Morgunblaðið - 01.07.1988, Side 14

Morgunblaðið - 01.07.1988, Side 14
14 J MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR '1.'JÚU 1988 Ein skoðun á sölu grænmetis eftir Bernhard Jóhannesson Ingangur I Morgunblaðinu 24. júní er fjall- að nokkuð um skoðanir nokkurra aðila sem eru félagsmenn í Sölufé- lagi garðyrkjumanna. í greininni sem einhver fréttamaður skrifar er tekið fram, að þeir aðilar sem selja beint til heildsala og haft var samband við, voru ekki reiðubúnir að láta skoðanir sínar koma fram í Morgunblaðinu. Ekki á ég von á að blaðamaður Morgunblaðsins skrifí meira um sölumál á grænmeti að svo stöddu, þannig að skoðanir þeirra sem selja sína framleiðslu annað en á græn- metismarkaðinn hjá Sölufélagi garðyrlq'umanna koma kannski ekki fram og skrifa ég því nokkrar hugleiðingar um sölumál á græn- meti. Hugleiðing um sölumál í Reglum um markaðinn stend- ur: „Seljendur á markaðnum geta orðið allir félagsmenn í sölufélagi garðyrkjumanna." Sölufélag garð- yrkjumanna er samvinnufélag, það er að segja Kaupfélag garðyrkju- manna. Agæti er hlutafélag og þar er ég hluthafí, þar af leiðandi verð ég að gera það upp við mig hvort ég ætla að selja framleiðslu mína í Ágæti hf. eða Sölufélag garð- yrkjumanna. Garðyrkjan er mér ekki sú hugsjón að ég láti ráðast í blindni hvar ég sel ffamleiðsluna. Einokun eða eðlileg sam- keppni Fyrirtæki sem ekki standast eðlilega samkeppni á frjálsum markaði er ekki á réttri leið. Verð- skráning er ekki til á grænmeti í dag, aftur á móti hefur markaður- inn sett ákveðið lágmarksverð fyr- ir sína kaupendur og sú verðskrán- ing nær ekki út fyrir veggi Sölufé- lags garðyrkjumanna, eins nær verðskráning á kartöflum hjá Ágæti hf. ekki út fyrir veggi Ágæt- is hf. Enda samræmist það ekki lögum að bindast samtökum um verðmyndun. Það sem vantar í alla þessa umræðu er gæðamat. „Það eru allir tómatar eins, ef þeir hafa farið í gegnum sömu flokkunarvél- ina.“ Vörugæðin eru eins misjöfn og framleiðendur eru margir. Þess vegna ætti að selja framleiðsluvöru hvers og eins sérstaklega, kaup- endur á markaðnum yrðu þá mats- menn og þeir framleiðendur sem skara fram úr í vörugæðum myndu þá njóta þess, innleggjendur á markaðnum gætu svo verið með verðtryggingarsjóð sem þeir mið- luðu úr þegar illa gengi. Undirboð eða yfirboð Það er ekki ljóst hver er að undirbjóða hvem. í viðskiptum sem framleiðendur og dreifíngaraðili gera sín á milli er tvennt sem ræður miklu og ekki hægt að verð- leggja uppá krónu fyrr en upp- skerutíma er lokið. Ifyrst er, með hversu mikilli nákvæmni getur til- tekin framleiðandi afgreitt fram- leiðsluna, þama er ekki gott að gefa ákveðið svar nema hafa veð- urguðina í hendi sér, þó er það hægt með nokkurri nákvæmni. I dag er aðallega eitt sem ræður hvort viðskipti eigi sér stað milli dreifíngaraðila og kaupmanna, það er hversu langan greiðslufrest er hægt að fá. Eina haldbæra hálfopinbera krónutalan um framleiðslukostnað á tómötum í dag er 2571 kr. á m2 í janúar 1988. Miðað við að fá 20 kg. á m2 þarf meðalverðið að vera 128,55 kr. Dæmi eru um að sumir framleiðendur fái 30 kg. á m2, Bemhard Jóhannesson þarf sá hinn sami ekki að fá nema 87,50 kr. Af þessu sjáum við að það þýðir ekki að sitja og kvarta, annað hvort er að hækka lág- marksverðið á markaðnum eða framleiða meira á hvem m2. Framleiðslustýring eða samningsræktun Ekki hafa verið gerðar neinar markvissar aðgerðir til að stýra framleiðslunni hjá garðyrkjubænd- um af hálfu Sölufélags garðyrkju- manna, þar sem 85% framleiðenda eru félagsmenn. Þess vegna koma upp vandræði aftur og aftur þegar það er ekki nóg af þessu og alltof mikið af hinu. Að tala um kvóta er alveg út í loftið fyrr en Samband garðyrkju- bænda hefur beitt sér fyrir al- mennri upplýsingaöflun á hverju hausti um áætlaða ræktun hjá öll- um garðyrlq'ubændum. Samnings- ræktun er þegar framleiðandi skuldbindur sig til að rækta ákveðna vöm og fá greitt fyrir hana ákveðið verð. Með þessu tryggja báðir aðilar sig og taka einnig báðir áhættu. Það er bara svo algengt í okkar þjóðfélagi að við ijúkum til og framleiðum eitt- hvað fljótt og illa og gleymum aðal atriðinu sem er markaðssetn- ing. Ef við ætlum okkur að reka markaðsbúskap sem þennan þá verðum við að vera fljótir að taka ákvarðanir og laga verð okkar að kröfu neytenda og reka hraðan áróður og gæta þess að milliliðim- ir fítni ekki á fjósbitanum eins og púkinn forðum. Alvarlegt er þegar framleiðendur og neytendur ná ekki saman. Dreifíngraðilar verða að vera til, og ef þeir standa sig ekki þá falla þeir sjálfkrafa út af markaðnum, nema þeir geti enda- laust gengið í vasa framleiðenda. Lokaorð í dag er garðyrkjan á vissum tímamótum eins og svo oft áður. Þá verðum við framleiðendur að gera okkar besta til að ná sem bestum árangri, það verður ekki gert með því að standa saman um að auglýsa ekki og halda verðinu háu og henda á haugana. Breyti- legt verð eftir aðstæðum og góður og markviss áróður sem á að skila sér í lágu verði til neytenda er það sem við þurfum að leggja áherslu á, og beita okkur fyrir því að sem minnst fari í milliliði, þar verður að fara að beita niðurskurðar- hnífnum alvarlega svo hægt verði að auka neysluna á grænmeti. í dag erum við að eyða öllum okkar kröftum í að hugsa um hlutlæg efni sem hafa engin áhrif á neyslu eða sölu á grænmeti. Höfundur er tómatræktandi í Borgarfirði. P.S. Tísku- sýning í kvöld og annað kvöld í Broad- way Laugavegi Kringlunni Frábær föt tekin uppídag Opið laugardaga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.