Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987 37 ng umar arguðspjalls um, að lærisveinar Krists hafi skirt eins og Jóhann- es skírari (Jh 4.2, sbr. 3.22 og 26). Það sem máli skiptir er, að Jesús skipaði fyrir um skírn, þegar hann upprisinn sendi postula sína út í heiminn. Andspænis dauða sínum sagði Jesús: „Skím á ég að skírast." (Lúk. 12.50.) Sú skím, sem postular hans fengu fyrirmæli um frá honum upp- risnum, miðast einmitt við dauða hans og upprisu. Hún gerir menn hluttaka í dauða hans og upprisu eins og vitnisburður Páls og trúar- játningarinnar leggur áherslu á. Frásagan um blessun bamanna tengist skíminni sem áður og koma tengslin sérstaklega fram í orðun- um, sem ég feitletraði hér að framan: „Varnið þeim eigi.“ Gríska orðið, sem þar er til gmnd- vallar, var í frumkirkjunni tækni- orð, er tengdist skíminni og kemur í þeirri merkingu fyrir í Postulasög- unni 8.36, þar sem það er þýtt með sögninni „að hamla". Að Markús notar þessa sögn í frásögn sinni gefur mönnum tilefni til að álykta, að Markús guðspjallamaður vilji einmitt tengja frásöguna skíminni, þótt hann að öðru leyti skrifi í sam- ræmi við sögulegan raunvemleika, er hann býr ekki til neina frásögn af því, að Jesús hafi skírt bömin. Fleiri vísbendingar má finna, en ég læt þetta nægja að sinni, um að í Nýja testamentinu er nógur vitnis- burður um, að bamaskím hafi verið þekkt á dögum þess, sé hvergi bönnuð og að auki sé hún í full- komnu samræmi við drottinlegan og postullegan boðskap. Eilífðarmálin afgreidd? Einn þeirra sem tekið hafa þátt í umræðum um skímina hér í Morg- unblaðinu hefur haldið því fram, að kenning þjóðkirkjunnar feli í sér, að „eilífðarmálin séu endanlega afgreidd í skíminni". Vitnar sá hinn sami í Agsborgarjátningu máli sínu til stuðnings, þar sem segir, að skímin sé „nauðsynleg til sáluhjálp- ar“, af því að „náð Guðs (er) veitt í henni" — ég ítreka: „Náð Guðs er veitt í henni,“) — og skímin er nefnd „endurfæðing" — (ég ítreka: „Endurfæðing“). Þá vitnar sá hinn sami í Handbók kirkjunnar, þar sem með beinni skírskotun til orða Jesú við Nikódemus í Jóhann- esarguðspjalli (Jh 3.5) segir, að skímin sé „endurfæðing fyrir vatn og heilagan anda" — (ég ítreka enn: „Endurfæðing"). Að leggja þessi orð út á þann veg að með þessu sé kennt, að allt sé afgreitt með skíminni og lífíð fullkomnað, er að lesa þau með neikvæðu hugarfari, að ekki sé meira sagt. Einmitt þessi ofan- greindu orð eru skýr vísbending um hið gagnstæða. Skímin er að skiln- ingi þjóðkirkjunnar ekki tóm venja, heldur athöfn, þar sem Guð sjálfur vinnur sitt náðarverk, sem um er notað orðið „endurfæðing" og hvers konar fæðing er upphaf lífs. Það er best að feitletra þetta: Skírnin er ekki tóm venja, heldur athöfn, þar sem Guð sjálfur vinn- ur sitt náðarverk, sem um er notað orðið „endurfæðing" — ég endurtek: Endurfæðing — og hvers konar fæðing er upphaf lífs! Eg hef aldrei heyrt það fyrr, að fæðing afgreiði líf manns í eitt skipti fyrir öll! Það gerir endurfæðingin í skíminni heldur ekki. Hún er eins og hver önnur fæðing upphaf lífs, lífs í Kristi, með Kristi og fyrir Krist. Og til þess henni fylgi líf, þroski og vöxtur verða að vera fyr- ir hendi skilyrði til uppeldis, næringar og mennta. Um það snýst safnaðarstarfið. Það er skímarupp- eldi. Söfnuðurinn er sá jarðveg- ur, þar sem lífið, sem sáð var til með skirninni, á að vaxa og þroskast. Þetta er sagt í fullri vit- und um, að það skortir víða á, að skilyrði séu þannig, að hlúð sé nægilega að þeim gróðri sem sáð er til á akri Krists innan þjóðkirkju Islands með barnaskíminni. Hafa margir aðilar innan kirkjunnar lýst áhyggjum sínum með það í gegnum árin og jafnframt er ötullega unnið á sviði skírnaruppeldis innan safn- aðanna, þó að aldrei verði nóg að gert. Sakramenti eða játningamerki? Það er augljóst að skím fullorð- inna hefur verið reglan á fyrstu árum og áratugum kristninnar, þegar fagnaðarerindinu var sáð í óplægðan akur. En akur kristninnar hélt ekki áfram að vera óplægður, heldur gildir um hann sama lögmál- ið og við ræktunarstarf yfírleitt: Þegar farið er að vinna á jörð, hættir hún að vera óræktað land. Hún er brotin, plægð, herfuð, í hana er sáð, hlúð er að gróðrinum og hann vemdaður með öllum hugs- anlegum ráðum. Það var það sem gerðist og er sífellt að gerast á akri kristninnar. Hann er plægður, jörðin unnin, sið- ir og venjur fólks hætta að vera heiðnar og mótast af heiðnu við- horfi, heldur verða kristin og mótast Dr. Einar Sigurbjörnsson „Mergurinn málsins er þessi: Þeir sem afneita barnaskírn, afneita þeim vitnisburði Nýja testamentisins, að skírnin sé athöfn, þar sem Guð veitir náð sína og telja þess í stað, að skírnin sé staðfesting á trú einstaklings eða játningamerki milli manna. Þegar deilt er um barnaskírn og full- orðinna eða trúaðra skírn, snýst umræðan þannig ekki um aldur skírnþega, heldur um það, hvort Guð veiti náð sína í skírninni eða hvort skírnin sé bara játningamerki milli manna.“ af kristnu viðhorfi. Þannig trúin sem „siður" að gegnsýra þjóðlífið og „siðurinn" er nærður „trúnni" sem lífsafstöðu. Þetta gerðist á dögum fomkirkj- unnar í Evrópu og við þær aðstæður hlaut bamaskím að verða tekin upp sem aðalregla. Þó að nægur vitnis- burður sé til um bamaskím frá fyrstu tíð, varð hún ekki regla fyrr en seinna, á dögum fomkirkjunnar. Af hveiju varð bamaskím regla? Af hveiju tóku menn ekki frekar upp bamablessun? Svarið er þetta: Af því að heildar- vitnisburður Nýja testamentisins um skímina er sá, að skírnin er sakramenti, að Guð veitir í henni náð sína, að hún er endurfæðing fynr vatn og Heilagan anda. Gagnvart þessu kusu kristnir menn með öðmm orðum að lesa Biblíuna með sama hætti og þeir lásu hana, þegar afnám þrælahalds var á dagskrá fyrir u.þ.b. 200 ámm. Þrælahald er hvergi bannað í Biblí- unni, heldur er þar gengið út frá því sem eðlilegri samfélagsskipan. En þegar heildarvitnisburður Biblí- unnar er kannaður, er ljóst, að þrælahald stenst ekki! Biblían flytur engin tímalaus sannindi, svo að hægt sé að ganga beint að setningum hennar og ætl- ast til þess, að þær skuli heyra upp á þjóðfélagið hvenær sem er. Biblí- an er lifandi vitnisburður lifanda Guðs um það, hvemig hann hefur búið börnunum sínum líf. Mergurinn málsins er þessi: Þeir sem afneita bamaskím, afneita þeim vitnisburði Nýja testamentis- ins, að skírnin sé athöfn, þar sem Guð veitir náð sína og telja þess í stað, að skímin sé staðfesting á trú einstaklings eða játningamerki milli manna. Þegar deilt er um barna- skím og fullorðinna eða trúaðra skím, snýst umræðan þannig ekki um aldur skírnþega, heldur um það, hvort Guð veiti náð sína í skírninni eða hvort skírnin sé bara játningamerki milli manna. Slíkar deilur komu fyrst upp inn- an kirkjunnar á siðbótartímanum. Fylgismenn Lúthers játuðust þeim skilningi, að skímin væri sakra- menti, þar sem það er veitt, sem boðað er eins og fram kemur bæði í Agsborgaijátningu og í Fræðum Lúthers og því segir í Ágsborgar- játningu 13. gr. á þessa leið: „Sakramentin em innsett ekki að- eins til þess að þau séu játninga- merki milli manna, heldur fremur til þess, að þau séu tákn og vitnis- burður um Guðs vilja gagnvart oss, gefin til þess að vekja og styrkja trúna í þeim sem neyta." Og hún bætir við: „Þess vegna verður að neyta sakramentanna þannig, að neyslan haldist í hendur við trúna, er trúir fyrirheitum þeim, sem em boðin og sýnd í sakrament- unum.“ Þegar böm em borin til skímar, em þau færð Guði, sem tekur þau að sér og veitir þeim náð sína. Þau em saklaus af hvers konar illum verknaði og syndlaus í þeim skiln- ingi orðsins. En sem „Adamsböm" bera þau í sér syndasekt mannkyns- ins, þá sem Kristur einn leysir undan. Hlutdeild í þeirri endurlausn veitir skímin. Bömin em borin fram í trú og von um það, að Guði veki hjá því trúna og það vaxi og þrosk- ist sem limur á líkama Krists. Skírn og trú Það falla margir frá og þegar þeir hverfa aftur, taka afturhvarfí eða frelsast eins og sagt er, gerist það oft með róttækri lífemisbreyt- ingu. Hjá öðmm er um að ræða hægfara vöxt eða þroska, því að menn em mjög misjafnir. Það sem þjóðkirkjan vill segja til fólks er, að afturhvarfíð eða frelsunin, er afturhvarf til skímarinnar líkt og Jesús lýsir í sögunni af týnda synin- um. Þegar talað er um endurfæð- ingu í sambandi við afturhvarf, merkir „endurfæðing" sama og „endurnýjun á skíminni". Því eiga menn ekki að láta skíra sig á nýjan leik, týndi sonurinn fór heim, en leitaði ekki að nýjum föður, nýju heimili. Menn eiga ekki að afneita skím sinni og láta skíra sig aftur, heldur endumýja skímina eða stað- festa eið, sem áður var gefínn, því að þeir hafa fundið aftur innsiglið, sem menn vom innsiglaðir með á bamsaldri í heilagri skím. Til slíkrar staðfestingar em ýmis tæki til og þyrfti að efla þau innan safn- aðanna. Á ég þar t.d. við skriftimar, en ég vil líka benda á ferminguna. Ferming þýðir staðfesting og ferm- ingin er ekki sakramenti, heldur athöfn, þar sem skírður einstakling- ur staðfestir játningu, sem foreldrar hans og guðfeðgin fluttu áður í nafni hans. Ferminguna má því endurtaka og það er ekkert, sem mælir gegn því, að þeir sem stað- festa vilja afturhvarf sitt eða frels- un, geri það einmitt í fermingu, sem þá mætti nefna „afturhvarfsferm- ingu“, ef menn svo vilja. Mér fínnst ég heyra enn eina mótbámna: En getur nokkur trúað fyrir annan? Má skíra einstakling út á trú annars einstaklings? Þannig læknaði nú Jesús son hundraðshöfðingjans, dóttur kan- versku konunnar, mállausa, óða piltinn, sem faðirinn bar til Jesú í angist sinni og mælti: Ég trúi, hjálpa þú vantrú minni! Allir þessir einstaklingar vom læknaðir vegna trúar þeirra sem komu með þá til Jesú. Eins er með bömin. Þau em borin fram og færð Jesú í skíminni af trú foreldranna og safnaðarins, trú kynslóðanna. Þannig em þau gerð aðilar að kirkj- unni í trúarlegri merkingu orðsins, sem Nýja testamentið nefnir „líkama Krists". Þá læt ég lokið þessu skrifi með tilvitnun í sálm Bjama Eyjólfssonar um skímina, sem ég geri að minni játningu: Ég gnmdvöll á, sem get ég treyst, því Guð minn lagt hann hefur af elsku og náð, sem ei fær breyst og óverðskuldað gefur. Að boði hans ég borinn var að bjartri laug og skírður þar af orði hans og anda. Hve gott að eiga grundvöll þann, þá guðlaus vantrú hræðir, að sjálfur Drottinn verkið vann, sem veikan endurfæðir. Ég, allslaus bam, gat ekki neitt, en eilíft líf af náð var veitt, mitt nafn í iífsbók letrað. (Sálmabók ísl. kirkjunnar nr. 255.) Höfundur er prófessor viðguð- fræðideild Háskóia íslands. skýli fauk af Holtsfhigvelli Si ■Jj. 1? Morgunblaðið/Páll Önundarson Nýja flugskýlið á Holtsflugvelli við Flateyri tínt saman eftir hvassviðrið. Gamla flugskýlið á Holtsflugvelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.