Morgunblaðið - 01.07.1988, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 01.07.1988, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1988 29 Kína: Árekstrar milli bænda og opinberra starfsmanna bóginn tekið breytingunum opnum ríkisins ekki nógu fljótir að aðlaga örmum og finnst þeim starfsmenn sig breyttum háttum í landbúnaði. ERASMUS og EB: 6.500 námsstyrkir á næsta skólaári Brusscl. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunbladsins. Peking, Reuter. BÆNDUR í Kína hafa gert aðsúg að opinberum starfsmönnum og neita að greiða bankalán vegna breytinga sem gerðar hafa verið í landbúnaðarmálum i Kína. Kínverska dagblaðið, Hagtíðindi, greindi frá því fyrir skömmu að bændur sættu sig ekki lengur við afskipti yfirvalda, sem stjómað hafa lífi bænda í þrjá áratugi. Bændur hafa sýnt vanþóknun sína á spilltu og vanhugsaðri landbúnað- arstefnu með því að beija opinbera starfsmenn og eyðileggja eigur þeirra, að sögn blaðsins. í héraði einu í Shaanxi, hvöttu opinberir starfsmenn bændur til að hefja kanínurækt á síðasta ári. Var þeim veitt lán og vilyrði fyrir því að ríkið keypti afurðir af kanínu- ræktinni. Hið opinbera ákvað síðar að kaupa ekki afurðimar og bænd- umir sátu uppi með kjöt og ull og miklar skuldir. Til að mótmæla þessu óréttlæti fóm bændur á skrif- stofu hins opinbera í héraðinu og slepptu þar kanínum sem ekki hafði verð slátrað. Ekki er getið um það í blaðinu hvenær þetta hafi átt sér stað en hins vegar segir að svipuð atvik séu orðin æði algeng í Kína. Efnahagsbreytingar sem staðið hafa yfir í Kína frá því árið 1979 hafa breytt ásýnd kínverskra land- búnaðarhéraða. Landssvæðum, sem áður voru í eigu ríkisins, hefur ver- ið skipt á milli bænda sem geta ræktað hvaða landbúnaðarafurðir sem þeir telja heppilegar og selt hveijum sem hafa vill. Þetta hefur orðið til þess að völd opinberra starfsmanna í héruðunum hafa minnkað. Áður voru það opinberir starfsmenn sem ákváðu hvað skyldi ræktað og í hve miklum mæli. Hið opinbera greiddi bændum laun sem fóru eftir geðþótta opinberra starfs- manna í hveiju héraði. Kínversku Hagtíðindin segja að stefna kínverskra stjómvalda í landbúnaðarmálum hafi á stundum verið óljós, sem hafi orðið til þess að opinberir starfsmenn og bændur hafi elt grátt silfur saman. Sums staðar hafi opinberir starfsmenn misnotað vald sitt og spilling hafi verið mikil í sumum landbúnaðar- héruðum. Blaðið segir að opinberir starfs- menn hafi ekki lagað sig að breyt- ingunum og margir hveijir líti enn á sig sem leiðtoga og hugmynda- fræðinga í héruðum úti á lands- byggðinni. Bændur hafa á hinn Framkvæmdastjórn Evrópu- bandalagsins hefur ákveðið að veita á næsta skólaári, innan svo- kallaðrar ERASMUS-áætlunar, 6.500 námsstyrki til stúdenta inn- an bandalagsins og 1.083 styrki til samstarfs á milli háskóla. ERASMUS-áætluninni var komið á til að auðvelda stúdentum að stunda nám við háskóla í öðru landi en heimalandi sínu innan EB. „ERASMUS" er sem skammstöfun enn eitt dæmið um hugvit og andlega fijósemi þeirra sem hugsa upp skammstafanir fyrir verkefni og stofnanir Evrópubandalagsins. Með henni tókst að tengja verkefni á veg- um EB Erasmusi frá Rotterdam og það út af fyrir sig var nóg enda all- ir búnir að gleyma fyrir hvað þessi skammstöfun stendur. Áætlunin á að stuðla að því að stúdentar stundi nám sitt við fleiri en einn háskóla innan EB. Til þess að greiða fyrir þessu hefur verið hvatt til samstarfsverkefna á milli háskóla með því að veita styrki til kennaraskipta, gistiprófessorsem- bætta og yfirleitt alls sem leiðir til aukinnar samræmingar á námsefni og námskröfum. Það sem helst kemur í veg fyrir að stúdentar stundi hluta af námi sínu í öðru bandalagsríki eru vand- kvæði á að fá þann hluta af náminu viðurkenndan til eininga. Markmið ERASMUS er ekki að nemendur sæki allt nám til annarra landa held- ur að þeir séu eitt námsár flarri heimahögum. Með þessu móti hyggj- ast menn „minnka" Evrópu enn frek- ar og að sama skapi örva tungu- málaáhuga stúdenta og skilning á aðstæðum annarra þjóða. í framtíðinni er gert ráð fyrir að styrkjum til skólastofnana fækki og fleiri námsstyrlqum verði úthlutað. Styrkjunum til háskóla er fyrst og fremst ætlað að koma á tengslum milli háskóla innan EB, draga úr tortryggni milli þeirra og stuðla að gagnkvæmum viðurkenningum á námseiningum. Veldu Steinvara 2000 gegn steypu- skemmdum málninghlf AFMÆLISTILBOÐ í tilefni þess að 1 ár er liðið frá þvf að við fluttum í Borgartún 28, bauð Blomberg okkur takmarkað magn af úrvals tækjum á hreint ótrúlegu verði. Láttu þessi einstöku kaup ekki fram hjá þér fara VM 930 þvottavél Sterkur vinnuþjarkur • Frjálst hitaval • Hraðþvottakerfi • Ullar- og gardínuþvottakerfi • E-sparnaðarkerfi • Áfangavinding • 650/900 snúningar • Aqua-stop flaeðiöryggi • 5 mismunandi vatnshæðir • íslensk handbók Blomberg Afmælistilboð Kr. 54.900,- Kr. 52.150, - stgr. VM 1225 þvottavél Kjörgripur fyrir kröf uharða • Tölvustýrður motor • Hraðþvottakerfi • Ullar- ög gardínuþvottakerfi • E-sparnaðarkerfi • Áfangavinding • Valfrjálsvinding 650-1200 snúningar • Aqua-stopflæðiöryggi • íslensk handbók Blomberg Afmælistilboð Kr. 59.900,- Kr. 56.900,- stgr. Vestur-þýskar úrvalsvélar með 2ja ára ábyrgð. Afmæliskjör: 8.000,- kr. út, eftirstöðvar á 10 mán. Einar Farestveit&Co.hf. BORGARTUN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NffiG BÍLASTÆÐI T

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.