Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1992 I * „pettCL. er mjög U/hsseí gfifaw/na. fyrir 700kr. ]/íS sebjum merkimiSa. á. þo$ Sem d séencJur Sooo hr. " i Ég sagði þér að þú ættir ekki Ég fer þá út í tunnu í dag... að gefa vísindunum heilann að þér látnum ... HÖGNI HREKKVÍSI BREF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Fyrirspurn um handrit eftir Magnús Stephensen Frá Þórí Stephensen: Haustið 1807 fór Magnús Steph- ensen til Kaupmannahafnar ýmissa erinda. Þetta var á tímum Napó- leonsstríðanna, og voru Danir hallir undir Napóleon. Það leiddi til þess, að Englendingar hertóku Kaup- mannahöfn og settu m.a. siglinga- bann á íslandsför og hertóku skip, sem sigldu milli Danmerkur og Skotlands. Skipið, sem Magnús fór með, var hertekið og hann fluttur til Skotlands. Magnús komst þó þaðan til Kaupmannahafnar, eins og hann ætlaði sér. Dvaldi hann í Höfn fram á vor 1808, en komst þá út hingað aftur. Magnús hélt dagbók í ferð þess- ari. Fyrsti hluti hennar, frá upphafi ferðar, 1. september, og þar til hann náði til Kaupmannahafnar, 10. októ- ber 1807, er nú í eigu Reykjavíkur- borgar og Viðeyjar. Á Handritadeild Landsbókasafnsins er svo til fram- hald dagbókarinnar, þ.e. frá 1. jan- úar 1808, og til 30. apríl næsta vor áður en Magnús hélt heim. Ætla verður, að hann hafi haldið dagbók, en ekki er vitað um afdrif hennarfrá 11. októbertil 31. desem- ber 1807 og ef eitthvað hefur verið ritað eftir 30. apríl. Þar sem í ráði er að gefa ferðabók þessa út, þá er hér borin fram fyrirspurn. Er einhver, sem hefur þetta (þessi) handrit undir höndum eða veit um afdrif þess (þeirra)? Sé svo, þá þætti okkur, sem að væntanlegri útgáfu stöndum, afar vænt um að fá fregn- ir af þvi, sem þarna vantar. Eru þeir beðnir að hafa samband, annað- hvort við undirritaðan eða Ogmund Helgason forstöðumann Handrita- deildar Landsbókasafnsins. ÞÓRIR STEPHENSEN staðarhaldari í Viðey Magnús Stephensen Stj ómarskrárbrot Frá Einari Bimi Bjarnasyni: Ég vek athygli á því að eftirtald- ir menn sem allir eru þekktir og virtir lögfræðingar fullyrða að stað- festing EES-samningsins sé stjórn- arskrárbrot, þ.e. þeir Bjöm Þ. Guð- mundsson prófessor í lögfræði við Iagadeild Háskóla Islands, Guð- mundur Alfreðsson þjóðréttarfræð- ingur hjá Sameinuðu þjóðunum og einnig háskólakennari í Lundi í Svíþjóð, Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður og formaður lögfræðingafélagsins og Sigurður Helgason fyrrverandi sýslumaður og bæjarfógeti á Seyðisfirði. Hvern- ig geta þá menn eins og Björn Bjamason, Jón Baldvin Hannibals- son og Davíð Oddsson fullyrt að það sé alveg öruggt að EES-samn- ingurinn bijóti ekki í bág við stjómarskrána? Með því að gera það em þeir að segja það að þessir menn séu ómerkingar og að fjór- menningarnir sem Jón Baldvin fól það heimaverkefni á sínum tíma að rökstyðja það að EES-samn- ingurinn bryti ekki í bág við stjórnarskrána séu þeir einu sem hafi vit á málinu. Ég vek athygli á því að hver einasti Alþingismaður hefur svarið þess eið að bijóta ekki stjómarskrána og það hefur Forseti íslands líka gert ekki fyrir svo löngu. Þessum aðilum ber því skylda til að athuga vel rök þessara manna. Ég er ekki lögfræðingur, en ég tel eigi að síður að þessir ! menn hljóti að hafa eitthvað til síns máls og að það sé full ástæða fyrir menn í ábyrgðarstöðum svo sem Davíð Oddsson o.fl. að skoða vel og vandlega röksemdir þeirra. Ut- anríkismálanefnd Alþingis er eins 1 og er kunnugt ekki enn búin að skila af sér þessu máli. Hún ætti líka að skoða rök þessara manna vel og vandlega. Svo ætti stjórnar- skráin líka að njóta efans um það hvort um stjómarskárbrot er að ræða. EINAR BJÖRN BJARNASON nemi í stjórnmálafræði Brekkugerði 30, Reykjavík Víkveiji skrifar að er skemmtileg tilbreyting þegar skólarnir hafa for- göngu um að leiða saman eina kvöldstund eða svo heilar bekkjar- deildir ásamt kennara og foreldr- um, þar sem bömin eiga veg og vanda af því að undirbúa kvöld- skemmtun fyrir hvert annað og foreldrana. Víkveiji fór með barni sínu á slíka kvöldskemmtun í síð- ustu viku og mátti vart á milli sjá hvort foreldrar eða börn skemmtu sér betur. Bömin voru uppátektar- söm og leiddu grafalvarlega for- eldra fram á gólfið og öttu þeim í grettukeppni, spurningakeppi, landafræðikeppni, auk annarra uppákoma. Mömmur og pabbar voru ákaft kvött áfram af sínu barni hveiju sinni, og þegar börnin reyndu með sér, þá voru foreldrarn- ir ákafir í klappliðinu. Það færir foreldrið óneitanlega nær þeim veruleika sem barnið er að takast á við á hveijum degi, að sjá bekkj- arsystkinin og foreldra þeirra, hlæja og spjalla eina kvöldstund og njóta síðan óskaveitinga barn- anna, sem sáu jú um aðföngin. Ugglaust mætti gera mun meira af þessu en gert er, en þá er nú hætt við því að í þjóðfélagi nútím- ans, þar sem hraðinn og annir ætla alla lifandi að drepa, heltust fljótlega margir úr lestinni og því hallast Víkveiji að því að fyrir- komulag sem þetta, einu sinni til tvisvar á vetri, sé ágætis fyrir- komulag. xxx Ekki er síður mikið um að vera í öðrum skólum en þeim ríkis- reknu um þessar mundir. Þannig er undirbúningur tónlistarskólanna fyrir jólatónleika í algleymingi nú. Nemendur, jafnt byrjendur sem lengra komnir, æfa af kappi, bæði í hóptímum og einir. Til þess að venja hina ungu tónlistarflytjendur við að koma fram og leika tónlist sína fyrir áhorfendur, eru gjarnan haldnir tónfundir, þar sem foreldr- um, systkinum, vinum og ættingj- um er boðið að koma og hlýða á. Það er sérstaklega gaman að horfa og hlýða á yngstu flytjendurna, sem þrátt fyrir ungan aldur, virð- ast vera búnir að ná góðum tökum á sviðsskrekknum, hafi hann þá nokkurn tíma verið fyrir hendi. Ugglaust munu tónlistarmennirnir ungu búa að þessum skóla sínum alla ævi, þótt aðeins brot þeirra eigi eftir að hafa atvinnu af listinni. xxx tundum er þátturinn 60 Minut- es, sem Stöð 2 sýnir síðdegis á sunnudögum hallærislega gamall og þá undrar það Víkveija að þátt- urinn skuli ekki klipptur, þannig að það sem heyrir undir dagbundið eða tímabundið efni, sé einfaldlega klippt á brott úr þættinum og hann styttur að sama skapi. Síðastliðinn sunnudag var ósköp hjárænulegt að eitt burðarmála þáttarins skyldi vera umfjöllun um þá ákvörðun Ross Perots, síðastliðið sumar, að draga sig í hlé úr kosningabarátt- unni um forsetaembætti Bandaríkj- anna. Farið var ofan í saumana á þessu máli í þættinu á sunnudag, ásamt ásökunum Perots á hendur Bush-Quayleliðinu, í þá veru að staðið hefði til að tölvufalsa mynd af dóttur Perots, til þess að sverta | ímynd hennar, rétt áður en hún gekk í það heilaga. Sannarlega gömul og margþvæld lumma það, ( sem hefði, eftir alla þá umfjöllun sem málið fékk á síðastliðnu sumri og hausti, svo sannarlega mátt missa sín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.