Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987 41 Þj óðhagsstof nun: Frumvarp um upplýsinga- söfnun eftir kjördæmum HJÖRLEIFUR Guttormsson (Abl.-Al.) mælti í neðrí deild Al- þingis í gær fyrir frumvarpi til laga um breytíngu á lögum um Þjóðhagsstofnun, sem hann legg- ur fram ásamt Steingrími J. Sigfússyni (Abl.-Ne.). Frumvarp þeirra Steingríms og Hjörleifs gerir ráð fyrir að nýr liður bætist við verksvið Þjóðhagsstofn- unar. Lagt er til að stofnunin þurfi að „safna þjóðhagslegum upplýs- ingum eftir kjördæmum og birta þær opinberlega einu sinni á ári í aðgengilegu formi, m.a. um tekjur og útgjöld ríkissjóðs, hlutdeild kjör- dæma í landsframleiðslu og gjald- eyrisöflun og um innlán og útlán innlánsstofnana. “ Þorsteinn Pálsson, forsætis- ráðherra, tók jákvætt í þessa hugmynd. Hann taldi þó að at- huga bæri hvort rétt væri að fela Þjóðhagsstofnun þessa upp- lýsingaöflun. Það gæti eins komið tíl álita að þau yrðu falin Byggðastofnun. Þessi tæknilegu atríði þyrftí að athuga í nefnd. Kristín Halldórsdóttir (Kvl.- Rn.) sagði að ef auka ætti við verkefni Þjóðhagsstofnunar á þenn- an hátt þyrfti tilgangurinn að vera ljós og notagildið þekkt stærð. Varðandi frumvarpið sjálft taldi hún að t.d. ætti söfnun upplýsinga um innlán og útlán betur heima hjá Seðlabanka en hjá Þjóðhagsstofn- un. Það væri ekki ástæða til að stuðla að skörun í kerfínu. Steingrímur Hermannsson Steingrímur J. Sigfússon. Utanríkisráðherra um ísland sem kjarnorkuvopnalaust svæði: Ekkí viss um að einhliða lagasetning sé besta lausnin María E. Ingvadóttir. FRIÐLÝSING íslands fyrir kjamorku- og eiturefnavopnum kom til umræðu í neðri deild Alþingis í gær. Steingrímur J. Sigfússon (Abl.-Ne.) mæltí þá fyrir framvarpi þessa efnis sem hann flytur ásamt Krístínu Ein- arsdóttur (Kvl.-Rvk.). í umræð- um um frumvarpið sagði Steingrímur Hermannsson, ut- anríkisráðherra, að hann væri sammála meginefni þess en værí ekki viss um hvort einhliða laga- setning værí besta lausnin Steingrímur J. Sigfússon (Abl.- Ne.) sagði það vera margyfirlýsta steftiu íslenskra stjómvalda að hér væru ekki kjamorkuvopn. Það væri líka skoðun meginþorra þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum. í jafn viðamiklu máli og þessu þyrfti þó að ganga tryggilegar frá hnút- unum en svo að stefnan væri einungis byggð á einstaka yfírlýs- María E. Ingvadóttir: Foreldrar geti yfir- fært skattafslátt barna MARÍA E. Ingvadóttír (S.-Rvk.) hefur lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um tekju- skatt og eignarskatt. Fmmvarp Maríu gerir ráð fyrir að við 68. grein laganna bætist ný málsgrein: „Heimilt er framt- eljanda að nýta óráðstafaðan skattafslátt bama sinna eldri en 16 ára sem lögheimili eiga hjá framteljanda. Einnig að 83. grein laganna orðist svo. „Eignarskattur hjóna og sambýlisfólks reiknast þannig: Af fyrstu 1 525 000 kr. af eignar- skattsstofni hvors um sig greiðist enginn skattur. Eigi skal reikna skatt af fyrstu 3 050 000 kr. af eignarskattsstofni einhleypinga og einstæðra foreldra. Af þeim hluta eignarskattsstofnins, sem umfram er, greiðist 0,95%.“ í greinargerð með frumvarpinu segir m.a.: „Lög um tekjuskatt og eignarskatt kveða á um það að hjón, eða sambýlisfólk, geti yfirfært ónýttan skattafslátt ann- ars þeirra til hins sem hærri hefur tekjumar. Nú er það svo að böm eldri en 16 ára sem enn em í skóla ná því varla að afla svo mikilla tekna að skattafsláttur þeirra nýtist að fullu. Böm á þess- um aldri þurfa mikið til sín og útlagður kostnaður foreldra er meiri vegna þeirra á þessum ámm en nokkmm öðmm. Því má telja eðlilegt að foreldrar geti yfírfært til sín ónýttan skattafslátt bams síns með svipuðum hætti og nú er gert milli hjóna. Þetta er ekki síst mikilvægt fyrir einstæða for- eldra sem oft á tíðum standa að mestu leyti ein straum af kostn- aði vegna uppeldis og menntunar bama sinna.“ Stuttar þingfréttir Kjöt útflutningur Ingi Bjöm Albertsson (B.-Vl.) hefur lagt fram fyrirspum til landbúnaðarráðherra í nokkmm liðum um útflutningsverslun með kjöt. Orkusala erlendis Jón Kristjánsson spyr iðnaðar- ráðherra um möguleika á orku- sölu erlendis. Kynferðisabrot gegn börnum Salome Þorkelsdóttir (S.-Rn.) spyr dómsmálaráðherra um um kynferðisafbrotamál gegn böm- um. M.a. hversu margar kæmr hafí verið lagðar fram frá 1950-1987 og hvaða dóm sak- bomingar hafa fengið í einstök- um málum. íþróttasjóður Ingi Bjöm Albertsson (B.-VI.) og Skúli Alexandersson (Abl,- VI.) spyija menntamálaráðherra um íþróttasjóð. M.a. hverju nema óafgreiddar beiðnir til sjóðsins um byggingu íþróttamannvirkja. Félagsheimila- sjóður Skúli Alexandersson og Ingi Bjöm Albertsson spyija mennta- málaráðherra um félagsheimila- sjóð og menningarsjóð félags- heimila. Bj örgunarþyrla Ingi Bjöm Albertsson (B.-Vl.), Guðmundur Ágústsson (B.-Rvk.) og Aðalheiður Bjamfreðsdóttir (B.-Rvk.) hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að keypt verði fullkomin björgunarþyrla fyrir Landhelgisgæsluna. MMIMI ingum ráðherra. Því þyrfti að setja um þetta mál almenna löggjöf. Guðmundur G. Þórarínsson (F.-Rvk.) sagði það vera fyllilega tímabært að í lög væru sett ákvæði um þetta mál. Hann vildi þó gera einstaka tæknilegar athugasemdir við frumvarpið. Til dæmis væri þar tekið fram að losun geislavirkra efna yrði ekki leyfð en ekkert minnst á eiturefni. Þetta ásamt öðru gæti valdið misræmi og mis- skilningi. Að hans mati væri 11. grein frumvarpsins líka of fortaks- laus en hún fjallar um umferð kjamorkuknúinna farartækja. Það þyrfti ekki alltaf að vera svo að þar væri um kjamaklofning að ræða. Ekki væri heldur nægjanlega skil- greint í frumvarpinu hvað væri átt við með hugtakinu kjamakleyf efni. Krístín Einarsdóttír (Kvl.-Rn.) sagði Kvennalistann ávallt hafa stutt hugmyndir um að svæði yrðu gerð kjamorkuvopnalaus. Minnti hún m.a. á tillögu borgarfulltrúa Kvennalistans, sem flutt var í borg- arstjóm Reykjavíkur fyrir nokkm, þess eftiis að Reykjavík og Reykjavíkurhöfn yrðu lýst kjam- orkuvopnalaus svæði. Albert Guðmundsson (B.-Rvk.) þakkaði flutningsmönnum fyrir að flytja þetta mál inn á Alþingi. Þetta væri stórt mál allsstaðar. Hann teldi þó að frumvarpið yrði betra ef tek- ið væri fram í 1. gr. þess að bann þetta næði einnig til framleiðslu kjamavopna. Albert vék einnig að gagnrýni Guðmundar G. Þórarins- sonar og sagðist telja það rétt að hafa umrædda grein sem fortaks- lausasta meðan kjamorka væri ekki notuð til annars en „hemaðar og útrýmingar". Kjartan Jóhannsson (A.-Rn.) sagði þetta mál hafa verið til um- flöllunar á Alþingi áður undir öðru nafni. Það hefði verið kallað „kjam- orkuvopnalaus svæði". Áfstaða Alþingis hefði þegar verið mótuð og væri hún sú að þátttaka íslend- inga í slíkum svæðum kæmi til greina einungis í samhengi við slök- un í Evrópu og víðtæka samninga um afvopnun. Það skilaði ekki ár- angri að gefa út einhliða yfírlýsing- ar. Kjartan sagðist efa að framsetning af þessu tagi skilaði þeim árangri sem menn ætluðu sér. Hjörleifur Guttormsson (Abl.- Al.) sagði utanríkisráðherra hafa boðað nýja stefnu íslendinga í ut- anríkismálum. Hefði hann nánast lýst ísland sem kjamorkuvopna- lausu svæði og væri það einkenni- legt ef hann vildi ekki lýsa yfir stuðningi við efnisatriði þessa frum- varps. Steingrímur Hermannsson, ut- anríkisráðherra, sagði sér hafa fundist þessi síðasta ræða undarleg. Hann þyrfti ekki að ítreka fyrri ummæli sín. Að hans mati væri samþykkt Alþingis frá því í maí 1985 afgerandi í þessum efnum, ísland væri lýst sem kjamorku-' vopnalausu. Varðandi fmmvarp það sem nú væri til umræðu hefði hann ekki lesið greinargerð með því. Markmið þess væm þó mjög að hans skapi. Hann vildi ekki hafa hér kjamorkuvopn, hvorki á sjó, á landi eða í lofti. Utanríkisráðherra sagði íslend- inga vinna að því á alþjóðlegum vettvangi að kjamorkuvopnum yrði fækkað. Við tækjum m.a. þátt í viðræðum um kjamorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum. í þeim við- ræðum væri lögð áhersla á það af íslendingum að það svæði næði einnig til hafsins í kring. Einnig hefðu íslendingar nú hafíð störf í kjamorkuáætlananefnd Atlants- hafsbandalagsins. íslendingar væm búnir að marka sér ákveðna stefnu í þessum málum, sagði utanríkisráðherra, en hann þyrfti að kynna sér málið nánar áður en hann gæti sagt til um það hvort skynsamlegt væri að setja einhliða lög. Hann væri ekki viss um það þó hann væri hlynntur öllum markmiðum fmmvarpsins. Steingrímur J. Sigfússon sagði það vera villandi að tala um þetta frumvarp á þeirri forsenúu að í því > - fælist einhliða yfírlýsing. Sakaði hann suma þingmenn um að vera „illa lesna og upplýsta". Þorsteinn Pálsson, forsætís- ráðherra, sagði Steingrím J. hafa sagt að þetta væri ekki einhliða yfirlýsing. Það gæfí tilefni til þess að þetta mál væri skoðað ítarlega. Það skipti máli ef það væri hans skoðun og að það væri ekki rétt að taka þátt í einhliða yfirlýsingum. Meginmarkmiðum frumvarpsins væm íslendingar sammála. Við hlytum að leggja áherslu á útrým- ingu kjamorkuvopna og fylgja þeirri stefnu sem skilaði árangri sem fyrst. Forsætisráðherra vildi taka það fram að ísland væri kjam- orkuvopnalaust land og yrði það nema íslensk stjómvöld ákvæðu annað. íslendingar hefðu hinsvegar tek- ið þá afstöðu að vænlegasta leiðin til að útrýma kjamorkuvopnum væm gagnkvæmir samningar. Öll umræða um kjamorkuvopnalaus svæði hlyti að tengjast því mark- miði, gagnkvæmum alþjóðlegum samningum. Steingrímur J. Sigfússon sagði það ekki vera rétt að hann hefði sagt að í frumvarpinu fælist ekki einhliða yfírlýsing. Það sem hann hefði sagt var að það væri villandi að fjalla um fmmvarpið með þeim hætti, það væri mun víðtækara. Steingrímur sagði allar ferðir hefj- ast með einu skrefi. Hann væri ekki feiminn við að fyrsta skrefið væri einhliða yfirlýsing.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.