Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987 Fyrir austan Fjall Bókmenntir Erlendur Jónsson Jón R. Hjálmarsson: Á meðal fólksins. 216 bls. Suðurlandsút- gáfan. Selfossi 1987. Jón R. Hjálmarsson er sagn- fræðingur. Þess þykir mér víða gæta í viðtölum hans. Þó þau séu oft — á yfirborðinu að minnsta kosti — rabb manns við mann beinist samtalið ósjaldan að ein- hveiju sem kalla mætti sögulegt. Þetta er sjöunda viðtalsbók Jóns. Og hún hefst á þætti sem nefnist Loftárásin á Selfoss. Viðmælandi er Guðmundur Kristinsson á Sel- fossi. Hann er þar upprunninn. Þegar hann var að vaxa úr grasi var Selfoss einungis smáþorp. Guðmundur er því manna kunnug- astur uppruna og vexti bæjarins; hefur í raun vaxið með honum. Guðmundur var á tíunda ári þegar landið var hernumið. Ölfusárbrúin taldist þá mikilvægt hemaðar- mannvirki og því var herlið sett niður á Selfossi til að gæta brúar- innar. Og vetja hana ef á þyrfti að halda! Hemám Breta varaði stutt. Og lífíð í þorpinu hélt áfram sinn vanagang þrátt fyrir stríð og hersetu. Jafnvel loftárás raskaði furðulítið rónni í þessu fyrsta íslenska sveitaþorpi. Hagleiksmaður í Forsæti heitir næsti þáttur, viðmælandi Siguijón Kristjánsson, bóndi og smiður í Forsæti í Villingaholtshreppi. Sú var tíð, þegar hver bjó sem mest að sínu, að bóndi þurfti líka að vera smiður ef honum átti vel að bún ast. »Auk hamingju í ein- kalífí,« segir Siguijón, »hef ég orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að geta löngum verið í snertingu við smíðar og hljomlist.« Athyglisverður er líka þátturinn Frá Þýskalandi til íslands. Elke Gunnarsson, húsmóðir í Marteins- tungu í Holtum, segir frá. Hún ólst upp í Þýskalandi stríðsáranna en fluttist til íslands átján ára Jón R. Hjálmarsson gömul og hefur verið búsett hér síðan. Þýskar húsfreyjur í sveitum landsins, sem komu hingað um svipað leyti og Elke, skipta líklega tugum. Og vafalaust hafa þær bjargað mörgum bóndanum frá einlífí, ef ekki uppflosnun. Segja má að þær hafí komið sem smá- vægileg uppbót fyrir allan þann kvennaskara sem hvarf héðan í stríðinu í fylgd breskra og banda- rískra hermanna. »Þegar ég nú lít um öxl til liðinnar ævi,« segir Elke, »þá verð ég að viðurkenna, að mér fellur ísland betur en Þýskaland.« Óþarft er að minna á, svo sem til skýringar á orðum þessum, að Þýskaland var í rúst að kalla þeg- ar Elke hvarf þaðan fyrir íjörutíu árum. Léttur og skemmtilegur er þátt- ur með Haraldi Runólfssyni í Hólum. En Hólar eru sem kunnugt er næsti bær við Næfurholt. Har- aldur segir marga góða sögu af mannlífinu í sinni sveit, en mest frá afa sínum og ömmu. Hólar og Næfurholt standa skammt frá Heklu, en sambýlið við hana hefur oft valdið búsifjum þar um slóðir. Eigi að síður kunna menn að meta tign þessarar fjalladrottningar og er heiti þáttarins, Það er víðsýnt frá Heklu, í samræmi við það mat. »Að standa þar uppi snemma morguns í alheiðskíru veðri er svo mikil og stórfengleg sjón, að mig brestur öll orð til að lýsa því,« segir Haraldur. Flestir viðmælendur Jóns R. Hjálmarssonar eru, í þessari bók sem hinum fyrri, Sunnlendingar. Meðal undantekninga er Björn Egilsson á Sveinsstöðum í Skaga- fírði. Fjögur sumur á fiöllum heitir þáttur með honum. Efni það, sem Bjöm segir frá, er hvorki mikið né merkilegt. Hins vegar er Bimi sú list lagin að gera hvaðeina markvert í frásögn. Því veldur hreinskilni hans og náttúrleg frá- sagnargleði. Bjöm gerir sér ekki heldur far um að vera eins og aðrir. Þá er þama greinagóður þáttur um refaveiðar. Sigurður Ásgeirs- son í Gunnarsholti segir frá kynnum sínum af rebba og margri minnisstæðri viðureign við þann andstæðing sauðkindarinnar og bændanna. Slóttugur er skolli tal- inn, ekki er ofsögum sagt af þvi. Það hefur Sigurður tíðum fengið að reyna. Fróðleg frásögn og at- hyglisverð. Fimmtán þættir em í bók þess- ari. Höfundur upplýsir í formála að sumir þeirra séu byggðir á út- varpsviðtölum, aðrir hafí birst í blöðum og tímaritum og enn aðrir hafí hvergi birst áður. En »það sem einkum gerir bók þessa frá- bmgðna þeim fyrri er að hér birtast þríi þættir sem skráðir em eftir Vestur-íslendingum í Kanada«. Þó sögumenn Jóns séu ekki all- ir jafn andríkir og málglaðir tel ég að honum hafí yfírhöfuð tekist vel að velja viðmælendur. Atvik í lífí einstaklings má, þó smávægi- legt kunni að sýnast, bregða ljósi yfír byggðasögu; eða jafnvel ein- hvem þátt í þjóðarsögunni. Þannig em þættir þessir, yfír heildina lit- ið, bæði fræðandi og áhugaverðir. En fyrst og fremst er þetta hug- tæk og notaleg lesning og til þess fallin að beina ljósgeisla inn í hug- skotið í myrkri skammdegisins. Yngsta kynslóðin Kaþólska kirkjan gefur út jólabók KAÞÓLSKA kirkjan á íslandi hefur gefið út bók með bama- sögum sem nefnist Jólabókin 1987. Bókin hefur að geyma bama- sögur, þýddar úr flæmsku, og hafa séra H. Habets, systir Ólöf og Torfi Ólafsson annast þýðing- una. Sögumar em ætlaðar ungum bömum, upp að 8-9 ára aldri, og er bókin prýdd myndum. Jólabókin 1987 er 80 bls. og prentuð í prentsmiðju St. Franc- iskussystra í Stykkishólmi. Bökmenntir Jenna Jensdóttir Krístina Louhi: Stína og leynd- armálið. Stína stóra systir. Þýðandi: Olga Guðrún Ama- dóttir. Mál og menning 1987. Tvær bækur um rauðhærða telpuhnokkann Stínu komu út í íslenskri þýðingu í fyrra. Þær urðu strax mjög vinsælar hjá yngstu lesendunum. Skemmtilegar lit- myndir taka meginrúm á blaðsíð- um og á hverri síðu er texti hæfílega þungur og mátulegur fyrir litla lesendur. — Texti, sem geymir frásagnir er þeir þekkja svo vel úr sínu eigin unga lífi. Því er hægt að lesa bækumar aftur og aftur, eða láta lesa þær fyrir sig. Ekki eru Stínu-bækumar hvað síst fyrir þau böm sem byijuð eru að hlusta á sögur og lesa sjálf úr myndunum þegar textinn er lesinn fyrir þau. Tvær nýju Stínu-bæk- umar, Stína og leyndarmálið og Stína stóra systir eru beint fram- hald af þeim fyrri. Stina og leyndarmálið. Nú er Stína bráðum þriggja ára og eign- ast hlutdeild í leyndarmáli sem að vísu opinberast fljótlega af sjálfu sér. Lítill einstaklingur vex inni í maganum á mömmu. Kalli og Stína eignast bráðum systur eða bróður. Brátt fá leikfélagamir fréttimar: „Mamma mín er með lítið bam í maganum." Stina fylg- ist af áhuga með vexti þessa innilokaða einstaklings og öllu ytra tilstandi vegna komu hans í hennar veröld. Leikir hennar með brúðumar og bangsa endurspegla það sem er að gerast í fjölskyld- unni. Stína stóra systir. Þar segir frá er litli bróðir, rauður í andliti, kemur heim af sjúkrahúsi með mömmu. Fyrir Stínu verður lífið stundum sætsúrt. Dengsi grenjar í tíma og ótíma. Engin stund fijáls hjá mömmu til þess að lesa sögu fyrir Stínu. Pabbi með fullt fangið af þvotti. Stóri bróðir verður líka óþolinmóður. Dengsi fær mólk úr móður- bijósti, Stína verður lítil og biður um pela. Brátt tekur hversdagslífíð að skipast í ákveðinn farveg. Stína er stóra systir — og hún getur hjálpað til. Sólskinsstundimar verða fleiri og fleiri í samvistum við þessa litlu veru sem öllu virð- ist geta stjómað. Hugur og hönd Stínu leita æ fleiri tækifæra til þess að verða að liði. Sjálfshyggja hennar og örlítil afbrýðissemi hverfa er hún verður virkur aðili í daglegum 3törfum er tengjast litla bróður og sam- skipti við brúður hennar og bangsa bera vott um jákvætt vaxandi þroskaferli. Bráðskemmtilegar litmyndir í bókunum fanga hugi ungra les- enda. Vandað mál í þýðingu hefur sín áhrif á annars óbrotinn texta. Isabel Allende Lifandi og- margræð örlagasaga Békmenntir Jóhann Hjálmarsson Isabel Allende: HÚS AND- ANNA. Thor Vilhjálmsson þýddi. Mál og menning 1987. Hús andanna er töfrum slungið skáldverk, yfír því sá ljómi sem við þekkjum úr ýmsum skáldsögum frá Suður-Ameríku. Frásagnar- stíllinn er í raun hefðbundinn og breiður, en efnið sprengir af sér ljötra svo að lesandinn sér margt í nýju ljósi. Ættarsögur haf a freistað margra höfunda Suður-Ameríku. Hús andanna er ættar- eða öllu heldur fjölskyldusaga frá Chile á þessari öld, dregur upp mynd nokkurra kynslóða. Og ekki síst saga kvenna þótt karlar gegni veigamiklu hlutverki. Það sem gerir Hús andanna eft- irsóknarverðan lestur er vitanlega list höfundarins. Stíllinn er víða myndrænn og litríkur og hefur komist vel til skila í þýðingu Thors Vilhjálmssonar. Þótit hér sé um alvarlegan skáldskap að ræða er sagan stundum með marki skemmtisögunnar eins og hjá Gabriel García Marquez, en hann kemur upp í hugann við lestur bókarinnar. Stfll Isabel Allende er engu að síður mun hófsamari og hún nær sjaldan því flugi sem ein- kennir García Marquez. Fyrsti kafli Húss andanna nefn- ist Rósa hin fagra. í honum er lýst aðdraganda þeirra einkenni- legu örlaga sem bíða söguhetj- anna. Fyrstur er nefndur til sögu hundurinn Barrabas, furðuskepna sem berst af hafi til fjölskyldunnar eins og segir í dagbók stúlkunnar Clöru. En það er hin dularfulla Rósa, systir Clöru, sem kallar fram dulúð með útliti sínu og hegðun. Hún er líkt og af öðrum heimi. Rósa deyr sviplega og lát hennar er fyrirboði um það sem koma skal í landi ógnvænlegra félags- legra átaka. En það er einkum frásögn af krufningu líks Rósu sem er áhrifarík. Isabel Allende lýsir krufningunni með þeim hætti að hún verður fögur og jafnvel losta- full. Henni tekst sjaldan betur við þá kynlegu blöndu raunsæis og upphafningar sem sagan er til vitn- is um. Esteban Trueba er ákaflega minnisstæð persóna í þótta sínum og karlveldi, maður sem berst til sigurs án þess að skeyta um afleið- ingar. Sama er að segja um Pedro þriðja García sem er annarrar gerðar. Fleiri karla mætti nefna, til dæmis franska greifann, hinn dæmigerða öfughneigðamann. En minnisstæðastar verða þó konum- ar. Rósa hin fagra, Clara, Blanca og Alba, reyndar fleiri. Hús andanna þykir mér ná hæst þegar höfundurinn er algerlega á valdi frásagnarinnar, freistar þess að skapa lifandi og um leið marg- ræða mynd af einkennilegu fólki sem haldið er ýmsum önduin, illum og góðum. Það er á valdi ástríðna og lifir á mörkum veruleika og draums. Byltingarlýsingamar, sagnir um píslir pólitískra fanga eru samtímamynd sem lætur ekki lesanda ósnortinn. Og þessar lýs- ingar eru ekki bara í hvítu og svörtu heldur er leitast við að fínna mannlegar skýringar á voðaverk- um. En það er fyrst og fremst hið ævintýralega og undursamlega sem gefur Húsi andanna gildi. Víkjum aftur að upphafí skáld- sögunnar: „Barrabas barst af hafí til ijölskyldunnar, skrifaði stúlkan Clara með sinni fíngerðu rithönd. Þá var henni þegar orðið tamt að skrá það sem sætti tíðindum og seinna þegar hún var hætt að tala, tók hún líka að skrá það sem minna skipti, án þess að gruna að hálfri öld síðar mættu minniskompur hennar gagnast mér til að endur- heimta minninguna um hið liðna og til þess að lifa af minn eigin ótta...“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.