Morgunblaðið - 30.10.1988, Side 54

Morgunblaðið - 30.10.1988, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Listahátíð Rjtari/fuHtrúi óskast til starfa við undirbún- ing kvikmyndahátíðar 1989 og Listahátíðar 1990. Um spennandi starf er að ræða fyrir starfs- kraft með áhuga á viðfangsefninu, góða menntun og færni í ritvinnslu og öðrum skrif- stofustörfum. Umsóknir ásamt mynd og greinargóðum upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist auglýsingadeild Morgunblaðsins fyrir 5. nóvember merktar: „Listahátíð - 3187“. NÁMSGAGNASTOFNUN^j^k Námsgagnastofnun óskar að ráða starfsmann til símavörslu og almennra skrifstofustarfa. Leitað er að starfsmanni með góða framkomu til fram- tíðarstarfa. Vinnutími er frá 08.20 - 17.00. Viðkomandi þarf að geta hafið starf síðustu dagana í nóvember. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Námsgagnastofnun, Laugavegi 166, pósthólf 5192,125 Reykjavík fyrir 4. nóvember nk. Framkvæmda- stjóra vantar á Humbersvæðið Brekkes Fish Sales Ltd. óskar að ráða fram- kvæmdastjóra hið fyrsta. Fyrirtækið sér um sölu á ferskum fiski frá íslandi, Skotlandi, írlandi, Færeyjum og meg- inlandi Evrópu á fiskmörkuðum í Bretlandi. Framkvæmdastjórinn hefur umsjón með daglegum rekstri, aflar fyrirtækinu viðskipta- sambanda og tryggir að viðskiptavinir njóti ávallt bestu fáanlegrar þjónustu. Starfið er mjög fjölbreytt og spennandi, en um leið krefjandi og vinnudagur oft langur. Umsækjendur þurfa að hafa góða þekkingu á útgerðar- og fiskvinnslumálum og mjög gott vald á enskri tungu. Nánari upplýsingar veita: Ingólfur Skúlason sími 90-44-472-44181, Bjarni Lúðvíksson sími 91-22280. Umsóknir um starfið ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist fyrir miðviku- daginn 9. nóvember nk. til Ingólfs Skúlasonar, c/o Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík. Viðski ptaf ræði ngu r fjármálasvið Fyrirtæki á sviði fjármála og viðskipta í borginni vill ráða viðskiptafræðing til starfa á fjármálasviði. Starfið er laust strax eða eftir nánara samkomulagi. Starfssvið: Áætlanagerð - skýrslugerðir ásamt tengdum verkefnum. Leitað er að viðskiptafræðingi. Einhver starfsreynsla er æskileg ekki skilyrði. Góð þekking á tölvum kemur sér vel. Laun samningsatriði. Umsóknir er tilgreini fyrri störf sendist skrif- stofu okkar fyrir 6. nóv. nk. Gjðnt ÍÓNSSON RÁÐGJÖF&RÁÐNINCARÞJÓNUSTA TJARNARGÖTU14,101REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMI621322 Hótelstjóri Staða hótelstjóra við Hótel Borgarnes er laus til umsóknar. Þeir, sem hafa áhuga leggi inn umsókn með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf á auglýsingadeild Mbl. fyrir 7. nóvember merkt: „Hótelstjóri - 7529“. VERKAMANNABÚSTAÐIR l' REYKJAVIk SUÐURLANDSBRAUT 30,108 REYKJAVÍK SÍMI 681240 Ræsting Okkur vantar starfskraft til að ræsta nýjar íbúðir í Grafarvogi. Upplýsingar hjá verkstjórum í síma 671691. Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík. Nýtt dagvistar- heimili Við dagvistarheimilið við Sólvelli á Selfossi, sem verður tekið í notkun innan tíðar, eru eftirfarandi stöðurlausar til umsóknar: ★ Staða yfirfóstru. ★ Stöður fóstra og fólks með aðra uppeldis- menntun. ★ Stöður aðstoðarfólks. ★ Staða matráðskonu. ★ Staða aðstoðarmanns í eldhúsi. ★ Stöður ræstingafólks. ’ Nánari upplýsingar um stöðurnar eru veittar hjá félagsmálastofnun Selfoss, sími 98-21408. Umsóknir skulu berast til félags- málastofnunar Selfoss í síðasta lagi þann 9. nóvember 1988. Félagsmálastjóri. Sambandið- Sjávarafurðadeild Framleiðsludeild okkar óskar eftir að ráða fimm starfsmenn. Um er að ræða ný störf svæðisfulltrúa, og verða þrír staðsettir utan höfuðborgarsvæðisins. Starfið felur í sér meðal annars: ★ Uppbyggingu og viðhald gæðakerfa í frystihúsum ★ Eftirlit með hreinlæti, búnaði og fram- leiðsluháttum ★ Framleiðslustýringu og ýmsa leiðbein- enda- og fræðslustarfsemi Við leitum eftir starfsmönnum með góða menntun og víðtæka reynslu á sviði fiskiðnaðar. Nauðsynlegt er að væntanlegir starfsmenn geti unnið sjálfstætt. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 1988 og er óskað eftir að viðkomandi geti hafið störf í janúar 1989. Umsóknir skulu sendar til: Sambandísl. samvinnufélaga, sjávarafurðadeild, c/oJóhann Þorsteinsson, Sölvhólsgötu 4, 101 Reykjavík, sem veitir allar frekari upplýsingar. Barna- og unglingageðdeilú, Dalbraut Fóstrur og þroskaþjálfar: Lausar eru stöður fóstru og þorskaþjálfa á dagdeild Barna- og unglingageðdeildar. Um er að ræða 100% störf alla virka daga, með 3ja til 5 ára einhverfum börnum. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, Borghildur Maack, í síma 602500. RÍKISSPÍTAIAR GEDDEILD LANDSPÍTALANS Dagheimili ríkisspítala Fóstra og starfsmaður óskast í fullt starf á dagheimilið Sólhlíð v/Engihlíð nú þegar. Nánari upplýsingar gefur Elísabet Auðuns- dóttir í síma 601954. RÍKISSPÍTALAR STARFSMANNAHAID Geðdeild Landspítala Starfsmenn Starfsmenn óskast nú þegar til starfa við ræstingar inni á deildum. Um er að ræða heilsdagsstörf og hlutastörf, dagvaktir og kvöldvaktir. Nánari upplýsingar veitir ræstingastjóri á Kleppi, Unnur Kjartansdóttir í síma 602600-89. RÍKISSPÍTALAR GEDDEILD LANDSPÍTALANS Landspítali Hjúkrunarfræðingar Staða deildarstjóra ó sængurkvennadeild er laus til umsóknar frá 15. desember 1988. Um er að ræða 80-100% dagvinnu. Menntun: Hjúkrunarfræði með Ijósmóður- menntun. Upplýsingar gefur hjúkrunarframkvæmda- stjóri, María Björnsdóttir, í síma 601195. Umsóknir skulu sendast á skrifstofu hjúkrun- arforstjóra Landspítala fyrir 15. nóvember. Hjúkrunarfræðingar óskast á handlækn- ingadeild 4, strax eða eftir samkomulagi. Deildin er tvískipt, almenn deild, þvagfæra- og skurðdeild. Hjúkrunarfræðingar eru velkomnir að skoða deildina, ræða við deildarstjóra og hjúkrunar- forstjóra. Boðið er upp á aðlögunartíma. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, Anna Stefánsdóttir, í síma 601366. RÍKISSPÍTALAR LANDSPÍTAUNN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.