Morgunblaðið - 30.10.1988, Page 42

Morgunblaðið - 30.10.1988, Page 42
* 42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 Spjallað við Óskar D. Ólafsson fyrrum sótara ogslökkviliðsmann Morgunblaðið/Þorkell ■ Óskar D. Ólafsson með áhugasömum og markvissum ketti. ■ ÓskarD. Ólafsson t.v. árið 1945ásamtÞórði Jónssyni, Anton EyvindssyniogGuðmundiKarlssyni. Óskar Dagbjartur Ólafsson hreinsaöi skorsteina Reykvíkinga á árunum 1937-1943. Síðan varhann slökkviliðsmaður í Reykjavík í fjörtíu ár. — Má segja að hann hafi farið úr öskunni íeldinn. Óskarhefur mátt vaða eld og reyk um sína ævidaga en hann er ekkert að kvarta, nema: KR hefur ekki staðið sig sem skyldií knattspyrnu síðastliðin tuttugu ár. Kettimir vilja ekki missa marks. Maður sér það þegar þeir eru að veiða. Láttu hann ekkert trufla þig hann vill bara athuga hlutina." — En þú ert fæddur? „22. júní 1912 áLaugavegi 74.“ — Ekki fæddur í Vesturbænum? „Nei, þangað flutti ég ekki fyrr en 1937. Ég fluttist rúmlega sex mánaða gamall að Tjamargötu 6 ekki langt frá gömlu Slökkvistöð- inni. Foreldrar mínir vom Ólafur Þorvarðarson og Guðbjörg Guð- mundsdóttir, ættuð austan úr Ölf- usi, bæði af Reykjakotsætt." — 0g þú kvæntist? „Rebekku Lúthersdóttur, árið 1937 og við eigum þijá syni.“ Svartur og merkilegur — Þú byijaðir í sótarastarflnu? „Það var ekki fyrr en 1937. Aður var ég á Kveldúlfstogurunum. Á Skallagrími 1931-35 og Agli Skallagrímssyni 1935-37. Eftir sfldarvertíðina 1937 var ég kominn í iard og ekkert um að vera. Það van .aði sótara og ég var kunnugur á siökkvistöðinni. Varaslökkviliðs- stjórinn Kristófer Sigurðsson var yfírmaður sótaranna. Þegar ég byijaði vom sex sótarar sem skiptu bænum á milli sín. Eg var með miðbæinn, Laufásveginn og Klapp- arstíginn." — Hvað var fólgið í þessu starfí? „Hreinsa sótið úr skorsteinum. Sjáðu til, hitaveita var ekki komin og flest hús vom kynt með kolum. Tryggingarfélögin settu þau skil- yrði að hver skorsteinn væri hreins- aður ijómm sinnum á ári.“ — Þurftirðu að prfla út þak? „Nei, á skorsteinunum vom tvö op. Svokallaðar sótlúgur, önnur var niðri í kjallaranum en hin eins hátt uppi og risið leyfði. Maður mætti á staðinn með jámkassa sem áhöldin vom í. Þau vom bambusstengur sem hægt var að skrúfa saman, tveir kústar, band og lítil skófla. Fyrst fór maður að efri lúgunni og þaðan var verkið unnið. Fremst á eina stöngina var kústur skrúfaður fastur og síðan rennt inn um lúg- uria og sópað upp. Ef ein stöng dugði ekki til var annarri bætt við og sópað áfram. Þannig gekk þetta koll af kolli þangað til komið var upp úr skorsteininum. Þá vom stengumar og kústurinn tekin inn en hinum kústinum rennt niður í botn í bandi nokkmm sinnum. Þeg- ar búið var að sópa allan skorstein- inn var farið að neðri sótlúgunni og þar var sótinu mokað í jámkass- ann og farið með það út í tunnu. Kúnstin var að vinna verkið eins hreinlega og hægt var. Þetta var samt ekki beinlínis hreinlegt starf. Eftir svona þijú, fjögur hús var maður orðinn svartur. Krökkum fannst kolsvartur sótari ákaflega merkileg persóna." — Hvað vannstu lengi við þessa þrifnaðariðju? „Sex ár. 1943 var hitaveitan að koma og þá vom dagar stéttarinnar taldir. Eg byijaði í slökkviliðinu í mars 1943. Það sóttu 167 manns um þessar 10 stöður." — Hvað var svona eftirsóknar- vert við að vaða eld og reyk? „Það að hafa fasta vinnu fyrst og fremst. Það var ekkert öryggi í tíma- og setuliðsvinnu." — Hvað bmnar em nú minnis- stæðastir? „Laugamesspítalinn brann 1943 og Hótel ísland 1944. Það var geysimikill bmni þegar Hótel ísland brann. Það var frost þessa nótt. Mig minnir að við væmm kallaðir út um fjögur-leytið. Húsið brann til gmnna á fjórum tímum. Aðal- áherslan var lögð á að veija nálæg hús. Það kviknaði til að mynda þrisvar sinnum í Fjalakettinum hin- um megin við götuna og eins tókst að veija Hótel Vík og önnur hús. Það var líka slæmur eldur þegar ísaga brann, mikil gifta að enginn slasaðist þegar gashylkin spmngu. Þá vofði ennþá meiri hætta yfír; ef eldurinn hefði komist í súrefnis- hylkin sem þama vom. Menn reyndu að halda sig í hæfilegri fjar- lægð. Annars em branamir orðnir svo margir.“ — Þú hefur aldrei verið hætt kominn? „Ég! Nei, ég hef aldrei verið hætt kominn; menn læra að fara að viti. Eldurinn gefur engin grið. Þess vegna einbeita menn sér að því að slökkva hann. Þetta er bar- átta. Slökkviliðsmaðurinn hefur vatnið en hinn hefur hitann." — En slökkvifroðan? „Froðan, ætli það hafi ekki verið í kringum 1950 sem við fengum froðu á bflana, annars höfðum við svolítið af froðu í handslökkvitækj- um áður. Blessaður vertu. Froðan var mikil framför. Mesta framförin fínnst mér nú samt hafa verið þeg- ar við fengum háþrýstibíla í stríðslokin." — Er fólk í dag betur að sér um eldhættu og bmnavamir? „Það er betur upplýst. Núna starfar deild í slökkviliðinu sem hefur með branavamir að gera. Ef fólk lendir í bmna er um að gera að skelfast ekki, hafa stjórn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.