Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 49
ekkert gildi, eigi engan rétt fyrr en eftir 12. viku, nema hún kjósi sjálf að gefa því gildi og rétt. Ekki er óeðlilegt að þetta komi til með að móta afstöðu hennar. Hér til viðbótar koma svo ótal röksemdir, sem vandamenn gjaman benda á og þegar leitað er til opin- berra ráðgjafa í þessu efni, mun ráðgjöfin ekki ætíð letjandi. Allt þetta og ýmislegt fleira gerir það skiljanlegt að gripið sé til fóstur- eyðinga, en það dregur ekki úr alvöru málsins. Kirkjuþing telur því brýna nauð- syn bera til, að lög verði á um friðhelgi mannlegs lífs, tryggi rétt þess jafnt fyrir sem eftir fæðingu. Legvatnsrannsóknir og kannanir á ástandi fósturs má ekki framkvæma í öðru augnamiði, en því að verða að liði, lækna sé þess þörf og það mögulegt. Hitt má aldrei vaka fyrir að svipta bamið lífi, virðist eitthvað að. Nú, þegar Alþingi kemur saman í fyrsta sinn eftir kosningar, er þess vænst að nýir menn sem þar koma til starfa sýni þessu máli áhuga og alvöru, ásamt þeim sem fyrir em á Alþingi og vitað er að styðja endur- skoðun á lögum þeim, sem þings- ályktunartillagan víkur að. Söngfulltrúi og æskulýðsfulltrúi Kirkjuþing samþykkti tvær tillög- ur um ráðningu starfsmanna til að hlynna að söng og safnaðarstarfí, sérstaklega í hinum dreifðari byggð- um. Er hér um að ræða aðstoðar- mann söngmálastjóra sem heimsæki og þjálfi söfnuði og kóra í kirkjusöng og einnig æskulýðsfulltrúa á Vest- fjörðum. Nú eru slíkir æskulýðs- starfsmenn í hinum fjórðungunum og er þess ekki minni þörf á Vest- fjörðum. Gert er ráð fyrir að viðkom- andi verði fræðslufulltrúi ef fræðsludeild kirkjunnar verður kom- ið á laggimar og þjóni þannig að uppbyggingarstarfi fyrir alla starfs- hópa, segir í tillögu flutningsmanna, Gunnlaugs Finnssonar og sr. Lárusar Þ. Guðmundssonar, sem sitja kirkju- þing fyrir Vestfírði. Flutningsmaður tillögu um söngmálafulltrúa voru Austfirðingamir Guðmundur Magn- ússon og sr. Einar Þór Þorsteinsson. Samstarf kirkju og skóla Mikla umræður urðu á kirkjuþingi um fræðslumál, einkum er varðar samstarf kirkju og skóla. Tillaga sr. Einars Þ. Þorsteinssonar um það efni var samþykkt svo orðuð: „Kirkjuþing minnir á mikilvægi menntunar- og skólastarfs og telur að auka þurfi samstarf kirkju og skóla. Þingið felur kirkjuráði að leita samráðs við Kirkjufræðslunefnd um, hvemig þetta samstarf verði best tryggt í framtíðinni." Sr. Þórhallur Höskuldsson flutti tillögu um kristinfræðikennslu og starfsréttindi guðfræðinga. Með- flutningsmenn voru Halldóra Jóns- dóttir og sr. Ólafur Skúlason. Er þar lögð áhersla á hversu söfnuðurinn megi hlúa að og styðja þá sem ann- ast hina vandasömu kennslu f kristn- um fræðum og þar verði til reiðu skipuleg aðstoð af hálfu kirkjunnar. Einnig var í umræðunni fjallað um réttindi presta í kennslu kristinfræða í grunnskóla. Segir m.a. í greinar- gerð: „Þótt fullur skilningur sé á gildi þess að lögbinda starfsheiti og starfs- réttindi kennara er með öllu óviðun- andi að þeir sem hafa menntun til og er treyst til að annast uppfræðslu í söfnuðunum skuli ekki njóta sömu viðurkenningar gagnvart kristin- fræðikennslu í gmnnskóla. Samkv. upplýsingum grunnskóladeildar hef- ur að þessu sinni 32 starfandi prestum og 2 guðfræðingum verið veitt undanþága til að starfa sem „leiðbeinandi" í grunnskóla og má ætla að flestir þeirra hafi kristin- fræðikennslu með höndum." Samþykkt kirkjuþings er svohljóð- andi: 1. „Kirkjuþing 1987 leggur áherslu á mikilvægi kristinfræðikennsl- unnar f grunnskólum landsins og hveturToreldra, kennara og skóla- stjómendur til aukins samstarfs og umræðu um hvemig hlúa megi sem best að þeirri námsgrein f skólastarfinu. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987 49 2. Kirkjuþing beinir þeim tilmælum til héraðsnefnda, að þær kanni hver á sínum stað og í samráði við kirkjufræðslunefnd, hvemig styðja megi grunnskólana í krist- infræðikennslunni svo sem með fræðslufundum fyrir kennara og foreldra, heimsóknum í skóla, miðlun hjálpargagna og með því að bjóða nemendum ásamt kenn- ara í viðkomandi sóknarkirkju á kennslutíma." 3. Kirkjuþing felur kirkjuráði: a) — að afla upplýsinga um hver hlutur kristinfræðikennslunn- ar er í reynd í skólum landsins í samanburði við viðmiðunar- skrá. b) — að kanna, með viðræðum við guðfræðideild Háskóla fs- lands og matsnefnd um kennsluréttindi, hvort guð- fræðingar með cand. theol.- próf frá HÍ hafi rétt til að kenna kristinfræði við grunn- skóla og ef svo er ekki hvað til þurfi að svo megi verða. Einnig væri æskilegt að upp- lýsa hvað til þurfi að guð- fræðingar uppfylli skilyrði laga nr. 48/1986 um lögvemd- un á starfsheiti og starfsrétt- indum til almennrar kennslu í gmnnskóla og framhalds- skóla." Friður um friðarmál Þeir sr. Láms Þ. Guðmundsson og dr. Gunnar Kristjánsson bám fram ályktun um friðarmál sem var samþykkt samhljóða með viðbót sem benti á tengsl friðar og umhverfis- mála og hættuna á mengun sjávar af kjamorkuúrgangi. Tillagan hljóðar þannig: „Kirlquþing 1987 fagnar þeim árangri sem náðst hefur í afvopnun- arviðræðum risaveldanna um að allar meðaldrægar og skammdrægar eld- flaugar í Evrópu verði fjarlægðar. Kirkjuþing lýsir yfir sérstakri ánægju vegna þess að ísland var vettvangur þess fundar sem hafði þessa mikil- vægu þróun í för með sér. Þingið hvetur íslenska stjóm- málamenn til að tengja nafn íslands enn frekar við afvopnun með áfram- haldandi útrýmingu allra kjamorku- vopna að markmiði. Jafnframt varar þingið við hug- myndum um aukna uppbyggingu hefðbundins vígbúnaðar. Þingið fagnar yfirlýsingum núver- andi utanríkisráðherra um að hann muni styðja tillögu Svíþjóðar og Mexfkó á þingi SÞ um stöðvun allra kjamavopnatilrauna og áskorun til stórveldanna um að hætta þegar öll- um tilraunum sínum. Þingið minnir á, að umhverfis- og friðarmál er náskyld og þendir á að fáar þjóðir eiga jafn mikið ( húfi og íslendingar að haf og loft haldist ómengað og sjórinn verði ekki notað- ur sem sorphaugur fyrir efnaiðnaðar- og kjamorkuúrgang. Vísast þar til fyrirhugaðrar stækkunar kjamorku- vers I Doumay í Skotlandi." Kirkjusókn Sr. Þorbergur Kristjánsson mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um kirlqusókn. í greinargerð hans segir: „Trúna tileinka menn sér aðeins með reglubundinni iðkun, þar sem yfir em hafðir helgir textar og bæn- ir, við boðun orðsins tekið, sakra- mentin höfð um hönd, þannig að þetta verði eðlilegur þáttur lífsins. Um Guð verður ekkert sannað með aðferðum vfsinda og rökfræði. Honum kynnast menn aðeins með því að rækja þær leiðir til móts við hann sem hann sjálfur bendir á. Þær leiðir er að finna í messunni, engin útspil, nýjar aðferðir eða starfs- hættir geta komið I hennar stað. Hér varðar auðvitað miklu, að trúnaðarmenn safnaðanna geri sér Ijósar skyldur sínar og ef allir þeir, er telja sig eiga herra kirlqunnar þökk að gjalda og eitthvaö til hans að sækja, ef þeir allir sæktu kirkju reglulega, væri auðveldara að hvetja foreldra skímar- og fermingarbama að koma til kirkju með böm sín.“ Kirkjuþing samþykkti slðan tillögu sr. Þorbergs svohljóðandi: „Kirlquþing minnir á mikilvægi þess að þjóðkiriqan megi áfram og f vaxandi mæli verða mótandi afl f fslensku þjóðlffi og heitir á alla þá sem gera sér ljósa þýðingu þessa, að standa vörð um kirkjuna og styrkja stöðu hennar með því fyrst og fremst að sækja kirkju sína.“ Stefnumörkun vegna kirkjueigna Tveir kirkjuráðsmenn, þeir sr. Jón Einarsson og sr. Jónas Gíslason, varamaður í kirkjuráði, sr. Þórhallur Höskuldsson og sr. Jón Bjarman báru fram eftirfarandi tillögu sem samþykkt var samhljóða: „Kirkjuþing 1987 felur kirkjuráði að skipa nefnd er geri tillögur að framtíðarskipan kirkjueigna og um samskipti ríkis og kirkju almennt á fjármálasviði. Nefndin hafí m.a. hliðsjón af sam- þykkt kirkjuþings 1982, tillögum starfsháttanefndar 1977 ogálitsgerð kirkjueignanefndar 1984. Tillögur nefndarinnar skulu miða að því að auka fjárhagslega ábyrgð og sjálf- stæði kirkjunnar gagnvart ríkinu. Nefndin skili áliti eigi síðar en 1989.“ í greinargerð segir m.a.: „Með þessari tillögu vilja flm. koma á ný af stað umræðu um fiár- mál og eignamál kirkjunnar, bæði þjóðkirkjunnar sem einstakra kirkna, í þeim tilgangi að mörkuð verði ákveðin stefna af kirkjunnar hálfu um framtíðarstöðu þessara mála. Ekki er óeðlilegt að kirkjuþing hafi frumkvæði að slíkri stefnumörkun, en að sjálfsögðu yrðu tillögumar einnig ræddar af öðrum aðilum kirkj- unnar áður en til viðræðna kæmi milli kirkju og ríkis. Svo sem kunnugt er skilaði kirkju- eignanefnd fyrri hluta álitsgerðar sinnar fyrir árslok 1984 og var þar fyrst og fremst um fræðilega úttekt að ræða á réttarstöðu hinna svo- nefndu kirkjueigna og ráðstöfun þeirra fyrr og síðar. Hlutverk nefnd- arinnar var m.ö.o. ekki að gera tillögur um meðferð kirkjueignanna eftirleiðis. Engu að síður benti hún á nokkur atriði sem hún taldi að kæmu til álita þegar til framtíðar yrði horft. Síðari hluti álitsgerðarinn- ar, sem er skrá og greinargerð um hinar einstöku jarðeignir kirkjunnar, er væntanlegur síðar á þessu ári, skv. upplýsingum frá formanni kirkjueignanefndar. Flm. telja tfmabært að nýta þá miklu vinnu sem nú liggur fyrir og freista þess að marka á grundvelli hennar ákveðna stefnu til frambúðar varðandi kirkjueignimar. Flm. álíta að óhjákvæmilegt sé um leið að skoða í heild sinni fjármála- tengsl ríkis og kirkju með það markmið í huga að auka sjálfstæði kirlq'unnar gagnvart ríkinu. í þá átt hafa yfirlýsingar fallið hvað eftir annað, bæði hjá sljómvöldum og yfirstjóm kirkjunnar." Um veitingn prestakalla, skipnn prófasta og kosningu biskups Þijú mál voru á kirkjuþingi sem snerta starfsmenn kirkjunnar. Voru eftirfarandi ályktanir samþykktar um þau efni: „Kirlquþing 1987 telur að ýmsir vankantar hafi komið fram á gild- andi lögum um veitingu prestakalla og felur kirlquráði að leita álits pró- fastafundar, stjómar Prestafélags íslands og leikmannastefnu á gild- andi lögum um veitingu prestakalla og gera tillögur um úrbætur eftir því sem sú umfjöllun gefur tilefni til. Kirkjuþing 1987 áréttar nauðsyn þess að gengið verði endanlega frá frumvarpi um starfsmenn þjóðkirkj- unnar og það gert að lögum. Kirkjuþing telur einnig rétt að settar verði skýrar reglur um til- nefningu prófasts og hveijir taki þátt í henni og þær reglur kynntar fyrir sóknarprestum. Kirkjuþing 1987 áréttar enn nauð- syn þess, að frumvarp um starfs- menn kirkjunnar verði lagt fram á Alþingi og verði gjört að lögum, en þar er m.a. gert ráð fyrir, að biskup- ar verði þrír. Jafnframt felur kirkjuþing kirkjur- áði að taka til athugunar gildandi lög um biskupskosningu með hliðsjón af framkomnu frumvarpi og breyting- artillögum. Kirkjuráð skal leita álits á efnisatriðum málsins hjá þeim er það tekur sérstaklega til og kanna gildandi reglur um biskupskjör f ná- grannakirkjum." Uppeldi til friðar Kristján Þorgeirsson lagði fram tillögu sem byggð er á samþykkt foreldra- og kennarafélags Hallorms- staðaskóla um stríðsleikföng. Kirkju- þing samþykkti tillöguna svohljóð- andi: „18. kirkjuþing 1987 skorar á alla þá, sem annast innflutning og sölu á bamaleikföngum, að hafa ekki stríðsleikföng til sölu í verslunum sínum. Vakin er athygli á samþykkt prestastefnu 1982, þar sem fram kemur svohljóðandi ályktun: „Vér hvetjum söfnuði landsins til að leggja aukna áherslu á uppeldi til friðar með því að m.a.: Vekja menn til vitundar um skaðsemi of- beldis í fjölmiðlum, á myndböndum, leikföngum og á fleiri sviðum." •• Onnur mál Dr. Gunnar Kristjánsson benti f tillögu sinni um breytingu á lögum um trúfélög, að bam sem fætt er í hjónabandi skal talið heyra til sama trúfélagi og foreldrar þess. Þetta gildir, þótt sóknarprestur skíri bam foreldra í öðrum trúfélögum. „Það er óviðunandi að skfmin, sem frá öndverðu hefur verið inntökuathöfn í kristna kirkju, skuli ekki gilda sem slík f fslenskum lögum," segir flutn- ingsmaður og lagði til eftirfarandi viðbót við lög nr. 18/1975: „Hver sem skírður er af sóknar- presti skal þaðan í frá tilheyra þjóðkirkjunni. Skal Hagstofa íslands sjá um að skrá sérhvem sem þannig er skírður inn f kirkjuna án sérstakr- ar umsóknar." Löggjafamefnd kirkjuþings af- greiddi tillöguna með eftirfarandi hætti: „Vegna sýnilegra vandkvæða á framkvæmd telur nefndin sér ekki fært að mæla með samþykki tillög- unnar, en felur kirkjuráði að leita lögfræðilegs álits á efni hennar og kynna á næsta kirkjuþingi." Hlaut þessi málsmeðferð samþykki þings-. ins. Dr. Gunnar var einnig flutnings- maður tillögu um að fella niður sérstakan dag tileinkaðan kristinni boðun meðal gyðinga. Var þvf máli vísað til biskups til frekari athugun- ar. Þá var svohljóðandi tillaga sr. Áma Sigurðssonar samþykkt: „18. kirkjuþing 1987 beinir þeirri áskorun til kirkjugarðsstjóma að þær beiti sér fyrir ræktun skjólbelta í kirkjugörðum.“ Eitt mál var dregið til baka við seinni umræðu og tekið af dagskrá að ósk flutningsmanns. Skýrsla kirkjuráðs, reikningar kristnisjóðs fyrir 1986 og fjárhagsá- ætlun næsta árs voru samþykkt: Af hálfu kirkjumálaráðherra var svarað fyrirspum um endurskoðun á lögum um veitingu prestakalla. Þar er nefnd að starfi og hefur hún ekki enn lokið umfangsmiklu starfi og því ekki tímabært að greina frá hug- myndum og áformum. Skipuiag Biskupsstofu Þorsteinn Geirsson, ráðuneytis- ' stjóri, sem er formaður nefndar sem ráðherra skipaði til að endurskoða skipulag og starfshætti Biskups- stofu, greindi frá helstu niðurstöðum hennar. Er þar helst að deildarskipt- ing verður f starfi á Biskupsstofu og biskupsritari verði lausráðinn og sitji jafn lengi nýjum biskupi sem sérstak- ur fulltrúi hans. Auk Þorsteins sátu þeir Magnús Pétursson, hagsýslustjóri, og sr. Jón- as Gfslason f nefndinni. Lokaorð biskups Sr. Sigurður Guðmundsson settur biskup sleit hinu 18. kirkjuþingi þjóð- kirkjunnar og sagði m.a.: „Þau mál — um sóknargjöld og kirlqugarðsgjöld — eru þau mikils- verðustu sem hér hafa verið afgreidd. Að þau fái farsælan framgang hjá Alþingi er kirkjunni algjör nauðsyn. Ég er bjartsýnn á að það verði, ekki síst fyrir þann áhuga sem kirkju- málaráðherra sýnir málinu. Við þökkum honum starf hans og áhuga og biðjum honum blessunar f mikil- vægu starfi. Eg hef setið flest kirkjuþing frá upphafi og ber því saman störf hinna ýmsu þinga. Oft var stormasamt á þingunum og stundum hart deilt. Alltaf var þó komist að niðurstöðu og sættir tók- ust vegna þess að eins og ég sagði fyrr — allir stefndu að sama marki. Mér finnst að yfir þessu kirkju- þingi hafi samt verið léttari blær en oftast fyrr. Kannske finnst mér þetta vegna stöðu minnar nú. Ég hefí fund- ið hlýleika frá ykkur, sem hefír létt mér starfíð, ekki aðeins á þinginu heldur gert mér auðveldara að vinna störf mfn í þvf millibilsástandi sem nú er. Ég vona að þvf linni sem fyrst og óska biskupi íslands, herra Pétri Sigurgeirssyni, góðs bata og við fáum notið starfskrafta hans leng-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.