Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1992 Beveridge-skýrsl- an í hálfa öld eftir Jón Sæmund Sigmjónsson Um þessar mundir, eða nánar tiltekið 2. desember, eru liðin 50 ár frá því að sir William Beveridge skilaði skýrslu um endumýjun al- mannatrygginganna til bresku rík- isstjómarinnar. Þessi skýrsla vakti óhemju athygli vegna byltingar- kenndra hugmynda á fyrirkomu- lagi almannatrygginga og hafði feikileg áhrif um víða veröld. Þessa atburðar var minnst á ráðstefnu, sem haldin var í háskól- anum í York á Bretlandi dagana 27. til 30. september sl. Ráðstefnu þessa sóttu mörg hundmð fræði- menn og embættismenn á sviði almannatrygginga víðs vegar að úr veröldinni. Umræðuefnið var að sjálfsögðu Beveridge-skýrslan sjálf, áhrif hennar og þróun þeirra hugmynda, sem þar vora settar fram allt til þessa dags. Höfundurinn William Henry Beveridge fædd- ist árið 1879 í Rangpur á Ind- landi. Foreldrar hans vora Henry Beveridge, sem var dómari í ind- versku nýlenduþjónustunni og kona hans, Anette Ackroyd, sem var hámenntaður félagsfræðingur. Beveridge var frábær nemandi, en hann lauk prófum í stærðfræði og lögum frá háskólanum í Oxford. Árið 1902 gerðist henn kennari í lögum við Oxford-háskóla og 1903 jafnframt aðstoðarmaður rektors við Toynbee Hall, sem var háskó- laútibú í Whitechapel, einu ömur- legasta fátækrahverfi í London, en útibúið bar nafn hins merka félagsmálafrömuðar, Amolds To- ynbee. Frá 1906 var hann enn fremur leiðarahöfundur við Morn- ing Post um félagsmál. Árið 1908 gerðist Beveridge embættismaður og starfaði í nær- ingarmálaráðuneytinu þar til 1919 er hann varð rektor þess þekkta V------T7 JÓLATLBOÐ Husqvarna Huskylock Loksaumavélin (over lock) Gerð 360 D Verð stgr. kr. 33.820.- VÖLUSTEINN Faxafen 14. Sími 679505 HF/ háskóla, London School of Ec- onomics. Árið 1937 skipti hann aftur um starf er hann gerðist prófessor í Oxford, sem hann var fram til 1944. Það ár var hann kjörinn á breska þingið fyrir Fijálslynda flokkinn. Þingsæti sitt missti hann strax árið eftir í al- mennum þingkosningum. Be- veridge kvæntist árið 1942, Janet Mair, sem var ekkja eftir frænda hans. Árið 1946 var hann aðlaður og tók sæti í lávarðadeildinni. Síð- asta æviskeiðið helgaði hann sig ritstörfum, þ.á m. skrifaði hann ævisögu sína. Hann lést á heimili sínu árið 1963. Tilurð skýrslunnar Á stríðsáranum tók Beveridge að sér starf í atvinnumálaráðu- neytinu, sem stjómað var af einum af leiðtogum Verkamannaflokks- ins, Emest Bevin, í samsteypu- stjóm Winston Churchills. Út frá þessu hlutverki var hann skipaður til formennsku í nefnd, sem átti að svara umkvörtunum verkalýðs- hreyfmgarinnar um raglingslegt og mjög mismunandi bótakerfi sjúkra- og örorkutrygginga og sambandi þeirra við aðrar trygg- ingabætur. Breska almannatrygg- ingakerfið var á þeim tíma jafnvel verra en íslenska lífeyrissjóðakerf- ið er í dag. Margir mismunandi sjóðir og stofnanir með mismun- andi forsendur, reglur, iðgjöld og bætur, allt á skjön og ská við hvað annað. Það var mikilvægt fyrir ríkis- stjómina, sérstaklega á stríðstíma, að halda góðu sambandi við verka- lýðshreyfinguna. Þess vegna var nefndin sett á laggimar, en í skip- unarbréfi hennar var verkefnið skilgreint að undirlagi fjármála- ráðuneytisins eins naumt og var- lega og kostur var. Það var ekki ætlast til að tillögur hennar kost- uðu mikið. Tilfellið var að Beveridge var hrokagikkur, bæði einrænn og sérlundaður og ekki sérlega vin- sæll hjá samstarfsmönnum fyrir þær sakir. Nefndin, sem eingöngu var skipuð embættismönnum af lægri starfsgráðum auk varðhunds úr fjármálaráðuneytinu, fékk Be- veridge sem formann, þar eða Bevin sá sér leik á borði að losna við hann úr ráðuneytinu. Þannig setti ríkisstjórnin óafvitandi og óviljandi þróun í gang, sem hún hafði minni stjórn á og með minni möguleika á sigri en í stríðinu við Hitler. Fyrstu viðbrögð Þannig vora tildrög þessarar skýrslu með ólíkindum, skýrsla sem manna á milli gekk undir heitinu „The Beveridge-Report" og átti eftir að ná heimsathygli og gjörbreyta hugsunarhætti manna með tilliti til almanna- trygginga. Beveridge sjálfum var ljóst að verið var að ýta honum til hliðar og samþykkti því með tárin í aug- unum að taka að sér þetta verk- efni. Það ku hafa verið hin ráðríka kona hans, sem skynjaði mögu- £<£% ...alltaftilað O- 1178813 „Beveridge vildi koma á nýju skipulagi í stað þess frumskógs sem fyrir var. Skipulagi, sem tæki af festu á vandamálum eins og atvinnuleysi, sjúkdóm- um og elli.“ leikann og taldi hann á að þetta væri himnasending, einstakt tæki- færi, sem hann mætti ekki missa af. Tækifærið nýtti hann svo sann- arlega, því viðtökurnar hjá al- menningi voru hreint ótrúlegar er skýrslan kom út í bókarformi 2. desember 1942. Biðröðin við ríkis- bókabúðina á útgáfudaginn mæld- ist yfir einnar mílu löng. Hálf milljón eintaka seldist á örskömm- um tíma. Fimmtíu þúsund eintök seldust í Bandaríkjunum og helstu atriði vora þýdd á fjölda tungu- mála og útvarpað eða gefín út á rituðu máli. Hafa verður í huga, að þetta var nefndarálit breskrar stjómamefndar, en ekki spenn- andi skáldsaga sem olli þessum viðbrögðum. Viðbrögð pressunnar vora einn- ig á sömu lund. Menn sáu velferð- arríkið í fæðingunni. Loforðið um öryggið frá vöggu til grafar var einfaldlega orðið að hrífandi möguleika. The Standard skrifaði 12. desember 1942: „Mörgum mun fínnast eins og nýtt himnaríki eða ný veröld komi út úr jólapökkun- um.“ Stríðshijáðir Bretar, sem urðu sameiginlega að þola hörm- ungar stríðsins, sama hvort ríkir eða fátækir, vora meira en tilbún- ir til að meðtaka boðskap um ör- yggi og hagsæld. Einungis nasistar Þýskalands óttuðust skýrsluna og bönnuðu fjölmiðlum að fjalla um hana. Mikilvægir aðstoðarmenn Þótt nefndin hafi í upphafi ver- ið hugsuð sem heldur rislítið fyrir- bæri lét Beveridge það ekki slá sig út af laginu. Helstu fræðimenn Breta á félagsmálasviðinu voru kallaðir fyrir nefndina og sérstak- lega er getið þeirra Eleanor Rat- hbone, sem var óháður þingmaður og þekkt fyrir ötula baráttu sína fyrir fjölskyldubótum og Seebohm Rowntree, sem var merkur fræði- maður, sem hafði rannsakað fá- tækt á Bretlandi svo og afleiðing- ar atvinnuleysis. Þá varð honum ekki síst stuðningur af hagfræð- ingunum John Maynard Keynes, vann þá í fjármálaráðuneytinu og gerðist eindreginn stuðningsmað- ur Beveridges, og Lionel Robbins, sem stjómaði sérstakri hagdeild ríkisstjórnarinnar. Þetta fólk og margir fleiri utan nefndarinnar áttu drjúgan þátt í að aðstoða Beveridge í ætlunar- verki hans. Á aðeins átján mánuð- um hafði tekist að Ijúka skýrsl- unni, sem bar formlega heitið „Social Insurance and Allied Services“ eða „félagsleg trygging og skyld þjónusta", og birta hana síðan með afdrifaríkum hætti. Boðskapurinn Beveridge vildi koma á nýju skipulagi í stað þess frumskógs sem fyrir var. Skipulagi, sem tæki af festu á vandamálum eins og atvinnuleysi, sjúkdómum og elli. Hann talaði um „áætlun um al- mannatryggingar", sem hefði áhrif byltingar, en sem væri á áhrifaríkari hátt eðlileg framþróun þess liðna. Setningar eins og „bylt- William Beveridge ingarkennd augnablik mannkyn- sögunnar era rétti tíminn til að gera byltingar", fóru að vísu fyrir bijóstið á mörgum, sérstaklega yfirmönnum í fjármálaráðuneyt- inu, sem sáu ofsjónum yfir kostn- aðinum og að auki fundu þeir skýrslunni margt til foráttu. Áætlunin var sett fram sem hluti af félagsmálastefnu, sem í heild tók yfír miklu fleira. Hún var árásaráætlun gegn fimm ris- um hins illa, þ.e.a.s. gegn skortin- um, sjúkdómum, fáfræðinni, ves- öldinni og letinni. í skýrslunni seg- ir, að tillögurnar gangi ekki út á það að auka við auðlegð bresku þjóðarinnar, heldur að skipta þeim gæðum sem fyrir eru, þannig að hægt sé að fullnægja framþörfum hvers einstaklings. Tilgangur þeirra sem stjóma í friði eða á stríðstímum geti nefnilega ekki falist í því að slá dýrðarljóma yfir stjómarherrana, heldur mun frek- ar að treysta hamingju hins venju- lega manns. Áætlun Beveridges gerði ráð fyrir þrenns konar stofnunum, þ.e. grunntryggingu almannatrygg- inga, sem sæi fyrir frumþörfum einstaklingsins; félagsaðstoð á vegum ríkisins fyrir sérstök tilfelli sem kæmust ekki af með grann- trygginguna; og fijálsar trygging- ar, sem væra háðar ákvörðunum einstaklingsins sjálfs til að bæta upp granntrygginguna. Almannatryggingakerfi Berv- eridges þótti á þessum tíma bylt- ingarkennt á margan hátt: * Það var einstakt að það náði til allra, jafnt ríkra sem fátækra. * Það var einfalt og auðskiljanlegt öllum. * Það gerði ráð fyrir tekjutrygg- ingu á þjóðlegum mælikvarða. * Iðgjöld og bætur vora þær sömu fyrir alla. * Það þótti byltingarkennt að öll- um var veittur réttur til bóta. * Ein og sama stofnunin tók við iðgjöldum og greiddi út bætur. A grandvelli þessara reglna var t.d. komið á barnabótum, elli- og örorkubótum, atvinnuleysisbótum svo og sjúkratryggingum, sem hver einasti þjóðfélagsþegn átti rétt á, en því lögmáli hefur enn ekki fullkomlega verið komið á í dag nema á Norðurlöndunum og í fimm löndum Evrópubandalags- ins. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar Þrátt fyrir gífurlegan þrýsting almennings átti skýrslan ekki greiða leið í gegn um Whitehall. Winston Churchill var ekki tilbúinn til að styðja þessa áætlun. Varð- hundur fjármálaráðuneytisins í nefndinni taldi að framkvæmd áætlunarinnar hefði gífurlegan kostnað í för með sér. Oðram nefndarmönnum var þar að auki bannað að setja nöfn sín undir skýrsluna nema Beveridge drægi all verulega í land. Því neitaði hann algjörlega enda hafði hann þegar á fyrri stigum slakað mikið á. Þess í stað hóf hann kynningar- herferð vítt og breitt um landið og jók þrýstinginn á stjórnina með því að leka upplýsingum um inni- Jón Sæmundur Siguijónsson hald skýrslunnar til fjölmiðla. Þetta bakaði honum enn fleiri óvini á meðal stjórnmálamanna. Einnig fór þetta sérstaklega í taugarnar á Churchill, en hann var þeirrar skoðunar að koma ætti í veg fyrir útgáfu skýrslunnar og bíða með allar aðgerðir þar til eftir næstu almennu kosningar. í gremju sinni neitaði Churchill að tala við höf- undinn og bannaði öllum ríkis- stofnunum að hleypa honum inn fyrir dyr. En þrýstingurinn frá almenn- ingi var of mikill. 1‘jórum vikum seinna sagði Churchill í ræðu, að nú væri tími kominn til að taka til hendinni í þessum málum. Önn- ur nefnd var sett á laggimar til að endurskoða skýrsluna á já- kvæðan hátt. Sigurinn var í höfn. Fyrir kosningarnar 1945 komu út „hvítbækur" ríkisstjómarinnar um flesta þætti trygginganna og fjölskyldubætur vora gerðar að lögum. Það kom hins vegar í hlut ríkisstjórnar Verkamannaflokks- ins undir forystu Clement Attlee að koma flestum hugmyndum Beveridges í framkvæmd. Velferð- arríkið var orðið staðreynd. Að lokum Hugmyndir Beveridges náðu ekki allar fram að ganga og allar hafa þær ekki staðist tímans tönn. Einhveijir halda því fram, að fjár- málaráðuneytin ráði alltaf að lok- um. Enginn geti til lengdar veitt sér meira en hann hefur efni á. Það fengu Bretar að reyna sem og aðrir. Ef til vill voru áhrif Be- veridges jafnvel meiri annars stað- ar en á Bretlandi. Almannatrygg- ingalögin íslensku frá 1946 bára t.d. sterkan keim af hugmyndum hans. Þróunin hefur hins vegar haldið áfram og kerfín hafa tekið miklum breytingum. Eftir stendur afrek Beveridges að hafa brotið ísinn og lagt á vit nýrra stranda og að hafa fítjað upp á nýrri hugs- un þar sem áður var stöðnun. Höfundur er formaður Tryggingar&ðs. -----♦-------- Steingrímur flytur erindi á Sri Lanka STEINGRÍMUR Hermannsson, formaður Framsóknarflokks- ins, hefur þegið boð um að heimsækja Sri Lanka og flytja þar erindi á minningarhátíð um dr. Dudley Senanayake, fyrr- verandi forsætisráðherra lands- ins. Erindið sem Steingrímur mun flytja á minningarhátíðinni nefnir hann „Fijálslynd hugmyndafræði og velferðarríkið." Steingrímur ætlar einnig að heimsækja Suður Indland. Hélt hann frá landi brott í gær og verður fjarverandi til 11. desember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.