Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐH), MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987 Með breyttum þjóðfélagshátt- um hljóta að koma til breyttir starfshættir kirkjimnar Greinargerð frá Biskupsstofu um gerðir kirkjuþings 1987 Uppbygging Skálholts var m.a. rædd á kirkjuþingi. Nýlega lauk 18. kirkjuþingi þjóð- kirkjunnar. Það var haldið í Bústaða- kirkju og stóð í 10 daga, frá 6.—15. október. Forseti þingsins var séra r Sigurður Guðmundsson, settur bisk- up, 1. varaforseti sr. Jón Einarsson prófastur i Saurbæ og 2. varaforseti Gunnlaugur Finnsson frá Hvilft. kirkjuþing sitja 18 fulltrúar sem eru kjömir úr kjördæmum landsins og eru jafnmargir leikmenn og prestar. Auk þess sitja þingið fulltrúar presta í sérþjónustu og frá guðfræðideild háskólans auk kirkjumálaráðherra eða fulltrúa hans og biskups. 26 mál voru lögð fyrir þetta þing auk tveggja fyrirspuma. Fengu mál- in öll tvær umræður auk umfjöllunar f nefnd, en þijár nefndir starfa á kirkjuþingi, löggjafamefnd, §ár- hagsnefnd og allsheijamefnd. Sóknargjöld Kirkjuráð lagði fram tvö megin- mál þingsins um álagningu og innheimtu sóknargjalda og hinsvegar kirkjugarðsgjalda er miðast við hið nýja staðgreiðslukerfi skatta sem væntanlega verður tekið upp um áramótin. Frumvarpið var unnið af Snorra Olsen, fulltrúa í fjármála- ráðuneytinu, Þorleifi Pálssyni, skrif- stofustjóra í dóms- og kirkjumála- ráðuneyti, og kirkjuráðsmönnunum sr. Jóni Einarssyni í Saurbæ og Kristjáni Þorgeirssyni. Sóknargjöld voru áður miðuð við ákveðna prósentu af útsvarsstofni, en við skattbreytinguna varð að finna aðra viðmiðun. Nefndin setti sér það að markmiði að þeir aðilar sem hljóta sóknargjöld- in, þjóðkirkjan, önnur skráð trúfélög og háskólinn, en þangað greiða þeir sem eru utan trúfélaga, skyldu ekki bera skarðan hlut frá borði. Sóknargjaldið er ákveðin hlutdeild kirkjunnar og trúfélaga í þeim heild- artekjuskatti, sem ríkið heimtir inn. Hlutdeild safnaða skilar ríkið svo mánaðarlega og skal gjaldið vera 141 kr. á mánuði miðað við verðlag 1. janúar sl. á hvem einstakling, sem orðinn er 16 ára, án tillits til þess, ■' hvort hann er í hópi „gjaldenda" tekjuskatts eður ei. Þessi upphæð er verðtryggð út frá þeim breytingum sem verða á meðal- tekjuskattstofni einstaklings milli ára. Nefndarmenn telja að þetta sé mjög einföld leið í framkvæmd og réttlát, þar sem greiðslur eru miðað- ar við flölda safnaðarmanna en ekki tekjur. Nefndarmenn leggja og áherslu á að hér sé ekki um svonefnd- an nefskatt að ræða né heldur framlag ríkissjóðs, heldur tekur ríkið einfaldlega að sér að innheimta gjöld- in og skila þeim eftir settum reglum til réttra aðila. Auk sóknargjaldsins ber ríkissjóði að skila af tekjuskatti gjaldi, sem <«* nemur 18,5% af gjöldum sem renna til þjóðkirlq'usafnaða, í sjóð sem nefn- ist jöfnunarsjóður sókna. Er það merkilegt nýmæli. Hlutverk sjóðsins er að veita styrki til þeirra kirkna sem sérstöðu hafa umfram aðrar sóknarkirkjur. í greinargerð voru t.d. nefndar Dómkirkjan í Reykjavík, Hallgrímskirlqa í Reykjavík, Hóla- dómkirkja og Skálholtskirkja. Þá skal hann styrkja fátækar kirkjur, þar sem lögmæltar tekjur nægja ekki fyrir nauðsynlegum útgjöldum. Þá skal sjóðurinn auðvelda stofnun sókna í nýjum byggðahverfum og styrkja kirkjulega menningarstarf- semi. Jöfnunarsjóði sókna er ætlað að koma í stað ákvæða í gildandi lögum er heimila sóknarnefndum að hækka sóknargjöld um allt að helm- ing, ef tekjur hrökkva ekki fyrir nauðsynlegum útgjöldum. Kirkjuráð skal hafa forráð þessa sjóðs, sem mun stórum auka fjárhagslegt sjálf- stæði kirkjunnar. „Kirkjuþing- minnir á mikilvægi þess að þjóð- kirkjan megi áfram og í vaxandi mæli verða mótandi afl í íslensku þjóðlífi og heitir á alla þá sem gera sér ljósa þýðingu þessa, að standa vörð um kirkj- una og styrkja stöðu hennar með því fyrst og fremst að sækja kirkju sína.“ Tekið er fram í frumvarpinu að ekki sé til þess ætlast að niður falli stuðningur ríkisins við sérlega fjár- frekar framkvæmdir, t.d. við frágang Hallgrímskirkju í Reykjavík og við- gerð Hóladómkirkju. Þá eru ákvæði í frumvarpinu um að héraðsfundum prófastsdæmanna sé heimilt að veija allt að 5% sóknar- gjalda á því svæði í héraðssjóð sem standi undir sameiginlegum kirkju- legum verkefnum þar. Kirkjugarðsgjald Hliðstætt frumvarpi um sóknar- gjöld er frumvarp um kirkjugarðs- gjald. Þar er unnið út frá sömu forsendum, og skal greiðsla ríkisins til safnaða vera kr. 66,50 á einstakl- ing, 16 ára og eldri, á mánuði, svo að kirlqugarðar fái hlutfallslega svip- aða upphæð og undanfarið. 8% af kirkjugarðsgjöldum skal veitt í kirkjugarðasjóð sem skal jafna aðstöðu kirkjugarða og styrkja tekju- litla söfnuði. Sjóðnum er heimiíað að kosta viðhald og umhirðu kirkju- garða í sóknum sem eyðst hafa af fólki. Auk þess hafa kirkjugarðar sem áður U/2% sem reiknað er af árlegum aðstöðugjöldum á því svæði sem rétt á til kirkjugarðsins. Hækka má hlut- fallið upp í 4% til eins árs í senn. Siðfræðistofnun Kirkjuráð flutti frumvarp um sið- fræðistofnun háskólans og þjóðkirkj- unnar. Er stofnuninni ætlað tvenns konar hlutverk: Að vera vettvangur rannsókna í siðfræði og vera til ráðu- neytis um siðferðisvandamál og verkefni sem að steðja. Þessu hlutverki skal stofnunin leit- ast við að gegna með því að veita fyrirgreiðslu um rannsóknir. Utbúa fræðsluefni um siðfræði handa skól- um. Gangast fyrir fyrirlestrum fyrir almenning og starfshópa svo sem hjúkrunarfræðinga, lækna, kennara, blaðamenn, presta o.fl. Ætlunin er að stjóm siðfræði- stofnunarinnar skipi þrír menn: Frá heimspekistofnun, guðfræðideild og kirkjuráði. Stjóminni til ráðuneytis verði 10 manna nefnd tilnefnd af háskólaráði og kirkjuráði til helm- inga. Rekstur stofnunarinnar greið- ist af ríkinu að því marki sem fjárlög heimila, en að öðm leyti af eigin tekjum. Þjóðkirkjan leggur stofnun- inni til húsnæði og aðstöðu eftir því sem aðstæður leyfa. í greinargerð er bent á að nauðsyn aukinnar fræðslu í siðfræði geri víða og í vaxandi mæli vart við sig. Kem- ur þar m.a. til ný tækni í læknisfræði, (tækniftjóvgun, líffæraflutningur). Nýjar leiðir við öflun og dreifingu upplýsinga (m.a. við tölvunotkun), meðhöndlun náttúruauðlinda, (veiði- skapur, iðnaður), umbyltingar á sviði stjómsýslu, viðskipta- og atvinnulífs. Þá er og minnt á vandamál eins og vímuefnanotkun, ijölskylduvanda- mál ýmiss konar, umönnun bama, sjúklinga og gamalmenna o.fl. Þó að siðfræðistofnun leysi ekki þessi vandamál ætti hún að gera kleift að takast á við þau af meiri festu og öryggi en nú. Bent er á að stofnun sem þessi sé nauðsynleg forsenda fyrir skipulegri siðfræðikennslu í skólum. Uppbyg-g-ing Skálholts Kirkjuráð bar og fram fmmvarp um uppbyggingu Skálholts. Skorað er á Alþingi að veita til þess vem- legt framlag. Bent er á að á næsta ári em 25 ár liðin frá vígslu Skál- holtsdómkirkju. Þegar Bjami Benediktsson, þáverandi kirkjumála- ráðherra, afhenti þjóðkirkjunni Skálholtsstað, árið 1963, vom þar ákvæði um einnar milljónar króna framlag til áframhaldandi uppbygg- ingar og rekstrarfjár. Því miður var framlagið ekki verð- tryggt og hefur því rýmað mjög. Hinsvegar var það tvímælalaust vilji stjómvalda þá að upphæðin yrði söm að raungildi og er því óskað leiðrétt- ingar á því. Onnur tillaga um uppbyggingu Skálholts var flutt af dr. Gunnari Kristjánssyni um að starfsemi Skál- holtsskóla verði breytt þannig að starfíð fari fram í námskeiðum og ráðstefnum, líkt og gerist í svokölluö- um kirkjulegum akademíum erlendis, og flokkist undir endurmenntun. Kirkjuþing afgreiddi tillöguna með því að fela kirkjuráði að beita sér fyrir eflingu námskeiða- og ráð- stefnuhalds í Skálholtsskóla um málefni kirkju og þjóðlífs. „Þingið telur æskilegt að kirkjuráð skipi þriggja manna starfsnefnd er geri tillögur um framtíðarstarfsemi skólans að höfðu samráði við þá að- ila sem tilnefna fulltrúa í skóla- nefnd.“ Aög-engi fatlaöra að kirkjum Kristján Þorgeirsson flutti tillögu sína um það réttlætis- og mannrétt- indamál að fatlaðir geti tekið fullan þátt í guðsþjónustum. Samþykkt kirkjuþings á tillögunni hljóðar svo: „18. kirkjuþing beinir þeirri áskor- un til safnaða landsins að fötluðum verði auðveldaður aðgangur að kirkj- um og gerð möguleg full þátttaka í kirkjulegum athöfnum. M.a. verði sérstaklega hugað að fötluðum í hjólastólum, bæði hvað varðar að- komu að kirkjum og ekki síður aðstöðu þeirra innan dyra. Jafnframt minnir kirkjuþing á það, að ævinlega er nauðsynlegt að hafa hugfast, að kirkjur eiga að vera heimili lifandi safnaða, enda þótt vemdunarsjónarmið beri jafnframt að virða, og getur því verið nauðsyn- legt að breyta því, sem fyrr þótti hæfa. Söfnuðum er bent á að hafa full samráð við ferlinefnd fatlaðra vegna þessara mála. Kirkjuráði er falið að senda þessa samþykkt til sóknamefnda." Allmikil umræða var á þinginu um húsfriðunarmál, en allmargar kirkjur eru friðaðar og virðist næsta erfitt að fá leyfi til breytinga, m.a. til þess að auðvelda aðgengi fatlaðra þar. Uppbygging safnaða Með breyttum þjóðfélagsháttum hljóta að koma til breyttir starfs- hættir kirkjunnar. Safnaðarheimili em byggð við flestar nýjar kirkjur, tekjur safnaða hafa aukist og héraðs- sjóðir prófastsdæmanna eflst. Hvemig ber okkur að nýta hina nýju möguleika? segir í greinargerð dr. Gunnars Kristjánssonar fyrir tillög- um um gerð áætlunar um eflingu kirkjulegs starfs og uppbyggingu safnaða, þar sem lagt er til að gerð sé könnun á kirkjusókn og úttekt á safnaðarstarfi til gmndvallar slíkri áætlun. í meðfömm kirkjuþings varð til- lagan svohljóðandi: 18. kirkjuþing 1987 beinir þeim tilmælum til biskups og kirkjuráðs að skipa þriggja manna nefnd, sem hafí það endanlega markmið að gera áætlun um safnaðamppbyggingu og eflingu kirkjulegs starfs almennt. Áður en til raunvemlegrar áætlun- argerðar kemur skal nefndin afla frumgagna, sem verði ^mndvöllur fyrir áætlanagerðinni. I því skyni skal nefndin láta framkvæma könn- un á kirkjusókn í kirkjum landsins og starfsemi safnaðanna. Nefndin skal í upphafi gera kostn- aðaráætlun er lögð verði fyrir kirlq- uráð og framkvæmdir verði í samráði við það og fjármögnun hveiju sinni. Nefndin skal hafa samráð við und- irbúningsnefnd varðandi 1000 ára afmæli kristnitöku á íslandi. Skal að því stefnt að verkefni tengist kristnitökuafmælinu. Nefndin kveðji sér til ráðuneytis sérhæfða aðila, sbr. þó kostnaðar- áætlun. Nefndin gefi kirkjuþingi skýrslu um stöðu mála í síðasta lagi 1989. Félagsleg úrræði í stað fóstureyðinga Halldór Finnsson, Margrét K. Jónsdóttir og sr. Þorbergur Krist- jánsson fluttu tillögu um að beina því til Alþingis að taka til endurskoð- unar lög um fóstureyðingar, ófijó- semisaðgerðir o.fl. í þeim tilgangi að þrengja þessi lög — sérstaklega varðandi fóstureyðingar af félagsleg- um orsökum. Kirkjuþing samþykkti tillöguna samhljóða í eftirfarandi formi ásamt greinargerð: „Rétturinn til lífs er fmmatriði allra mannréttinda. Þá kröfu verður að gera til ríkisvaldsins, að það vemdi mannlegt líf og efli meðal almennings vitundina um mannhelgi. Löggjöf, sem í raun gerir hið ófædda líf réttlaust, biýtur gegn því gmndvallarsjónarmiði kristindóms- ins, að sérhver einstaklingur eigi rétt til lífs, allt frá upphafí og þang- að til dauðinn ber að dymm með eðlilegum eða óviðráðanlegum hætti. Kirkjuþing skírskotar til fmm- varpa um breytingu á lögum nr. 25 frá 22. maí 1975 og lögum nr. 67/1971 með áorðnum breytingum, sem flutt hafa verið og frumvarps sem boðað er. Kirkjuþing skorar á Alþingi að breyta umræddum lögum í þá vem, að friðhelgi mannlegs lífs sé viður- kennd." í greinargerð segir: „Ennfremur vill kirkjuþing beina því til Alþingis,. að allt verði gert, sem hægt er, t.d. með aukinni aðstoð almannatrygginga, til þess að létta undir með verðandi mæðmm í vanda, svo að þær finni í raun, að þjóð- félagið bjóði nýtt líf velkomið í heiminn. Þörf er á ráðgjafarþjónustu, þar sem fyrir liggi allar upplýsingar um þau úrræði, sem til hjálpar mega verða þeim einstaklingum, sem hér um ræðir, enda eigi kirkjan hlut að henni. Nú em 12 ár liðin síðan samþykkt vora lögin nr. 25/1975. Þau fólu í sér mikla rýmkun heimilda til fóstu- raðgerða af félagslegum ástæðum. Fóstureyðingum hefur líka íjölgað úr 224 1974 í 687 1983 samkvæmt heilbrigðisskýrslu 1985 og hefur fjölgað mikið síðan. Þegar skýrsla þessi er skoðuð nán- ar kemur í ljós, að 1981 em 83% fóstureyðinga af félagslegum ástæð- um og af þeim em 55% „nánast ótilgreindar félagslegar ástæður", eins og segir í skýrslunni. Þama kemur m.a. í ljós, að nem- unum, sem fengið hafa fóstureyð- ingu, hefur flölgað meira en öðmm stéttum. Þetta styður það, að þjóð- félagið getur hjálpað móður og bami betur en nú er gert. Það fer auðvitað ekki á milli mála, að kona sem verður þunguð án þess að hafa ætlað sér það, getur staðið í erfiðum spomm. Þar getur margt komið til, afstaða fjölskyldunnar t.d., röskun áforma eða erfiður fjárhagur. En miklu skiptir, hvemig vandan- um er mætt, hvort menn yppta aðeins öxlum og bjóða upp á fóstureyðingu eða reyna að fínna lausn, sem e.t.v. krefst einhvers bæði af einstakling- um og heild. Það má ekki gleymast að val konunnar á oftast að verulegu leyti rætur í afstöðu umhverfisins. Almennt líta menn svo á, að íslensk Iög séu nokkur mælikvarði á rétt og rangt. Og konunni, sem hér um ræðir, mæta lög, sem gefa henni rétt til að hindra fæðingú bamsins sem hún ber undir belti. Óbeint er henni sagt að bamið hennar hafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.