Morgunblaðið - 09.03.1988, Síða 42

Morgunblaðið - 09.03.1988, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988 : ■ ■—.■. . ■■-- ... - --•'■• ■•- '... . .. .. . ■ . ... » ■ ■.-..'.■ ..'■.. - -••-..; -- ' st . JXasSSA, Þannig leit leitin að gúmbátnum út á tölvuskjá um borð í Beskytteren ekki ósvipað tölvuleik. Inn á skjáinn voru merkt leitarsvæði sem „ . ... ... '"*»?'***■' ■• *'iSfe'- , a--*' » ..***,*£?§. • ' Morgunblaðið/Ami Sæberg Varnarliðið og Landhelgisgæslan höfðu reiknað út og staðsetning Þyrla Varnarliðsins og gúmbátur frá Beskytteren æfa staðsetningu með reykblysum og björgun úr sjó allra skipa og flugvéla, auk gúmbátsins. á Faxaflóa. „Bláa lónið“ - umfangsmikil björgunaræfing þriggja þjóða: Getur skipt sköpum að menn þekki hver annan og hafi unnið saman - segir Axel Fiedler, skipherra á Beskytteren ÞAÐ MÁ telja öruggt að aldrei hefur staðið yfir jafn umfangsmikil leit að 20 vatnsbrúsum innan íslenskrar landhelgi. Tilgangurinn með björgunaræfingunni „Bláa lóninu“, sem haldin var föstudaginn 12. febrúar sl., var þó ekki sá að ná brúsunum, heldur var hér um ein- stakt tækifæri að ræða til að æfa samskipti og samræmingu að- gerða þeirra þriggja aðila sem sameiginlega mynda gæslusveit í stríðinu við náttúruöflin á hafinu milli Islands og Grænlands: Land- helgisgæslunnar, Varnarliðsins og danska flotans. „Ef og þegar slysin verða skiptir öllu máli að menn þekki tækjabún- aðinn og ekki síður að menn þekki hvem annan og hafí unnið saman þannig að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Slysin gera ekki boð á undan sér,“ sagði Axel Fiedler, skipherra Beskytteren. Það voru orð að sönnu, því á aðfaranótt föstudagsins, þegar æfingin hófst, strándaði vélbáturinn Hrafn Svein- bjamarson III. við Grindavík, og dagskrá æfíngarinnar fór lítilshátt- ar úr skorðum vegna þess. Þó tókst að komast yfir allá þá þætti sem til stóð að æfa og var það samdóma álit allra aðila að hún hefði tekist mjög vel. Neyðarkall á Faxaflóa Það var laust fyrir klukkan eitt á aðfaramótt 12. febrúar að Land- helgisgæslan og Varnarliðið heyrðu neyðarkall frá sökkvandi togara á norðanverðum Faxaflóa. Nákvæm staðsetning og veðurlýsing fylgdu og það síðasta sem heyrðist var að sex manna áhöfn hefði komist heilu og höldnu í gúmmíbjörgunarbát. Þetta vom einu upplýsingamar sem leitarmenn fengu og urðu þeir því að reikna út væntanlegt rek gúm- bátsins um nóttina, því ekki var hægt að he§a leit fyrr en með birt- ingu og Landhelgisgæslan hafði reyndar fengið fyrirmæli um að hefja ekki leit fyrr en um klukkan eitt eftir hádegi á föstudag. Leitarmenn vissu þó vel að „neyðarkallið" var komið frá Be- skytteren og að mannslíf voru ekki í veði. Það breytti þó ekki því að leitin var framkvæmd af fullri al- vöm enda ekki víst að annað tæki- færi sem þetta til að æfa samstarf í leitar- og björgunaraðgerðum komi í bráð. Beskytteren fylgdi gúmbátnum eftir um nóttina, en hann rak um eina sjómílu á klukkustund í suð- suðvestur frá upphafsstaðnum. Varðskipið hélt þó burt frá bátnum áður en leit hófst til að vísa ekki á hann. Fylgst var með öllum þáttum æfingarinnar - sem kölluð var „Blue Lagoon“, eða „Bláa lónið“ - átveim- ur ratsjárskermum og einum tölv- uskjá í sérstökum stjómklefa um borð í Beskytteren, en engar upp- lýsingar vom hins vegar gefnar frá varðskipinu. Tvær tölvur, tvær þyrlur og tvær flugvélar Varnarliðið-átti að-leita fyrst að gúmbátnuin, en engar upplýsingar vom gefnar á milli Vamarliðsins og Landhelgisgæslunnar. Þyrla Vamarliðsins komst ekki á vett- vang vegna þess að hún var að aðstoða menn við að reyna að koma Hrafni Sveinbjamarsyni III., sem strandaði um nóttina, á flot. Stjóm- stöð Vamarliðsins gat þó sent Gmmman Gulfstream G-3 þotu danska flughersins af stað, en hún flaug hingað til lands frá Grænl- andi til að taka þátt í æfingunni. Gulfstream þotan fór í loftið um 9:30 um morguninn og fann bátinn um ellefuleytið. Tölva vamarliðsins hafði reiknað út um 350 ferkíló- metra svæði þar sem mestar líkur væm á að finna bátinn, og á tölvu- skerminum í Beskytteren sást bát- urinn sem lítill rauður depill í suð- austurhomi leitarsvæðisins - sönn- un þess að útreikningarnir vom réttir. Stærsti hluti æfingarinnar fór síðan fram eftir hádegið. Fokker- flugvél Landhelgisgæslunnar, TF- SYN, fór í loftið um eitt-leytið og fann bátinn eftir um 45 mínútna leit, ekki fjarri miðju þess svæðis sem tölva Gæslunnar hafði reiknað út að báturinn væri á eftir 12 klukkustunda rek. Þyrla Landhelg- isgæslunnar, TF-SIF, var síðan þriðja loftfarið sem spreytti sig á því að finna gúmbátinn en þegar hún fór í loftið um 14:30 var Axel Fiedler, skipherra á danska varðskipinu Beskytteren. Þyrlupallurinn á Beskytteren er einskonar fljótandi flugvöllur úti á rúmsjó sem gæti komið sér vel fyrir TF-SIF, þyrlu Landhelgis- gæslunnar, í löngum og erfiðum leitum. Flugmenn Landhelgis- gæslunnar notuðu því tækifærið og æfðu lendingu á danska varð- skipinu eftir að þeir höfðu fund- ið gúmbátinn. skyggni orðið lélegt og fékk þyrlan smávægilega aðstoð frá Beskytter- en til að finna bátinn fyrr svo hægt yrði að halda áfram við aðra þætti æfingarinnar. Gulfstream-þotan, sem nú var undir yfirstjórn Land- helgisgæslunnar, leysti þyrluna síðan af við að gæta bátsins, og þar á eftir kom þyrla Varnarliðsins á staðinn. Öll loftförin komu síðan að Be- skytteren og æfðu þyrlurnar sig þar ýmis atriði, svo sem að lenda og taka eldsneyti á þyrlupalli skipsins. Þyrla er um borð í Beskytteren og því er hægt að nota skipið sem „varaflugvöll" eða bensíntank úti á rúmsjó ef á þarf að halda. Um hálf- fímmleytið fóru þyrlurnar á braut og Beskytteren sigldi á átt að gúm- bátnum og tók hann og vatnsbrús- ana 20 upp í skipið. „Bláa lóninu“ var þar með lokið, en þetta var ein umfangsmesta leitar- og björguna- ræfing sem Landhelgisgæslan hef- ur tekið þátt í, að sögn Gunnars Bergsteinssonar, forstjóra, sem var Þyrla Varnarliðsins æfir hér eldsneytistöku úr Beskytteren á Faxaflóa. / —'

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.