Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987 53 Frá fundi Lagnafélags íslands. Lagnafélag íslands: Nýjungar í lagnatækni kynntar reglum að vera bundin við þau kvótasvæði sem þau tilheyrðu fyrir sölu. Öll önnur skip fá kvóta á því svæði sem þau voru seld til. Við létum setja rækjulínu í Mána- berg. Nú stefnir allt í það að settur verði kvóti á rækjuna líka og að Mánaberg verði útilokað frá veiðum á henni en við vorum búnir að kaupa veiðarfæri til rækjuveiða fyrir fímm milljónir. Mér fínnst að það ætti ekki að vera kvóti á djúprækju. Það eru ennþá ókönnuð djúprækjumið fyrir norðan land en það virðist vera svo að við höfum ekki efni á því að láta rannsóknaskipin okkar kanna þessi svæði. Sólberg hefur verið á sóknarmarki síðastliðið ár og hefur því haft fijálsa sókn í karfa og grálúðu. Það hefur aflað vel það sem af er þessu ári og verð- mæti aflans frá ársbyrjun er komið upp í 94 milljónir króna," sagði Ásgeir. Guðrún Lárusdóttir Má ekki mismuna út- gerð eftir landshlutum „Það hlýtur að vera lágmarks- krafa að útgeðir sitji við sama borð, en mönnum sé ekki mismunað eftir landshlutum," sagði Guðrún Lárus- dóttir, útgerðarmaður togarans Ýmis í Hafnarfírði. „Ég lagði fram tillögu, sem ekki hlaut hljómgrunn, á fundinum þess efnis að jafnvægi milli landshluta miðað við þorskí- gildi yrði gætt. Nú hafa sóknar- markstogarar á norðursvæði 1.700 tonna þorskaflahámark en við á suðursvæðinu 1.200 tonn. Með því að taka upp hámark á karfa, 600 tonn fyrir norðan og 1.400 fyrir sunnan, næst ekki jafnvægi. Við þurfum að minnsta kosti að fá 1.600 tonn af karfa til að jafna muninn. Þá er „siglingaskatturinn" mjög óréttlátur. Með honum er verið að refsa útgerðum skipa, sem hafa byggt ferksfískmarkaðina upp og stunda raunhæfa fískfriðun með því að eyða tíma frá veiðum í sigling- ar. Það þarf að atjóma ferskfiskút- flutningum betur og LÍÚ er bezt til þess fallið. Hugsanlega mætti hafa hærri skatt á gámana, því skipin, sem fiska í þá, sækja meira í fískinn, en hin, sem sigla með aflann. Innlendu fiskmarkaðamir eru nú að styrkjast og sífellt fer meira af físki um þá. í október voru það tæp 14% af öllum botnfískafla íslend- inga og því em þeir búnir að festa sig í sessi og verð á þeim orðið marktækt. Megnið af fiskinum, sem þar er selt og keypt, fer í vinnslu innan lands og ég sé ekki betur en hagkvæmara sé að selja á okkar eigin mörkuðum en erlendum, þeg- ar allt er tekið með í dæmið," sagði Guðrún Lárusdóttir. FYRSTI fræðslu- og vörukynn- ingarfundur Lagnafélags íslands var haldinn í ráðstefnusal Hótels Sögu miðvikudaginn 21. október i samvinnu við vélsmiðjuna Héð- inn hf, þar sem kynntar voru nýjungar frá Danfossverksmiðj- unum í Danmörku á ofnalokum, hitastýringum og öryggisbúnaði. Á fundinum flutti Hermann Boy- esen, verkfræðingur frá Danfoss, erindi fyrir um áttatíu fagmenn á sviði iagnatækni. Að erindi hans Alþýðubanda- lagið: Tillagaum menning- arlánasjóð í ályktun landsfundar Al- þýðubandalagsins um menning- arstefnu er lagt til að komið verði á fót nýjum sjóði, sem verði eins konar lánasjóður menningarinnar, og úr honum geti einstaklingar, samtök eða menningarfyrirtæki fengið langtimalán og styrki til stórra verkefna á menningarsviði. í tillögunni er einnig lagt til að lög um menningarstofnanir verði endurskoðuð á 4 ára fresti og yfír- menn þessara stofnana verði ráðnir einungis til 4 ára í senn. Á landsfundinum var skipuð 18 manna nefnd listamanna meðal landsfundarfulltrúa til að móta til- lögur í einstökum menningarmál- um fyrir þingflokk, bæjarfulltrúa og þá sem eiga sæti í nefndum og ráðum á vegum flokksins. &TDK HUÓMAR BETUR loknu komu fram fyrirspumir varð- andi stýringar á hita- og loftræsti- kerfum og stýringar á vatnshita í sturtum og handlaugum. Síðan lýstu starfsmenn Héðins, þeir Snorri Hafsteinsson og Birgir Þormóðsson, nokkrum nýjungum, svo sem fjölrása hitastýringum sem nota má fyrir smáar og stórar bygg- ingar, skóla og stofnanir þar sem fram fer margþætt starfsemi. Einn- ig var lýst öryggiskerfí fyrir ij'ar- stýringu sem getur komið að notum þar sem fylgjast þarf með að öll kerfí vinni eðlilega og þar sem bilun getur valdið stórtjóni ef hennar verður ekki vart nægjanlega snemma, til dæmis ef frost fer af frystigeymslu. Fundur um sama efni var síðan haldinn á Hóteli KEA á Akureyri fímmtudaginn 22. október. Lagna- félagið hyggst halda fleiri slíka fræðslu- og vörukynningarfundi í samvinnu við ýmis fyrirtæki í framtíðinni. Fimm hækur frá Tákni BÓKAÚTGÁFAN Tákn gefur út fimm bækur á jólabókamarkað ársins og koma þær út á næstu dögum hver af annarri. Bækurn- ar eru: „Gagnnjósnarinn" eftir Peter Wright, „'68-hugarflug úr viðjum vanans" eftir Gest Guð- mundsson og Kristínu Ólafsdótt- ur, „Ætternisstapi og átján vermenn" eftir Þorstein frá Hamri, „Ég vil lifa“ í samantekt Guðmundar Árna Stefánssonar og Önundar Björnssonar og „Lán í óláni“ sjálfsævisaga leikarans sir Alec Guinness. Ævisaga breska leyniþjónustu- mannsins Peters Wright, „Gagn- njósnarinn", var bönnuð í Bretlandi, heimalandi höfundar, og bresku samveldislöndunum, en bandaríska útgáfan hefur verið seld þar með leynd í hundruð þúsundum eintaka. I bókinni greinir Peter Wright frá starfsaðferðum bresku leyniþjón- ustunnar um tveggja áratuga skeið frá 1956-76. „’68-hugarflug úr viðjum vanans" eftir Gest Guðmundsson og Kristínu Ólafsdóttur er „samtíðarsaga þeirrar æskukynslóðar hér á landi, sem braust til sjálfstæðis og sleit af sér allt ok í kjölfar þeirrar æskubylting- ar sem varð í Evrópu með bítlatónlist og Kamabæjartísku," segir í frétt frá útgefanda. „Ættemisstapi og átján vermenn" inniheldur 19 sagnaþætti eftir Þor- stein frá Hamri og „Ég vil lifa“ er þriðja útgáfa sjö samtaisþátta Guð- mundar Áma Stefánssonar og Önundar Bjömssonar við fólk sem staðið hefur augliti til auglitis við dðann. INNRfTUN TIL 20.NÓV. 5ÍMI. 621066 M5-D05, FRAMHALD 23.11. EINKATÖLVAN BÝR YFIR ÓTAL MÖGULEIKUM EN FÆSTIR NOTENDUR HENNAR NÝTA PÁ TIL FULLNUSTU. EFNI: • Flóknari aögerðir stýrikerfisins • Umsjon umhverfis • Uppsetning og meðhöndlun skráarkerfa á hörðum diski • Runuvinnsla • Röðun með islenskum stöfum. LEIÐBEINANDI: Björn Guðmundsson kerfisfræðingur. TlMI OG STAÐUR: 23.-26. nóv. kl. 13.30- 17.30 að Ánanaustum 15. ATHUGIÐ! VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKJA FÉLAGSMENN SÍNA TIL ÞÁTTTÖKU í NÁMSKEIÐUM SFÍ. INNRITUN ERAÐ LJÚKA í: Lotus 1-2-3 16. - 19. nóv., Displaywrite 16. - 19. nóv. og Multiplan framhald 16. - 18. nóv. Stjómunarfélag Islanós TÖLVUSKOU - ~ Ánanaustum 15 Sími: 6210 66 FEFÍÐASKRIFSTDFAN /^fy POLARÍS ^ Kirkjutorgi4 Sími622 011 GHdirfrá 15. nóv. 1. okt.-14. nóv. er verðið 22.500,- < S t;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.