Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 66
 V80t HSflMíT'/'ÖM ff 5TTTr>A(TTJ>tTVcnT/ Ölf* AJ0MTJDHOM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987 J „ Hae l Pyrir þrjátíu drum... Ijaldfer^alag tií- /\rir.c5rva. þú týndir litlu bcxrni... dreng- áður að þú óskaðir þér þess að geta farið út með mér? Með morgimkaffinu Ég held þetta sólskin, svona dag eftir dag, leiði til þess að þeir fari að leggja á sólarskatt! HÖGNI HREKKVlSI Kláus og/eða Jesús Til Velvakandi Ég las einhvers staðar að einn kaupmaður í borginni væri farinn að setja Sankti-Kláus út í gluggann sinn. Ég kann ekki við að fletja Kláusar auglýsinguna út yfír allt árið. Raunar fínnst mér alltaf eitt- hvað ánægjulegt við jólaösina. Aldrei eru jafn margir á ferli til að leita að einhveiju til að gleðja aðra. En það er einhver vanstilling í því að þenja jólakauptfðina yfír marga mánuði. Hún tilheyrir aðdraganda jóla. Ég hefí ekkert á móti því að sjá Kláus gamla sem eins konar tákn gjafmildinnar um jólin, svo framarlega sem hann ryðst ekki fram fyrir jólabamið, - því það er kærleikur þess sem olli því áður fyrr, að enginn mátti lenda í jóla- köttinn. En jólakötturinn er tákn allsleysis, einstæðingsskapar og örbirgðar. Annars fínnst mér jólasveinalæt- in orðin að hálfgerðu fargani hér í Reykjavík. Við því verður ekki gert, þó að gömlum og nýjum, innlendum og útlendum hugmyndum sé hrært saman. En megintákn jólanna er auðvitað ekki jólasveinn heldur jóia- bamið, Jesús. Síðan þau tákn, sem felast í jólafrásögunni, stjaman, vitringamir, María og Jósep, fjár- hirðamir, englamir. Vetrarmynd eða landslagsmynd eða Kláusarr' mjmdir eru útaf fyrir sig ekki jólamyndir. En við eigum nóg af listamönnum og högu fólki til að búa til eitthvað fallegt í raunvem- legum jólastfl. Slík tákn eigum við að setja í búðarglugga, á jólakort og umbúðapappír. Vísnasmiðir gætu auðgað okkur á fleiri fallegum jólasöngvum. A fögmm haustdegi stóð ég eitt sinn á Betlehemsvöllum en þá var mér ekki jólasveinn efst í huga heldur jólafrásagan sem les- in er í kirkjunum. Dr. Jakob Jónsson Þessir hringdu . . Hækkið verð á gleijum S.B. hringdi: „ Er ekki kominn tími til að hækka verð á gosdrykkjaglerjum sem nú er orðið allt of lágt? Ég tel að glerin mættu hækka að minnsta kosti um helming þannig að flaskan kostaði 10 kr. Verðið á gleijunum er orðið svo lágt að fólk hirðir ekkert um þau lengur. Fyrir bragðið liggja þau eins og hráviði með vegum til mikillar óprýði.“ Öldósir og ölflöskur Móðir hringdi: „Ég bý í grennd við fjölmennan framhaldsskóla og nemendur þar drekka mikið af gosdrykkjum. Þeir skilja svo flöskur og dósir eftir hingað og þangað í nágrenni skólans. Svo hirða litlu krakkam- ir flöskumar en þau geta ekki fengið peninga fyrir þær heldur verða að taka út á þær salgæti. Em þetta ekki neikvæðar reglur að bömin geti ekki fengið peninga en verði að kaupa einhvem sjoppuvaming? Þá finnst mér að vel mætti borga eitthvað fyrir dósimar t.d. krónu fyrir stykkið. Þannig gætu karkkamir fengið eitthvað fyrir að hirða þessar öl- dósir sem alls staðar liggja eins og hráviði." Grábröndótt læða Stór grábröndótt læða með hvíta bringu og lappir er týnd frá Njörvasundi 40. Þeir sem orðið hafa varir við hana em vinsamleg- ast beðnir að hringja í síma 32887. Vinsamlegast gáið í geymslur og skúra ef hún kjmni að hafa lokast inni. Fundarlaun 5000 kr. ■i Hver samdi lag’ið? TJ. hringdi: „Ég heyrði fyrir nokkm lagið Nú kallar kvöldsins bjalla sungið í útvarp. Ég veit að textinn er eftir Steingrím Thorsteinsson en langar til að vita hver samdi lag- ið.“ Yíkverji skrifar Adögunum var rituð grein hér í blaðið væntanlega til að sann- færa lesendur um nauðsyn þess að fjármunum verði varið til að reisa hér tónlistarhús. Um nokkurt skeið hefur það verið baráttumál margra, að slíkt hús risi í höfuðborginni. Með hliðsjón af hinum mikla tónlist- aráhuga margra og blómstrandi tóniistarlífí á það fullan rétt á sér að hugað sé að smíði byggingar, sem er sérstaklega ætluð fyrir tón- listarflutning. Hefur þegar verið efnt til samkeppni um útlit hússins og því hefur verið valinn staður í Laugardal. Hið eina sem vantar em peningamir! Það var ekki til að vekja samúð Víkverja með málflutningi höfundar fyrmefndrar greinar í Morgunblað- inu, að hann sá ástæðu til að leggja lykkju á leið sína og hallmæla þeim, sem unnið hafa að smíði flugstöðv- ar Leifs Eiríkssonar eða stjómað því verki. Fannst Víkveija greinar- höfundur gefa rækilega í skyn, að þar hefði einum milljarði króna ver- ið sóað. Ef ekki er unnt að vinna að fjáröflun til tónlistarhúss nema með því að dylgja um verk annarra og gera lítið úr þeim, er Víkveiji þeirrar skoðunar, að rétt hefði ver- ið fyrir talsmenn hússins að bíða, þar til niðurstaða liggur fyrir í þeirri rannsókn, sem nú stendur jrfír á vegum ríkisendurskoðunar á byggingarsögu flugstöðvarinnar og þeim ákvörðunum, sem þar hafa verið teknar. XXX Nýlega mátti lesa þessar setn- ingar í erlendum fréttum hér í Morgunblaðinu: „Sagði Zhao að velja þyrfti fulltrúa úr öllum stétt- um þjóðlífsins til þess að kjósa embættismenn stjómarinnar. En hann fór ekki í grafgötur um að einn flokkur myndi áfram stjóma Kína. . .“ og þessa: „Karl hefur verið í Balmoral-kastala á Skotl- andi, en Díana, sem ekki fer í grafgötur með óbeit sína á kastal- anum, dvaldi í Lundúnum." Víkveija er kunnugt um, að þess- ar fréttir eru ekki ritaðar af sama blaðamanninum. Báðir nota þeir hins vegar orðatiltækið með graf- götunum eins, og ranglega miðað við orðabækur. I orðabók Menningarsjóðs segir: ganga (fara) í grafgötur um eitt- hvað leita einhvers vandlega. Hvorki Zhao né Díana eru að gera það í þessum fréttum. Þá segir einn- ig í orðabók Menningarsjóðs: (venjulega með neitun) það þarf ekki að fara í neinar grafgötur um þaðþað er auðsætt. Þessa merkingu ber að leggja í fyrrgreindar fréttir. Zhao telur auðsætt, að einn flokkur muni áfram stjóma Kína. Og það er talið auðsætt að Díana prinsessa hafí óbeit á Balmoral-kastala. Þegar Víkveiji las þessar setn- ingar í Morgunblaðinu velti hann því fyrir sér, hvort fara þyrfti í nokkrar grafgötur um það, að notk- un orðtaksins með grafgötunum væri að brej'tast. A að spoma við því eða er hér um óhjákvæmilega og jafnvel eðlilega þróun málsins að ræða? XXX Ibók Halldórs Halldórssonar pró- fessors íslenskt orðatakasafn, sem ætti að vera við hendina á öll- um, sem nota íslenskt mál, er rætt um grafgötur og þar segir meðal annars: „GANGA EKKI í GRAFGÖTUR UM E-Ð „rannsaka e-ð ekki ná- kvæmlega (af því að það er óþarft), ganga að e-u vísu“. Þetta afbrigði orðtaksins er kunnugt frá 19. öld: lagðist og heldur orð á, að hann myndi mynda eða steypa peninga, þó ekki væri um það í grafgötur gengið.. . Orðtakið er algengt með þurfa: Það þarf að vísu ekki að ganga í neinar grafgötur um það, hvaðan Espólín sé kominn kraftur máls og frásagna. . . Eldri dæmi em um afbrigðið fara í grafgötur um e-ð „rannsaka e-ð nákvæm- lega“. Það er kunnugt frá 18. öld.. . Orðið grafgötur táknar „niður- grafna stíga", en í þeim er vitaskuld öll leit erfíð. Orðtakið merkir því í rauninni „leggja ekki í erfiða leit“.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.