Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/D 276. tbl. 80. árg. MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bosnía-Herzegóvína Múslimar krefjast hemaðaríhlutunar Jeddah, Belgrad. Reuter. Utanríkisráðherra Saudi-Arab- íu vill að Sameinuðu þjóðirnar beiti hervaldi til að binda enda á hernað Serba gegn múslimum í Bosníu-Herzegóvínu. Þetta kom fram á ráðstefnu 47 ríkja ísiams * Italía Lögreglan kemur tób= aksfíklum til bjargar Róm. The Daily Telegraph. ÍTALSKIR ráðherrar, margir hverjir reykingamenn, hafa fyrirskipað vopnuðum lög- reglumönnum að ráðast inn í nokkur vöruhús og koma það- an sígarettubirgðum sem ekki hefur verið hægt að dreifa vegna fimm vikna verkfalls. Verkfallið hefur valdið mikl- um taugaspenningi á meðal 13 milljóna reykingamanna á Ítalíu en Giovanni Goria fjármálaráð- herra bað þá að sýna stillingu. „Ástandið kemst í eðlilegt horf í öllum borgum landsins innan örfárra daga,“ sagði hann. Verkfallið nær til aðeins 86 starfsmanna í vöruhúsum tób- aksverslunar ítalska ríkisins. Þeir lögðu niður vinnu til að mótmæla áformum stjórnarinn- ar um einkavæðingu, sem þeir segja að geti kostað þá atvinn- una. Smyglarar hafa notfært sér ástandið til hins ýtrasta og talið er þeir selji tóbak fyrir jafnvirði tveggja milljarða ISK króna á dag, eða svipaða fjárhæð og rík- ið tapar á verkfallinu. Gangverð- ið á smygluðum sígarettum er sem svarar 2.400 ÍSK. Nokkrir reykingamenn hafa gripið til örþrifaráða vegna tób- aksskortsins og ráðist á fólk sem lumar á sígarettum. Aðrir hafa reykt furðulega blöndu af lauf- um tröllatrjáa, myntu og blóð- bergi. Fleiri hafa þó notað tæki- færið til að hætta reykingum og sala- á nikótíntyggjói hefur auk- ist stórlega. í gær þar sem fulltrúar kröfðust þess einnig að aflétt yrði þegar vopnasölubanni á Bosníu þar sem bannið kæmi aðeins niður á músl- imum. Saudi-arabískur embættismaður sagði á mánudag að ríkið væri reiðu- búið að leggja fram hermenn í alþjóð- legt lið sem sent yrði til Bosníu. Vit- að er að allmargir sjálfboðaliðar frá ríkjum araba berjast með múslimum gegn Serbum og Iranar hafa verið staðnir að vopnasmygli til trúbræðra sinna. Arabískir fulltrúar á ráðstefnunni sögðu marga vera reiða yfir gagns- lausum aðgerðum Vesturveldanna til að stöðva átökin. „Það er búið að tala nóg. Tugir alþjóðlegra ráð- stefna, fjöldi funda en ekkert áþreif- anlegt er gert,“ sagði einn þeirra. Stjómmálaskýrendur segja írana reyna að fá þjóðir íslams til að líta á átökin sem trúarbragðastríð gegn vestrænum ríkjum en Saudi-Arabar hamli gegn þeim áróðri eftir mætti. Milan Panic, forsætisráðherra Júgóslavíu, ákvað í gær að taka til- nefningu til forsetaframboðs í Serbíu gegn Slobodan Milosevic forseta. Skoðanakannanir benda til þess að Panic sé sigurstranglegur en kosið verður 20. desember. Reytsr Jólasveinar gegn nasisma Tveir ungir Þjóðvetjar hafa viðurkennt að hafa kastað bensínsprengjum á hús innflytjenda í bænum Mölln, skammt frá Hamborg, og valdið þannig dauða þriggja Tyrkja í síðustu viku. Þeir hringdu í lögregluna til að skýra frá ódæðinu og enduðu símtölin með því að hrópa nasistakveðjuna „Heil Hitler“. Árásir nýnas- ista hafa vakið ugg í Þýskalandi og námsmenn í Berlín mótmæltu þeim í gær þegar þeir fögnuðu því að jólafastan er gengin í garð. Eins og sést á myndinni voru margir þeirra í jólasveinabúningum og á spjald- inu stendur: „Jólasveinar gegn nasisma“. Forseti Rússlands leggur til að völd fulltrúaþingsins verði skert Jeltsín krefst meiri valda til að knýja fram umbætur Moskvu. Reuter. FUNDUR fulltrúaþings Rússlands, æðstu löggjafarsamkundu lands- ins, var settur í gær og Borís Jeltsín forseti flutti þar harðorða ræðu þar sem hann sakaði þingið um að hindra nauðsynlegar efna- hagsumbætur og lagði til að völd þess yrðu skert. Hann krafðist einnig aukinna valda til að geta knúið fram umbætur, en ræða hans mætti andstöðu gamalla kommúnista og þjóðernissinna á þinginu. Einn úr röðum þeirra, Rúslan Khasbúlatov, forseti þingsins, gagn- rýndi umbótastefnu sljórnarinnar en bætti við að ástandið i efnhags- málum Rússlands væri slíkt að þingið væri nauðbeygt til samvinnu. Jeltsín kynnti tillögu í fimm liðum sem miðar að því að binda enda á valdabaráttu hans við afturhaldsöflin á þinginu, sem hann sagði skapa hættu á borgarastyijöld. Hann lagði til að löggjafarvald fulltrúaþingsins yrði fært til Æðsta ráðsins, minna þings sem situr allt árið. Fulltrúa- þingið myndi þá einungis fjalla um mál sem varða stjórnarskrána. „Efnahagsbatinn hafinn“ París, Washington. Reuter. BATI í cfnahagslífinu er kominn af stað í Bandaríkjunum og hans verður farið að gæta í öðrum þróuðum Hkjum á næsta ári. Kom þetta fram hjá Jean-Claude Paye, framkvæmdastjóra OECD, Efna- hags- og framfarastofnunarinnar, í gær. „Aukinn hagvöxtur í Bandaríkj- unum verður æ augljósari, hann er að sínu leyti eins og vorboðinn," sagði Paye á fundi í samtökum franskra fjármálablaðamanna en hann varaði jafnframt við vonum um einhvern „rosauppgang". Samkvæmt tölum frá í síðustu viku var hagvöxtur í Bandaríkjun- um á þriðja ársfjórðungi 3,9% en spáð hafði verið, að hann yrði 2,7%. Sagði Paye, að vissulega yrði að taka hagtölum fyrir einstaka árs- fjórðunga með fyrirvara en samt léki enginn vafi á, að bandarískt efnahagslíf væri að ná sér á strik. Paye kvaðst ekki óttast efna- hagslegan samdrátt í Þýskalandi og spáði því, að verðbólguþrýsting- ur færi þar lækkandi á næstu mán- uðum og vextirnir í kjölfarið. Sagði hann ástæðuna fyrir þessari bjart- sýni meðal annars vera aukna hóf- semi á vinnumarkaðinum og minni kaupkröfur. Bandaríska viðskiptaráðuneytið tilkynnti í gær, að vísitalan, sem best þykir segja fyrir um efnahags- starfsemina framundan, hefði hækkað um 0,4% í október en hún hafði hins vegar lækkað nokkuð í þijá mánuði þar á undan. í október jukust einnig pantanir á nýjum bíl- um og laun hækkuðu. Forsetinn lagði einnig til að ríkis- stjórnin fengi fullt vald yfir eignum ríkisins til að auðvelda einkavæðingu í vetur. Þá hvatti hann til þess að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá sem veitti for- setanum aukin völd. Stefnt er að því að stjórnarskráin liggi fyrir i vor. Jeltsín vill ennfremur að vald Æðsta ráðsins til að breyta reglugerðum og almennum fyrirmælum forsetans verði takmarkað. Sergej Babúrín, leiðtogi Rúss- neskrar einingar, samtaka gamalla kommúnista og þjóðernissinna, hafn- aði tillögu Jeltsíns og sagði að um- bótastefna Jegors Gajdars forsætis- ráðherra skapaði hættu á auknu at- vinnuleysi og meiri fátækt. Rúslan Khasbúlatov gagnrýndi einnig stjórnina og sagði hana hafa leitt hjá sér félagsleg vandamál sem umbótastefna hennar hefði valdið. „Val þingsins á fyrirmynd að mark- aðskerfí ætti að tengja við spurning- una um samsetningu stjórnarinnar og leiðtoga hennar," sagði þingfor- setinn og þessi ummæli hans eru túlkuð sem áskorun um uppstokkun á stjóminni. „En ástandið er nú orð- ið svo alvarlegt að við erum nauð- beygðir til samvinnu," bætti hann við. Khasbúlatov og skoðanabræður hans krefjast þess að auknu fjár- magni verði veitt til mikilvægra verk- Reuter Borís Jeltsín flytur ræðu sína á fulltrúaþinginu. smiðja til að koma í veg fyrir efna- hagshrun en Gajdar hefur hafnað þeirri kröfu. Jeltsín boðaði hins vegar i ræðu sinni að aukin áhersla yrði hér eftir lögð á ríkisafskipti, að því er virðist til að friða áhrifamikla iðn- rekendur. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.