Morgunblaðið - 01.07.1988, Page 36

Morgunblaðið - 01.07.1988, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1 JÚLÍ 1988 Norður-ísafjarðarsýsla: Kosið verður um samein- ingu hreppa við Djúp ATKVÆÐAGREIÐSLA fer fram i ágúst um það hvort fjögur sveit- arfélög við ísafjarðardjúp verða sameinuð í eitt. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Snæfjallahrepp- ur og Nauteyrarhreppur að norð- anverðu og Reylgafjarðarhreppur og Ögurhreppur að sunnanverðu. í sveitarfélögunum fjórum eru um 180 íbúar samtals, og hefur verið stöðug fólksfækkun meira og minna alla öldina í þessum byggðarlögum, og þá helst síðustu tvo áratugina. Engilbert Ingvarsson er formaður nefndar sem unnið hefur að undir- búningi sameiningarinnar, og sagði hann f samtali við Morgunblaðið að ákvörðun hefði verið tekin um að láta kosningu fara fram þann 13. ágúst næstkomandi. Enn hefðu ekki farið fram fullnaðarumræða um málið og eftir ætti að leggja fram greinargerð og tillögur nefndarinnar, en það verður gert fyrir miðjan júlí. Þá ætti einnig ætti eftir að kynna málið á fundum í hreppunum, en umræðum um málið f hveijum hrepp fyrir sig ætti að verða lokið um miðj- an júlí. Akvörðun um kosninguna var tek- in á sameiginlegum fundi allra hreppsnefndanna sem um ræðir þann 20. júní síðastliðinn, og var það gert samkvæmt tillögu undirbúnings- nefndarinnar. Kosningin verður með svipuðum hætti og þegar kosið er til sveitarstjómar, og hefst utankjör- staðaatkvæðagreiðsla að öllum lfkindum tveim vikum fyrr, en hún fer fram á ísafirði og í Reykjavík. Tveir hreppanna við Djúp eru komnir með innan við 50 íbúa, en það em Ögurhreppur og Snæflalla- hreppur. Samkvæmt sveitarstjómar- lögum er skylt að sameina þá, og ber félagsmálaráðuneytinu að sjá um framkvæmd þess. „Samkvæmt heim- ild í sveitarstjómarlögum var sú ákvörðun tekin að kjósa tvo fulltrúa frá hveiju sveitarfélagi til að kanna frjálsa sameiningu hreppanna, og þá þótti réttmætt að kanna hvort vilji væri fyrir sameiningu allra hrep- panna fjögurra áður en farið væri að sameina til dæmis tvo og tvo" sagði Engilbert Ingvarsson. Leiðrétting Varðandi auglýsingu frá Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur um eingreiðslu og fastlaunauppbót, sem birtist 30. júní, viljum við koma á framfæri eftirfarandi: Átt er við athuganir vegna júní-launa en ekki júlí eins og misritaðist í áður birtri auglýsingu. Kynfullnægja kvenna Nýnámskeið hefjast íbyrjun júlí. Leiöbeinandi: Jóná I. Jónsdóttir, kynfræðingur M.S.Ed. Tilgangur með námskeiðinu er að: ★ Gefa þátttakendum kost á að auka við þekk- ingu sína varðandi líkamlegar, félagslegar og sálrænar hliðar kynlífs útfrá sjónarhóli kvenna og kynreynslu þeirra. ★ Efla persónulega upplifun þátttakenda í kynlífi, sérstaklega með tilliti til kynfullnægju. ★ Kynna líkamlega sjálfsskoðun og mikilvægi þess að viðhalda kynheilbrigði kvenna. ★ Byggja upp jákvæða líkamsímynd og sjálfs- traust meðal þátttakenda. Innritun og upplýsingar f síma Kynfrœðslustöðvarinnar 30055 frá kl. 10-16 virka daga og frá kl. 16-17 um helgina. Suður-Múlasýsla: Sameiningarmál á umræðustígi UMFJÖLLUN um sameiningu ÞriRKja hreppa í Suður-Múla- sýslu er nú á umræðustigi, en að sögn Magnúsar Hreinssonar varaoddvita Búlandshrepps hafa ekki verið teknar neinar ákvarð- anir varðandi sameiningu þó hafnar séu formlegar viðræður þar að lútandi. Hreppamir sem um ræðir eru Búlandshreppur, Geithellnahreppur og Beruneshreppur, og eru íbúar í þeim samtals um 650 talsins. í sam- tali við Morgunblaðið sagði Magnús að óskir hefðu í upphafi komið fram frá hreppsnefnd Geithellnahrepps um sameiningu við Búlandshrepp, en Geithellnahreppur stendur held- ur höllum fæti fjárhagslega gagn- vart Búlandshreppi vegna þáttöku í sameiginlegum rekstri á vegum hreppanna. A Djúpavogi sem er í Búlandshreppi er skóli, slökkvilið og ýmis önnur almenn þjónusta sem veitt er hreppunum þremur, auk heilsugæslustöðvar sem jafnframt þjónar Breiðdalshreppi. Magnús sagðist ekki telja að nein raunvemleg rök mæltu gegn sameiningu hreppanna, en þó væm ýmsir hlutir sem menn bæm fyrir sig og teldu mæla á móti samein- ingu. Sagðist hánn telja að minni sveitarfélög teldu sig oft á tíðum eiga á hættu að verða háðari þeim stærri við sameiningu, og jafnframt væri margra álit að stærri sveitarfé- lögin væm að sækjast eftir auknum fjármunum úr jöfnunarsjóði með sameiningu. „Annars tel að við af- greiðslu sveitarstjómarlaganna á Alþingi hafi það verið mistök að miða við 50 íbúa þegar um lög- bundna sameiningu fámennra sveit- arfélaga er að ræða, og hefði held- ur átt að miða við 100 íbúa eins og þar kom til umræðu,“ sagði Magnús að lokum. N orður-Þingeyjarsýsla: Rætt um hugsanlega sameiningu sveitarfélaga við Oxarfjörð KRISTJÁN Armannsson oddviti Presthólahrepps sagði í samtali við Morgunblaðið að nýlega hefðu oddvitar og sveitarstjórar í Norður-Þingeyjarsýslu haldið sameiginlegan fund þar sem fjallað hefði verið um hugsan- lega sameiningu sveitarfélaga i sýsiunni. Sagði Kristján að á fundinum hafi einna helst verið rætt um sam- einingu þriggja sveitarfélaga við Öxarfjörð, en það eru Presthóla- hreppur, Öxarfjarðarhreppur og Kelduneshreppur, og hugsanlega myndi Fjallahreppur fylgja með. Alls munu vera rúmlega 500 íbúar í þessum byggðarlögum samtals. „Menn eru frekar varasamir á Kristján Ármannsson þessu stigi málsins, en staðreyndin er sú að öll helstu mál eru orðin sameiginleg hjá þessum sveitarfé- lögum," sagði Kristján.,, Má þar nefna skólamál, heilsugæslu og aðra almenna þjónustu, en auk þess hafa þessi sveitarfélög staðið saman að jarðhitarannsóknum í Öxarfírði og stofnað saman fískeldisfyrirtæk- ið Seljalax, þannig að samvinnan er alltaf að verða meiri og meiri. Sveitastjómin hér í Presthólahreppi hefur lýst sig reiðubúna tií viðræðna um þessi mál, en ekki hefur ennþá verið farið ffarn á formlegar við- ræður.“ Kristján sagði greinilegt að menn vildu fara hægt í sakimar og þessi mál væri nú öll á undirbúningsstigi. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar SÍMAR11796 og 19533. Laugardagur 2. Jú!( kl. 08: Baula - Bjarnardalur - Bjarnardalsá. Baula er keilumyndaö liparitfjall (934 m) vestan Noröurárdals, viö sýslumörk Dalasýslu og Mýr- arsýslu. Baula er bratt fjall, gróö- urlaust og skriöurunniö, og er því seinfarið uppgöngu en tor- færulaust. Verð kr. 1200. Sunnudagur 3. Júlf kl. 08: Þórs- mörk - dagsferö. Verð kr. 1200. Sunnudagur 3. júlí kl. 13: Sela- tangar - fjölskylduferð. Ekið veröur um Grindavik áleiöis aö Selatöngum. Selatangar eru gömul verstöö miöja vegu milli Grindavíkur og Krýsuvíkur. Þar eru allmiklar verbúðarústir, tófu- gildrur og fleira sem forvitnilegt er aö skoða. Þessi ferö er sér- staklega skipulögö fyrir fjölskyl- dufólk meö börn. Safnað veröur spreki I fjörubál af þátttakendum i feröinni. Farþegar teknir á leiö- inni á Kópavogshálsi (bensin- stöð), Hafnarfiröi (v/kirkjug,). Verö kr. 800. Miðvikudagur 6. júlí kl. 08: Þórsmörk - dagsferð. Verð kr. 1200. Miðvikudagur 8. júlf: Kl. 08. Ketilstlgur - Krýsuvlk. Létt kvöldganga. Verö kr. 800. Laugardag 8. júlf kl. 08: Veiðl- vðtn - ökuferð. Verð kr. 1200. Brottför frá Umferðarmiðstöö- inni, austanmegin. Farmiðar viö bíl. Fritt fyrir börn i fylgd fullorö- inna. Feröafélag fslands. Útivist, Grofmni 1 Helgarferðir 1-3 júlí: 1. Þórsmörk. Gist í skálum Úti- vistar í Básum. Fjölbreyttar gönguferðir við alira hæfi. Ath. Básar eru tilvalinn sumardvalar- staöur fyrir alla fjölskylduna. Kynniö ykkur afsláttarkjör og ferðamöguleika. 2. Eiríksjökull. Gengiö á jökul- inn. Einnig skoðaöur Surtshellir, farið að Húsafelli og viöar. Tjöld. Sértilboð til nýrra fólagsmanna á ársritum Útivistar frá upphafi, kr. 5.780,- fyrir 13 rit. (Ársrit 1988 innifalið) Gildir til 1. ágúst. Upplýsingar og farmiöar á skrif- stofu Grófinni 1, simar 14606 og 23732. Sjáumst! Útivist. - 1927 60 ára 1987 FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR 11798 og 19533. Helgarferðir Ferðafélagsins: 1.-3. júlf: Snæfellsnes - Ljósu- fjöll. Gist í svefnpokaplássi. Gengiö á Ljósufjöll. 1 .-3. júlf: Þórsmörk. Glst í Skag- fjörðsskála/Langadal. 1.-3. júl(: Fyrsta helgarferöin á sumrinu til Landmannalauga. Gist í sæluhúsi F.í. i Landmanna- laugum. 8.-10. júl(: Hagavatn - Jarlhettur. Gist í sæluhúsi F.í. við Einifell og í tjöldum. 8.-10. júlf: Hagavatn - Hlööu- vellir - Geysir (gönguferö). Gengiö frá Hagavatni að Hlöðu- völlum og gist þar, siðan er gengiö aö Geysi. 15.-17. júlf: Þórsmörk - Teigs- tungur. Gist i tjöldum i Stóra- enda og gengið þaöan i Teigs- tungur og víðar. Brottför í helgarferöirnar er kl. 20.00. Farmiöasala og upplýs- ingar á skrifstofu Feröafélags- ins, Öldugötu 3. Feröafélag fslands. m ÚtÍVÍSt, Grottnm 1 Laugardagur 2. júlí kl. 8 Gönguferð á Heklu. Gangan tekur 7-8 klst. Verö 1400.- kr. Brottför frá BSÍ, bensinsölu. Sjáumst. Útivist. Sumarnámsk. í vélritun Ný námskeið byrja 4. júlí. Vólritunarskólinn, sími 28040.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.