Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1992 9 NYKOMIN LEÐURSTÍGVÉL Stærðir: 37—46. Verð: 7.990,- Litur: Svart. Einnig gott úrval af karlmannaskóm. Sendum í póstkröfu. SKOSALAN Laugavegi 1 (gegnt Skólavörðustíg), sími 16584. Nú er rétti tíminn til að hefja reglulegan sparnað með áskrift að spariskírteinum Mikilvægi þekkingar Reich kennir við John F. Kennedy-skólann í Harvard og hafa þeir Clinton verið vinir um árabil. Kynntust þeir árið 1968 þegar báðir fóru til Oxford í Englandi til náms. Báðir gengu þeir svo í lagaskóla Yale- háskóla. Reich hefur gef- ið út átta bækur um al- þjóðlega hagfræði, og heitir sú nýjasta, Vinna þjóðanna. I grein sem birt Var í þýska tímaritinu Der Spiegel fyrir skömmu reifar Reich þau ráð sem hann myndi gefa Banda- rikjastjórn ef hann væri spurður um það hvemig mætti lækna bandarískt efnahagslíf. Hann telur vandann tvíþættan. Ann- ars vegar sé skammtíma- vandi, kvef, sem lýsi sér í þvi að skuldum vafin fyrirtæki treysti sér ekki til að veija fé til fjárfest- inga fyrr en þau hafi vissu fyrir þvi að eftir- spurn verði eftir nýjum vörum. Hann telur vaxta- lækkun óráðlega, jafnvel þó að Þjóðveijar sýni aukinn sainstarfsvilja í þeim efnum, vegna þess að hún gæti orðið til þess að gengi dollars hryndi og fjárfestar misstu end- anlega traust á honum. Hinar miklu skuldir bandariska rikisins segir Reich gera að verkum að það væri stórhættulegt, jafnt fyrir gengi dollars sem bandariskan hluta- bréfamarkað, ef farið yrði út í frekari skulda- söfnun. Það gæti þó reynst nauðsynlegt, til að koma efnahagslífinu i gang, ef „kvefið“ væri ekki horfið í byijun næsta árs. Forsetinn ætti þá ekki annarra kosta völ en að fjárfesta þegar í stað i vegagerð og öðrum op- inberum framkvæmdum. Það yrði hins vegar að koma skýrt fram þá þeg- ar að reikninginn ætti að borga með skattahækk- unum og samdrætti ríkis- útgjalda. Langtímavandami, sýkinguna, segir Rcicli Robert Reich Hugmyndir Reichs Hagfræðikennaranum Robert Reich hefur verið falið af Bill Clinton, nýkjörnum forseta Banda- ríkjanna, að undirbúa stefnu demókrata í efna- hagsmálum. Reich segir í nýlegri tímaritsgrein að skipta megi efnahagsvanda Bandaríkjanna í tvennt. Annars vegar skammvinnu efnahags- legu „kvefi“, sem brátt muni hverfa, og hins vegar alvarlegri sýkingu, sem óvíst er hvort hægt verði að lækna. fólginn í tekjumuninum í þjóðfélaginu. „Nú er að verða til þriðjaheimsþjóð innan landamæra Banda- rílgaima. Og þessi þjóð stækkar örar en skulda- baggi ríkisins. Á sama tíma draga hinir auðugu sig í hlé inn í þægileg úthverfi eða afgirt hverfi. Miðstéttin sem áður var svo stór er að minnka; í Bandaríkjunum eru að verða til með miklum hnaða tvö liagkerfi sem hafa lítil tengsl sín á milli: annað er í skrifstofutum- unum og iðngörðunum en hitt á götum borganna," segir Reich. Skýringuna á því að tekjumunuriim fari vax- andi segii- hami m.a. þá að miðlungsvel borguðum störfum fækki. T.d. skrif- stofustörfum sem áður gátu tryggt fólki með stúdentspróf eða þeim sem hættu framhalds- námi góðar tekjur. Því valdi aukin vélvæðing og sjálfvirkni, aukin alþjóða- viðskipti og aukið vægi þekkingar. Á öllum svið- um sé krafist aukinnar menntunar. Nú séu þeir starfsmenn eftirsóttastir sem geti greint vandamál og leyst þau. Reich segir að skilyrði þess að fjölga megi Bandaríkjamöimum sem koma til greina í vel borguðu störfin sé efling menntakerfisins. Nefnir hann eftirfarandi atriði m.a.: Gera verði fólki kleift að endurmennta sig, eða stunda svokallað sinám. Tengja beri námið starfinu þannig að fólk geti bætt við sig þekkingu án þess að þurfa að hætta vinnu. Reich leggur til að öll fyrirtæki af tiltekinni lágmarksstærð veiji hluta fjár síns til mennt- unar starfsfólks og þá eigi þeir að ganga fyrir sem ekki hafa háskóla- próf. Haim vill að ríkið veiti námslán sem aimað- hvort skuli endurgreidd að námi loknu eða endur- goldin með samfélags- þjónustu. Hann leggur til að haldin verði samræmd próf í grunnskólum um landið allt. Skólar sem ekki næðu lágmarksút- komu fengju sérstakan stuðning hins opinbera. Hann vill fjölga dagheim- ilum og segir að ekki eigi að líta á þau sem félags- lega þjónustu eingöngu heldur einnig tæki til að auka framleiðni. Skjöl Nixons Bandarískur dómstóll ákvað á dögunum að af- henda bæri Richard Nix- on, fyrrum Bandaríkja- forseta, skjöl sem hann var sviptur í tengslum við Watergate-málið og að honum bæri að greiða skaðabætur. Þetta mál hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og við- brögð verið misjöfn. í for- ystugrein New York Tim- es um það segir m.a.: „Það er nógu slæmt að Nixon skuli fá þessi skjöl dæmd í sína vörslu, en þama er um ræða skjöl embættis, sem hami mis- notaði. Það er hins vegar farið út fyrir öll velsæm- ismörk með því að láta bandaríska skattgreið- endur greiða fyrir skjöl, sem samkvæmt öllum hefðbundnum lagatúlk- unum, eru þegar þeirra eign. Hvemig gat áfrýjunar- dómstóllinn í Washington komist að þessari fái'án- legu niðurstöðu? . . . í áranna rás hefur forset- um tekist að gera laga- legt tilkall til skjala sinna, fyrst og fremst vegna þess að þau vom i þeirra vörslu á meðan þeir gegndu embætti. í stað þess að rífast við fráfar- andi forseta hafa embætt- ismemi samið um tak- markaðan aðgang. En þeh' samningar tóku aldr- ei á spurningunni um eignarhald. Og jafnvel þó að maður fallist á þau vafasömu rök að flestir forsetar hafi átt skýrt til- kall til þeirra skjala, sem fjalla um opinber embætt- isverk þeirra, þá hefur Nixon engan rétt á að hagnast Ijárhagslega á þeim skjölum, sem em afrakstur forsetatíðar hans.“ ríkissjóðs. Notaðu símann núna, hringdu 1 62 60 40, 69 96 00 eða 99 66 99 sem er grænt númer. RÍKISVERÐBRÉFA Kalkofnsvegi 1, Hverfisgötu 6, sími 91- 626040 sími 91- 699600 Kringlunni, sími 91- 689797 t: RABBFUNDUR. í VÍB-STOFUNNI I FLUGTAKSSTÖÐU EFTIR 500 MILUÓNA KRÓNA SPARNAÐ A morgun, fimmtudaginn 3. desember, verður Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða hf., í VÍB-stof- unni og ræðir við gesti um stöðu og framtíð Flugleiða. Verður viðunandi hagnaður af rekstri félagsins í framtíðinni? Hvernig er útlit ársins 1993? Er einhverra breytinga að vænta í rekstri félagsins? Verður leitað samstarfs við erlend flugfélög? Fundurinn hefst kl. 17:15 og er öllum opinn. Ármúla 13a, 1. hæð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.