Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1992 --------;.....1 ' ■ ' -------------------- McDonald’s vill lóð við Suður- landsbraut Tillaga um að selja lóðina hæstbjóðanda KJARTAN Örn Kjartansson hefur sótt um lóðina Suðurlandsbraut 56, fyrir McDonald’s „aktu — taktu" veiting-astað en borgarráð hefur nýlega afturkallað áður út- hlutuðu byggingaleyfi á lóðinni. Á fundi borgarráðs kom fram tillaga um að samþykkt verði að auglýsa lóðina til sölu og að hún verði seld hæstbjóðanda þegar endan- lega hefur verið gengið frá lóðar- mörkum með tilliti til umferðar- skipulags. Afgreiðslu tillögunnar var frestað. Í umsókn McDonald’s, er til vara sótt um lóð Tónlistarhússins í Laug- ardal við Suðurlandsbraut. Minnt er á að áður hafí verið sótt um lóðina við Listabraut eða hluta hennar án árangurs. Fram kemur að sérfræð- ingar frá fyrirtækinu telji mikilvægt að aðkoma verði góð fyrir bíla að veitingastaðnum og því verði að vera rúmt um hann. Til þess þurfí um 5.000 m2 lóð fyrir einlyft hús. Islenskir fánar að fomu og nýju í TILEFNI fullveldisdagsins, sem var í gær, voru fánar dregnir að hún í Reylq'avík og í gamla miðbænum, við gamla Geysishúsið var söguleg fánasýning, því að þar voru dregnir að hún 5 fánar, sem allir hafa ein- hvem tíma verið þjóðfánar íslands. Þar má nefna danska fánann, hvítblá- inn, fálkafánann, Jörundarfánann með flöttum saltfískum og að sjálf- sögðu núverandi fána íslands. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 2. DESEMBER YFIRLIT: Um 200 km suður af Dyrhólaey er 958 mb lægð sem þokast austur. 200 km suður af Jan Mayen er lægð sem grynnist. SPÁ: Norðan- og norðaustan átt, allhvöss eða hvöss norðvestanlands, allhvöss suðvestantil en kaldi um landið austanvert. Él verða nyrðra, einkum vestantil en sunnan heiða verður víðast léttskýjað. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Norðan átt, fremur hæg. Él norðan- og austanlands og líklega einnig á norðanverðum Vestfjörð- um, en bjartviðri um sunnanvert landið. Frost 2 til 6 stig. HORFUR Á LAUGARDAG: Suðaustan gola eða kaldi með smá snjókomu á suðvestanveröu landinu, en hægviðri og að mestu úrkomulaust í öðr- um landshlutum. Frost 5 til 6 stig. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.46, 12.46, 16.30, 19.30, 22.30.Svarsimi Veðurstofu islands — Veðurfregnir: 990600. o Heiðskírt £ Léttskýjað / / / * / * / / * / / / / / * / Rigning Slydda Hálfskýjað Skýjað Alskýjað V V v Skúrir Slydduél Él * * * * * * * * Snjókoma Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og flaðrima r vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig v Súld = Þoka stíg-. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30ígær) Ágæt vetrarfærð er á flestum vegum landsins, víða er þó umtalsverð hálka. Góð færð er í nágrenni Reykjavíkur og á Suðurnesjum. Fært er um Hellisheiði og Þrengsli og með suðurströndinni austur á Austfirði og er færð ágæt þar. Vegir í Borgarfirði, Snæfellsnesi og í Dölum eru færir og fært er vestur í Reykhólasveft, en Fróðárheiði er þungfær. Fært er fró Patreksfirði til Bíldudals, en Kfeifarheiði er þungfær. Þá er fært norður um Holtavörðuheiði til Hólmavíkur. Steingrímsfjarðarheiði er aðeins fær stórum bílum og jeppum, en fært er út Djúp til Isafjarð- ar. Breiðadals- og Botnsheiðar eru ófærar. Vegir á Norðurlandi eru flest- ir færir. Svo sem til Siglufjarðar, Ólafsfjarðar og Akureyrar. Frá Akureyri er fært austur til Húsavíkur og þaðan með ströndinm til Vopnafjarðar. Einnig erfært til Mývatnssveitar og um Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær aö ísl. tím hlti veftur Akureyri +2 snjókoma Reykjavík 2 halfskýjað Bergen 6 haglél Helsinkl 1 rigning Kaupmannahöfn 8 léttskýjað Narssarssuaq +10 skýjað Nuuk +4 skýjað Osló 6 hálfskýjað Stokkhólmur 6 rigning Þórshöfn 5 skúr Algarve 18 þokumóða Amsterdam 10 léttskýjað Barcelona 16 hálfskýjað Berlín 9 alskýjað Chicago +1 alskýjað Feneyjar 10 þokumóða Franlifurt 11 skýjað Glasgow 7 skúr Hamborg 9 hálfskýjað London 12 skýjað Los Angeles 10 heiðskírt Lúxemborg 8 léttskýjað Madrid 8 ! 1 s. Malaga 18 skýjað Mallorca 18 skýjað Montreal 2 snjóél NewYork 6 úrkoma Oriando e þokumóða París 11 heiðskfrt Madelra 20 skýjað Róm 18 þokumófta Vín 4 hálfskýjað Washlngton 6 snjóél Winnipeg +1 alskýjað íDAG kl. 12.00 Heimitd: Veöurstofalslands (Byggt á veöurspá ki. 16.15 í gær) Áfturköllun lóðar við Suðurlandsbraut 56 Mönnum á ekki að líðast að selja lóðir - segir Markús Örn Antonsson borgarstjóri MARKÚS Örn Antonsson borgarstjóri segir að afturköllun byggingar- leyfis á lóðinni við Suðurlandsbraut 56, sem Brimborg hf. fékk úthlut- að, verði ekki breytt. Með því að afturkalla Ieyfið undirstriki borgar- yfirvöld vilja til að fylgjast betur með þróun mála. Það sé full ástæða til þess, þar sem oft sé um mikil hlunnindi að ræða. Lagðar eru fram greinargerðir um þarfir fyrirtækjanna þegar sótt er um lóð og þeim er úthlutað í samræmi við þær. „Það á því ekki að líðast að menn séu að láta lóðir ganga kaupum og sölum á markaði hér,“ sagði hann. Markús sagði að gögn lægju fyrir sem sýndu ótvírætt að forsvarsmenn Brimborgar hf. ætluðu ekki að byggja á lóðinni við Suðuriandsbraut undir sína starfsemi eins og látið var í veðri vaka þegar lóðinni var úthlutað. Þá hafi annars staðar í borginni verið ríkulega tekið tillit til þeirra þarfa. „Síðan kemur í ljós að þeir hafa verið í samningum við aðra aðila um að taka við lóðiiini og byggja eftir eigin höfði,“ sagði Markús. Borgarstjóri sagðist ekki þekkja til annarra lóðaúthlutana til fyrir- tækja borgarinnar en Jóhann Jó- hannsson, framkvæmdastjóri Brim- borgar hf., telur að ekki hafí ávallt verið farið eftir reglum um lóðaút- hlutanir og byggingarleyfi. „Vafa- laust eru dæmi þess að farið hafí verið í kringum reglur borgarinnar og að ióðir hafí verið seldar öðrum eftir úthlutun, en það er ekki í sam- ræmi við skilyrði borgarinnar,“ sagði hann. „Og þegar borgaryfírvöld eru í aðstöðu til að fylgjast með þróun þessara mála og sjá að slíkt er yfir- vofandi þá er eðlilegt að gripið sé inn í með þeim hætti sem þarna er gert. Ég þykist vita að embættis- menn borgarinnar hafí ekki getað haft svo nánar gætur á öllu tilvikum í gegnum tíðina að eitthvað hafi verið um að lóðir hafí verið seldar með þessum hætti.“ Starfsmannafélag ríkisstofnana Launamálaráð segir upp gildandi kj arasamningi SIGRÍÐUR Krístinsdóttir, formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana, afhenti fjármálaráðherra tilkynningu félagsins um uppsögn gildandi kjarasamnings í gærmorgun. Uppsögnin gildir frá og með 1. desem- ber og verður kjarasamningur starfsmannafélagsins því laus 1. janúar Í993. Stjóm og launamálaráð Starfs- mannafélags ríkisstofnana sam- þykktu uppsögn kjarasamningsins á fundi á mánudag og í ályktun fundarins segir að grundvöllur samninga sé brostinn vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjómarinnar að fella gengið um 6%. Er vísað til 15. greinar kjarasamningsins frá 1. maí sl. þar sem segir að forsenda hans sé að gengi króhunnar verði stöðugt á samningstímanum, ella verði hann uppsegjanlegur með eins mánaðar fyrirvara. „í þessum kjarasamningi fólst lít- il sem engin launahækkun en verka- lýðshreyfíngin gekkst inn á hann vegna þess að tryggja átti stöðug- leika í þjóðfélaginu og gefa atvinnu- rekendum og ríkisstjórn frið til að vinna bug á efnahagsvandanum. Við það hefur ekki verið staðið og efna- hagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar koma illa við launafólk. Vegna geng- isfellingarinnar og aðgerða ríkis- stjómarinnar í efnahagsmálum eru forsendur samningsins brostnar. Því samþykkir launamálaráð að segja nú þegar upp gildandi kjarasamningi við fjármálaráðherra," segir í álykt- un stjórnar og launamálaráðs SFR. Sölvi Bjamason ekki til Stöðvarfjarðar NÚ ER ljóst að ekkert verður af sölu togarans Sölva Bjarnasonar frá Bíldudal til Stöðvarfjarðar. Tveggja vikna samningalotu milli forráðamanna Gunnarstinds og helstu lánardrottna á Bildudal, það er Byggðastofnunar og Landsbankans, lauk án þess að aðilar næðu saman. Jónas Ragnarsson framkvæmda- stjóri Gunnarstinds vildi lítið tjá sig um málið er þessi niðurstaða lá fyrir. Hann sagði að Byggðastofnun og Landsbankinn hafi ekki getað fallist á tilboð Gunnarstinds í Sölva en sem kunnugt er af fréttum Morgunblaðsins ætlaði Gunnars- tindur að Iáta línubátinn Val á móti með 440 tonna kvóta af þorsk- ígildum og 150 tonna rækjukvóta auk fjárgreiðslna. Jónas segir að gengisfellingin sem varð hafi sett strik í reikninginn en við hana hækkuðu áhvílandi skuldir á Sölva Bjamasyni. Heiðurslaunahafar mótmæla skatt- lagningu á bækur BANDALAGI íslenskra lista- manna og Rithöfundasam- bandi íslands hefur borist eft- irfarandi stuðningsyfirlýsing: „Við undirrituð lýsum yfir fyllsta stuðningi við baráttu Bandalags íslenskra listamanna og Rithöfundasambands íslands gegn skattlagningu bóka. Við skomm á íslensk stjórnvöld að hverfa frá öllum áformum um aukna menningarskatta.“ Undir stuðningsyfirlýsinguna rita: Halldór Laxness, Ámi Krist- jánsson, Jón Nordal, Hannes Pét- ursson, Kristján Davíðsson, Guð- björg Þorbjarnardóttir, Jórunn Viðar, Jakobína Sigurðardóttir, Thor Vilhjálmsson, Sigfús Hall- dórsson, Jón úr Vör og Matthías Johannessen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.