mína litlu kunnáttu í bakstri frá henni. Verst að ekki vannst tími til að læra sláturgerð. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst henni Þrúðu. Það var bara of stutt. Minningin um hana mun lifa lengi. Kristján Hjaltason Sigríður Péturs- dottir - Minning Fædd 28. apríl 1902 Dáin 29. september 1987 Þessa góðu konu þekkti ég í yfír aldarþriðjung. Aldrei bar skugga á þá vináttu og segir það kannski meira um hana en mörg orð, hvað hún gat umborið ný- græðinginn í fjölskyidunni allt til síðasta dags. Núna stendur Sigríður mér fyr- ir hugskotssjónum sem konan, sem afgreiddi þijár kynslóðir á heimili sínu, deildi út veitingum af rausn og sinnti ýmsum sérósk- um ömmu- og langömmubama, auk gesta og gangandi, um ieið og hún síðustu árin annaðist sjúk- an eiginmann sinn, Pál Magnús- son, lögfræðing, af alúð allt til dauðadags. Sigríður var aldrei heilsuhraust kona og oft var hún lasin, svo lasin, að sjálf hefði ég skriðið aumingjaleg upp í rúm og ekki látið á mér kræla fyrr en lumbrunni linnti, en Sigríður var af seigari toga spunnin. Hún var há kona, grönn og virðuleg, minnti marga á Ingrid Danadrottningu, en ekki veit ég hvort það fólk á til þá hlýju og öryggi, sem stafaði frá Sigríði. Oft var glatt á hjalla á Laufás- vegi þegar Sigríður sagði á sinn skemmtilega hátt frá ýmsu frá æsku sinni og fyrri árum, bæði frá Eydölum í Breiðdal og frá Eskifírði. Hún sagði þannig frá að þeir kynlegu kvistir sem hún lýsti urðu ljóslifandi fyrir manni, því hún gat hermt eftir og sett sig í stellingar við frásögnina. Einnig kunni hún margar bráðskemmti- legar vísur frá þessum tímum, eins konar lokal revíusöngva, bráðsmellinn kveðskap, jafnvel fyrir þann sem hvorki þekkti sögu- persónur né umhverfí. Þessi frásagnarhæfíleiki kom sér vel þegar Sigríður var fengin til að skrifa grein fyrir bókaflokk- inn Móðir mín. Þar á hún ljómandi fallega grein um móður sína, prestsfrúna Hlíf Bogadóttur Smith. Síðustu skipti okkar voru, að ég leit inn og hún sagði: „Eigum við ekki að kveikja okkur í einni!“, sem við og gerðum, þó mér fynd- ist reyndar hún vera venju fremur brothætt, en hún var svo vön að seiglast að það blekkti mann svo- lítið. — Ég sagði henni frá draumum dóttur minnar, sem er yngsta barnabamið hennar, um að leggjast í ferðalög og flakk um heiminn næsta ár, jafnvel fara á samyrkjubú í Israel og fannst henni það aldeilis skemmtilegt, hvort hún hefði verið til í það. Tveimur dögum seinna fór hún sjálf í ferðalag. Ekki efa ég að það verður gott og Ijúft ferðalag. Anna S. Gunnarsdóttir t Þökkum öllum nær og fjær auösýnda samúö og hlýhug viö and- lát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÓLÍNAR BERGSVEINSDÓTTUR, Hverflsgötu 17, Hafnarfiröi. Alúöarþakkir til starfsfólks St. Jósefsspítala í Hafnarfirði fyrir góöa umönnun og góöa hjálp henni til handa. Lilly Siguröardóttlr Horner, Helmuth Horner, Bergsveinn Sigurösson, Ruth Jónsdóttir, Gunnhildur Sigurðardóttir, Kristinn Jónsson, Nanna Björg Siguröardóttir, Garðar Jóhannsson, barnabörn og barnabörn. radauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar Keflavík Sjálfstæöiskvennafélagiö Sókn heldur aðalfund þriðjudaginn 17. þ.m. í sjálfstæðishúsinu á Hafnargötu 46 kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Kaffiveitingar. Spilað verður bingó. Mætum allar. Stjórnin. Hafnfirðingar Stefnir, félag ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, fer i heimsókn i forsætisráðu- neytið til þess að hitta Þorstein Pálsson formann Sjálfstæðisflokksins og forsætis- ráðherra fimmtudaginn 12. nóvember. Lagt af stað frá Sjálfstæðishúsinu við Strand- götu í Hafnarfirði kl. 15.30. Mæting kl. 15.00. Þeir sem ætla að fara i ferðina til- kynni sig í síma 651158 eftir kl.18.00 þriðjudaginn 10. og miðvikudaginn 11. nóv- ember. Allir velkomnir. . . Stefnir. Vestlendingar Almennur stjórnmálafundur með Friðriki Sophussyni, iðnaðarráðherra, veröur hald- inn miðvikudaginn 11. nóvember f Hótel Borgarnesi og hefst kl. 20.30. Allir velkomnir. Sjðlfstæðisfólögin. YFrá Hvöt, félagi sjálfstæðiskvenna í Reykjavík Aðalfundur félagsins verður haldinn i kvöld, miðvikudaginn 11. nóv- ember, kl. 20.30 i Valhöll. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. * 3. Gestur fundarins: Katrín Fjeldsted, borgarfulttrúi. Fundarstjóri: Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari: Ásdís Guö- mundsdóttir. Félagskonur fjölmennið. Stjórnin. Málfundafélagið Óðinn Aðalfundur félagsins verður mánudaginn 16. nóvember kl. 20.30 í kjallarasal Valhallar, Háaleitis- braut 1. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Gestur fundarins, Guðmundur H. Garö- arsson, alþingismaöur, ræðir stjóm- málaviðhorfin. 3. Önnur mál. Stjómin. Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboðinn, Hafnarfirði Hádegisveröarfund- ur verður í Sjálf- stæðishúsinu við Strandgötu laugar- daginn 14. nóvem- ber nk. kl. 13.00. Fundur þessi er haldinn í framhaldi af stjórnarfundl Landssambands sjálfstæðiskvenna sem haldinn verður á sama stað kl. 10.00 f.h. Frummælendur: Þór- unn Gestsdóttlr, formaöur Landssambands sjélfstæöiskvenna og Sólveig Pétursdóttir, lögfræðingur. Vorboðakonur og allar sjálfstæðiskonur í Reykjaneskjördæmi eru hvattar til að mæta og taka meö sér gesti. Stjómin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.