Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987 má!ning% K STEIN, TRÉ, MÁLM O.FI ^‘ÁASBMLMNG, VATNSÞYNNANLEG, Mjúk satináferð með Kópal Glitru Kópal Glitra innimálningin hefur gljástig 10, sem gefur fallega satináferð. Heimilið fær mildan og sérlega hlýlegan blæ, því birtan endurkastast ljúflega. Samspil ljóss og skugga verður áhrifamikið með Kópal Glitru. Kópal Glitra hefur hæfilegan gljáa til að henta á öll herbergi hússins. Viljir þú hærri gljáa á veggi sem meira mæðir á skaltu velja Kópal innimálningu með hærra gljástigi, s.s. Kópal Flos eða Kópal Geisla. VAG /'fllL VELDU &TDK Í€GAR ÞÚ VILT HAFAALLTÁ HREINU HVERS Á STÚLK- AN AÐ GJALDA? eftir Ásdísi J. Rafnar Viðurlög við kynferðisafbrotum eru mjög til umfjöllunar um þessar mundir. Sólveig Pétursdóttir, vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur flutt frumvarp á Alþingi sem varðar viðurlög við kynferðisaf- brotum gegn drengjum og Orator félag laganema hélt nýlega fund um þetta efni. í tengslum við um- fjöllun um viðurlög við kynferðisaf- brotum, tel ég rétt að vekja athygli á máli sem varðar fullnustu dóms og meðmæli ráðherra með skilorðs- bundinni náðun, án þess að sakamanninum væri gert að greiða dæmdar miskabætur til brotaþola líkamsárásar. Í lok ágústmánaðar 1983 óskaði ung stúlka eftir aðstoð minni við gerð miskabótakröfu vegna nauðg- unar sem hún hafði þá skömmu áður kært til Rannsóknarlögreglu ríkisins. í maímánuði 1986 var kveðinn upp dómur í málinu, þar sem sakamaðurinn var sakfelldur fyrir brot gegn 217. gr. almennra hegningarlaga um líkamsárásir. Var hann dæmdur tíl 5 mánaða óskilorðsbundinnar fangelsis- refsingar og til að greiða stúlkunni miskabætur fyrir andlegar og líkamlegar ákomur sem hann olli henni. Fól stúlkan undirritaðri að innheimta miskabætumar hjá manninum og var bú hans tekið til gjaldþrotaskipta í apríl síðastliðn- um. I maí, tveimur mánuðum síðar og réttu ári frá uppkvaðningu dómsins, var manninum veitt skil- orðsbundin náðun af dæmdri fangelsisrefsingu að tillögu þáver- andi dómsmálaráðherra. Ekki hafði hann afplánað neitt af dæmdri refs- ir.gu fýrir brot sitt og átti hann nokkum sakarferil að baki. Ástæða þess að vakin er athygli á máli þessu er sú, að dómsmálaráðuneyt- ið setti ekki það skilyrði fyrir veitingu hinnar skilorðsbundnu náðunar, að maðurinn greiddi stúlk- unni dæmdar miskabætur, sem ekki voru háar. Á eyðublaði dómsmálaráðuneyt- isins um skilyrði fyrir skilorðs- bundinni náðun segir: Skilyrði náðunar em: 1. Að hann (dómþolinn) gerist efeki á ný sekur um refsiverðan verknað. 2. Að hann lifl reglusömu lífl. 3. Að hann sæti á skilorðstímanum umsjón og eftirliti Skilorðseftir- lits ríkisins og hlíti fyrirmælum þess. ZemtiS -örugggæði- KOKUKREM I lougaf -c&OL 2 MISMUNANDl GERÐIR • SÚKKULAÐIKREM • MÖNDLU NOUGA KREM k Heildsölubirgðir: Þ.Marelsson Hjalbvegi 27, 104 Reykjavik f? 91-37390 - 985-20676 ZENTIS VORUR IYRIR \ \M)LATA 4. (Eyða, — þar sem gert er ráð fyrir að um einstaklingsbundin frekari skilyrði geti verið að ræða.) Undirrituð óskaði eftir upplýs- ingum um það í bréfí til dómsmála- ráðuneytisins í haust, hvaða rök hefðu legið að baki ákvörðun ráð- herra að mæla með skilorðsbund- inni náðun mannsins. Hvort það væri ekki meðal skilyrða skilorðs- bundinnar náðunar, að dómþoli, sem dæmdur hefur verið til greiðslu skaða- og/eða miskabóta hafí greitt brotaþolanum dæmdar bætur, en það er venja í refsimálum, að meta það til refsilækkunar, er brotamað- ur hefur innt af hendi skaðabætur til tjónþola áður en dómur er kveð- inn upp. Ennfremur óskaði ég eftir upplýsingum um það hvort ráðu- neytinu hefði verið kunnugt um það, er náðunin var veitt, að maður- inn hefði verið úrskurðaður gjald- þrota tveimur mánuðum áður og hvort það hefði verið mat fram- kvæmdavaldsins að um rangan dóm hafí verið að ræða yfír manninum, — en að lögum hefur framkvæmda- valdið ekki vald til að breyta niðurstöðu dómsvaldsins. í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspumum mínum sagði m.a. að hvergi í lögum væru ákvæði um hvemig náðunarheimild verði beitt eða að ákveðin skilyrði þurfí að vera til staðar svo að náðun sé heimil. Fjallað er um heimild stjóm- arskrárinnar til handa forseta íslands til náðunar — sem er á ábyrgð ráðherra. í bréfínu segir að það sé ekki hlutverk framkvæmda- valdsins að meta hvort dómar em réttir eða rangir. Það sé álit ráðu- neytisins að náðunarheimild verði ekki beitt nema til komi sérstakar ástæður er réttlæti að dæmdur maður verði náðaður af refsingu sem dómstólar hafa dæmt hann til að sæta. Dómsmálaráðuneytið teldi ekki að skylt væri að veita upplýs- ingar um forsendur náðunar. Þá sagði að það værí ekki almennt skilyrði skilorðsbundinnar náð- unar að viðkomandi greiði þær bætur sem hann er dæmdur til að greiða. Slíkt skilyrði væri heimilt að setja, en það hefði ekki veríð gert, a.m.k. ekki síðastliðin 10 ár. Ráðuneytinu hefði ekki verið kunnugt um gjald- þrotameðferð á búi mannsins og ítrekaði ráðuneytið að náðun tæki aðeins til refsinga, en ekki til ann- arra þátta dóms, svo sem bóta, leyfíssviptinga eða greiðslu sakar- kostnaðar. Þegar umbjóðandi minn kom til mín fyrir réttum 4 árum og óskaði eftir aðstoð við gerð miskabótakröfunnar var hún miður sín eftir brot það sem hún háfði orðið fyrir. Það var henni ekki auð- velt fremur en öðrum að gefa skýrslur um atburði fyrir lögreglu og dómi. Dómur var kveðinn upp vorið 1986 og gerði hún eðlilega Ásdís J. Rafnar „Ástæða þess að vakin er athygli á máli þessu er sú, að dómsmála- ráðuneytið setti ekki það skilyrði fyrir veit- ingu hinnar skilorðs- " bundnu náðunar, að maðurinn greiddi stúlk- unni dæmdar miska- bætur, sem ekki voru háar.“ reka að innheimtu þeirra bóta, sem henni höfðu verið dæmdar. Þegar henni barst vitneskja um það í haust, að maðurinn hefði verið náð- aður skilorðsbundið af broti sínu án þess að henni væri tryggð greiðsla bótanna féllust henni gjör- samlega hendur. Þar sem dómþol- inn vinnur fulla vinnu verður áfram unnið að innheimtu bótanna, en rétt er að taka fram að engar eign- ir fundust í búi hans, svo ekki fékk hún fullnustu kröfu sinnar við gjald- þrotaskiptin. Athygli er vakin á máli þessu vegna þeirrar umfjöllunar sem nú á sér stað um viðurlög við afbrotum gegn friðhelgi manna um líkama sinn, tilfínningar og æru og til að hvetja framkvæmdavaldið til að gera það að venju að setja það meða! skilyrða fyrir skilorðsbund- inni náðun refsinga að dómþolar greiði dæmdar skaða- og miskabæt- ur til þeirra sem brotið hefur verið á. Vítin eru til að varast þau. Mað- ur sem dæmdur var til 5 mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisrefs- ingar telur sig lausan allra mála en stúlkan sem fyrir brotinu varð, — hvers á hún að gjalda? Höfundur er hdl. ogrekurlög- mannastofu ÍReykjavik. Athugasemd fra utan- ríkisráðuneytinu Blaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá utanríkisráðuneyt- inu: Ámi Sigfússon, formaður Sam- bands ungra sjálfstæðismanna, ritar grein í Morgunblaðið 29. októ- ber sl. þar sem hann fjallar um hækkun á kostnaði við aðalskrif- stofur ráðuneyta „frá Ijárlögum 1987 ogfrumvarpi 1988“. Um aðal- skrifstofu utanríkisráðuneytis segir, að hækkun þessi nemi 95% á miili áranna 1987—1988. í ijárlögum 1987 er gert ráð fyr- ir kr. 76.112 þús. vegna aðalskrif- stofu utanríkisráðuneytisins (flárlagaliður 03—101) og skv. fjár- lagafrumvarpi 1988 yrði framlagið til hennar kr. 130.024 þús. Hækkun á milli ára reiknuð á þennan hátt yrði því kr. 53.912 þús., eða 71%, en ekki 95%. Stór hluti þessarar hækkunar er tilkominn vegna þess að utanríkisviðskiptamál hafa verið flutt frá viðskiptaráðuneytinu til utanríkisráðuneytis skv. ákvörðun ríkisstjómarinnar, og framlag til Útflutningsráðs íslands flutt á aðal- skrifstofu utanríkÍ8ráðuneytis. Þegar tekið er tillit til flutninga á viðfangsefnum á milli flárlagaliða og miðað er við sömu viðfangsefni aðalskrifstofu ráðuneytisins, hækk- ar framlagið til hennar úr kr. 70.053 þús. t fjárlögum 1987 t kr. 102.321 þús. í frumvarpi 1988, eða um kr. 32.268 þús., en það er 46% hækkun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.