Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 54
 54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987 Jón G. Viðarsson sigr- aði á Haustmóti T.R. Skák Margeir Pétursson ÚRSLIT á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur í ár réðust ekki fyrr en í síðustu umferð, að Jóni Garðari Viðarssyni tókst að skjótast fram úr Ásgeiri Þór Árnasyni og sigra á mótinu. Jón Garðar hreppti því fyrstu verð- launin, sem voru hærri en nokkru sinni áður. Á haustmót- inu er teflt um sæmdarheitið „Skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur" og það gat Jón ekki orðið, þvi hann er félagi i Skákfélagi Akureyrar. Meist- aratitil félagsins hreppti þvi Ásgeir Þór Árnason. Benedikt Jónasson var að vísu jafn Ás- geiri i öðru sæti, en hafði fyrirgert rétti sinum til titilsins með því að ganga úr T.R. yfir i Skákfélag Hafnarfjarðar, stuttu áður en mótið hófst. Miðað við það að Taflfélag Reykjavíkur ber höfuð og herðar yfír önnur skákfélög í landinu er það býsna furðulegt að skákmenn úr öðrum félögum hafa nú sigrað á haustmótinu þijú ár í röð. Guð- mundur Halldórsson, Taflfélagi Seltjamamess sigraði 1985 og Björgvin Jónsson, Skákfélagi Keflavíkur í fyrra. Síðasti T.R. maður til að vinna mótið var Karl Þorsteins árið 1984. Annað dæmi um það hversu mikið landsbyggðarmenn hafa sótt í sig veðrið er það að utanfélags- mennimir þrír sem tefldu nú á meistaramóti T.R. lentu allir í fimm efstu sætunum. Jón Garðar var vel að sigrinum kominn. Hann er 25 ára gamall og starfar sem gjaldkeri í Búnað- arbanka íslands í Reykjavík. Jón byijaði óvenju seint að tefla af alvöm, hann var kominn fast að tvitugu þegar hann fór að taka að staðaldri þátt í mótum á Akur- eyri. Eftir að hann fluttist suður til Reykjavíkur jók hann tafl- mennskuna og hefur verið sérstak- lega iðinn við kolann í ár, m.a. teflt á þremur alþjóðlegum mótum með þokkaiegum árangri. Á ís- landsmótinu um daginn náði hann 50% vinningshlutfalli, en tefldi þó í fyrsca sinn í landsliðsflokki. Sig- ur hans á haustmótinu þarf því ekki að koma neinum á óvart. Jón vann tvær síðustu skákir sínar á mótinu og komst þannig upp fyrir Ásgeir Þór, sem varð að láta sér jafntefli við þá Jóhannes Ágústsson og Sigurð Daða á með- an. Ásgeir leiddi mótið lengst af og það hlýtur að hafa verið súrt í broti fyrir hann að missa af sigr- inum þótt meistaratitillinn sé auðvitað mikil sárabót. Sá sem hvað mest kom á óvart á mótinu var Guðmundur Gíslason frá ísafírði, sem náði góðu vinn- ingshlutfalli og fímmta sæti. Guðmundur hefur lengi vakið at- hygli sem mjög efnilegur skák- maður, t.d. í deildakeppnum. en honum hefur ekki gefíst færi á að stunda skákina sem skyldi. Nú mun þetta standa til bóta og verð- ur fróðlegt að fylgjast með Guðmundi á næstunni eftir þessa ágætu frammistöðu. Af ungu mönnunum í Taflfélagi Reykjavíkur er það að segja að Andri Áss Grétarsson stóð sig vel, þótt tvö töp í lokin fyrir Ás- geiri Þór og Áma Á. Ámasyni, hafí komið í veg fyrir enn hærra sæti. Sigurður Daði má einnig vel við una, en getur ömgglega gert mun betur, því hann vann þijár fyrstu skákimar, en síðan ekki eina einustu. Héðinn Steingrímsson, heims- meistari í flokki 12 ára og-yngri, sigraði í B flokki eftir harða keppni við Ögmund Kristinsson, hinn kunna Víkingsmarkvörð. Þessi frábæri árangur Héðins lyftir hon- um vel upp fyrir 2000 stig og færir honum væntanlega sæti í A flokki á næsta móti. Keppinautar hans dáðust mjög að einbeitni hans, sem margir eldri skákmenn mættu taka sér til fyrirmyndar. Um einstök úrslit í A flokki vísast til meðfylgjandi töflu, en röð efstu manna í öðmm flokkum varð þessi: B flokkur: 1. Héðinn Steingrímsson, T.R. Jón G. Viðarson. 9 v. af 11 mögulegum. 2. Ögmundur Kristinsson, T.R. 8V2 v. 3. Eiríkur Bjömsson, T.R. 6V2 v. 4. -5. Annbjöm Gunnarsson, T.ís. og Jón Ami Jónsson, S.A. 6 v. C flokkur: 1. Eggert ísólfsson, T.R. 8V2 v. 2. -3. Ragnar Valsson, T.R. og Einar T. Óskarsson, T.R. 7 v. 4. Jónas Jónsson, T.R. 6 v. D flokkur: '1. Jens Jóhannesson, T.R. 8 v. 2. Siguijón Haraldsson 7 v. 3. Axel Þorkelsson, T.R. 6V2 v. 4. Magnús Ármann, T.R. 6 v. E flokkur (opinn): 1. Hörður Garðarsson, T.R. 9 v. 2. -3. Sverrir Sigurðsson, T.R. og Sigurður Páll Sigurðsson, T.G. 8V2 v. 4.-5. Grímur Grímsson og Jóhann Ingólfsson, T.S. 7V2 v. U ngling-aflokkur: 1.—5. Helgi Áss Grétarsson, Ragn- ar Fjalar Sævarsson, Sigurð- ur R. Eyjólfsson, Ingi Fjalar Magnússon og Ingólfur Gíslason 7 v. af 9 möguleg- um. 6.-7. Ólafur B. Þórsson og Jóhann Fjalldal 6V2 v. 8.—13.Magnús Armann, Ingimund- ur J. Bergsson, Kristján Eðvarðsson, Hlíðar Þór Hreinsson, Guðjón Ingvi Guðjónsson og Guðmundur Sverrir Jónsson 6 v. Það verður að tefla til úrslita í unglingaflokknum og verður þá fróðlegt að fylgjast með gengi Helga Áss, sem er aðeins tíu ára gamall, en keppinautar hans em 13 og 14 ára. Sigurvegari hraðskákmótsins varð Áskell Öm Kárason. Skák- stjórar á haustmótinu vom þeir Ólafur Ásgrímsson og Ríkharður Sveinsson. Við skulum nú líta á tvær bráð- skemmtilegar skákir frá Haustmót- inu: Hvitt: Jón G._ Viðarsson Svart: Árni Á. Árnason Frönsk vörn 1. e4 - e6, 2. d4 - d5, 3. Rc3 - Rf6, 4. e5 - Rfd7, 5. f4 - c5, 120 nemendur brautskráðir frá Háskóla Islands í UPPHAFI haustmisseris luku eftirtaldir 120 kandídatar próf- um við Háskóla íslands. Prófskír- teinin voru afhent við hátíðlega athöfn i Háskólabiói sl. laugar- dag. Embættispróf í guðfræði (2) Ragnheiður Erla Bjamadóttir Yrsa Þórðardóttir Embættispróf i læknisfræði (2) Gríma Huld Blængsdóttir Helga Kristín Magnúsdóttir BS-próf í hjúkrunarfræði (12) Ardís Ólafsdóttir Áslaug Bima Ólafsdóttir Guðbjörg Andrésdóttir Hertha Wendel Jónsdóttir ída Atladóttir Ingibjörg S. Guðmundsdóttir Katrín Pálsdóttir Li(ja Una Óskarsdóttir Regína Stefnisdóttir Sigþrúður Ingimundardóttir Stefanla V. Siguijónsdóttir Þóra Bjömsdóttir BS-próf i sjúkraþjálfun (1) Hildur Björasdóttir Embættispróf i lögfræði Helga Leifsdóttir Óláfur Ólafsson Kandidatspr. i viðskiptafr. (38) Aðalsteinn Steinþórsson Ari Sigurðsson Auður M. Sigurðardóttir Auður Ósk Þórisdóttir Ása Ólafsdóttir Ásbjöm Bjömsson Birgir Karl Knútsson Björg Bergsveinsdóttir Björk Guðmundsdóttir Dan Jens Brynjarsson Einar Steinsson Elín Jónsdóttir Ema Eiríksdóttir Gerður Guðjónsdóttir Gísli J. Kristjánsson Hafdís Hrönn Ottósdóttir Helgi Gestsson Ingunn St. Einarsdóttir Ingvaidur L. Gústafsson Jón Guðlaugsson Jón Loftur Bjömsson Jónas Guðbjömsson Jónína G. Jónsdóttir Konráð Konráðsson Kristján Þ. Guðfínnsson Kristján E. Jónasson María Sólbergsdóttir ólafur Ó. Johnson Skarphéðinn B. Steinarsson Stefán V. Kalmansson Stefán Öm Unnarsson Stefán Amarson Sveinn Hreinsson Tryggvi Tryggvason Valdimar Karl Guðlaugsson Vilborg H. Júlíusdóttir Víglundur Magnússon Þórólfur Sigurðsson Heimspekideild (31): Kandldatspróf i ísl. bókmenntum (1) Védís Skarphéðinsdóttir Kandídatspróf í dönsku (1) Auður Leifsdóttir BA-próf i heimspekideild (27) Anna Kristín Brynjúlfsdóttir Auður Ingvarsdóttir Berglind Gunnarsdóttir Christhild Friðriksdóttir Eiríkur Kolbeinn Bjömsson Fríða Bragadóttir Gauti Kristmannsson Gerður Harpa Kjartansdóttir Gisela Rabe-Stephan Guðmundur Ásmundsson Guðrún S. Sigurðardóttir Guðrún Tryggvadóttir Helga Kristín Einarsdóttír Hólmfríður Jónsdóttir Ingólfur Steinsson ísak Öm Sigurðsson Kristbjörg Kemp Kristinn Amarson Kristín Bjamadóttir Magnús Gehringer María Anna Garðarsdóttir Ragna Steinarsdóttir Sveinn Haraldsson Sverrir Hans Konráðsson Þóra Guðnadóttir Þorlákur Axel Jónsson Þórleif Hjartardóttir Próf í ísl. f. erlenda stúdenta (2) Jin Zhi Jian Jutta Hastenrath Verkfræðideild (2): Lokapróf i vélaverkfræði (1) Sigurgeir Sveinsson Lokapróf f rafmagnsverkfræði (1) Magnús Þór Ásmundsson RaunvísindadeUd (20): BS-próf i stærðfræði (3) Guðjón J. ísberg Jóhannes Halldórsson Jón Sch. Thorsteinsson BS-próf í tölvunarfræði (6) Grétar Óli Sveinbjömsson Gunnar Þór Fríðleifeson Karl Löve Jóhannsson Skúli Jóhannesson Stefán Jóhannesson Þrándur Amþórsson BS-próf i eðlisfræði (2) Guðrún Skarphéðinsdóttir Sigurður Eknil Pálsson BSpróf í efnafræði (1) Snorri Þór Sigurðsson BS-próf í matvælafræði (2) Anna Elísabet Ólafedóttir Helga Gunnlaugsdóttir BS-próf i líffrœði (4) Helga María Carlsdóttir Júlíus Gfsli Hreinsson Kristín Svavarsdóttir Þorkell Andrésson BS-próf í jarðfræði (1) Kristján Geirsson BS-próf i landafræði (1) Þorgeir Guðlaugsson FélagsvisindadeUd (10): BA-próf í bókasafnsfræði (3) Gunnhildur Loftsdóttir Inga Lára Birgisdóttir Þóra Jóhanna Hólm BA-próf í félagsfræði (1) Agnar Birgir óskarsson BA-próf í mannfræði (1) Jóhanna Bergmann BA-próf i sálarfræði (2) Hildur Bjamason Kristinn R. Þórisson BA-próf í stjómmálafræði (2) Hilmar Thor Schnabl Valgerður A. Jóhannsdóttir BA-próf í uppeldisfræði (1) Anna M. Guðbjartsdóttir F'jölmenni var við útskriftina í Háskólabíói á laugardaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.