Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987 21 Að biskupaþingi loknu: Engar tímamótaákvarðan- ir um leikmenn eða konur eftír Torfa Ólafsson Biskupaþingi kaþólsku kirkjunn- ar um hlutverk og köllun leikmanna í kirkjunni og heiminum lauk um sl. mánaðamót. Fyrri hluta þess var varið í allsheijarfundi þar sem þing- fulltrúar fluttu framsöguerindi sín, byggð á niðurstöðum biskuparáð- anna, en þau höfðu aftur byggt sínar niðurstöður á svörum lærðra manna og leikra við spumingum þeim sem kirkjan hafði lagt fyrir þá. Síðari hluta þingsins var varið til umræðna í starfshópum sem myndaðir voru með hliðsjón af þeim tungumálum sem fulltrúum eru tömust. Síðan voru enn haldnir alls- heijarfundir þar sem afgreiddar voru ályktanir og tillögur starfs- hópanna og unnar upp úr þeim tillögur sem ekki voru birtar opin- berlega heldur lagðar fyrir páfa í þinglok. I rauninni er mjög erfitt að gera sér grein fyrir þingi eins og þessu. Fréttamenn fengu ekki aðgang að fundunum og fyrsti fréttamanna- fundurinn var ekki haldinn fyrr en þingið hafði setið í þijár vikur af fjórum. Biskupamir máttu ekki halda fréttamannafundi upp á eigin spýtur og á fréttamannafundinum 20. október var aðeins skýrt frá tilhögun fundanna en ekki umræðu- efnunum. Fréttatilkynningar vom að vísu lagðar fram á fréttastofu þingsins en þær þóttu þokukenndar í meira lagi og fannst fréttamönn- um lítið sem ekkert á þeim að græða, enda kvörtuðu þeir sáran. Irskur fréttamaður orðaði það svo að baráttan við að setja saman fréttir af þinginu, eftir þeim upplýs- ingum sem það gæfí, væri jafn erfið og éta ávaxtahlaup með gaffli. Þess var vandlega gætt að engar fréttir bæmst af fundahöldum starfshópanna og síðustu allsheijar- fundunum, en þó hefur eitt og annað frést að þinginu loknu, svo sem það að ýmsar tillögumar vom strikaðar út með öllu áður en niður- stöður þingsins vom lagðar fyrir páfa. Þar munu hafa fokið út í veð- ur og vind tillögur um að leyfa skyldi konum að inna af hendi þá þjónustu í messunni sem ekki þyrfti vígslu til að gegna, að konur mættu jafnt og karlar annast sálgæslu sjúkra og að leyfa skyldi smástúlk- um að þjóna í messu við hlið kórdrengja. í stað þess var sagt ( niðurstöðunum að reglur Páls VI páfa frá 1972 skyldu verða endur- skoðaðar. Þó var lagt til í niðurstöðunum að ráðstafanir yrðu gerðar til að tryggja virðingu kvenna, svo sem með þátttöku þeirra í ráðgefandi og ákvarðandi nefndum'kirkjunnar. Staða leikmanna Staða ýmissa samtaka leik- manna, sem páfanum em að skapi, virðist hafa batnað. Biskuparáðin eiga að meta störf þeirra samtaka sem starfa á þeirra umráðasvæði en Vatíkanið tekur ákvarðanir um störf þeirra á breiðari gmndvelli. Gert er ráð fyrir að Leikmannaráð kirkjunnar í Róm geri skrá yfir þau atriði sem miða ber slíka leik- mannastarfsemi við, til þess að hún hljóti formlega virðurkenningu kirkjunnar. Lögð var áhersla á að sóknin (parish), „gmndvallartjáning lífs kirkjunnar, að því leyti sem tekur til sýnilegrar myndar hennar, sé og verði óhjákvæmileg". í tillögunum var mælt með samstarfi í þjónustu og þess getið að í borgum eða á trúboðssvæðum, þar sem ekki væri hægt að halda uppi sóknarstarfí að neinu gagni, bæri kirkjunni að hvetja til stofnunar „grasrótar- hrejrfinga" og sjá til þess að þeim væm valdir leiðtogar til að leiðbeina söfnuðunum þar sem presta nyti ekki við. Kröfur kvenna um möguleika á prestvígslu munu ekki hafa verið ræddar enda engin von til þess að á þær yrði fallist. Það lítur því ekki út fyrir að neinar ákvarðanir sem máli skipta hafi verið teknar á þingi þessu. Allt virðist vera í sömu skorðum og áður hvað þjónustu leikmanna snertir en ýmsar almennar ályktan- ir verið gerðar, svo sem að leikmenn verði betur en áður innlimaðir í starfsemi kirkjunnar, kanna beri hvort kaþólskum stjómmálamönn- um sé skylt að fara eftir kenningum kirkjunnar í pólitisku starfi og at- huga beri hlutverk kaþólskra félagasamtaka, bæði íhaldssamra og fijálslyndra. Þingið sátu 232 biskupar frá 92 löndum og 51 leikmaður og það stóð yfir í heilan mánuð. Frétta- menn velta því fyrir sér hvort skynsamlegt hafí verið af kirkju- stjóminni að efna til svo kostnað- arsams þinghalds fyrir ekki meira en eftir það liggur, ekki síst þar sem fjárhagur Vatíkansins sé eins bágur og hann er (stefnir í 60 millj- ón dollara halla á þessu ári). Baráttuglaðar konur Mikill fyöldi fréttamanna streymdi til Rómar til að fylgjast með þinghaldinu. Þar á meðal var hópur amerískra kvenna úr samtök- unum „National Catholic Coalition" sem þykja íhaldssöm í meira lagi. Telja þau það hlutverk sitt að beij- ast gegn mistúlkunum á samþykkt- um 2. Vatíkanþingsins og öðmm kenningum kirkjunnar. Á stefnu- skrá þeirra er einnig að „beijast fyrir afnámi kommúnismans á Vesturlöndum og öllum áhrifum marx-leninista meðal fólks". Konur þessar komu sem frétta- menn og gerðust það aðsópsmiklar á fréttastofu Vatíkansins í fyrstu viku biskupaþingsins, er þær héldu sinn eigin fréttamannafund á Col- umbus-hótelinu skammt þaðan, að ekki reyndist annað fært en svipta þær fréttamannapössum sínum, sem þær fengu þó aftur þegar þær höfðu lofað að haga sér skikkan- lega. Þetta em yfirleitt ríkar konur og hafa sumar það sterk ítök í heimalandi sínu að þær ráða fyrir miklu meiri áhrifum en félagatalan segir til um, en hún hleypur á nokkram þúsundum. Tilefni þessa fundar kvennanna var umræðan um stöðu konunnar á biskupaþinginu og þótti þeim ekki nógu mikil áhersla lögð á að konan ætti að vera heima og ala böm. Ekki væri hægt að ræða stöðu kon- unnar í kirkjunni án þess að ræða flótta kvenna af heimilunum og fóstureyðingar, sem þær fordæma harðlega. Náttúran sjálf geri kynin ójöfn, konur fæði böm en karlar ekki. Þá segjast þær engan trúnað á það leggja að konur hafí verið kúgaðar í kirkjunni og sé María mey gott dæmi um það. Þær hafa deilt harðlega á ýmsa biskupa sína, svo sem Rembert Weakland erkibiskup frá Milw- aukee sem taldi rétt að veita konum heimild til þjónustu og ritningarlest- urs í messum. Kathleen Sullivan, formaður samtakanna, hellti einnig úr skálum reiði sinnar yfir Bemard- in kardínála frá Chicago sem hefði varið það athæfí presta að blanda sér í stjómmál og einnig hefði hann ekki beitt sér nógu kröftuglega gegn „fóstureyðingum, getnaðar- vömum, kynvillu, hjónaskilnuðum og öðm siðleysi". Konumar vom spurðar hvemig þeim litist á að leyfa smástúlkum að þjóna í kirlqum með kórdrengj- um og svömðu þær því til að það væri ekki annað en fyrsta skrefið (áttina að prestvígslu kvenna. Hlut- verk kvenna væri að vera eiginkon- ur og mæður en ekki prestar. Konur þessar nutu ekki mikils stuðnings meðal fréttamanna þeirra sem þama vom staddir, eftir um- mælum þeirra í blöðum og tímarit- um að dæma. Sumir sögðu að þeim Jóhannes P&ll páfi II les rseðu sina í lok biskupaþingsins í Róm í október sl. væri nær að vera heima hjá bömum sínum en reyna að setja þama allt á annan endann, alskreyttar gulli og gimsteinum, hafandi engan skilning í lífi alþýðukvenna. Þeir sögðu að þær misskildu ætlunar- verk þingsins sem væri að ræða hlutverk og stöðu allra leikmanna og þær væm í andstöðu við flestar samþykktir sinna eigin biskupa. Hvað fóstureyðingar snerti sögðu þeir að ekki væri nóg að ræða um þær einar heldur þyrfti einnig að ræða kjamorkuvá, gróðureyðingu og mengun sem öllu mannkyninu stæði hætta af, svo og hungrið í þriðja heiminum sem stafaði af efnahagsstefnu iðnaðarþjóðanna. Sögðu þeir að ummæli þessara kvenna minntu að mörgu leyti á háværar raddir bókstafstrúar- manna úr röðum mótmælenda sem mikið hefðu látið að sér kveða í Bandaríkjunum og þriðja heiminum upp á síðkastið. En þessar herskáu amerísku kon- ur vom ekki einar um að andmæla prestvígslu kvenna. Önnur kvenna- samtök, til heimilis í Bahdaríkjun- um, „Women for Faith and Family", St. Louis, Missouri, sendu Gagnon kardínála, yfírmanni Fjöiskyldu- málaráðs Vatíkansins, bænarskjal þess efnis að kirkjan léti ekki undan þeirri þrábeiðni vissra kvenna að konum yrði veitt prestvígsla. Konur gætu ekki frekar orðið prestar en karlmenn mæður, sagði í skjalinu. Undir það höfðu skrifað 40.000 konur, aðallega frá Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Hollandi. Með- al þeirra var Móðir Teresa í Kalkútta. Heímildir: The Tablet, Catholic Herald og Newsweek. Höfundur er formaður Félags kaþólskra leikmanna. Fundað um nýjar leið- ir í jafnréttisbaráttu kvenna á vinnumarkaði Á VEGUM Framkvæmdanefndar um launamál kvenna verður haldinn opinn fundur í Sóknar- salnum, Skipholti 50a, miðviku- daginn 11. nóvember og hefst fundurinn kl. 20.15. Efni fundar- ins er: Nýjar leiðir í jafnréttis- baráttu kvenna á vinnumarkaði. í fréttatilkynningu segir að á fundinum verði fjallað um sérstakar tímabundnar aðgerðir til að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði, að- gerðir til að draga úr misrétti sem nú ríkir milli kvenna og karla. Rætt verður annars vegar um hvers konar timabundnar aðgerðir og hins vegar hvemig koma má sKkum aðgerðum í framkvæmd. Ræðumaður og umræðustjórar verða Vilborg Harðardóttir útgáfu- stjóri, Elsa S. Þorkelsdóttir fram- kvæmdastjóri Jafnréttisráðs, Guðrún Ágústsdóttir fulltrúi í Framkvæmdanefnd um launamál kvenna og Lára V. Júlíusdóttir að- stoðarmaður félagsmálaráðherra. Fundurinn er öllum opinn. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.