Morgunblaðið - 09.03.1988, Side 5

Morgunblaðið - 09.03.1988, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988 5 Framkvæmdir við verslun Álafoss: —----------------*---------- Komið niður á gamla bólvirkið VIÐ framkvæmdir við verslun Álafoss Vesturgötu 2 síðastliðinn mánudag kom í ljós gamla ból- virkið sem var hluti aðalbryggju bæjarins áður en höfnin var gerð. Bryggjan er frá miðri 19. öld en Bryggjuhúsið (Vesturgata 2) var reist á henni 1862 og er kennt við hana. Að sögn Margrétar Hallgríms- dóttur, fomleifafræðings hjá Ár- bæjarsafni, er líklega um að ræða hlaðna stétt sem lá í gegnum hú- sið. Steinarnir em úr hlöðnum bryggjukanti sem lá í sömu stefnu og húsið, um 5 metra frá því. Bólvirkið verður ekki sýnilegt þeim sem leið eiga hjá þar sem mokað verður yfir það. Tilvist þess var kunn áður en framkvæmdir á lóðinni hófust. Vildi Margrét taka fram að þeir sem að framkvæmdun- um stóðu ættu hrós skilið fyrir að hafa samband við borgarminjavörð en það vildi því miður oft gleymast. Steinar úr bryggjuhleðslu frá miðri síðustu öld. Bryggjan lá að bakhlið hússins þar sem jiú er verslun Álafoss. Keflavíkur- flugvöllur: Viðbúnaður vegna lend- ingar Fokk- ervélar TALSVERÐUR viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli laust eftir hádegi í gær, þegar Fokkervél frá Flugleiðum lenti þar eftir að ljós í mælaborði hafði gefið til kynna að ekki væri allt með felldu með nefhjól vélarinnar. Þegar til kom reyndist nefhjólið hins vegar vera í lagi og tókst lendingin með ágætum. Vélin var á leið frá Hornafirði til Reykjavíkur með 16 farþega. Þegar flugstjórínn, Kjartan Nordal, bjó sig undir lendingu í Reykjavík gáfu nef- hjólsljósin í mælaborðinu til kynna að nefhjólið væri ekki niðri eða ólæst. Þegar vélin flaug yfir Reykjavíkurflugvöll sáu menn hins vegar áð nefhjólið var niðri en í ör- yggisskyni var ákveðið að lenda vél- inni á Keflavíkurflugvelli þar sem aðstæður til nauðlendingar eru betri. Þar voru gerðar viðeigandi ráðstaf- anir og var slökkviliðið á Keflavíkur- flugvelli í viðbragðsstöðu. Nefhjólið reyndist hins vegar vera í lagi þegar til kom og er talið líklegast að bleyta hafi orsakað sambandsleysi í ljósa- búnaði nefhjólsins, en slíkt mun hafa gerst áður. Borgarráð: 27 milljónir tíl íþróttafélaga BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu íþrótta- og tómstundaráðs um að veita 27 milljónum í styrki til íþróttafélaga í borginni, vegna framkvæmda við mannvirki árið 1988. Glímufélagið Ármann fær 2 millj. til endurbyggingar og stækkunar á grasvelli við Sigtún. íþróttafélagið Fylkir fær 2 millj. til framkvæmda við grasvöll í Árbæjarhverfi. Það er- lokauppgjör vegna áfanga I og byij- unarframkvæmdir vegna áfanga II. íþróttafélagið Leiknir fær 2,4 millj. vegna bað- og búningsklefa við Austurberg og Iþróttafélag Reykjavíkur fær 3,2 millj. vegna grasvallar í Suður-Mjódd. Knattspyrnufélagið Fram fær 1,2 millj. vegna lagfæringa á lóð og umhverfi við aðstöðu félagsins við Safamýri. Knattspyrnufélag Reykjavíkur fær 2,2 millj. til fram- kvæmda við áhorfendastæði, bað- og snyrtiaðstöðu og girðingar á svæði félagsins við Frostaskjól. Knattspymufélagið Valur fær 4,3 millj. og er það lokauppgjör vegna grasvallarins við Hlíðarenda. Knattspyrnufélagið Víkingur fær 6,5 millj. og er það lokauppgjör vegna framkvæmda við Hæðargarð árið 1987 og vegna byijunarfram- kvæmda við búningsklefa í Foss- vogi. Knattspyrnufélagið Þróttur fær 3,2 millj. vegna framkvæmda við grasvöll og endurbyggingu á malarvelli við Sæviðarsund. SAAB9000 Þrautreyndur og maimerðlmummu’ SAAB 9000 hefur hlotið ótal viðurkenningar víða um heim. SAAB 9000 hefur meðal annars verið kosinn besti innflutti bíllinn í Yestur-Þýska- landi og í Bandaríkjunum. SAAB 9000 var til dæmis þrautreyndur á Talladega reynsluakstursbrautinni í Alabama í Bandaríkjunum. Þar var honum ekið samfleytt í 20 sólarhringa, 100.000 kílómetra vegalengd á yfir 200 kílómetra meðalhraða. Árangurinn varð sá að SAAB 9000 sló yfir 20 heimsmet í þessum þolakstri. Hin virtu bílatímarit Auto, Motor und Sport í Þýskalandi og Car and Driver í Bandaríkjunum gefa vélinni í SAA.B 9000 eftirfarandi einkunn: „Besta bílvél sem vélaverkfiræðingai' hafa nokkru sinni hannað“. Stór og kraftniikill - sniðiim íyrir íslenskar aðstæður. Komduogprófaðu. G/obusi Lágmúla 5, s. 681555 CS AUGtyS INGAPJ0NUSTA.N SIA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.