Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987 Af slysstað Raufarhöfn: Harður árekstur Lögregluþjóninn beitir fyrir landróðrarbát Raufarhöfn. ALLHARÐUR árekstur varð á aðalgötu Raufarhafnar á mánu- dag er jeppi og sendiferðabif- reið rákust saman. Áreksturinn varð með þeim af- leiðingum að sendiferðabifreiðin tókst á loft, fór einn hring og snerist í gagnstæða átt við upp- Akranes: haflega akstursstefnu þegar hún hafnaði á hliðinni yfír á hinum kanti götunnar. Sá sem árekstrin- um olli var að koma frá bensínaf- greiðslu Esso og fór út á aðalgötuna. Þetta var um hádeg- isbil og sól skein glatt og blindaði ökumann jeppans. Engin alvarleg slys urðu á bflstjórum, en þeir voru einir í bifreiðunum. Þetta er fyrsti árekstur þessar- ar tegundar á Raufarhöfn og vonandi sá síðasti. Hér hefur ekki verið mikið um alvarlega árekstra bifreiða til þessa. Sá lögregluþjónn sem hér hefur verið starfandi undanfarin ár er nú fluttur til Húsavíkur og er orð- inn starfandi lögregluþjónn þar. Sá sem leysir hann af til bráða- birgða er starfandi við beitningu á landróðrabát og símsvari gefur upp símanúmer heima hjá honum og ef ekki næst í þennan stað- gengil í síma þá segir símsvarinn að leita skuli til lögreglunnar á Húsavík. Þá getur lögreglan þar náð í lögreglubflinn á Raufarhöfn og ef lögregluþjónninn sem er við beitningu er með lögreglubflinn hjá sér við beituskúrinn eða ann- ars staðar þar sem hann er staddur getur verið að hann heyri kallið frá lögreglunni á Húsavík. Það getur þá verið liðin langur tími frá því að hringt er í lögregl- una á Raufarhöfn og símsvarinn gefur upp þá slóð sem fara skuli til að ná til lögreglumanns ef slys eða annað sem þarfnast aðstoðar lögreglu ber að höndum? - Helgi Norskir sölu- menn stöðvaðir „VIÐ höfðum afskipti af tveimur norskum skartgripasölum þar sem þeir höfðu ekki leyfi til að selja vöru sína hér á landi,“ sagði Hermann G. Jónsson, fulltrúi bæjarfógeta á Akranesi. Skartgripasalamir höfðu feng- voru aldrei kallaðir til yfírheyrslu, ið inni í verslun á Akranesi og seldu þar vöru sína, sem þeir höfðu flutt löglega til landsins í ágúst. Að sögn Halldórs hafa þeir áður selt skartgripi í Reykjavík, Hafnarfírði og á Sel- fossi og höfðu fengið inni í verslunum á hveijum stað. „Þeir en við bentum þeim á að þeir mættu ekki selja þessa vöru, því menn þurfa verslunarleyfí jafnvel þótt þeir þurfí ekki atvinnuleyfí í landinu, eins og þessir norsku menn,“ sagði Halldór. „Þeir hafa hætt starfseminni og ég á ekki von á neinum eftirmála." Minningarhlaup um Jóhannes Sæmunds- son íþróttakennara ÁRLEGT mmningarhlaup fer fram laugardaginn 14. nóvem- ber um Jóhannes Sæmundsson íþróttakennara við Menntaskól- ann í Reykjavík. Keppt verður f boðhlaupi 4x2 km umhverfis Tjömina í opnum flokki karla og 3x2 km í opnum flokki kvenna. Einnig verður keppt í opnum einstaklingsflokki karla og kvenna ásamt skólaboð- hlaupi nemenda Menntaskólans í Reykjavík. Skráning keppenda og afhend- ing númera verður í anddyri Menntaskólans í Reykjavík frá kl. 12.00 til 12.30. Búningsaðstaða verður í íþróttahúsi skólans. Keppnin hefst í Tjamargötunni kl. 13.00 í boðhlaupi karla og kvenna. Kl. 13.30 hefst skólaboð- hlaup nemenda menntaskólans og kl. 14.00 leggja einstaklingsflokk- ar karla og kvenna af stað. Að hlaupi loknu mun Guðni Guð- mundsson rektor afhenda verð- laun í hátíðarsal menntaskólans. Verðlaun verða veitt fyrstu kepp- endum og sveitum í hveijum flokki, en dregið verður um verð- laun í einstaklingsflokki. Einnig munu nemendur 6. bekkjar menntaskólans bjóða upp á veit- ingar. Iþróttaráð menntaskólans sér Jóhannes Sæmtmdsson um framkvæmd hlaupsins í sam- vinnu við íþróttakennara skólans. Verkalýðsmáiaáiy ktun Alþýðubandalagsins Hefndaraðgerð gegn Asmundi - segir Guðmundur J. Guðmundsson um verkalýðsmálaályktun Alþýðubandalagsins „MÉR ER sagt að ályktunin sem slík sé nokkuð góð en þessi kafli hafi verið samþykktur til að hefna sín á Ásmundi Stef- ánssyni af þvi að hann hafði átt þátt í að ryðja einhveijum Ólafsmönnum út úr framkvæmdastjórn þarna um morguninn þegar bóhemarnir voru á fylleríi,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar þegar Morgunblaðið leitaði álits hans á verkalýðsmálaályktun landsfundar Al- þýðubandalagsins en tillaga frá Birnu Þórðardóttur sem var samþykkt á landsfundinum og inniheldur harðorðar ákúrur í garð verkalýðsforystunnar hefur vakið mikla athygli. „Þetta er svona frasakjaftæði, klisjur upþúr Neista og Fylking- unni gömlu, samþykkt í einhverj- um hefndarhug," sagði Guðmundur. „Ég les satt að segja miklu frekar Tarsan eða eitthvað svoleiðis í dagblöðunum frekar en þetta, ég sofna yfirleitt útfrá svona lesningu. Þetta snertir mig ekki. Þetta er yfírborðskennd og grunnhyggin skilgreining." Guð- mundur sagði einnig að merkileg- ast við þessa ályktun væri að Fylkingin geti fengið sínar pólitísku skilgreiningar sam- þykktar á landsfundi Alþýðu- bandalagsins. Um breytingamar á forystuliði Alþýðubandalagsins sagði Guð- mundur að hann væri ekki lengur í Alþýðubandalaginu og vildi ekki setjast í dómarasæti yfír forystu þess. „En ég var löngu búinn að segja að Ólafur Ragnar mundi ríða ösnu sinni inn í Jerúsalem Alþýðubandalagsins og það yrði mikill grátur og gnístran tanna við Grátmúrinn og sú spá stóðst, það var löngu séð að Ólafur Ragn- ar væri búinn að ná meirihluta á þinginu, sagði Guðmundur. Loks sagði Guðmundur J. Guðmunds- son að í Alþýðubandalaginu væri mjög mikið af góðu fólki, vinum sínum og félögum „og líka tölu- vert af fólki sem ég á enga pólitíska samleið með.“ Samþykkt að lítt hugsuðu máli - segir Benedikt Davíðsson um verka- lýðsmálaályktun Alþýðubandalagsins „ÉG GET tekið undir flest það sem kemur fram i verkalýðs- málaályktun Alþýðubandalags- ins ef undan er skilin viðbótin frá Birnu Þórðardóttur," sagði Benedikt Daviðsson formaður Sambands byggingamanna. „Ég held að það sé rétt hjá Ásmundi Stefánssyni að hún hafi verið samþykkt að lítt hug- suðu máli.“ Benedikt kvaðst ekki taka mik- inn þátt í flokksstarfi Alþýðu- bandalagsins núverið, segist vera að hvfla sig á flokksstarfinu en vera sáttur við mannaskiptin í forystunni. „Ég vona að þessi skipti gangi vel fyrir sig og mun leggja mig fram um að svo megi verða," sagði Benedikt Davíðsson. Var ekki viðstaddur - segir Þröstur Ólafsson ÞRÖSTUR Ólafsson fram- kvæmdastjóri Dagsbrúnar segir að heildarályktun lands- fundar Alþýðubandalagsins um verkalýðsmál hafi verið af- greidd á meðan hann sat ekki fundinn. Hann kvaðst hafa starfað i nefndinni sem lagði drög að verkalýðsmálaályktun fyrir þingið og lagði jafnframt til að viðbótartillaga Birnu Þórðardóttur yrði felld. „Ég er í öllum aðalatriðum sammála ályktuninni ef breyt- ingatillagan frá Bimu Þórðardótt- ur er undanskilin, sagði Þröstur. „Ég skil ekki að meirihluti fulltrúa skuli hafa séð sér fært að greiða henni atkvæði. Sjálfur hafði ég brugðið mér fram á gang og var þar í samræðum við nokkra aðra fulltrúa þegar tillagan var borin undir atkvæði og því vissi ég ekki fyrr en eftir á að hún hefði verið borin upp og samþykkt," Varðandi hina nýju forystu Al- þýðubandalagBÍns sagði Þröstur að flokkurinn þyrfti nú skýra for- ystu og að hann treysti Óiafí Ragnari Grímssyni til að veita hana. „Flokkurinn hefur átt í langvarandi pólitfskum erfíðleik- um og baráttumál hans hafa ekki komist til skila sem pólitíkur val- kostur, hlutverk forystunnar er að snúa við blaðinu í því efni og ég vona að til þess fái hún starfs- frið, sagði Þröstur Ólafsson. Alþýðubanda- lag* - ekkiAl- þýðuflokkur í viðtali við Ólaf Ragnar Grimsson formann Alþýðu- bandalagsins í Morgunblaðinu í gær, urðu blaðamanni á þau mistök að skrifa á einum stað Alþýðuflokkur í stað Alþýðu- bandalags. í viðtalinu stendur þvi eftirfarandi: „Ég tel mig þess vegna á margan hátt betur í stakk búinn eftir að hafa far- ið í gegnum þessa reynslu en ef ég hefði alltaf starfað innan vébanda Alþýðuflokksins.“ Þama átti að standa „Alþýðu- bandalagsins". Þessi mistök skrifast eingöngu á reikning blaðamanns og er beðist vel- virðingar á þessu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.