Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987 57 Þrátt fyrir þrengingatímabil í fjárhag eigin heimilis, lét hún aldr- ei af þeim sið sínum að hugsa til þurfandi annars staðar. Sendi hún fólki sem hún taldi að á þyrfti að halda bæði peninga, fatnað og matvæli. Flest voru þessi kærleiks- verk unnin í kyrrþey og jafnvel svo að hennar nánustu höfðu ekki af því spumir fyrr en síðar eða alls ekki. Um Guðríði má segja: Sumir gefa, en aðrir gefa allt. Má í raun fullyrða að allt líf Guðríðar hafí verið ein gjöf. Hún var alltaf að gefa öðrum af sjálfri sér og sparaði þá ekkert til, en átti þó nóg eftir. Tilfínning hennar fyrir þörfum ann- arra var ákaflega sterk. Guðríður Þorkelsdóttir var hús- móðir í þess orðs dýpstu og bestu merkingu. Allt gerði hún vel á heim- ili sínu. Bömunum kvað hún vísur og sögur, kenndi þeim bænir og breytni og vakti yfír hveiju fótmáli þeirra, að ekki skrikaði, fram á fullorðinsár. Hreinlæti var dyggð hennar, eld- húsgólfíð þvegið á hveijum degi, íbúðin öll þrifín vikulega og að auki bónaðir stigar og þvegnar glugga- rúður og stéttir eftir þörfum og það vom strangar þarfír. Stórhrein- geming haust og vor og þá var allt borið út og bankað og barið og metnaður hennar var mikill og óskiptur hvað það varðaði að börnin væm alltaf hrein og í heilu. Fatnað vann Guðríður meira og minna á öll sín böm, ýmist sjálf eða í samvinnu við vinkonur. Saumað var úr einu og upp úr öðra og hver flík nýtt út í hörgul. Þá var hún handavinnukona_ góð og heklaði mörg Iistaverk. Á haustin var tekið slátur, og soðinn blóðmör og kæfa og súrsað til vetrarins. Garðávextir vom fengnir og geymdir í sandi vetrarlangt. Sultað var og saftað þannig að hillur svignuðu. Þannig var um búið að ekki yrði skortur þótt á móti blési. Til heimilis var bakað eftir þörfum og langtímum saman sást þar ekki bakarabrauð á borðum. Má með sanni segja að allt fengi tvöfalt gildi í höndum Guðríðar sakir óhemju dugnaðar og endalausrar fyrirhyggju. Þessu til viðbótar fylgdi sú kvöð sem var eitt sterkasta persónueinkenni Guðríðar að „vera fullkomin svo sem faðir yðar á himnum er full- kominn". Allt varð að vera fullkom- ið eða a.m.k. fyrsta flokks. Það var sama hvort þrífa þurfti þvottahúsið eða bömin, allt varð að vanda, hvergi mátti fínna misfellu. Það er vitanlega þung byrði fyrir venjulega húsmóður að rogast með áráttu af þessu tagi og með ólíkindum hversu vel Guðríður leysti af höndum það verk. Allt var unnið af alúð. Þá er enn ótalinn sá kafli i sögu þeirra hjóna, er húsbóndinn veiktist af alvarlegri liðagigt liðlega fimm- tugur að aldri. Var hann meira og minna rúmliggjandi í nokkur ár og bar einkenni sjúkdómsins alla tíð upp frá því. Hvort sem það var vegna þess að eigi var rúm fyrir hann á sjúkrahúsum eða af öðram ástæðum, er ljóst að heima lá hann alla sína sjúkdómslegu og Guðríður hjúkraði honum þann tíma af sinni miklu mildi. Skilja það væntanlega flestir menn hvílíkt þrekvirki það hefur verið fyrir eina konu að ann- ast heimilishald með 5 böm á krefjandi aldri og heimilisföðurinn sjúkan. Yfír allt þetta komst Guðríður sakir elju sinnar og mann- kosta og meira til. Á þessum áram tók hún einnig ósjaldan að sér að vaka á sjúkrahúsum og heimilum yfír fársjúku og deyjandi fólki. Leit- uðu margir til Guðríðar þessara erinda, því menn vora sammála um að hún hefði líknarhendur og sjúkf- ingum var sérstök fró að hafa hana nálægt sér. Kom hér enn til sá sér- staki eiginleiki Guðríðar að skynja hvers veikir væra þurfandi. Sjálf var Guðríður lengst af við góða heilsu, ef undan er skilið magasár sem gerði fyrst vart við sig, þegar hún var liðlega tvítug, kostaði hana uppskurð tvisvar á ævinni og angr- aði hana sjálfsagt eitthvað lengi. Eigin þrautir bar hún með hætti að lengst af vissi þær enginn maður. Guðríður Þorkelsdóttir var tígu- leg kona og falleg. Til þess var tekið er hún fór um götur og torg, hversu glæsileg hún bar íslenska búninginn sem hún gekk í jafnan á tilhalds- dögum. Vafalaust hefur íþróttaiðk- an á yngri áram sett mark sitt á hreyfíngar hennar, því henni fylgdi sérstök reisn og svipmikið fas og stolt átti hún nóg. En auðmýktin í hjartanu og alúðin í augunum varð þess valdandi að menn skynjuðu þar fyrst og fremst hlýja og ein- læga manneskju. En umfram allt var Guðríður trú- uð kona. Boðskapur Biblíunnar og kenningar Jesú Krists vora kjaminn og kjölfestan í öllu hennar lífshlaupi. Þar fann hún allt í senn, huggun, hvatningu og uppsprettu þess kærleika sem einkenndi allt hennar líf og starf. Biblíuna las hún reglulega og bænin brást henni aldrei. Flestum sínum nánustu gaf hún áritaðar Biblíur á vissum tímamótum og afmælum og valdi þar á hjartfólgn- ar ritningargreinar sem allar snérast um sama kjamann: Felið Drottni vegu ykkar, hann mun vel fyrir sjá. Þetta taldi hún sig hafa reynt á langri ævi og var mjög í mun að deila með sér af þeirri vissu og þeim gæðum. Sumir beija sér á bijóst á torgum en aðrir ávaxta pund sitt í kyrrþey. í þeim lítilláta hópi var Guðríður Þorkelsdóttir. Öll sín mestu og bestu verk vann hún í hljóði og ein- kenni hennar þar vora hlédrægni, auðmýkt og lítillæti. Hver sá sem kynntist Guðríði og lífsstarfí hennar skilur hvað Páll postuli á við, þegar hannsegir að kærleikurinn sé mest- ur. Ást hennar á mönnunum og alúðin í verkunum var með því him- neska yfirbragði, að væri hún að vinna þar hvert eitt starf fyrir aug- liti Drottins allsheijar. Það er mikil náð að hafa kjmnst slíkum mann- eskjum og mikið þakkarefni að hafa fengið að verða þeim sam- ferða. Þ.St. SPASTEFNA 1987 VETTIRINNSVN íFRAMlUNA Wm &m ÁHMF &NAHAGSSWFNU RÍKISSTJÖRNARiNNAR Á AWINNUL íflD? HVERT ER SAMSPIL VINNUVEITENDA OG HAGSMUNASAMTAKA? HVER ERU ÁHRIF HRÆRINGA Á ERLENDUM MÖRKUÐUM? FÖSTUDAGINN 27. NÓVEMBER KL 13:30 í KRISTALSAL HÓTEL LOFTLEIÐA DAGSKRÁ: SETNING SPÁSTEFNU: Þórður Sverrisson, formaður Stjórnunarfélags íslands. ÁLITÁ EFNAHAGSHORFUM, M.T.T. STÖÐU ÞJÓÐARBÚSINS OG YTRI SKILYRÐA: Þorvaldur Gylfason, prófessor við Háskóla íslands. ÁLITÁ EFNAHAGSHORFUM, M.T.T. FISKVEIÐISTEFNU STJÓRNVALDA, ERLENDRA MARKAÐA OG OLÍUVERÐS: Rögnvaldur Hannesson, prófessor við Norges Handelshoyskole. STAÐA SJÁVARÚTVEGS OG AFKOMUHORFUR: Ólafur B. Ólafsson, framkvæmdastjóri Miðness hf. IÐNAÐUR í ERFIÐLEIKUM: Gunnar Svavarsson, forstjóri Hampiðjunnar hf. LANDBÚNAÐUR í KREPPU: Guðmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri ístess hf. VERSLUN & VIÐSKIPTI - HVER ER STAÐAN? Jón Ásbergsson, forstjóri Hagkaupa hf. ER PENINGASTJÓRNUN ÁVALLT OF SEIN Á SÉR? Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsbanka íslands. OPINBERU FJÁRMÁLIN - SKIPTIR HALLI ÞEIRRA MÁLI? Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra íslands. Fjármálaráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, skýrir stefnu stjórnvalda og gerir athugasemdir við fram komnar skoðanir. Þátttaka tilkynnist í síma 621066. Stjórnunarfélag íslands — - l Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66 BÖGGLAPÓSTUR ...skjótur og öruggur fiutningur hvert á iand sem er! Þaö er hægt aö flytja næstum hvaö sem er, næstum hvert sem er, fari þyngd bögguls ekki yfir 20 kg. Einnig eru fluttir, brothættir og rúmfrekir bögglar. Áhætta er i lágmarki þvi allir bögglar eru tryggöir. í bögglapósti er tilvalið aö senda t.d. varahluti, fatnaó, gjafir eöa annað á ódýran og öruggan hátt. ...sérstaklega þægileg þjónusta fyrir fyrirtæki! Póstkröfur má senda bæöi meö bréfum eöa bögglum. Pantiröu vöru gegn póstkröfu berst sendingin fljótt og örugglega jafnt innanlands sem landa á milli. Póstkröfur eru greiddar viö afhendingu vörunnar. Þannig færir póstþjónustan verslunina inn á heimilin. Póst- og símamálastofnunin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.