Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987 39 Vélhjól á llOkmhraða ÖKUMAÐUR vélhjóls var sviptur ökuréttindum sínum aðfaranótt þriðjudagsins, þegar hraði hjóls- ins mældist 110 kílómetrar á klukkustund á Kringlumýrar- braut. Lögreglan var við radarmælingar víða um borgina um nóttina. Sjö voru sektaðir fyrir of hraðan akstur og þykir lögreglunni það gleðilega lág tala. Þó munu mælingar halda áfram, því lögreglan óttast að allt fari í sama farið verði slakað á klónni. Ritzau: Nýr frétta- ritari ráðinn LARS Toft Rasmussen, frétta- maður hefur verið ráðinn, sem fréttaritari norrænu fréttastof- unnar Ritzau á íslandi. Hann tekur við af Magnúsi Guðmunds- syni blaðamanni, sem verið hefur fréttaritari undanfarin 7 ár. Lars hefur verið fréttaritari Ritz- au á Grænlandi en er í tveggja ára leyfi frá fréttastofunni í Kaup- mannahöfn þar sem hann hefur starfað undanfarin ár. Lars mun he§a störf hér á landi um miðjan mánuðinn. Smárahvamms- land: + Akvörðun var frestað FRESTUR bæjarstjómar Kópa- vogs til að ákveða hvort bærinn neytir forkaupsréttar á Smára- hvammslandi hefur verið fram- lengdur til 31. desember næstkomandi. Að sögn Kristjáns Guðmunds- sonar bæjarstjóra hefur bæjarstjóm Kópavogs óskað eftir að sjá hug- myndir Sambands íslenskra sam- vinnufélaga um skipulag, uppbyggingu og fyrirkomulag væntanlegra bygginga sambands- ins, áður en ákvörðun um forkaups- rétt er tekin. Ritstjóri Heimsmyndar: Ummæli slitin úr samhengi HERDÍS Þorgeirsdóttir, ritstjóri Heimsmyndar og höfundur við- tals við Steingrím Hermannsson formann Framsóknarflokksins, hafði samband við Morgunblaðið og vildi koma á framfæri athuga- semd við frétt blaðsins varðandi ummæli Steingríms um Pál Pét- ursson, þar sem sagði að Páll stæði í vegi fyrir nútímalegum breytingum á Framsóknar- flokknum. Taldi Herdís að ummæli Steingríms hefðu verið slitin úr samhengi í frétt Morg- unblaðsins. „Af virðingu við utanríkisráð- herra vil ég koma á framfæri athugasemd vegna þessarar fréttar Morgunblaðsins þar sem sleppt er setningu, sem kemur í beinu fram- haldi af ummælum Steingríms um Pál og breytir merkingunni nokk- uð,“ sagði Herdís. Orðrétt er málsgreinin svona: „Ég vil að vísu breyta Framsóknarflokknum, gera hann opnari og nútímalegri og neita því ekki að menn eins og Páll Pét- ursson vilja standa í vegi fyrir því. Slíkar efasemdir eru þó hverjum flokki hollar." Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Stúikurnar sjö sem komust áfram í undankeppnina. Karen Kristjánsdóttir Ölfusi, Kristjana Þórey Ólafsdóttir Vestmannaeyjum, Hanna Björk Sigurðardóttir Grafningi, Sigrún Ágústsdóttir Vest- mannaeyjum, Eygló Linda Hallgrímsdóttir Selfossi, Linda Hrönn Ævarsdóttir Vestmannaeyjum, Anna Berglind Júlídóttir Þorlákshöfn og Fjóla Grétarsdóttir ungfrú Suðurland 87. Ungfrú Suðurland: Sjö stúlkur valdar í undankeppnina Selfossi. SJÖ stúlkur voru á laugardag valdar til þátttöku i keppninni um titilinn ungfrú Suðurland 5. mars á næsta ári. Sú sem verður hlutskörpust 5. mars tekur þátt í keppninni um ungfrú ísland. Það voru 16 stúlkur úr Suður- landskjördæmi sem tóku þátt í þessari forkeppni á Hótel Sel- fossi. Auk sjálfrar keppninnar þar sem stúlkumar komu fram var tískusýning á dagskrá og Leik- félag Selfoss sýndi hluta úr dagskrá sem það verður með á næstunni. Að lokinni keppninni var dansleikur. Það var Fjóla Grétarsdóttir, ungfrú Suðurland 1987, sem afhenti stúlkunum sjö blómvönd f lok keppninnar en hún leiðbeindi stúlkunum einnig fyrir keppnina. Kjmnir á keppninni var Gunnlaug^ur Helgason. Sig. Jóns. Alþjóðlega skákmótið á Suðurnesjum: Hannes Hlífar með foryst- una eftir þrjár umferðir Keflavik. HANNES Hlífar Stefánsson er efstur eftir þijár umferðir á Al- þjóðlega skákmótinu á Suðurnesjum með 2>/z vinning. Síðan eru fjórir jafnir með 2 vinninga, Björgvin Jónsson, Guðmundur Sigur- jónsson, Charles Weldon og Bryan Jakobs. Helgi Ólafsson er með lVz vinning og frestaða skák. Stórmeistaramir Guðmundur Siguijónsson og Helgi Ólafsson gerðu jafntefli, sömuleiðis Byron Jakobs og Björgvin Jónsson. David Norwood vann Antti Pyhala, Car- les Weldon vann Sigurð Daða Sigfússon og Hannes Hlífar Stef- ánsson vann Jóhannes Ágústsson. Skák Þrastar Þórhallsson og Davíðs Ólafssonar fór í bið eftir rúmlega 6 klukkustundir og var Þröstur með tveim peðum yfir. Þröstur gæti náð tveim vinningum vinni hann biðskákina, en hann er með einn vinning, biðskák og eina frestaða skák. Bretinn David Norwood kom of seint til keppni vegna þátttöku á skákmóti í Austurríki. Skákum hans við Helga Ólafsson og Þröst Þórhallsson var því frestað. í fyrstu umferð vann Þröstur Pyhala, Hannes Hlífar vann Davíð, Guðmundur vann Sigurð Daða og Björgvin vann Jóhannes. Jafntefli gerðu Weldon og Jakobs. í ann- arri umferð vann Hejgi Davíð og Jakobs vann Pyhala. Örðum skák- um lauk með jafntefli. Staðan er nokkuð óljós vegna tveggja frestaðra skáka bretans Norwoods sem kom til mótsins í gær. BB Kasparov tók forystuna Skák Margeir Pétursson GARY Kasparov tók í gærdag forystu í einvíginu við Anatoly Karpov í fyrsta sinn. Þá var tefld áfram biðskák frá þvi í fyrradag og lauk henni með auðveldum sigri Kasparovs, eins og spáð hafði verið. Að loknum ellefu skákum i ein- viginu er staðan i einvíginu nú þannig að Kasparov hefur hlot- ið sex vinninga, en Karpov fimm. Líkur heimsmeistarans á því að halda titli sínum eru orðnar mjög góðar því til þess nægir honum jafntefli, 12-12. Karpov þarf því að ná sjö og hálfum vinn- ingi úr siðustu þrettán skákunum til að endurheimta titilinn sem hann missti fyrir tveimur árum. Eftir mjög grófan afleik á mánudaginn átti Karpov enga möguleika á að halda jafntefli í biðskákinni. EUefta skákin tefldist þannig eftir bið: Hvitt: Anatoly Karpov Svart: Gary Kasparov 41. - Hc7 Biðleikur Kasparovs. Hann kom nokkuð á óvart, því 41. — Rc4 virðist mjög öflugur og traustur leikur. Nú fær Karpov nokkuð mótspil, en heimsmeistar- inn hefur vafalaust reiknað skákina til enda er hann lék bið- leiknum. 42. Bd6 - Hc2+ 43. Kd3 - Hxa2 44. Re3!? Karpov reynir að flækja málin. 44. Bxe5+ - Kf7 45. Bf6 - Rc4 46. e5 — Hf2! var greinilega alveg vonlaust. 44. - Kf7 45. Rg4 - Rc4 46. Rxe5+ — Rxe5+ 47. Bxe5 — b4 48. Bf6 - b3 49. e5 - Hxg2 50. e6+ — Kf8 og hvítur gafst upp, því það gerir gæfumuninn, að eftir 51. d6 - b2 52. d7 skák- ar svartur um leið og hann vekur upp drottningu. Eldborgin ekki seld til Eskifjarðar EKKI verður úr kaupum Hrað- frystihúss Eskifjarðar á Eld- borgu HF 13, sem er eitt af stærstu og fullkomnustu loðnu- skipum íslenska flotans, en stjórnendur frystihússins ræddu nýlega við eigendur skipsins um hugsanleg kaup. Aðalsteinn Jónsson, aðaleigandi og forstjóri Hraðfrystihúss Eski- fj'arðar, sagði í samtali við Morgun- blaðið að stjómendur frystihússins hefðu rætt við eigendur Eldborgar- innar um kaup á skipjnu en ekki hefði orðið úr þeim. Á skrifstofu útgerðar skipsins fengust þær upp- lýsingar að sala á skipinu væri ekki í deiglunni en þó væri aldrei að vita, hvort svo yrði, fengist viðunandi tilboð. Eldborgin er nú á loðnuveið- um en fer á rækju að þeim loknum. • • Okumenn sektaðir í hundraðatali LÖGREGLAN í Reylqavík fór víða um borgina á mánudag og kannaði hvort bifreiðum væri lagt ólöglega. Fimmtán bifreiðir voru fjarlægðar úr miðbænum með kranabíl og ökumenn voru sektaðir í hundraðatali. Lögreglan kannaði ástand þess- ara mála í Þingholtunum á mánudagskvöld og þar voru 40 sektaðir fyrir að leggja ólöglega. Að sögn lögreglu var þó reynt að taka tillit til þess, að fá bifreiða- stæði em í Þingholtunum og íbúar þar eiga oft erfitt um vik ef þeir ætla sér að leggja löglega. Því var aðeins sektað fyrir grófustu brot. í Norðurmýrinni reyndust 54 bifreið- ir vera ólöglega staðsettar og svipaða sögu er að segja af mörgum öðmm borgarhlutum. í gærkvöldi og fram á nótt kann- aði lögreglan sérstaklega hvort ökumenn notuðu ökuljós og stefnu- ljós og hvort þeir virtu umferðarljós og -merki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.