Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987 Leyfi til fiskútflutnings til Bandaríkjanna: Hugsanlegl að leyf- in verði afturkölluð - segir Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra „ÉG ER sammála þvi sem haft er eftir forsætisráðherra, að þegar um svona mikla stefnu- breytingii er að ræða er sjálfsagt að ræða það í ríkisstjóminni," sagði SteingTÍmur Hermannsson, utanrikisráðherra, þegar Morg- unblaðið spurði hann álits á ákvörðun Jóns Sigurðssonar, við- skiptaráðherra, um að veita sex nýjum aðilum leyfi til útflutnings á frystum fiski til Banda- ríkjanna. Steingrímur sagði það hugsanlegt að leyfi þessi yrðu afturkölluð þegar utanríkisvið- skipti færðust alfarið í hendur utanríkisráðuneytisins, sem yrði iiklega fyrir næstu áramót. „Eins og ég hef sagt viðskipta- ráðherra, þá hlaut ég að andmæla þessu á þeirri forsendu að stjórnar- flokkamir hafa ákveðið að flytja þesssar leyfísveitingar hingað í ut- anríkisráðuneytið," sagði Steingrímur. Hann sagði ennfremur að mestur hluti utanríkisviðskipta Fallið frá frjálsu fiskverði í Verð- lagsráði sjávarútvegsins: Þolinmæði manna er ekki nægjanleg - segir Oskar Vigfússon VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegs- ins ákvað í gær að fallið yrði frá fijálsu fiskverði og því yrði ákveðið lágmarksverð. A fundi í ráðinu i gær komu sjómenn fram með hugmyndir sinar um fisk- verð, og segir Óskar Vigfússon, formaður Sjómannafélags ís- lands, þær verðhugmyndir vera 15-20% hærri en verðlagsráðs- verð var 1. janúar sl. og því lægra en best gerist i samningum sjó- manna sumstaðar nú. Óskar sagði í samtali við Morg- unblaðið að það væru sjómönnum mikil vonbrigði að fallið verði frá fíjálsu fískverði. Ekki hefði verið sýnd næg þolinmæði í þessari til- raun því það hefði mátt vera ljóst þegar í upphafí að taka myndi a.m. k. 1 ár að fá hina eiginlegu mynd af fijálsu fiskverði. Þótt ágreining- ur hefði orðið um fiskverð á nokkrum stöðum á landinu hefði það verið af eðlilegum ástæðum vegna þess að þar eru fiskiskipin í eigu fiskvinnslufyrirtækja og því átt að taka einhliða ákvörðun um verðið án þess að tala við sjómenn. Óskar sagðist vona i lengstu lög að sú þróun, sem orðið hefúr í sam- bandi við uppboðsmarkaði, héldi áfram, en sagðist hafa vissan grun um að það sem nú væri verið að gera í verðlagsráðinu yrði til þess að koma mörkuðunum fyrir kattar- nef. Hann sagði þó að fulltrúar sjómanna í verðlagsráði myndu beita sér fyrir að gerðar yrðu fleiri tilraunir með fijálst fiskverð svo lengi sem þeir teldu sig hafa fylgi sjómanna fyrir því. væri þegar kominn í utanríkisráðu- neytið, en hluti þeirrar tilfærslu þyrfti lagabreytingar við, og búið væri að leggja fram stjómarfrum- varp á Alþingi til að fá það í gegn. Hann sagðist vænta þess að þessi breyting yrði komin í gegn fyrir næstu áramót. Steingrímur sagðist hafa fyrir- hugað að halda fund með hags- munaaðilum um fískútflutning til Bandaríkjanna, en hann sagðist ekki vera tilbúinn að segja um hvort það væri rétt að rýmka um útflutn- ing á freðfiski til Bandaríkjanna. Hann sagði að málið hefði einu sinni verið rætt í ríkisstjóminni að við- skiptaráðherra fjarverandi. Steingrímur var spurður að því hvort það gæti farið svo að leyfin yrðu afturkölluð þegar þau renna út eftir nokkra mánuði. „Það getur vel farið svo. Það er umhugsunar- efni fyrir þessa útflytjendur að leggja kannski í einhvem kostnað og tryggja sér viðskiptavini án þess að hafa leyfi tryggt áfram, og ég verð eiginlega að ráðleggja mönn- um að fara varlega í það án þess að ég geti sagt nokkuð um það á þessarí stundu hvort leyfi yrðu veitt áfram eða ekki." Steingrímur sagð- ist búast við að kalla saman hagsmunaaðila til sín á fund eftir að málin væru komin til hans, „og framhaldið hlýtur að ráðast dálítið af slíkum fundi." Morgunblaðið/Þorkell Griparmur vélmennisins beygir álþynnu utan um tinda í raf- skautsbúnaði, en síðan er þynnan heft saman svo hún myndar kraga sem kolasalla er hellt ofan í. Á myndinni eru þeir Birgir Guðlaugsson, starfsmaður Landssmiðjunnar, og Jón Hjaltalín, verkfræðingur. Fyrsta íslenska iðn- aðarvélmennið til- búið til afhendingar FYRSTA iðnaðarvélmennið sem er hannað og smíðað hér á landi er nú tilbúið til af- hendingar hjá Landssmiðjunni. Vélmennið verður notað við hreinsun á rafskautum hjá ÍSAL. Fyrirhugað er að kynna það ytra. Smíði vélmennisins var boðin út í mars á þessu ári, og var til- boði JHM-Almennrar tækniþjón- ustu tekið, en tveimur erlendum hafnað. Vélmennið var síðan smíðað í Landssmiðjunni. Alls tók um sex mánuði að þróa og smfða vélmennið, sem vinnur við að setja álkraga utan um tinda f rafskauts- búnaði. Vélmennið kostar um fjórar milljónir króna, að sögn Jóns Hjaltalíns, verkfræðings, en það leysir tvo menn frá störfum við einhæf verk í rykugu um- hverfi og er reiknað með að það borgi sig upp á tæpum tveimur árum. JSH og Landssmiðjan hyggjast halda áfram samstarfi við smíði vélmenna, og nú er eitt slíkt í smíðum fyrir Sláturfélag Suður- lands. Ifyrirhugað er að kynna vélmennið, sem ætlað er ÍSAL, ytra, en að sögn Jóns Hjaitalíns munu vera um tíu álver í heimin- um sem nota sömu tækni og ÍSAL, og. er ástæða til að ætla að þau hefðu áhuga á slíku kerfí. Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra: Engin ástæða tíl að draga leyfisveitinguna Kemur til greina að gefa útflutning á fiski til Bandaríkjanna frjálsan „ÉG TALDI óhjákvæmilegt að afgreiða umsóknir sem borist höfðu, það á ekki að tefja mál endalaust þó að verið sé að færa formlega útgáfu leyfa til annars aðila,“ sagði Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, í samtali við Morgunblaðið í gær. Jón sagðist hafa kynnt ráðherrum ríkisstjórnarinnar ákvörðun sína, og hann hefði takmark- að bæði tímalengd leyfanna og magn útflutningsins til að gefa utanríkisráðherra svigrúm til hugsanlegra breytinga síðar. Hann sagði veitingu leyfanna samrýmast ákvæðum stjórnarsáttmálans um fijálsa verslun, og hann sagði það koma til mála að gefa útflutning á fiski til Bandaríkjanna fijálsan. leitað álits þeirra, enda sæi hann ekki ástæðu til þess. Jón var spurður hvort hann vildi gefa fiskútflutning til Banda- ríkjanna alg-erlega fijálsan. „Ég vil ræða þá tillögu mjög alvarlega, ég teldi hana koma mjög til athugun- ar,“ sagði Jón. í dag HVAI) KR í BI.AÐINI.'? £-« -' T“ ‘Ji -4^ - m, Sumarid „Það er eitt af stefnumálum ríkisstjómarinnar að draga úr af- skiptum . ríkisins af einstökum atvinnugreinum og fyrirtækjum, og að örva útflutning og ijölbreytni í atvinnulífinu. Með þetta í huga er erfitt að sjá hvers vegna það ætti að banna þessum aðilum að flytja út sínar vörur á þessa markaði þeg- ar þeim er treyst til að flytja út til Evrópu eða Japans. Það er miklu meiri ástæða til að spyija af hveiju það hafa ekki verið veitt fleiri leyfi," sagði viðskiptaráðherra. Jón vísaði því á bug að vinnu- brögð hans við þessa ákvörðun hefðu verið óeðlileg, eða að hann hefði með henni sýnt Steingrími Hermannssyni ókurteisi. „Mér finnst það ákaflega fjarri sanni að ég hafi sýnt utanríkisráðherra ókurteisi með þessarri afgreiðslu, þvert á móti hef ég kynnt honum þetta mjög rækilega." Jón sagðist hafa upplýst samráðherra sína, einkum utanríkisráðherra og sjáv- arútvegsráðherra, auk forsætisráð- herra, um afstöðu sína til þessa máls í ágúst og september, og hann hefði síðan kynnt þeim ákvörðun sína í vikunni sem leið. „Á endanum er það auðvitað við- skiptaráðherrans að taka ákvörðun, og ég taldi mér ekki stætt á því að draga þessa aðila Iengur á svari. í þessu felst ekki nokkurt brot á því samkomulagi innan ríkisstjóm- arinnar að færa verkefni á milli ráðuneyta. Afgreiðsla mála í því ráðuneyti sem fer núna með þessi mál getur ekki dregist þangað til að því er lokið. Það er verið að af- greiða daglega alls konar útflutn- ingserindi, og þessi erindi em ekkert öðmvísi en þau,“ sagði Jón. Hann sagði ennfremur: „Ég tel að ákvæði stjómarsáttmáians um fíjálsa verslun sem meginreglu í öllum viðskiptum, og það að stefna skuli að auknu fíjálsræði í utanrík- isverslun, vegi þyngra en samkomu- lag um fyrirkomulagsatriði um að færa verkefni frá einu ráðuneýtis til annars." Jón sagðist hafa kynnt Sjávaraf- urðadeild Sambandsins og Sölumið- stöð hraðftystihúsanna afstöðu sína í þessu máli, en hann hefði ekki Keppnin um Miss World á fimmtudag: Daily Mail spáir Önnu Margréti einu af efstu sætunum ANNA Margrét Jónsdóttir, sem nú keppir fyrir íslands hönd í Miss World fegurðarsamkeppninni í London, var ein af sjö sem breska dagblaðið Daily Mail birti myndir af úr hópi 78 kepp- enda og spáði efstu sætum í keppninni. Lokakeppnin fer fram á fimmtudagskvöld. Anna Margrét dvaldi ásamt öðrum keppendum í 10 daga á Möltu þar sem unnið var að gerð kynningarmyndbands fyrir keppnina. Undanfama daga hafa keppendumir verið f London þar sem þeir hafa heimsótt sjúkrahús og góðgerðarstofnanir en síðustu þrjá dagana eru æfingar fyrir keppnina. „Þetta leggst mjög vel í mig og ég hef mjög gaman af þessu en ég þori ekkert að segja hvem- ig mér kemur til með að ganga þótt ég geri mitt besta,“ sagði Anna Margrét í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi. Hún sagði að fyrir keppnina væri helst veðj- að á keppandann frá Venezuela en sú stúlka fékk ekki náð fyrir augum ljósmyndara Daily Mail, heldur keppendumir frá írlandi, Hollandi, Bretlandi, Kólombíu, Dóminikanska lýðveldinu og Equ- ador auk Önnu Margrétar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.