Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1992 35 uppi á hæð og eru þar af leiðandi einnig að undirstrika og ýkja lands- lagið. En að ætla að fara áð byggja tvo turna ekki bara framan við hraunbrekkuna okkar, heldur í leið- inni að draga athyglina frá kirkju- turninum og skapa sjálfum miðbæ Hafnarfjarðar andlit tveggja ósam- stæðra turna og gera Thorsplanið að skuggabletti lungað úr deginum stóran hluta árs, það er ekki hægt að sætta sig við. Látum turnaslysið í Suðurmjódd, þar sem turnarnir drepa brekkuna fyrir aftan, verða okkur víti til varnaðar. Þeir sem staðið hafa að skipulag- inu segja gagnrýni á það koma of seint. Eg starfa við hönnun og í mínum huga eiga breytingar ein- mitt að koma á skipulags- og hönn- unartímanum. Það er aldrei hægt að segja að verkkaupi, sem í þessu tilfelli er fyrst og fremst Hafnfirð- ingar, komi of seint með breytingar á hönnun. Það verður of seint þeg- ar framkvæmdum er lokið. Verk- kaupinn verður að vera ánægður með verk sem á að þjóna honum. Uppbygging í miðbænum er orð- in brýn og stofnað hefur verið hluta- félag um uppbyggingu hans. En í gleði sinni yfir að dugmiklir aðilar eru tilbúnir að hefjast handa með uppbyggingu mega skipulagsyfir- völd bæjarins ekki tapa áttum hvað varðar heildaryfirbragð byggðar og tillitssemi við umhverfið í skipu- lagningu svæðisins. Það er ósk mín að skipulagið verði ekki gert að pólitísku þrætu- epli, þarna er á ferðinni eitt stærsta fagurfræðilega mál sem Hafnfirð- ingar hafa horfst í augu við á und- anförnum árum. Framkvæmdaaðil- ar, sem eiga hrós skilið fyrir kjark í þessu máli, gerðu farsælast að ríða á vaðið og leggja fyrir skipu- lagsyfirvöld breytingartillögu með meiri tilfinningu fyrir umhverfinu. Þannig fengjust „allir“ bæjarbúar til að styðja við bakið á fagmanaleg- um framkvæmdum. Höfundur er arkitekt. an er í raun orðin þrifaleg matvæla- iðja sem krefst vandaðra vinnu- bragða og vaxandi sérhæfingar. Neikvætt viðhorf til fiskvinnslu- starfa dregur verulega úr því að ungt fólk horfi til greinarinnar við náms- og starfsval. Ég tel einnig að þessi neikvæðni komi fram í menntastefnu þjóðarinnar, þar sem sá andi hefur verið ríkjandi að það sé fyrir neðan virðingu mennta- stofnana að fást við þorsk og ýsu, nema þá sem efnahagstölur eða á latínu. Þessu þarf að breyta með nánara samstarfi skóla og atvinnulífs. Höfundur er skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands. Lítil flugvél var í vanda Viðbúnaður var á Reykjavík- urflugvelli síðdegis á mánudag þegar ekki þótti ljóst hvort lítil farþegavél, TF ELD, hefði nægjanlegt eldsneyti til að lenda á vellinum. Flugstjóri vélarinnar hafði ætlað að lenda í Kulusuk en varð að snúa við vegna veðurs. Hann tilkynnti í fyrstu að ekki væri nægilegt elds- neyti á vélinni til að lenda í Reykja- vík og var þá óskað eftir nauðsyn- legum viðbúnaði frá varnarlið og flugmálastjóm. Á honum þurfti þó ekki að halda en þyrla á æfinga- flugi fylgdi vélinni inn til Reykjavík- ur. 3M Sandpappír Nýir eigendur að Sængur- fataversluninni Verinu NÝLEGA hafa orðið eigenda- skipti á Sængurfataversluninni Verinu, Njálsgötu 86. Nýju eig- endurnir eru Guðrún Sigur- steinsdóttir og Erna Kristins- dóttir Kolbeins, en hún hefur starfað við fyrirtækið í nær 30 ár. Sængurfataverslunin Verið hefur verið starfrækt í 32 ár, ásamt saumastofu, sem framleiðir hvers- konar rúmfatnað úr viðurkenndum efnum t.d. frá Fussengger og Dier- ing, einnig bróderuð vöggusett og barnasett í mörgum gerðum, dúxlök og teygjulök. Þar er einnig saumað- ar vöggusængur, sængur og koddar í öllum stærðum, rúmföt merkt og handklæði. Hinir nýju eigendur munu kapp- kosta við að veita alla þá þjónustu sem fyrirtækið héfur boðið. Verslunin er opin virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-14 nema desemberopnun verður á laugardögum eins og hjá öðrum verslunum. (Úr fréttatilkynningu.) Nýju eigendurnir, f.v. Erna Kristinsdóttir Kolbeins, Grima Sveinbjörnsdóttir, afgreiðslu- maður og Guðrún Sigursteins- dóttir. AEG þvottavél Lavamat 508 W Rétt verð 76.571 kf. Tilboð 62.490 kr. stgr. AEG uppþvottavél Favorit 775 U-w Rétt verð 75.806 kr. Tilboð61.390 kr.stgr. AEG ryksuga Vampyr 821 Rétt verð 16.239 kr. Tiiboð 11.490 kr. stgr. Gerðu heimilisstörfin auðveld með AEG! Tilboðið gildirtil 31. desember 1992. Umboðsmenn um allt land. Umboðsmenn Reykjavík og nágrenni oðsmenn Reykjav t og búið, Reyícjavik vestfiröir: Rafbúð Jónasar Þór, Patreksfirði BjarnabúÖ, Tálknafiröi Edinborg, Blldudal Verslun Gunnars Sigurössonar, Þingeyri Einar Guöfinnsson, Bolungarvík Straumur, Isafirði Austurland: Sveinn GuÖmundsson, Egilsstöðum Kf. Vopnfiröinga, Vopnafiröi Stál, SeyöisfiröT Verslunin Vfk, Neskaupstaö Hjalti Sigurðsson, Eskifiröi Rafnet, Reyðarfiröi Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi KASK, Höfn ngbraut BYKO, Kópavog BYKO. Hafnarfu BYKO, Hafnarfiröi Gos, Reykjavlk Hagkaup, Reykjavik Brúnás innréttingar, Reykjavlk Fit, Hafnarfiröi Þorsteinn Bergmann, Reykjavlk H.G. Guöjónsson, Reykjavlk Rafbúöin, Kópavogi Norðurland: Kf. Steingrlmsfjaröar, Hólmavlk Kf. V-Hún., Hvammstanga Kf. Húnvetninga, Blönduósi Rafsjá, Sauöáritróki KEA, Akureyri KEA, Dalvík Bókabúö Rannveigar, Laugum Sel, Mývatnssveit Kf. Þingeyinga, Húsavík Urö. Rautarhöfn Suðurlar.d: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli Mosfell, Hellu Arvirkinn, Selfossi Rás, Þorlákshöfn Brimnes, Vestmannaeyjum Vesturland: Málningarþiónustan, Akranesi Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi Blómsturvellir, Hellissandi Guöni Hallgrlmsson, Grundarfiröi Ásubúö, Buðardal Reykjanes: Stapafell, Keflavfk Rafborg, Grindavik © ORMSSON HF Lágmúla 8. Sími 38820

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.