Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987 59 Robert Downey og Molly Ringwald í Glaumgosanum; allt svo sætt og flegt. Glaumgosínn og Molly Kvikmynidir Amaldur Indriðason Glaumgosinn (The Pick-Up Art- ist). Sýnd í Bíóhöllinni. Stjömu- gjöf: irl/2 Bandarísk. Leikstjórn og handritsgerð: James Toback. Framleiðandi: DavidacLeod. Kvikmyndataka: Gordon Willis. Tónlist: Georges Delerue. Er þetta ekki dæmigerð amerísk unglingamynd eða hálfgildings- unglingamynd? Jack Jericho (Robert Downey) er prýðilegur strákur. Við fáum að vita það af því hann hugsar svo vel um af- gamla ömmu sína, sem hann býr hjá. Randy Jensen (Molly Ring- wald) er prýðileg stúlka. Við fáum að vita það af því hún hugsar svo vel um rónann pabba sinn (Dennis Hopper). Prýðispilturinn Jack, hvað gerir hann? Hann er kenn- ari. En hann kennir eiginlega ekkert af því allur hans tími og kraftar fara í að hlaupa um gö- tumar eins og rakki á lóðaríi og skjalla álitlegar dömur. Yfírleitt verður honum lítið ágengt en hann er heppinn þegar hann hleypur prýðisstúlkuna Randy uppi. Hún er til í ailt, þótt hún sé annars heldur stúrin þessa dagana. Svo áður en maður veit af eru þau farin að gera það í bílnum hans. Svona er prýðisstúlkan Randy ákveðin. Ekki nema von að piýði- spilturinn Jack verði hrifínn af henni. Hún er leiðsögumaður á náttúrugripasafni en má varla vera að því að vinna af því hún verður að bjarga pabba sínum úr fjárhagskröggum og eina vonin til að bjarga gamla kallinum er að stunda Qárhættuspil. Áður en þið gefíst upp er best að taka það fram að þótt þetta hljómi eins og enn ein af þessum heimskulegu amerísku unglinga- myndum hefur Glaumgosinn (The Pick-Up Artist), sem sýnd er í Bíóhöllinni, sína kosti. í fyrsta lagi er þetta ekki nema hálfgildings- unglingamynd. Unglingastjömur eldast eins og við hin og Molly Ringwald, sem er ein sú skærasta, eldist líka. Það þýðir að hún tekur að sér önnur hlutverk en stelpunn- ar sem veit ekki hvort hún á að fara á menntaskólaballið eða ekki, þroskaðri hlutverk, kvenlegri hlut- verk. Gjaumgosinn er liður í þeirri þróun. í öðru lagi er Robert Dow- ney, sem leikur Jack, fjörugur og skemmtilegur í hlutverki glaum- gosans og handritið nær því oft að gera hann fyndinn eða öfugt. í þriðja lagi geislar svolítið af þeim Dennis Hopper og Harvey Keitel í aukahlutverkum. En málið er bara það að Molly Ringwald er leiðindin uppmáluð í þessari mynd og leikstjórinn og handritshöfundurinn, James Toback (Exposed), hefur lag á að gera allt svo yfírmáta sætt; mynd- in hans er áferðafalleg og slétt eins og nýpressuð jakkaföt - og eins líflaus. Það er hvergi neitt kmmpað. Meira að segja vondu gæjamir eiga í erfíðleikum með að vera vondir. Ringwald er í fylu myndina út í gegn svo það er von- laust að hafa gaman af henni þannig að eina vonin er Robert Downey. En honum tekst ekki að bjarga myndinni. Persóna hans er alltof trúðsleg til að vera sann- verðug, jafnvel fyrir hálfgildings- unglinga-gamanmynd. Randy á raunar að vera ein af þessum sjálf- stæðu, veraldarvönu sem enga hjálp þurfa frá neinum og vill því ekki sjá Jack. En eins og Ring- wald leikur hana furðar maður sig á því hvað Jack sér við hana. Það er raunar svolítið skiljan- legt að Ringwald skuli vera svona fyld vegna þess að pabbi hennar í myndinni er spilaskuldum vafínn og þær verður að borga svo Harv- ey Keitel, sem innheimtir spila- skuldir í bragðgóðu aukahlutverki, geri ekki eitthvað við hann. Randy og Jack leggja allt undir í fjár- hættuspili til að fá fyrir skuldunum en ná þau saman í lokin? Stóm spumingamar í þessum myndum viija oft verða svo pínu- litlar. 5 MISMUNANDI GERÐIR • Súkkulaðisósa • Blábcrjasósa • Hindberjasósa • Jarðaberjasósa • Kirsuberjasósa HeildsölubirgÖir: II Þ.Marelsson Mg Hjjlljvcgi 27, 104 RCykjavik B S* 91-37390 - 985-20676 ÆK 2Ö.NOV. SÍMI: 621066 HVORKI FYRIRTÆKI NE STARFS- MANNI ER GREIÐI GERÐUR, RÁÐIST HANN TIL STARFS, SEM HANN RÆÐUR EKKI VIÐ. MEÐAL EFNIS: Fyrirtækið og starfsmaðurinn • Undirstöðuatriði viðtalstækni • Greining á starfsumsóknum • Gerð starfslýsinga. LEIÐBEINANDI: Sölvína Konráðs, sálfræðingur. TÍMI OG STAÐUR: 23. og 24. nóvember kl. 8.30 - 12.30. ATHUGIÐ! VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKJA FÉLAGSMENN SÍNA TIL ÞÁTTTÖKU í NÁMSKEIÐUM SFÍ. INNRITUN ER AÐ LJÚKA h Lagertœkni 17. og 18. nóv., Ritaranómskeið 16. - 18. nóv., Mat ó skoðanakönnunum ló.ogl 7.nóv. og Gengisóhœtta ogskuldastýring 19. og20. nóv. Stjórnunarfélðg íslands Ánanaustum 15 Sími: 62 10 66 r Nyttfrá chicco Innkaupastjórar: Vidurkennd þroskaleikföng seljastvel Þessa dagana erum við að taka upp mikið úrval af hinum viðurkenndu Chicco þroskaleikföngum frá Ítalíu. Við minnum innkaupastjóra á að gera pantanir sem fyrst, því það er vissara að eiga nóg af vandaðri vöru á hagstæðu verði í jólaösinni. Barónsstíg 5,105 Fteykjavík Sími 91 -28877
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.