Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987 St)örnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Kæri stjömuspekingur. Gætir þú gefið mér upplýsingar um stjömukortið mitt? Ég er fædd 27. júlf 1973 kl. 2 um dag í Reykjavík. Kveðja, Ljón Svar: Þú hefur Sól og miðhiminn í Ljóni, Tungl og Merkúr í Krabba, Venus f Meyju, Mars í Hrút og Vog Rísandi. Helstu afstöður em Júpíter í mótstöðu við Sól, Tungl f 90 gráðu spennu við Plútó, Venus í 90 gráðu spennu við Neptúnus og Merkúr, Mars, Úranus spennu- þríhymingur. Skapandi grunn- eÖli Sól f Ljóni f 9. húsi i mótstöðu við Júpíter táknar að þú þarft að fást við skapandi og lifandi viðfangsefni og þarft sífellt að víkka út sjóndeildarhring þinn. Það táknar að þér fellur ekki vanabinding og að þér fer fljót- lega að leiðast það sem þú kannt. Þú ert því leitandi. Eg get vel ímyndað mér að ferða- lög eigi vel við þig og að síðari búseta erlendis sé líkleg. Kyrr- staða aftur á móti skapar leiða, þyngsli og þreytutilfinningu. I innsta eðli þfnu ert þú síðan hlýr, opinn og fordómalaus persónuleiki. Nœmar tilfinningar Tungl í Krabba í spennu við Plútó táknar að þú hefur næm- ar og djúpar tilfinningar. Tilfinningalega ert þú heldur feimin og dul, en eigi að síður ráðrík og vilt stjóma í um- hverfi þfnu. Þrátt fyrir það ert þú hlý og samvinnuþýð á yfir- borðinu (Vog Rísandi). Á milli Ljónsins og Krabbans er tog- streita sem táknar að þú þarft að finna málamiðlun milli ör- yggisþarfar og þarfar fyrir ævintýramennsku og ferðalög. Menntun Það er því æskilegt að þú náir þér í góða alhliða menntun sem gerir þér kleift að ferðast og vera sjálfstæð en jafnframt að koma þér upp góðu heimili. Leitandi hugsun Spennuþríhymingur milli Merkúrs, Mars og Úranusar táknar að þú hefur kraftmikla og sjálfstæða hugsun, að þú ert frumleg, hefur gott innsæi og ert hugmyndarík. Hann táknar einnig að þú þarft að vera sjálfstæð f vinnu og fást við spennandi viðfangsefni. Listrœn Ljónið, Vogin og Venus/Nept- únus táknar að þú hefur töluverða listræna hæfileika og ert gefin fyrir skrautmuni og fallega liti. / Tungumál Þú hefur einnig hæfileika í sálfræðilegum og andlegum málum. Þar sem vinna verður að vera hreyfanleg, lifandi og spennandi, er tungumálanám æskilegt, en einnig listrænt nám sem tengjast fjölmiðlun og öðmm lifandi viðfangsefn- um. Kraftmikil Þegar á heildina er litið má segja að þú sért kraftmikil og fjölhæf persóna. Til að þér gangi vel þarft þú að gera tvennt. í fyrsta lagi að skapa þér aðstöðu í gegnum nám til að geta unnið við skapandi, hreyfanleg og fjölbreytileg störf. í öðm lagi þarft þú að vinna með tilfínningar þfnar, varast að bijóta þær of mikið niður, eða vera of neikvæð á tilfinningalega möguleika þína, m.a. í ástarsamböndum. Þ'þarft að læra að opna þig tilfinningalega, læra að treysta fólki fyrir tilfínningum þínum, gefa af þér og þiggja á móti. GARPUR £FT1R AÐSKUQ6I HEFUR UEZ/Þ HRAKJNN BURT 06BeiNI FLÚIOVL- SN)tMFJ/tLLS K.E/HST FfUÐUR '* í HÖLL RAUNDÓRS KONUNQS. \ 4» - GRETTIR pBSSl BAÖUf? ER TILVALINN TIL pESS AE> LlGGJA i'BÆUNU OGl'GfíOKOA U'RSSAMNLE/KANWi TOMMI OG JENNI SMÁFÓLK ME4'.,UJHERE'SE\/ER‘/BCW S0IN67ÍUJHAT ABOUT SPRIN6 TRAININ6?!! Hvert eruð þið öll að fara? Hvað með vorþjálfunina?!! CQMEBACldTHlS 15 ONLV A LITTLE 5T0RMÍ COME SACK H Komið til baka! Þetta er bara smá él! Komið til baka! Ertu til i að grípa nokkra bolta? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Bandaríkjamaðurinn Marty Bergen fann snyrtilega leið til að bæta horfur sínar í flögurra hjarta geiminu hér að neðan. Andstæðingi hans á hinu borð- inu yfirsást lykilspilamennskan og fór einn niður. Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♦ KDG109 ¥64 ♦ Á974 ♦ 53 Vestur ♦ Á865 ¥8 ♦ KDG10 ♦ Á972 Suður ♦ 32 ¥ ÁKDG1075 ♦ 63 ♦ K6 Vestur Norður Austur Suður 1 tígull 1 spaði Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Það er sjálfsögð vandvirkni að vfkja undan í fyrsta slag. Vestur heldur tfgulsókninni áfram og þá er drepið með ás. Þar með er innkoman á spaðalit- inn rokin út í veður og vindfsvo það virðist sem laufásinn þurfí að liggja í austur. En það er varla til í dæminu að svo sé. Vestur opnaði, og á því örugglega svörtu ásana. Eitthvað annað verður því að koma til. Bergen fann lausnina: að trompa tígul heim í þriðja slag. Spilamennska sem lætur lítið yfír sér en skiptir þó sköp- um. Hugmyndin er að strípa vestur af útgönguspilum í tfgli. Næst voru trompin tekin og spaða spilað. Vestur dúkkaði réttilega og þá var innkoman í borðið notuð til að trompa fjórða tígulinn. Svo spilaði Bergen spaða og hallaði sér aftur í sæt- inu. Vestur mátti velja um það að spila blindum inn á fríspaða, eða leggja niður laufás. Austur ♦ 74 ¥932 ♦ 852 ♦ DG1084 SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á opnu móti í Graz í október kom þessi staða upp í skák Júgó- slavanna Cvitan, sem hafði hvítt og átti leik, og St. Nikolic. 22. Rc7! - Dd8 (Eða 22. - Rxc7, 23. Rg5 og svartur er óverjandi mát), 23. Rxe6 og svartur gafst upp, því hvítur leikur næst 24. Rg5. Mótið var talsvert sterkt, júgóslavneski alþjóðameistarinn Damljanovic sigraði með 7'/2 v. af 9 mögulegum. Næstir komu Cvitan; Gutman, ísrael; Suba, Rúmenfu; Hickl, V-Þýskalandi; Klinger, Austurríki; og Ninov, Búlgaríu með 7 v. Á mótinu tefldu 17 stórmeistarar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.