Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987 Aðalfundur LÍÚ: Það hlýtur að vera erfitt að sitja báðum megin við borðið - segir Magnús Kristinsson framkvæmdastjóri Bergs-Hugins sf. Á AÐALFUNDI Landssambands íslenskra útvegsmanna tók blaða- maður tali þá Finnboga Jónsson, framkvæmdastóra Síldarvinnslunn- ar hf. Neskaupstað, Magnús Kristinssson, framkvæmdastjóra Bergs-Hugins sf. Vestmannaeyjum, Bjama Grimsson, kaupfélags- stjóra Kaupfélags Dýrfirðinga Þingeyri, Valdimar Kjartansson, framkvæmdastjóra Auðbjargar sf. Árskógsströnd, Pétur Stefánsson Reyhjavík, eiganda Péturs Jónssonar RE, Guðrúnu Lárusdóttur, út- gerðarmann Ýmis í Hafnarfirði og Ásgeir Ásgeirsson, einn af eigendum Sæbergs hf. Ólafsfirði. Stjórnvöld beri ábyrgð Finnbogi Jónson, framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunnar hf. Nes- kaupstað, sagði að hann teldi „þetta svokaliaða ftjálsa fiskverð í raun snúast um kjarasamninga á fjög- urra mánaða fresti. Fijálst físk- verð,“ sagði Finnbogi, „er verð sem er ákveðið frá degi til dags með hliðsjón af framboði og eftirspum. Sú tilhögun um fískverðsákvörðun, sem tekin var upp í sumar, felur í sér samninga, á milli útgerðar og fiskvinnslu annars vegar og sjó- manna hins vegar, á mörgum stöðum í kringum landið á nokkurra mánaða fresti. Það er hugsanlegt að þessi til- högun hafí leitt til hærra fiskverðs, á allra síðustu mánuðum, heldur en með því fyrirkomulagi sem var í gildi. Það sem ræður hins vegar fískverði, þegar til lengri tíma er litið, er hvað fískvinnslan getur greitt fyrir fiskinn með hiiðsjón af rekstrarafkomu hennar. Rekstrar- afkoman er aftur á móti háð ýmsum atriðum og þar vega mjög þungt ýmsar stjómvaldsaðgerðir og -ákvarðanir. Þegar fískverð er ákveðið í Verð- lagsráði bera stjómvöld mikla ábyrgð sem ég tel óskynsamlegt að taka af þeim. Sjávarútvegur er svo yfirgnæfandi þáttur í okkar efnahagsbúskap að stjómvöld verða að taka mið af því, í ákvörðunum sínum, hver staða fískvinnslunnar er á hverjum tíma. Ég tel því skyn- samlegra að taka upp fyrra fyrir- komulag á verðlagningu botn- fískafla. Ég tel út af fyrir sig ekki óeðli- legt að upp komi hugmyndir um að draga úr útflutningi á ferskum físki. Hann hefur aukist mjög á undanfömum misserum og það er hætta á því að með honum sé verið að stuðla að uppbyggingu á físk- vinnslu í þeim löndum sem við erum að keppa við. Ég tel hins vegar að ferskfískmarkaðinum þurfí að sinna jafnt og mörkuðum fyrir saltaðar og frystar afurðir. Það er að sjálfsögðu álitamál hvaða leið eigi að fara til að koma í veg fyrir framboð á íslenskum fiski erlendis, sem fer til frekari vinnslu, en um leið að tryggja eðlilegt fram- boð á hinum raunverulegu fersk- fískmörkuðum. Ég tel eðlilegra að í stað fastrar refsingar, sem nemi 20% álagi á kvóta, sem gert er ráð fyrir í frumvarpsdrögum til laga um stjómun fískveiða, yrði heimilt að flytja út ákveðið magn án nok- kurrar refsingar. Síðan kæmi stigvaxandi álag eftir því sem meira yrði flutt út frá viðkomandi báti eða útgerð," sagði Finnbogi. ■ Magnús Kristinsson Erfitt að sitja báðum megin við borðið Magnús Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Bergs-Hugins sf. Vestmannaeyjum, sagðist vera hlynntur frjálsu fískverði. „En það hlýtur að vera erfítt að sitja báðu megin við borðið," sagði Magnús. „Raunverulegt fískverðkemur fram með fijálsu fískverði. Ég er á móti siglingaskattinum, ég tel hann ekki spoma við því að siglt verði á er- lenda markaði með aflann, né heldur því að fískur verði sendur í gámum á erlenda markaði. Mér þykir það mjög leitt að stjómvöld skuli láta menn borga af gámafíski í Verðjöfnunarsjóð. Stjómvöld virðast ekki skilja að gámaútflutningurinn hefur bjargað mörgum útgerðarmanninum og sér í lagi útgerð minni báta, auk þess sem gámaútflutningurinn er orðin staðreynd. Auk þess tel ég sjóðinn vera tímaskekkju, hann er eingöngu stjómunartæki pólitíkusa og það ætti að vera búið að leggja hann niður fyrir löngu. Ég er alveg sátt- ur við kvótann í höfuðdráttum," sagði Magnús. Bjarni Grímsson Hækkun útflutnings- gjaldsins hættuleg Bjami Grímsson, kaupfélags- stjóri Kaupfélags Dýrfírðinga Þingeyri, sagðist telja hækkun á útflutningsgjaldi óunnins físks vera mjög hættulega fyrir útgerðir sem hafi notað útflutning á honum til að taka af aflatoppana. „Ég tel að verið sé að refsa þeim fyrir slíkt," sagði Bjami. „Við höfum tryggt fískvinnslunni físk og flutt út af- ganginn en hann hefði væntanlega farið í skreið hér áður fyrr. Við höfum að vísu ákveðnar áhyggjur af því að flyija fískinn úr landi en með örfáum undantekningum höf- um við nýtt þennan kost skynsam- lega. Á Vestfjörðum tel ég vera óvið- unandi að hafa fíjálst fískverð þar sem menn verða að kaupa heilu skipsfarmana án tillits til þess hver aflasamsetning þeirra er. Eins og framkvæmd ftjáls fískverðs hefur þróast í sumar þá eru þetta fyrst og fremst kjarasamningar á milli sjómanna og viðkomandi útgerða en ég tel að það verði að leysa þessa samninga með öðrum hætti," sagði Bjami. Valdimar Kjartansson Oánægður með rækjukvótann Valdimar Kjartansson, fram- kvæmdastjóri Auðbjargar sf. Árskógsströnd, sagði að það sem mestu máli skipti fyrir Norðlend- inga væm þær tillögur sem fram hefðu komið um rækjuveiðar. „Við erum ekki ánægðir með þær,“ sagði Valdimar, „því þær kæmu til með að skerða verulega afla norðlenskra báta, sérstaklega lítilla báta. Við gætum sæst á að það yrði tiltekið aflahámark og veiðunum yrði síðan stjómað með stoppdögum. Við er- um Iítt hrifnir af því að loðnuskipin megj veiða þriðjung rækjunnar og okkar hlutur skertur sem því nem- ur. Við ákvörðun á rækjukvóta þyrfti að miða við lengri tíma en rækjuafla síðastliðins árs, það þyrfti helst að miða við þijú síðastliðin ár. Það er nauðsynlegt að vera með stjóm á veiðum, ég held að það sé almenn samstaða um það að hafa hana áfram í svipuðum dúr og ver- ið hefur. Stærsti ókosturinn við fískveiðistjómunina til þessa er sá að menn skuli hafa geta unnið sig upp um 20% á sóknarmarki. Menn gerðu sér ef til vill ekki grein fyrir því í upphafi að þeir sem vora með góðan kvóta fyrir gætu notað sér þetta líka en ekki eingöngu þeir sem voru með lélegan kvóta, eins og þetta var upphaflega hugsað," sagði Valdimar. Ekki svartsýnn Pétur Stefánsson, Reykjavík eig- andi Péturs Jónssonar RÉ, sagðist ekki vera neitt svartsýnn, þar sem hann væri kominn með nýtt skip. „Á þessu þingi hafa mestu átökin verið um þorskveiðamar," sagði Pétur. „Þegar settar vora reglur um kvóta var vitlaust gefíð í upp- hafí, því skipting á milli norður- og suðursvæðis var mjög misjöfn. Flutningur á skipum á milli svæða er mikilll og það hlýtur að leiða til þess að annað svæðið fær miklu meiri kvóta en hitt. Það era tveir löggiltir aflakóngar á landinu sem Morgunblaðið/Ámi Sæberg Pétur Stefánsson fá að flytja með sér kvóta. Við fáum þessar happadrættis- tekjur af loðnunni og við eigum að fá hlutdeild í rækjunni gegn því að afsala okkur þorskinum. Sfldin var tekin af okkur og nú á að fara að skipta rækjunni á milli okkar. Við vitum ekkert hvað dettur af borðun- um til okkar næst. Aflaverðmæti okkar gæti orðið helmingurinn af aflaverðmæti skuttogara. Þorskafl- inn hefur farið 80 þúsund tonn fram yfír áætlaða veiði á árinu, af þeim veiddu 10 lesta bátar og minni 20 þúsund tonn en togarar og 10 lesta bátar og stærri á sóknarmarki veiddu afganginn. Það ætti engum að vera gefinn kostur á því að vinna sér inn meiri afla en hann fær nú í sinn hlut. Þetta er einnig fáránlegt í ljósi þess að við búum við niðurskurð og litla vinnu, því ef aðstæður era hagstæðar þá era þetta svona fímm mánaða verkefni sem við fáum mið- að við fyrri reynslu. Loðnuskipaeig- endur hafa bent á það á þinginu að fyrir loðnuveiðibannið höfðu þeir svipaðar heildartekjur og fengust af litlum skuttoguram en nú era þeir komnir niður fyrir helming af tekjum lítilla skuttogara, miðað við sömu skip,“ sagði Pétur. Ásgeir Ásgeirsson f lagi og ekki í lagi Ásgeir Ásgeirsson, einn af eig- endum Sæbergs hf. Ólafsfirði, sagði að það væri í lagi með kvótann, sem Sólberg hefði fengið, því það hefði aflað vel á viðmiðunaráranum. „Öðra máli gegnir með kvóta Mána- bergs sem keypt var frá Reykjavík,“ sagði Ásgeir „það er bundið kvóta- svæði 1, þ.e.a.s. Suður- og Suðvest- urlandi og er með helmingi minni kvóta heldur en Sólberg. Það er slæmt að geta ekki flutt Mánaberg á milli kvótasvæða en það og Margrét frá Akureyri virðast vera einu skipin sem þurfa að hlíta þeim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.