Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 15
Nýtt tölvuforrit fyrir lækna: MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987 15 Medicus leysir pappír ssj úkra- skrána af hólmi Rætt við Bárð Sigurgeirsson, sem ásamt Guðmundi Sverrissyni og Sverri Karlssyni hefur hannað hið nýja forrit Bárður Sigurgeirsson læknir við tölvuskjáinn. Moigunblaðið/Júlíus VERÐSAMANBUROUR 30 DAGSKAMríTA Valium Díazepam S MG 100 G00 Valium □íazepam 5 MG 100 465 Stesolid Díazepam S MG 100 344 Stesolid □xazepam 5 MG 50 341 Apozepam □íazepam S MG 100 SSS Apozepam □iazepam 5 MG 100 S1 1 Apozepam Díazepam 10 MG 100 14B Diazepam (Delta) Díazepam S MG 100 319 Diazepam (Delta) □íazepam S MG 100 106 Diazepam (LR) □íazepam S MG 100 320 Diazepam (LR) □íazepam 5 MG 100 103 □iazepam (LR) Díazepam Lína Upp/Niður 10 MG PgUp/PgOn — Sk j ár~ 100 53 Tölvuútskrift úr Medicus sem sýnir samanburð á verði nokkurra róandi lyfja. Lengst til vinstri er sér- lyfjaheitið, í næsta dálki sést virkt efni lyfjanna, þá kemur styrkur í milligrömmum, því næst pakkninga- stærð sem verðútreikningurinn byggir á og lengst til hægri sést hvað 30 daga meðhöndlun með lyfinu myndi kosta. LÆKNARNIR Bárður Sigur- geirsson og Guðmundur Sverris- son hafa, ásamt Sverri Karlssyni kerfisfræðingi, hannað nýtt for- rit fyrir lækna. Forritið er kallað Medicus og vakti það mikla at- hygli er það var kynnt á þingi norrænna heimilislækna, sem haldið var hér á landi siðastliðið sumar. Voru læknar frá hinum Norðurlöndunum aimennt sam- mála um að Medicus væri full- komnara en þau forrit sem þekkt eru í þeirra heimalöndum og er nú í undirbúningi að þýða forri- tið og markaðssetja það á hinum Norðurlöndunum. Það er fyrir- tækið Hjarni og Rökver hf.sem markaðssetur forritið. Meðal þeirra kosta, sem Medicus þykir bjóða upp á er að það er auðvelt í notkun, fljótvirkt og gefur betra yfirlit yfir vandamál sjúkl- ingsins. Þá má nefna að í forrit- inu eru aðgengilegar upplýsing- ar um Iyf og verðsamanburð lyfja, sem auðveldar hagkvæm- ara lyfjaval. Morgunblaðið ræddi við Bárð Sigurgeirsson lækni og spurði hann nánar um læknafor- ritið Medicus og þá möguleika sem það býður upp á. „Á síðari árum hefur verið vax- andi áhugi á að skrá og meðhöndla sjúkraskrár í tölvu og er nokkur fjöldi erlendra tölvukerfa til. Flest þeirra henta hins vegar illa íslensk- um aðstæðum og kerfjast mikillar vinnu af hendi notenda. Þess vegna fóru menn að velta fyrir sér mögu- leikanum á að hanna íslenskt kerfi sem tæki mið af aðstæðum hérlend- is og væri auðvelt í notkun og það er ástæðan fyrir því að við hófumst handa," sagði Bárður er hann var spurður um tildrög þess að farið var út í hönnun Medicus. „Hugmyndin fæddist um svipað leyti hjá okkur Guðmundi Sverris- syni, héraðslækni á Seyðisfirði, þótt Guðmundur hafí líklega verið með heldur mótaðari hugmyndir en ég til að byija með. Við byggjum á niðurstöðum sem fengust af Egil- staðarannsókninni, sem var ákaf- lega merkileg rannsókn að mörgu leyti, þar sem þróað var tölvukerfí til skráningar samskipta í heilsu- gæslu. í framhaldi af þeirri rann- sókn voru settir nýir staðlar innan heilsugæslunnar, sem hafa verið notaðir síðan. Þar á meðal var hannaður sérstakur samskiptaseðill til að skrá samskipti læknis eða heilbrigðisstarfsmanna við sjúkling- inn. í þessari einstæðu rannsókn var sem sagt lagður sá grunnur sem við höfum byggt á við hönnun for- ritsins. Egilstaðarannsóknin hófst árið 1975 og lauk 1978 og reynslan sem þar fékkst hefur haft áhrif á hvem- ig unnið er með pappírssjúkraskrár í dag. Menn vinna yfírleitt það sem kallað er „vandaliðað" (problem orienterað) og það var einmitt markmið Egilstaðarannsóknarinnar að prófa nýtt sjúkraskrárform, sem byggist á þessu vandaliðaða kerfí. Ut frá þessu höfum við unnið og Medicus-forritinu er ætlað að leysa af hólmi pappírsskrána og spara með því bæði tíma og fyrirhöfn. Allar upplýsingar um sjúklinginn og sjúkdóma hans eru geymdar í tölvunni og því aðgengilegar sam- stundis." Auðveldar hagkvæmt lyfjaval í tölvukerfínu er að finna skjá- myndir sem svara til flestra hluta sjúkraskrárinnar, svo sem sam- skiptaseðill, vandamálalisti, lyfja- blað, rannsóknir og grunnupplýs- ingar. Viðkomandi læknir eða heilbrigðisstarfsmaður getur því á augabragði fundið allar þær upplýs- ingar sem hann vanhagar um og sparað sér mikinn tíma og fyrirhöfn sem fylgir því að þurfa að fletta upp í fjölda skýrslna og uppsláttar- rita. Bárður sagði að Medicus hefði verið í notkun í tæpt ár, meðal annars hjá Hallgrími Magnússyni svæfingarlækni og hjá nokkrum heimilslæknum í Reykjavík og jafn- framt á heilsugæslustöðvum. Reynslan hefði verið mjög góð og sýnt, að forritið hentar mjög vel við íslenskar aðstæður. Auk þess hefði Medicus vakið mikla athygli á þingi norrænna heimilislækna síðastliðið sumar og í framhaldi af því væri nú hafínn undirbúningur að þýðingu og markaðssetningu forritsins fyrir hin Norðurlöndin. „í tölvukerfinu er að mestu líkt eftir því hefðbundna umhverfí sem læknar þekkja úr venjulegri sjúkra- skrá,“ sagði Bárður ennfremur. „Þar er auðvelt að skrá vandamál sjúklingsins, lyfjameðferð, aðra meðferð og niðurstöður rannsókna. Samskiptaform, einkenni, greining og lyfjameðferð eru skráð með al- þjóðlegum kódum sem gerir töl- fræðilega úrvinnslu örugga og auðvelda. Þá er afar þýðingarmikið að í Medicus er að fínna skrá yfír öll lyf sem eru skráð á íslandi með upplýs- ingum um sérlyflaheiti, virk efni, pakkningar, verð, ábendingar og frábendingar, aukaverkanir og fleira. Hægt er að leita að lyfj'um bæði eftir virkni og nafni. Þessi skrá er uppfærð á þriggja mánaða fresti sem tryggir að upplýsingam- ar eru alltaf nýjar. Samanburður á verði sambæilegra lyfja auðveldar hagkvæmt lyfjaval og að mínum dómi ætti þetta að geta lækkað lyfjakostnað hér á landi um tugi milljóna króna,“ sagði Bárður. Hann sagði að háan lyfjakostnað hér á landi, sem talsvert hefði verið rætt um að undanfömu, mætti að hluta til rekja til þess að læknar hefðu hingað til ekki haft aðgengi- legt yfírlit yfír skráð lyf og verð- samanburð. „Menn hafa orðið að fletta upp í fjölda rita til að fá þenn- an ljfyasamanburð og raunar hefur það verið ógemingur að fylgjast með á þessu sviði og átta sig á hvaða lyf em hagkvæmust. Með tilkomu Medicus mun þetta gjör- breytast og hugsanlega hafa þau áhrif að lyfjakostnaður mun lækka hér í framtíðinni," sagði Bárður. Auðveldar fyrirbyggj- andi aðgerðir „í þessu hefðbundna kerfí sem við höfum búið við hefur reynst erfitt að fylgjast með áhættuhóp- um. Sem dæmi má taka innköllun sjúklinga til innflúensubólusetning- ar. Segjum að ákveðið hafi verið að kalla inn aldraða einstaklinga, sjúklinga með ákveðna langvinna sjúkdóma og sjúklinga sem að hafa haft illkynja sjúkdóma. Vegna þess að allar upplýsingar um þessa sjúkl- inga em tölvuskráðar getur læknir- inn beðið um lista yfír einstaklinga sem uppfylla þessi skilyrði. Annað dæmi gætum við tekið um það sem ég vil kalla „skróp- lista". Þá er um að ræða einstakl- inga sem eiga að mæta til reglubundins heilsufarseftirlits, til dæmis vegna of hás blóðþrýstings. Tölvan getur þá gefíð lista yfír þá einstaklinga sem hafa ekki mætt í reglubundið eftirlit á tilteknu tíma- bili. Með tilkomu tölvutækninnar opnast þama möguleikar til bættrar heilsuvemdar, sem ekki hafa verið fyrir hendi áður. Öll pappírsvinna heyrir fortíðinni til „Medicus heldur utan um alla reikninga fyrir læknisverk og gefur kvittanir jafnóðum fyrir þá sem þess óska. í lok mánaðarins prentar tölvukerfið reikningsyfirlit til sjúkrasamlaga og Tryggingarstofn- unar ríkisins. 011 aukavinna varð- andi reikninga eftir að vinnu á stofu lýkur heyrir fortíðinni til hjá þeim sem nota Medicus," sagði Bárður ennfremur. „Raunar má segja að með tilkomu forritsins verði öll pappírsvinna úr sögunni. Forritið hjálpar til við skriftir læknabréfa. Uppsetning granntexta er að hluta til sjálfvirkt. Læknirinn eða ritari hans ákveða hvort á að innifela texta úr sjúkraskrá í bréfinu. Hægt er að velja texta sem tengist ákveðnum vandamálum og síðan má bæta við texta að vild. Þá er hægt að nota Medicus bæði sem einnota og fíölnota kerfí eftir því hvað hentar hveijum og einum. Þetta gerir mönnum kleyft að byija smátt með eina tölvu en bæta síðan smám saman við búnað- inn. Þar sem margir læknar starfa saman er möguleiki á öflugu fjöl- notakerfi með skjá hjá hveijum notanda. Kostimir við að tölvuskrá sjúkra- skrárupplýsingamar á þennan hátt era í stuttu máli þessir: Sjúkraskrá- in er alltaf aðgengileg og í henni er alltaf að fínna nýjustu upplýsing- ar. Betra yfírlit er yfír vandamál sjúklinganna. Skráningin verður nákvæm og kerfísbundin og allar upplýsingar era aðgengilegar fyrir vísindavinnu. Þá auðveldar það að fylgja eftir sjúklingum með lang- vinna sjúkdóma og ennfremur auðveldar það framkvæmd heilsu- vemdar og fyrirbyggjandi aðgerða. Síðast og ekki síst era aðgengilegar upplýsingar um lyf, ábendingar, frábendingar, aukaverkanir og fleira og aðgengilegur verðsaman- burður auðveldar hagkvæmara lyfjaval," sagði Bárður Sigurgeirs- son að lokum. SVG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.