Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1992 Þroskahjálp Fallið verði frá sparn- aði á kostnað fatlaðra LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp skora á ríkisstjórnina að falla frá sparnaði á kostnað fatlaðra í landinu. Slíkur sparnaður muni bitna á þeim sem síst geta varið málstað sinn og verða að reiða sig á félagslega aðstoð til þess að geta lifað lifinu með reisn, segir í frétt frá samtökunum. Samtökin lýsa þungum áhyggj- um af fréttum um tillögur í ríkis- stjórn um skerðingu Framkvæmda- sjóðs fatlaðra um 100 milljónir frá því sem fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir eða úr 350 milljónum í 250. Sjóðnum var komið á fót fyrir rúmum áratug og ætlað að koma upp þjónustustofnunum og heimil- um fatlaðra. Þrátt fyrir að sjóðurinn hafi sjaldnast náð þeirri upphæð sem gefin var fyrirheit um í upp- hafí hefur tilvist hans skipt sköpum fyrir alla uppbyggingu í mála- flokknum. Enn eru óunnin verk eins og bið- listar fyrir húsnæði fatlaðra sýna og eru 270 á biðlista í Reykjavík og Reykjanesumdæmi, segir í álykt- uninni. Skerðing sjóðsins muni þýða mikinn samdrátt í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis fyrir þennan hóp og auk þess seinka fyrirhuguðum flutningi fólks af Kópavogshæli í sambýli. Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1993 endurspeglaði skilning stjóm- valda á að málefni fatlaðra hefðu lengi setið á hakanum og að ekki þætti fært að skerða þjónustu við þennan hóp, jafnvel á samdráttar- tímum í þjóðfélaginu. „Þessi viðhorf kunnu Landssamtökin Þroskahjálp vel að meta og því er það mikið áfall að heyra hugmyndir um stór- felldan niðurskurð á Framkvæmda- sjóðnum." Munurn komið fyrir í sýningarkassa í Nýhöfn í gær, Morgunblaðið/Björn Blöndal Nýja smábátahöfnin í Gróf, þar er nú viðlegupláss fyrir 58 báta. Ætlunin er að lengja styttri grjótgarðinn í hafnarmynninu í ljósi reynslunnar um helgina þar sem nokkur öldugángur myndaðist í höfninni í austanrokinu á sunnudaginn. Ný smábátahöfn í Grófinni í Keflavík Samgönguráðherra og föru- neyti komu í lóðsbátnum Keflavík. HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra opnaði formlega nýja smá- bátahöfn í Grófinni í Keflavík á föstudaginn að viðstöddu fjöl- menni. Ráðherra kom siglandi að nýju höfninni í hafnsögubátnum ásamt föruneyti og á eftir kom fjöldi smábáta. Fyrir hafnarmynnið hafði verið strengdur borði í fánalitunum sem ráðherra klippti í sundur sem tákn um formlega opnun. Kristján Pálsson, bæjarstóri í fyrir. Kristján sagði að tilboð í verk- Njarðvík, sem er stjórnarformaður ið hefðu verið ákaflega hagstæð og Landshafnarinnar Keflavík/Njarð- vík, skýrði frá byggingasögu hafn- arinnar við þetta tækifæri. Kristján sagði að að loknum nokkrum athug- unum hefði Grófin verið talin hag- kvæmasti kosturinn til hafnargerð- ar. Kristján sagði að kostnaðurinn við nýju höfnina næmi nú um 99 milljónum og væri hann nokkru meiri en upphaflega var gert ráð hefði tilboð Hagvirkis-Kletts í gijót- garð, gröft og fyllingu aðeins num- ið um 39% af kostnaðaráætlun hafnamálastofnunar. Einnig flutti séra Ólafur Oddur Jónsson, sóknar- prestur í Keflavík, stutta hugvekju og blessaði höfnina og síðan bauð hafnarstjóm öllum viðstöddum að þiggja veitingar. Nú eru tvær flotbryggjur í höfn- inni og viðlegupláss fyrir 58 báta og áætlanir eru uppi um að koma upp þriðju bryggjunni næsta vor og þá geta 84 bátar legið í höfn- inni. Þá er verið að ljúka við gerð löndunarbryggju og olíubryggju. í austan hvassviðrinu á sunnudaginn varð nokkur öldugangur í höfninni og sagði Pétur Jóhannsson hafnar- stjóri að þetta væri versta áttin. Hann sagðist búast við að þessi galli yrði lagfærður með því að þrengja innsiglinguna frá því sem nú væri með því að lengja styttri gijótgarðinn. „Þessi höfn á að geta verið eins og andapollur", sagði Pétur ennfremur. -BB Fomleifar úr Reykjavík og Viðey sýndar í Nýhöfn SÝNING á fomleifum, sem fundist hafa við uppgröft í miðbæ Reykja- víkur og í Viðey, verður opnuð í Nýhöfn, listasal við Hafnarstræti, fimmtudaginn 3. desember. Þar verða meðal annars sýndar vaxtöfl- ur frá 15. öld með áletrun á hollensku og latínu, sem fundust í Við- ey árið 1987. Enginn þeirra muna, sem á sýningunni verður, hefur áður venð sýndur opinberlega. Að sögn Margrétar Hallgríms- dóttur borgarminjavarðar er annars vegar um að ræða fornleifar frá landnámsöld sem fundust árin 1971 til 1975 við uppgröft við Aðalstræti og Suðurgötu í Reykjavík, og hins vegar fornleifar frá 12. til 16. öld sem hafa fundist í Viðey síðasta áratug. Minjarnar frá landnámsöld eru einkum hlutir sem tengjast daglegu lífí og starfi fólks, svo sem bútar af vefnaði, snældusnúðar og kljá- steinar af vefstöðum. Þeir fundust einkum þar sem nú eru Aðalstræti 14 og 18 og Suðurgata 3 og 5. og gefur það til kynna að bæjarstæði landnámsmanna hafi verið á þessum slóðum. Þeir gripir sem fundist hafa í Við- ey, og verða á sýningunni, eru frá 12.-16. öld, eða fram að siðaskiptum. Þar eru merkastar vaxtöflur frá 15. öld með letri á hollensku og latínu. Margrét sagði, að á þessum tíma hefði verið hér hollenskur biskup, Godsvin Conhaer að nafni, og hugs- anlegt væri að hann hefði borið þess- ar töflur út í Viðey í heimsókn til Viðeyjarklausturs. Margrét sagði mjög sjaldgæft að slíkar vaxtöflur fyndust áskrifaðar, þar sem vaxið eyddist yfirleitt með tímanum. Morgunblaðið/Sverrir Starfsfólk Laxins hf. í vinnsluaðstöðu fyrirtækisins á Laxalóni. Frá vinstri: Ólafur Skúlason, Camilla Hentzer, Kristinn Ólafsson og Karl Ólafsson. Gjaldmiðlarnir hafa ekki fallið - segir Ólafur Ragnar Grímsson ÓLAFUR Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins segir að svar Seðlabankans við spurningum hans um gengisbreytingar peset- ans og escudos staðfesti að gengi íslensku krónunnar hafi, að því er virðist, verið fellt í fljótfærni. I svari Seðlabankans kemur fram að gengisbreyting escudos gagnvart þýska markinu síðustu þrjá daga fyrir gengisfellingn íslensku krónunnar hafi verið 0,2% og 0,5% gagn- vart ECU. Breyting á pesetanum _ hafi verið 0,1% gagnvart þýska markinu og 0,5% gagnvart ECU. Á tímabilinu frá 20. nóvember til 30. nóvember hafi allar breytingar þessara gjaldmiðla verið innan við eða um 1%. Ólafur sendi Seðlabankanum spurningar á mánudag um hvort markaðsgengi þessara gjaldmiðla hefðu í raun breyst eða ekki og ósk- aði jafnframt eftir svari við hvort ekki væri ætíð miðað við raunveru- legt markaðsgengi þegar erlendur gjaldmiðill væri skráður hér á landi. í svari Seðlabankans, sem undir- ritað er af Jóhannesi Nordal seðla- bankastjóra og Axel Pálmasyni, kemur, auk framangreindra upplýs- inga, fram að þann 23. nóvember hafi tekið gildi ný viðmiðunarmörk í gengissamstarfi Evrópubanda- lagssins, sem áður voru ákveðin 17. september 1992. Við breytinguna Iækkaði viðmiðun pesetans og escu- dos um það bil um 3% gagnvart ECU. „Heildaráhrifin eru u.þ.b. 6% lækkun á viðmiðúnarmörkum peset- ans og escudos gagnvart ECU. Sam- fara lækkaði viðmiðunargengi peset- ans og escudos gagnvart einstökum myntum í samstarfinu u.þ.b. 6%,“ segir í svari Seðlabankans. Einnig kemur fram í svarinu að miðgengi erlendra gjaldmiðla erlendis er lagt til grundvallar skráningu kaupgeng- is hérlendis og að engar unndantekn- ingar séu frá þeirri reglu. Ólafur boðaði til fréttamanna- fundar á mánudag og sagði að sé litið yfir síðustu vikur sé það eina sem gerst hafi á gjaldeyrismörkuð- um að sænska krónan hafi verið felld. Norska krónan standi enn, spænski pesetinn standi enn á gjald- eyrismörkuðum og portúgalski gjaldmiðiilinn haldi einnig velli. Raunverulegt gengi þessara gjald- miðla hafi ekki breyst frá þvi að forsætisráðherra gaf út yfirlýsingu sína 19. nóvember. Aðeins viðmiðun- armörkum gjaldmiðlanna hafí verið breytt en það hafí ekki haft nein áhrif á raunverulegt gengi þessara tveggja gjaldmiðla. Laxinn hf. kynnir vörur frá Laxalóni LAXINN hf., rúmlega hálfrar aldar gamalt fyrirtæki, sem hóf starf- semi á nýjan Ieik á síðasta ári, kynnir nú ýmsar vörur úr eldisfiski. Þar á meðal er nýjung í umbúðum, sem felst í að neytendum er boðið upp á sósu með innihaldi hvers bréfs af fiski. Laxinn hf. var stofnaður árið 1940 af Skúla Pálssyni, sem oft er kenndur við Laxalón. Fyrirtækið hóf uppbyggingu á Laxalóni í Reykjavík, með eldi á regnbogasilungi í huga. Fyrirtækið Laxalón hf. var stofnað 1985 um starfsemina en hætti rekstri 1991. Laxinn tók þá upp starfsemi að nýju og hefur fyrirtæk- ið nú með höndum rekstur fískeldis og fullvinnslu á Laxalóni. Þá hefur Laxinn tekið yfir silungseldi á Fiskalóni í Ölfusi, sem Laxalón hf. byggði upp. Núverandi eigendur Laxins hf. eru Ólafur Skúlason og fjölskylda, Björgvin Þorsteinsson hrl. og Björn Axelsson á Akureyri. í fréttatilkynningu frá Laxinum hf. segir að núverandi eigendur ætli að viðhalda fenginni reynslu, ásamt því að fylgja eftir áformum og hug- myndum sem Laxinn hf. og Laxalón hf. hafi þróað í yfír 50 ár. Fyrirtæk- ið hyggst leggja höfuðáherzlu á full- vinnslu og útflutning á afurðum sín- um, auk þess að kynna og selja af- urðir sínar á innanlandsmarkaði. Laxinn hf. selur ferskan silung, reyksoðinn silung, heilan og í flök- um, grafínn silung og reyksoðinn ál, sem einnig fæst í flökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.