Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUPAGIJK 2. ,-DESEMgER, 1992 25g 13 fórust er flug*vélar skullu saman ÓTTAST er að áhafnir tveggja bandarískra herflugvéla, 13 menn samtals, hafi týnt iífj þegar flugvélarnar skullu saman á flugi og hröpuðu til jarðar. Atvikið átti sér stað við æfingar á mánu- dagskvöld skammt frá bænum Chinook í Montanaríki. Flugvél- arnar voru herflutningavélar af gerðinni C-141 og voru flug- mennirnir að æfa sig í að taka eldsneyti á flugi úr KC-135 tank- vél. Ekki er vitað um orsakir slyssins. Nýtt stríð í Angóla yfir- vofandi STJÓRNARHERINN í Angóla hefur misst vald á borgunum Uige og Negage í hendur UNITA-skæruliðum eftir harða tveggja sólarhringa bardaga. I þeirri síðarnefndu er mikilvæg flugstöð. Ríkisútvarpið í Lúanda skýrði frá þessu í gær og hafði eftir einum af hershöfðingjum stjórnarhersins að herinn byggi sig nú undir nýtt borgarastríð. Þrýstingur eykst á ERM HELMUT Schlesinger banka- stjóri þýska seðlabankans sagði í gær að ekkert svigrúm yrði til vaxtalækkunar í náinni framtíð. Við það hófst mikil spákaup- mennska, einkum með franska franka og lírur. Lækkaði gengi þeirra þrátt fyrir mikil franka- kaup franska seðlabankans. Frankinn er einn af veigamestu gjaldmiðlum Gengissamtarfs Evrópu (ERM) og má samstarfið ekki við miklum þrýstingi á hann. Fjármálasérfræðingar sögðu í gær að ERM yrði í hættu þar til Þjóðveijar lækkuðu vexti sína. Lubys for- sætisráðherra í Litháen ALGIRDAS Brazauskas nýkjör- inn forseti þings Litháens og for- maður Lýðræðislega verka- mannaflokksins útnefndi í gær Bronislovas Lubys í starf forsæt- isráðherra. Búist er við að þingið staðfesti útnefninguna í dag. Lubys er óflokksbundinn 54 ára gamall efnaverkfræðingur og var aðstoðarforsætisráðherra í frá- farandi ríkisstjórn Sajudis-hreyf- ingarinnar. Hann sagðist í gær myndu halda áfram á sömu braut og fyrri stjórn með smáleiðrétt- ingum, eins og komist var að orði. Reuter Bændur mótmæla í Strassborg Um 50.000 bændur, víðs vegar að úr heimi, efndu til fundar í Strassborg í Frakklandi í gær til að mótmæla samkomulagi Evrópubandalagsins, EB, og Bandaríkjanna um landbúnaðarkafla GATT-viðræðnanna. Fóru flestir með friði en um 150 manna hópur efndi til óláta, reif upp grjót úr götum og notaði sem vopn gegn lögreglunni. Aður en gengið var þangað voru brenndar brúður í líki samningamanna EB og Bandaríkjanna og ræðu- menn sögðu bændur aldrei mundu gefast upp fyrir Bandaríkjamönnum og hagsmunum stórfyrirtækja. Þar sem gangan fór um var skólum lokað og allt lauslegt fjarlægt, til dæmis bekkir, ruslafötur, grindverk og fleira. Ríkisendurskoðandi Bretlands Könnun gerð á máli Lamonts # London. Reuter. JOHN Bourn, ríkisendurskoðandi Bretlands, skýrði þingmönnum frá því á mánudagskvöld að hann hygðist kanna hvort það hefði verið í samræmi við reglur að breska fjármálaráðuneytið greiddi 4.700 punda (um 450.000 ISK) lögfræðikostnað fyrir Norman Lamont fjár- málaráðherra. Var þetta hluti af 23 þúsund punda lögfræðikostnaði ráðherrans við að úthýsa vændiskonu, Söru Dale, sem tekið hafði kjallara í húsi hans á leigu. Fékk ráðuneytið einn af þekkt- ustu lögfræðingum Bretlands til að svara fýrirspurnum og leiðrétta meintar rangfærslur, er málið kom upp í fjölmiðlum í apríl á síðasta ári. Vændiskonan, sem raunar titl- aði sig „kynlífs-meðferðarfræðing“, fór sjálfviljug úr íbúðinni nokkrum vikum eftir að málaferli hófust. Lamont og flármálaráðuneytið veija það að almannafé hafi verið notað til að greiða hluta lögfræði- kostnaðarins með þeim rökum að þennan kostnað megi rekja til þess að Lamont gegni opinberu emb- ætti. Breska dagblaðið Independent hefur skýrt frá því að ákvörðun fjár- máluráðuneytisins hafi byggst á leynilegum reglum innan bresku stjórnsýslunnar, þar sem kveðið er á um að greiða skuli lögfræðikostn- að ráðherra vegna mála sem tengj- ast störfum þeirra. Reglurnar voru fyrst settar af endurskoðunardeild fjármálaráðuneytisins árið 1975, með samþykki lögfræðinga ráðu- neytisins, og endurnýjaðar árið 1990. Stjórnarandstaðan í Bretlandi krefst þess að Lamont segi af sér vegna málsins og háværar kröfur eru einnig uppi innan íhaldsflokks- ins sama efnis þó af öðrum ástæð- um sé. Lamont hefur legið undir miklu ámæli allt frá því að stjórnin ákvað að taka breska pundið úr Gengissamstarfi Evrópu (ERM) í september. Til viðbótar við lög- fræðikostnaðarmálið hafa loks bæst fréttir undanfarna daga um að ráð- herrann hafi farið yfir leýfilegar úttektarheimildir á einu greiðslu- korta sinna og ítrekað vanrækt að greiða á réttum tima. Þjóðaratkvæðagreiðsla í Sviss Höfuðandstæð- ingi EES líkt við sjálfan Satan Ziirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. MIKLUM fundahöldum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um aðild Sviss að evrópska efnahagssvæðinu (EES) næstkomandi sunnu- dag er lokið. Christoph Blocher, leiðtogi andstæðinga aðildar, hélt lokafund með stuðningsmönnum sínum í Ziirich á laugar- dagsmorgun og var þreytulegur eftir langa baráttu. Hann not- aði helming ræðutímans til að fjalla um kosningaslaginn og fór ekki fögrum orðum um hann. „Fjölmiðlar hika ekki við að reka hræðsluáróður þessa fáu daga sem eftir eru og þeir eiga eftir að skrifa margt ljótt um mig,“ sagði atvinnurekandinn en gaf í skyn að hann myndi standa það af sér eins og árásir í margri kosningabaráttunni hingað til. Það er meira í húfi fyrir þjóðina í þessum kosningum en yfirleitt og baráttan er því óvenju hörð. Hópur andstæðinga Blochers í Fribourg hvatti stuðningsmenn EES til dæmis til að mæta vel á kosningafund með honum þar og sjá til þess að „Satan“ ætti ekki of þægilega kvöldstund í borg- inni. Hann er kallaður lýðskrum- ari og lygari og vinir hans í við- skiptaheiminum eru sagðir hafa snúið við honum baki. Robert Studer, bankastjóri SBG, stærsta bankans í Sviss, þar sem Blocher situr í stjórn, sótti kosningafund með honum í Winterthur í síðustu viku í fylgd með sjónvarpsmönn- um og úr varð stórfrétt af því að Blocher skipaði bankastjóranum að stytta mál sitt þegar hann vildi koma skoðunum sínum á aðild að EES á framfæri; Studer er hlynnt- ur aðild. Studer sagðist vera von- svikinn með óábyrgan málflutning Blochers og nú er talið ólíklegt að hann verði endurkjörinn í stjórn SBG í vor. Blocher er 52ja ára milljóna- mæringur. Hann á Ems-efnafyrir- tækið þar sem yfir 2.500 manns starfa, er þingmaður Svissneska þjóðarfiokksins (SVP) og situr í stjórnum ýmissa fyrirtækja. Hann hefur verið sakaður um áð greiða lág laun og hóta starfsmönnum uppsögnum ef þeir tala illa um hann eða fyrirtækið. Prófessor sem hefur setið í stjórn Ems- Chemie í nokkra mánuði sagði sig úr stjórninni fyrir helgina og kenndi einstrengingslegri stefnu Blochers um. Margir áiíta að Bloc- her vilji komast í sjö manna ríkis- stjórn landsins en hann benti rétti- lega á i sjónvarpsþætti í síðustu viku að hann myndi varla ná kjöri í þjóðþinginu eins og það er nú samansett. Sameinað þing kýs ráðherra landsins. Blocher greiðir oftar atkvæði Christoph Blocher. gegn tillögum í þinginu en nokkur annar þingmaður. Hann er reynd- ur leiðtogi „fólksins gegn tillögum hinna ráðandi afla“, þ.e.a.s. ríkis- stjórnarinnar, þjóðþingsins, við- skiptaheimsins og fjölmiðla. Hann barðist til dæmis gegn aðild Sviss að Sameinuðu þjóðunum og bar sigur úr býtum en varð undir í baráttunni um aðild að Alþjóða- bankanum og Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum. Hann hefur ekkert á móti því að Sviss hafí samvinnu við alþjóðastofnanir og bandalög en vill ekki bindast þeim. Hann segir að við það missi þjóðin yfír- sýn og möguleika á að velja og hafna verkefnum sem henni býðst að taka þátt í. Hann telur Sviss- lendinga fórna of miklu af sjálfs- ákvörðunarrétti sínum í samn- ingnum um EES og óttast straum útlendinga til landsins, atvinnu- le'ysi, lægri laun og skattahækk- anir ef þjóðin gerist aðili að hon- um. Hann hefur þess vegna barist af hörku gegn EES og stuðlað með því að klofningi þjóðarinnar í tvær hatrammar fylkingar. efhann er tengdur stafrœna símakerfinu Þriggja manna tal Þú getur komið á símafundi með þremur þátttakendum. Viðmælendur þínir tveir geta verið hvar sem er á landinu eða jafnvel í sínu landinu hvor. Þú getur talað við systur þína sem býr á ísafirði og bróður þinn sem býr í Danmörku í einu. Svona ferðu að: fyrst hringir þú í númer systur þinnar. Þegar hún hefur svarað ýtir þú áQ og bíður eftir són og hringir síðan í bróður þinn. Þá tengirðu ykkur öll saman með því að ýta á Q og svo á 3. Ef bróðir þinn svarar ekki færðu aftur samband við systur þína með því að ýta á Q Þú getur nýtt þér alla möguleika sérþjónustu stafræna stmakerfisins með því að greiða 790 kr. skráningargjald. Til að fá nánari upplýsingar um sérþjónustuna getur þú hrfngt í Grænt númer 99-6363 á skrifstofutíma (sama gjald fyrir alla landsmenn), á söludeild Pósts og síma eða á næstu póst- og símstöð. SÉRÞJÓNUSTA sImans Nð er meiro spunnið í símann þinn en þú heldur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.