Morgunblaðið - 30.10.1988, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 30.10.1988, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 43 ! á sjálfum sér. Reyna að verjast hit- anum og eldinum, t.d. hafa teppi eða yfírhöfn yfír sér svo það fái ekki hitann eða eldinn á bert hör- und. Það er t.d. alveg víst að menn geta sloppið betur frá reykeitrun ef þeir skríða með gólfinu. Reykur- inn er heitur og leitar upp. Menn geta stundum sloppið furðanlega vel með því að skríða. Verra mál ef reykurinn læðist að fólki sof- andi. Það er alveg óhætt að mæla með reykskynjurum, slökkvitækjum og öðrum eldvömum. Fólk hefur nú meira af þessu í heimahúsum. Annað sem hefur lagast. Það voru stórhættuleg efni í fötum hér áður fyrr.' Á bamaböllum hér áður fyrr gat það hent að kjólar stæðu í ljósum logum. Þegar við vorum á vakt á jólaballi höfðum alltaf vatns- fötu nálægt. Það var blessun að opin ljós lögðust af.“ KR — Heimildir herma að þú fylgir KR, Knattspymufélagi Reykjavík- ur, að málum og farir tíðum á völl- inn, hve lengi hefur þú fylgst með KR? „Sá KR-inga leika á gamla Mela- vellinum 1918-19 og hef síðan fylgst með þeim þegar ég hef get- að. Aðalliðin á þessum ámm voru KR, Fram, Valur og Víkingur. Víkingar urðu íslandsmeistarar 1924 að mig minnir. Síðan liðu mörg ár, óskaplegur árafjöldi, meir en fimmtíu ár. Víkingar áttu svolít- ið erfitt." — Nú, má þá kannski segja að KR-ingar hafi átt svolítið erfitt síðustu áratugina? „Þeir hafa nú oftast orðið ís- landsmeistarar, þótt það séu nú orðin tuttugu ár síðan bikarinn hef- ur verið heima hjá sér. Það gekk betur á ámnum kringum og eftir 1960 þegar Ellert Schram, Hörður, Gunnar og Bjami Felixsynir, Þór- ólfur Beck, Sveinn Jónsson o.fl. vom upp á sitt besta. Þetta vom miklar kempur." — Þessu er ekki saman að líkja við vonbrigðin 1977. Þá féllu þeir niður f aðra deild? „Það vom ekki vonbrigði. Von- brigði em óvænt. Það var ekkert óvænt að þeir dyttu niður. Þeir vom lélegir, árið áður rétt flutu þeir. Vonbrigðin em að KR-ingar hafa ekki haldið staðli síðustu tutt- ugu árin. Hér áður fyrr vora þeir yfirleitt í úrslitunum, þótt þeir ynnu ekki alltaf." — Yngri flokkamir em nú þokkalegir? „Já, þeir eiga nokkra efnilega menn í öðmm flokki. — En svo missa þeir flugið í meistaraflokkn- um; það sýnir sig; þá em hinir snjallari. Að enginn skyldi hafa vit á því að passa Guðmund Steinsson (í Fram) í sumar. Láta hann ekki komast upp með neinn moðreyk. Einu sinni var séð við svona nokkra. T.d. Hemmi Gunn var skað- valdur á öllum mótum. — En svo fundu KR-ingar lag á honum. Hemmi fékk aldrei svo boltann að hann þyrfti ekki að lagfæra hann, þetta var kækur. Málið var að standa upp við Hemma og leyfa honum ekki að laga boltann — og þá fór hann aldrei af stað.“ — Hvað er til ráða fyrir KR? „Það þarf að gera eitthvað annað en gert er núna, t.d. sést aldrei þríhymingsspil hjá KR, það mætti nota það meira í leiknum. Það þarf að taka þetta föstum tökum. Þegar svona gengur er van- inn að skipta um forystu og fá nýja menn, nú sitja menn í stjóm næstum til dauðadags." — Er ástandið svo slæmt, var KR ekki í fimmta sæti í deildinni í ár? „Það er alveg agalegt! Ef engin breyting verður, getur þetta gengið svona í tuttugu ár í viðbót." Viðtal: PLE Hraðfrystihús í Njarðvíkum Til sölu eru húseignir við Njarðvíkurhöfn, með vélum og tækjum, áður eign hrað- frystihúss Sjöstjörnunnar hf. Tilboðum ber að skila til undirritaðra fyrir 10. nóvember nk. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboðum sem er eða hafna öllum. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu okkar. Fyrir hönd Útvegsbanka íslands hf., Lögmenn Garðar Garðarsson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Hafnargötu 31, Kelfavík, sími 92-11733. Fiskverkunarstöð í Garði Til sölu eru húseignir við Gerðaveg, Garði, Gullbringusýslu með vélum og tækjum, áður eign fiskverkunarstöðvar Asgeirs hf. Tilboðum ber að skila til undirritaðra fyrir 10. nóvember nk. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboðum sem er eða hafna öllum. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu okkar. Fyrir hönd Útvegsbanka ísiands hf., Lögmenn Garðar Garðarsson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Hafnargötu 31, Kelfavík, sími 92-11733. GHYLA OG LEPPALUÐI 117B eru komin með margskonar nýjar jólavör- ur ogjólaskraut og enn meira af jólavörum eru væntanlegar á næstu vikum. VÆRÐ ARVOÐIR í miklu úrvali. Við sendum um allan heim. Allar sendingar eru tryggðar af okkur. LOPAPE YSURNAR okkar eru viður- kenndar fyrir gæði og litasamsetningu. Mikið úrval af barnapeysum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.