Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1992 37 Vaxtaokið eftir Sigurð Gunnarsson Þar sem sparifé í landinu er 700 milljarðar (700 þúsund milljónir) þá eru raunvaxtatekjur í landinu ekki minni en 60 milljarðar króna á þessu ári, þ.e. 1.154 milljónir á viku eða 231 milljón á hvern virk- an dag, sem gera 29 milljónir á hverja dagvinnustund eða 480 þús- und kr. á hveija dagvinnumínútu ársins! Þar með gjaldfalla 4 kr. á mínútu að meðaltali á hvern vinn- andi mann í landinu eða 240 kr. á hveija vinnustund. Hugsið ykkur bara - og þessi kostnaður var ekki til í samfélag- inu fyrir 12 árum. Þar áður var sparifé gefið. Þau taka aldeilis breytingum, grundvallargildin í okkar litla eyríki og við verðum svo sannarlega að leggja okkur öll fram ef við eigum að geta skilað sparifjáreigendum 480 þúsund króna hagnaði hveija mínútu áður en nokkuð kemur til skiptanna. Skattlagning vaxtatekna Skattlagning allra raunvaxta- tekna myndi í einu vetfangi leysa tekjuvanda ríkissjóðs, enda eru vextir helsta form hagnaðar á ís- landi í dag. Og þó allar vaxta- greiðslur væru frádráttarbærar frá tekjum til skatts hjá einstakling- um, eins og nú er hjá fyrirtækjum, myndi tekjuaukning ríkissjóðs eyða fjárlagahallanum. í flestum siðmenntuðum ríkjum eru vextir skattlagðir eins og aðrar tekjur og engum finnst neitt merkilegt við það. Hvers vegna hefur skattlagn- ing váxtatekna ekki komist á hér þó svo síðustu 4 fjármálaráðherrar hafi opinberlega haft það í huga og þó svo hér sé um að ræða upp- hæðir sem nema fjórföldum samanlögðum hagnaði fyrirtækja í landinu. Væru allar vaxtagreiðslur frá- dráttarbærar til skatts og allar vaxtatekjur skattskyldar eins og ' aðrar tekjur, myndu tekjuskattar launatekna (39,78%) lækka um ca. 6 milljarða króna og tekjuskattar sparifjáreigenda (35%) verða ca. 15 milljarðar. Skatttekjur ríkisins ykjust því um 9 milljarða en það gæfi þriggja milljarða greiðsluaf- gang miðað við forsendur fjárlaga. Slík afgerandi breyting á tekju- jöfnuði ríkissjóðs myndi hafa af- gerandi áhrif á sparifjármarkaðinn þar sem ríkið gæti dregið úr lán- tökum sínum innan lands um 800 milljónir á mánuði. Það hefði í för með sér heiftarlegt offramboð sparifjár á markaðnum og vaxta- hrun. Það vaxtahrap myndi síðan að sjálfsögðu minnka vaxtaskatt- inn en lækkun vaxtakostnaðar rík- isins myndi fullkomlega bæta rík- inu það upp. Jákvæðast af öllu væri þó að vaxtakostnaður fyrirtækja og fjöl- skyldna myndi stórlækka og spari- fé þyrfti að leita í áhættu^árfest- ingar til ávöxtunar. Að sjálfsögðu færi þá sparifé í einhveijum mæli úr landinu til að leita betri ávöxt- unar erlendis. Það þyrfti þó alls ekki að vera neikvætt því ríkið gæti jafnað gjaldeyrissjóði þjóðar- „ Að sjálfsögðu færi þá sparifé í einhverjum mæli úr landinu til að leita betri ávöxtunar erlendis. Það þyrfti þó alls ekki að vera nei- kvætt því ríkið gæti jafnað gjaldeyrissjóði þjóðarinnar með er- lendum lánum á lágum vöxtum.“ innar með erlendum lánum á lág- um vöxtum. Eina breytingin yrði sú að til landsins kæmu erlend lán á lágum vöxtum og úr landinu færi sparifé á háum vöxtum. Þann- ig héldist ávöxtun sparifjár lands- manna en vaxtagjöld þjóðarinnar myndu minnka. í fyrsta sinn kæmi vaxtagróði inn í eyríkið okkar. Markmið íslenskrar efnahagsslj órnar Núverandi staða íslensks spari- fjár er úr öllum takti við tilveruna. Ahætta í atvinnurekstri hefur aldr- ei verið meiri, ávöxtun fjárfestinga aldrei minni og samdráttur í at- vinnulífinu aldrei meiri. Hvemig í ósköpunum má það þá vera að vextir hafa aldrei verið hærri og að spariféð er undanskilið allri áhættu með verðtryggingu ávöxt- unarinnar og ríkisábyrgð flestra skuldbindinga. Öðru vísi mér áður brá þegar mikill skortur var á lánsfé en vextir voru samt dúndr- andi neikvæðir. Fyrir rúmum ára- tug voru menn settir í steininn ef þeir lánuðu út á helmingi lægri vöxtum en nú tíðkast. Og þá hefur fagnaðarerindið um gnægð lánsfjár á markaðnum al- gerlega brugðist. Á verðbólguár- unum þegar spariféð hvarf jafn- harðan, var alltaf nóg af fjármagni í umferð. í raun of mikið, því það var sama hvað vörur hækkuðu, alltaf voru kaupendur. Raunvextir í landinu eru jafn gamlir fijálshyggjunni í íslenskum stjórnmálum, baráttunni fyrir at- hafnafrelsi ávöxtunar og fijálsum fjármagnsmarkaði. Pijáls ávöxtun átti að auka spariféð og tryggja fjármagn til athafna. Unga kynslóðin gleypti í sig þessa nýju frelsishyggju því allir ætluðu að „meikaða". Ungt fólk vildi fá aðgang að framkvæmdafé til stórræða og háa ávöxtun vænt- anlegs hagnaðar. Þá voru einnig sterk öfl innan miðaldra forystu verkalýðshreyfingarinnar sem litu hávaxtastefnu hýru auga. Þeir sáu fram á greiðsluþrot lífeyrissjóð- anna nema sjóðunum færi að græðast fé. Þeir voru af einhveij- um ástæðum á móti gegnumstrey- missjóðum og höfðu áhyggjur af ævikvöldinu. Það var því víðtæk samstaða um raunvaxtastefnuna og að sjálf- sögðu vildi enginn greiða skatt af þessum nýja tekjustofni. Það mátti Jólakort KFUM og K SALA er hafin á jólakorti KFUM og KFUK í Reykjavík. Þetta er annað árið sem félögin gefa út jólakort og gengur andvirði þess til æskulýðsstarfs þeirra. KFUM og KFUK starfa í flest- um hverfum Reykjavíkur og í ná- grannasveitarfélögum meðal barna og unglinga. Einnig eru starfandi KFUM og KFUK félög á lands- i byggðinni. KFUM og KFUK eru kristileg félög sem hafa að mark- miði að boða ungu fólki trúna á Jesúm Krist og byggja upp jákvæð lífsviðhorf og siðgæðisvitund þeirra. Kortið hannaði Bjarni Jónsson myndlistarmaður og prentun ann- aðist Prentbær. Jólakortin eru seld á skrifstofu KFUM og KFUK við Holtaveg (gegnt Langholtsskóla) og kostar hvert kort 65 krónur. (Fréttatilkynning) ekki íþyngja blessuðum spörurun- um, eða tvískatta smáspamað gamla fólksins eins og það var gjaman kallað í áróðrinum. Unga kynslóðin fékk sína vaxta- stefnu og nú er sama fólk að kikna undan vaxtabyrði heimilisins og kreppu í atvinnulífinu. Þá er hætt við að verkalýðsforystan gamla horfi nú áhyggjufull á framtíðar- sýn bama sinna og barnabama þó svo þeir hafi gulltryggt sinn eigin lífeyri. I lok áttunda áratugarins varð sú skoðun opinber stefna að alger hjöðnun verðbólgu og vöxtur spari- fjár væru forsendur áframhaldandi hagvaxtar í landinu. Síðustu 10 árin hafa hækkun vaxta, aukið frelsi fjármagns og baráttan við verðbólguna verið forgangsverk- efni allra ríkisstjórna. Ytri skilyrði hafa verið okkur hagstæð. Viðskip- takjör hafa batnað og fiskveiðar og verðmæti fiskafurða jukust nær allan síðasta áratug. En hver er árangurinn? Við höf- um náð því að ‘/5 hluti þjóðartekna fer í vaxtagreiðslur til innlendra sparifjáreigenda þar sem ekkert fór áður. Allt atvinnulíf þjóðarinn- ar hangir á horriminni og við horf- um fram á stórkostlegt atvinnu- leysi og stærri og fleiri gjaldþrot en nokkurn tíma áður. Allt hefur farið á versta veg en þó hefur markmiðum stjómvalda við efna- hagsstjóm landsins verið náð. Var ekki eitthvað bogið við markmiðin? Höfundur er framkvæmdastjóri Félagsíbúða iðnnema. HEFUR ÞIG DREYMT UM AÐ EIGNAST Miele ÞYOTTAYÉL? MIELE W701: VINDUHRAÐI600-1200 SN, MIELEGÆÐI. TILBOÐSVERÐ: 99.108,- KR. STGR.* VENJULEGT VERÐ: 117.763,- Tilboðið gildir meðan birgðir endast.. W W Jóhann Ölafsson & Co --^ SIINDABOHG M • IB4 RKYKJAVlK • SfMI AHH 5HH Opnunartími mánudaga til föstudaga 9-12 og 13-18. Lokað á laugardögum. *Verð miðast við gengi þýska marksins 15.10. 1992. SPASTEFNA haklin í Höfða> Hótel Loftíeiðum, fimmtud. 3. desémber 1992. kl. 14.00-11.00 Éfiiahagshorfur 1993 - „Sókn í íslensku atvinnulífi“ Kl. 14.00 Setning sþástefnuiyón Ásbergsson, formaður SFÍ. Kl. 14.10 „Sókn«t(4^fonsku atvinnulífi 1993.“ Davíð Oddssjah, forsætisráðheri... KJ. 14.30 „Árið 1993^ Stefán Ólafsson, prófessor og Ásmiypdur Stefánsson, fyrrver- aqdi ferseti ASÍ. Kl. 15.00 Kaffihlé Kl. 15.20 Spá fyr||Jækja um efnahagsþróun 1993. Hagstærðir, kjarasamningar, ríkis- búskapurinn, langtímahorfur. Umsjón: Arnar Jónsson, cand. oecon. Kl. 15.40 NyJ§T®!Wðir til stefnumótunar þjóða í atvinnumálúm. Christian Mariager fulltrúi frá Mc Kinsey & C^mpany. Kl. 16.10 1993 - Pallborðsumræður: Brynjólfur Bjlhiason, framkvíffffðastjóri Granda hf., Stefán Ólafsson, pró- fessor H.Í., Asmmfg^SWransson, fyrrverandi forseti ASÍ, Hannes Hólm- steinn Gissurarson, dósent H.í. og Thomas Möller, forstöðumaður rekstrar- deildar hf. Eimskipafélags íslands, sem jafnframt stýrir umræðum. Skráning er hafín í síma 621066 Arnar Jónsson Christian Mariager Hannes Hólmsteinn Gissurarson Brynjólfur Bjarnason Thomas Möller Stjórnunarfélag íslands Jón Ásbergsson Stefón Ólafsson Ásmundur Stefónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.