Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987 Færeyjar: Mannúðin kostaði skipstjórann starfið Færeyjum, frá Snorra Halldórssyni, fréttarítara Morgunblaðsins. GJARNA er haft á orði að laun heimsins séu vanþakklæti. Páll Jensen skipstjóri frá Þórshöfn ætti að geta tekið undir þau orð. Honum hefur nú verið sagt upp starfi sinu hjá Riis skipafélaginu í Danmörku fyrir að bjarga 211 víetnömskum flóttamönnum. ekki getað siglt burt frá jrfírfullum bátnum með 211 flóttamönnum. „Ef við hefðum gert það þá hefði mér ekki orðið svefnsamt upp frá því,“ segir Páll. \y Þann 13. september síðastliðinn bjargaði Páll Jensen 211 flótta- mönnum úr yfirfullum báti um það bil 155 sjómílur suðaustur af Víetnam. Þeir Færeyingar sem fréttu af þessu samglöddust Páli og áhöfn hans vegna þessa góð- verks. En gleðin stóð einungis í nokkra daga. Fjórum klukkustund- um eftir björgunina fékk Páll skeyti frá skipafélaginu þar sem sagði að þetta hefði verið vel gert. Nokkrum Siglt var með flóttamennina til Bangkok og segir skipstjórinn að vegna þessa hafí siglingin tafíst um tvo daga, „það var nú allt og sumt". Auk þess borgar flótta- mannastofnun Sameinuðu þjóðanna fímm Bandaríkjadali fyrir hvern flóttamann sem bjargað er og auka- kostnað sem af því hlýst. Stjórnmála- menn eigi frumkvæðið Reuter Albert Gore, einn forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins, á fundi með stuðningsmönnum sínum þar sem hann gerði heyrinkunnugt að hann hefði neytt marijuana á árum áður. Ba.se 1, Reuter. Seðlabankastjórar helstu iðnrí- kjanna luku i gær fundi sinum i Basel í Sviss og ítrekuðu nauðsyn- ina á alheimssamvinnu i efnahags- málum. Sérfræðingar höfðu sagt fyrir fundinn, að seðlabankastjórarnir hefðu lítið svigrúm til aðgerða og þvi skiptu yfírlýsingar þeirra ekki miídu máli. Niðurskurður á bandarísku fjár- lögunum væri það, sem allt snerist um. í yfirlýsingu fundarins segir, að frumkvæðið eigi að koma frá stjóm- málaleiðtogum og er skorað á ríkis- stjómir iðnríkjanna að stuðla að meiri jöfnuði í milliríkjaviðskiptum, stöðug- leika í gjaldeyrismálum og hagvexti án verðbólgu. Demókrataflokkurinn í Bandaríkjunum: dögum síðar fékk hann hringingu og var honum var sagt upp skip- stjórastarfinu. í viðtali við dagblaðið 14. september staðfestir Páll að honum hafí verið sagt upp störfum símleið- is þann 28. september. „En 19. október var mér sagt að ég gæti haldið áfram störfum hjá skipafél- aginu sem stýrimaður. Ef ég svaraði ekki tilboðinu innan 14 daga Tveir forsetaframbj ó ðend- nr játa neyslu fíkniefna þá væri litið svo á að ég óskaði ekki eftir að halda áfram störfum," sagði Páll. Páll segir að hann hafí aldrei fengið fyrirmæli frá yfírmönnum sínum um að hann skyldi ekki taka flóttamenn um borð. Hann segist aftur á móti vita um skipstjóra sem sagt hefur verið að horfa í „stjór“ þegar flóttamannabátur birtist á bakborða. Sum skipafélög hafa sagt skipstjórum sínum að krækja fyrir smábáta á Suður-Kínahafí án þess að athuga hvemig ástandið sé um borð í þeim. Páll Jensen leggur áherslu á að slíkt ætti ekki að koma fyrir. Sjálf- ur hafi hann samvisku sinnar vegna Washington, Des Moins, Reuter. TVEIR þeirra manna sem gefið hafa kost á sér í forkosningum Demókrataflokksins bandaríska vegna forsetakosninganna á næsta ári, játuðu um síðustu helgi að hafa stöku sinnum neytt fíkniefnisins marijuana á sjö- unda og áttunda áratugnum. Fíkniefnaneysla framámanna í Bandaríkjunum hefur verið mjög í brennidepli að undanförnu frá því Douglas Ginsburg, sem til- nefndur hafði verið til embættis hæstaréttardómara, neyddist til að draga sig í hlé um siðustu helgi eftir að hann hafði lýst því yfir að hann hefði neytt mariju- ana á árum áður. Bruce Babbitt, fyrrum ríkisstjóri Arizona, og Albert Gore, þingmaður í öldungadeild Bandaríkjaþings, skýrðu frá því um helgina að þeir hefðu neytt efnisins stöku sinnum. Báðir lögðu þeir áherslu á að þeir hefðu ekki gerst sekir um mariju- ananeyslu á undanfömum árum og kváðust telja það ósanngjarnt ef beita ætti fyrri yfirsjónum þeirra gegn þeim í baráttunni vegna for- kosninga Demókrataflokksins. „Hef ég neytt marijuana? Vissu- lega — þegar ég vann að mannrétt- indamálum í suðurríkjunum á sjöunda áratugnum," sagði Bruce Babbitt, sem er 49 ára að aldri, á fréttmannafundi á laugardag. „Hvað er svona merkilegt við það. Eg hreinlega veit það ekki,“ bætti hann við. Albert Gore kvaðst hafa neytt marijuana er hann var við nám við Harvard-háskóla og þegar hann gegndi herþjónustu í Víetnam. „Efnið skipaði ekki stóran sess í lífi mínu og hefur ekki gert það undanfarin 12 ár,“ sagði Gore. „Ég prófaði að neyta marijuana og óska þess nú að ég hefði látið það ógert,“ bætti hann við. Gore sagði eigin- konu sina, Tipper, einnig hafa neytt fíkniefnisins en hún hefur verið einn helsti talsmaður herferðar í Banda- rflq'unum gegn klámi í sönglaga- textum popptónlistarmanna. endur Demókrataflokksins lýstu á hinn bóginn yfir því að þeir hefðu aldrei neytt fíkniefna. Paul Simon, sem er 58 ára að aldri, kvaðst ein- faldlega vera of gamall til að hafa átt þess kost. Sagði hann að ungir menn hefðu í hans tíð laumast út með nokkrar bjórdósir er þeir hugð- ust skemmta sér. „Þetta gerði ég. Ég vona að þar með sé ég ekki óhæfur frambjóðandi," sagði Sim- Drakk bjór Nokkrir aðrir forsetaframbjóð- Risaveldin: Ræða takmörkun kjamorkutUraiina Genf, Reuter. BANDARÍKIN og Sovétrikin hófu á mánudag viðræður um takmörkun kjarnorkuspreng- inga í tilraunaskyni og eru þetta fyrstu viðræður risaveldanna í þessa veru i sjö ár. Fyrst munu fulltrúar ríkjanna ræða um tvo óstaðfesta samninga frá síðasta áratug, en þeir kváðu á um að ekki mætti sprengja stærri kjamorkusprengjur en 150 kíló- tonn. hittist í Washington og standa von- ir til þess að þeim ljúki fyrir þann tíma. Þessar viðræður heljast nú rétt- um mánuði áður en áætlað er að leiðtogar risaveldanna, þeir Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Mik- ha.il Gorbachev kommúnistaleiðtogi, Undanfama mánuði hafa emb- ættismenn risaveldanna rætt um að ríkin tvö standi saman að tilraun- um með lqamorkuvopn til að efla traust milli þeirra. Talsmenn stjóm- ar Reagans forseta hafa lagt á það áherslu að verði samið um takmark- anir slíkra tilrauna verði samningur ekki lagður fyrir öldungadeild Bandarflqaþings fyrr en jafnframt hefur verið gengið frá atriðum varð- andi eftirlit. Bandaríkjamenn vilja að komið verði upp bandarísku eft- irlitskerfí sem nefnist CORTEX og sagði Robert Barker, helsti samn- ingamaður Bandaríkjastjómar, á blaðamannafundi í Genf á mánudag að féllust Sovétmenn á að nota það kerfí væri unnt að ganga frá samn- ingum um sameiginlegar kjam- orkutilraunir risaveldanna á fyrri helmingi næsta árs. Gorbachev hefur mjög ítrekað nauðsyn þess að kjamorkuspreng- ingum í tilraunaskyni linni til þess að orðið geti af raunverulegri kjam- orkuafvopnun. Lýsti hann m.a. yfír einhliða tilraunabanni Sovétmanna í ágúst 1985 og stóð það í 19 mán- uði. Bandaríkjamenn sögðu að enda Sovétmenn hefðu þá gert allar þær tilraunir sem þeir þyrftu að gera á Þrír frambjóðendur Repúblikana- flokksins kváðust aldrei hafa neytt forboðinna efna. Jack Kemp, sem situr í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir flokkinn, kvaðst efast um að kjósendur í Bandaríkjunum myndu hafna tilteknum frambjóðendum þótt í ljós kæmi að þeir hefðu ein- hvem tíma „prófað“ að neyta áfengis og fíkniefna. Reuter Robert Barker, helsti samninga- maður Bandaríkjastjórnar, ræðir við fréttamenn á fundi í Genf á mánudag. næstunni, svo þeir hefðu litlu að tapa. Sovétmenn hófu svo tilraunir sínar á ný í bytjun þessa árs. Kjamorkusprengingar í tilrauan- skyni em framkvæmdar til þess að kanna áreiðanleika gamalla vopna, þróa nýjar tegundir kjarnaodda og nýjar tegundir kjamorkuvopna. Stjómmálasérfræðingar innan Demókrataflokksins kváðust telja að yfírsjónir þeirra Gores og Babb- itts myndu fljótt falla í gleymsku og dá og hugsanlegt væri að þeir myndu jafnvel hagnast á því að hafa komið fram af hreinskilni. Á hinn bóginn var bent á að flokkur- inn mætti tæpast við fleiri hneyksl- ismálum en svo kunnugt er af fréttum hafa tveir menn sem gefíð höfðu kost á sér í forkosningum flokksins, þeir Gary Hart og Joseph Biden, neyðst til að draga sig í hlé sökum vafasams siðferðis. „Þetta er ótrúlegt. Hvemig átti maður sem reykti nokkrar marijuana-sígarett- ur fyrir 20 ámm að vita að þar með var hann að skaða stjóm- málaferil sinn,“ sagði óneftidur stjómmálasérfræðingur. Eddie Ma- he, sem starfar sem ráðgjafi innan Republikanaflokksins, gat hins veg- ar ekki stillt sig um að koma höggi á andstæðinginn: „Hver einasti rót- tækur fylgismaður Demókrata- flokksins hefur að líkindum neytt marijuana," sagði hann. memm M ,. Flug, gisting á Hotel Graf Moltke í 2ja manna herbergjum og morgunven
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.