Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987 51 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir PETER SPINKS Braskað með böm: Seld til ættleiðingar, vændis, barnakláms og þrælkunar AÐILDARRÍKI Evrópuráðsins, 21 talsins, hafa lagt til hertra að- gerða til þess að draga úr streymi ungbarna frá löndum þriðja heimsins til Bandaríkjanna og Evrópu, en mikið er um að bömin séu seld tii ættleiðingar, starfa við vændi eða í klámiðnaði, og til þrælkunar. Hefur Evrópuráðið lagt til að sett verði alþjóðalög til að auðvelda eftirlit með þessum viðskiptum. essar aðgerðir ráðsins koma í kjölfar ítarlegrar skýrslu um þetta vaxandi vandamál sem Piet Stoffelen, þingmaður hollenzka Verkamannaflokksins, hefur unn- ið. í skýrslunni er haft eftir opin- berum heimildum frá E1 Salvador að eftirspumin eftir bömum til ættleiðingar hafí ekki aðeins leitt til ólöglegrar verzlunar og pretta, heldur einnig til útgáfu falsaðra skjala og bamarána. „Hundrað bama era flutt út til Banda- ríkjanna og landa í Evrópu, þar á meðal til Belgíu, Vestur Þýzka- lands, Ítalíu, Frakklands, Noregs og Svíþjóðar," segir Stoffelen, en listi hans yfír ódæðisverk gagnvart bömum leiddi til mikilla og tilfínn- ingaríkra umræðna á þingi Evrópuráðsins í Strasbourg. „Hagsmunir bama sem teljast hæf til ættleiðingar skipta harðsvíraða kaupahéðna engu máli. Þau era aðeins verzlunarvara í þeirra augum, og þeir kaupa bömin, stundum jafnvel áður en þau fæðast." Barnavændi í skýrslunni er dregin upp átak- anleg mynd af misnotkun bama og bent á að 5.000 drengir og 3.000 stúlkur stundi vændi í París, 300.000 drengir í Banda- ríkjunum, og að árlega hverfi um 15.000 unglingar í Bretlandi. Skýrt er frá því að stundum fáist fímmfalt verð þegar unglingar era leigðir út til kynmaka miðað við „gangverð" hjá fullorðnum. Dulbúin viðskipti á þessu sviði fela svo í sér ráðningu kvenna eða stúlkna til starfa í skemmtanaiðn- aðinum, til dæmis sem dansara eða barþjóna. Þegar þær svo kom- ast í kynni við vændiskonur eða melludólga leiðast þær oft sjálfar út í vændi. Aðrar neyðast út í vændi til að greiða skuldir sínar við vinnumiðlara sem greiddu ferðakostnað þeirra og útveguðu þeim vinnu. Stoffelen segir að þessi við- skipti séu alls ekki einskorðuð við streymi frá vanþróuðum löndum til þeirra þróaðri, heldur sé al- mennt um að ræða streymi fátækra kvenna til vel stæðra karla hvar sem þeir era. Skýrslan gefur til kynna að skipulagt bamavændi sem venju- lega er tengt löndum Suð-austur Asíu - sérstaklega Thailandi - sé einnig útbreitt I Brasilíu, Perú, Bandaríkjunum, Frakklandi, Vestur Þýzkalandi og Bretlandi. „Melludólgar útvega viðskiptavin- unum ungar stúlkur sem bera fölsuð persónuskilríki,“ segir Stoffelen. Og til að skilríkin komi að tilætluðum notum njóta mellu- dólgamir stundum aðstoðar yfirvalda og lögreglu. Klám á myndböndum í Bandaríkjunum er einnig mik- ill uppgangur í sölu klámfenginna mjmdbanda, og þar nemur salan á bama-klámmyndum um 500 milljónum dollara á ári. í sumum höfuðborgum í Evrópu - svo sem Amsterdam - kemur ólögmæti bamakláms ekki í veg fyrir sölu myndanna, sem oft er blygðunar- laust stillt fram til sölu við hlið lögmætra klámmynda. Oft stafar þetta af sinnuleysi lögreglu og ásókn ferðamanna í þessháttar myndir. Nýlega kom upp mikið hneykslismál í Hollandi þar sem böm höfðu verið seld til þátttöku í klámmyndum, sem gerðar vora í bænum Oude Pek- Um víða veröld ganga börn kaupum og sölum, hvort sem þau eru notuð til ættleiðingar, vændis eða hefðbundinnar þrælkunar. ala, en íbúamir þar höfðu aðallega verið þekktir fyrir stranga siða- vendni kalvínstrúarinnar. Ferða- menn haldnir bamafíkn geta svo keypt vel mjmdskreytta „gjálífis- bæklinga" með heimilisföngum, listum yfír tiltæk hótel, verðlag, nöfnum milliliða, leiðbeiningum um hvemig viðskiptin fara fram og skrá jrfír réttarfarslegar höml- ur, sem ekki era ýkja miklar í Hollandi. Enn meira er um það að böm séu misnotuð við vinnu. Þrátt fyr- ir ákvæði Alþjóðavinnumálastofn- unarinnar, ILO, varðandi vinnu bama virða mörg aðildarríkjanna ákvæðin um 15 ára lágmarksald- ur að vettugi. „Algengara er að böm séu í launuðum störfum hjá smærri fyrirtækjum sem geta skotið sér undan eftirlitskerfí stærri vinnustaða," segir Stoffel- in, sem áætlar að í það minnsta 50 milljón böm séu misnotuð á þennan hátt víða um heim. „Það ætti í það minnsta að skylda aðild- arríki ILO til að hlýta kröfunum um lágmarksaldur og nauðsynlegt er að fletta ofan af undirverktök- um sem stunda bamaþrælkun við framleiðslu fyrir stærri fyrirtæki. Þannig gætu neytendur sniðgeng- ið vaming sem unninn er með þrælkun bama. Börn seld glæpahringnm Önnur hlið verzlunar með böm varðar kaup á 10-15 ára bömum sígaunafjölskyldna, sem oft fást keypt fyrir sem svarar 1.200 ísl. krónum. Þessi böm eru svo endur- seld ítölskum glæpaflokkum, sem greiða fyrir þau andvirði 300.000 króna. Eftir að bömin hafa verið þjálfuð í þjófnaði og vændi geta þau skilað eigendum sínum marg- földu kaupverði. Til að vinna gegn ólögmætum ættleiðingum nýtur Stoffelin stuðnings Evrópuráðsins sem hef- ur hvatt til þess að Allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna gangist fyrir lagasetningu varðandi fóstur og ættleiðingu bama. „Þannig gæt- um við hert skilyrði fyrir ættleið- ingu milli landa undir eftirliti Alþjóða félagsmálaráðsins," segir hann. „Við verðum einnig að tryggja að við ættleiðingar bama utan heimalands þeirra séu gerðar sömu kröfur og innanlands," seg- ir Stoffelin. „Það má aldrei viðgangast að þeir sem koma við sögu við fóstur og ættleiðingu bama geti borið úr býtum ótil- hlýðilegan hagnað." Aðildarríki Evrópuráðsins ætla að standa fyrir ítarlegri kynningu á þessu vandamáli, þar sem mikil leynd hefur hvílt yfír allri verzlun með böm. „Við höfum öll stundað kaup, á mjög lágu verði, á fram- leiðslu ungra þræla frá þróun- arríkjunum," segir hollenzki þingmaðurinn, sem hnykkir á um að „við í Evrópu megum ekki og getum ekki horft framhjá mis- notkun bama í öðram heimshlut- um.“ Forráðamenn menntamála í aðildarríkjum Evrópuráðsins munu stuðla að því að fræðsla í mannréttindamálum verði felld inn í námsefni skóla fyrir alla ald- ursflokka. Sameiginlegt átak verður gert til að kanna heima fyrir og á alþjóðavettvangi hvem- ig verzlun með böm er skipulögð. „Það verður að veita auknum fjár- munum til framfærslu fjölskyldna og bama, og þjónustuaðilar jafnt í einkarestri sem á vegum hins opinbera ættu að taka höndum saman við eftirlit með velferð bama og vinna gegn upplausn fjölskyldna," segir Stoffelin. Eftir að hafa einbeitt sér að því að bæta lífsskilyrði bama á Vesturlöndum stefna aðildarríkin að því að sameina skilyrði til menntunar og starfsþjálfunar annarri félagslegri þjónustu á sviði heilsugæzlu og næringar- mála. Einnig er mælt með því að almennt eftirlit verði aukið með því að fá verkalýðsfélögin til að fylgjast með vinnu bama og með skipan sérstakra umboðsmanna bama. Tillögu Stoffelins um að aðild- arríkin komi upp sérstökum stofnunum til að fylgjast með verzlun á götum úti og hafa sam- band við þau böm er við þessa verzlun starfa var vel tekið hjá Evrópuráðinu. Mætti sfðan fela þessi böm umsjá annarra félags- máladeilda til frekari menntunar þeirra þótt þau héldu störfum sínum áfram. Ef fyrirhugaðar aðgerðir Evrópuráðsins bera til- ætlaðan árangur ætlast Stoffelin til að bömin hverfí endanlega frá störfum á götum úti. Höfundur er blaðamaður bjá brezka blaðinu Tbe Observer. Þrjár bílveltur á Reykjanesbraut Keflavik. ÞRJÁR bilveltur urðu með stuttu millibili á Reykjanesbraut í hálk- unni á mánudagsmorgun. Að sögn lögreglunnar í Keflavík fóru tveir bílanna útaf á Strand- arheiði og urðu ekki slys á fólki. Þriðja bilveltan kom til kasta lögreglunnar i Hafnarfirði. Þá valt lögreglubfll frá lögregl- unni á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir utan aðalhliðið aðfaranótt laugar- dags. Lögreglumaðurinn sem var einn í bflnum slapp án teljandi meiðsla. Bifreiðin sem var nýlegur Saab skemmdist mikið og er jafn- vel talin ónýt. BB Jeppum stolið TVEIMUR jeppum var stolið í Reykjavík aðfaranótt sunnu- dagsins. Lögreglan biður þá, sem gætu gefið upplýsingar um það hvar jepparnir eru niður komnir, um að hafa samband. Fyrri jeppinn ætti að vera auð- þekktur, því hann mun vera sá eini sinnar tegundar hérlendis. Hann er af gerðinni Citroen Mehari, grár að lit með brúnu þaki. Honum var stolið frá Hávallagötu 14 og ber hann númerið R-62519. Hinn jeppinn er af gerðinni Wag- oneer, hvítur að lit, með númerið R-9589, árgerð 1976. Honum var stolið frá Háaleitisbraut 34. Þeir sem gætu gefíð upplýsingar um afdrif jeppanna era beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Þessi hús sem eru byggfi úr stálgrind og sérstöku níðsterku plast- efni, sem þolir mikil veður og eld. Húsið má setja upp á naerri hvaða jaröveg sem er. Það tekur aðeins örfáa daga að setja húsin upp eða taka þau niður. Og verðið er eins og á meðalbfl: 8-900.000,- Einnig er hugsanlegt að leigja húsin. Gísli Jónsson og Co hf. Sundaborg 11, sími 686644. HAFÐU ALLT Á HREINU FÁÐU ÞÉR OTDK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.