Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1992 19 Borgarmálaráðstefna Sjálfstæðisflokksins Sem flest verkefni verði flutt frá ríkisvaldi til sveitarstjóma Á borgarmálaráðstefnu Sjálfstæðisflokksins fóru fram umræður í starfshópum um sjálfstjórn sveitarfélaga, umhverfismál, einkavæðingu og öldrunarmál. í niðurstöðum ráðstefnunar kemur meðal annars fram, að Sjálfstæðismenn í Reykjavík telja nauðsynlegt að Reykjavíkurborg beiti sér fyrir því, að sem flest verkefni verði flutt frá ríkisvaldinu til sveitarstjórna. Ef sveitarsljórnir vilji skorast undan eigi borgin að beita sér fyrir því að þau sveitarfélög sem hafi til þess styrk og áhuga taki við auknum verkefnum. í niðurstöðum starfshóps um sjálf- stjórn sveitarfélaga segir einnig, að sú staða kynni að koma upp að sveit- arfélögum yrði skipt í tvo flokka, stærri og minni sveitarfélög og að þessum flokkum yrði færð mismun- andi verkefni og tekjur. „í þeim til- vikum, þar sem sveitarfélög eru of fámenn til að sinna viðkomandi verk- efni eða þar sem verkefnum er sinnt gagnvart stórum svæðum er hugsan- legt að leysa verkefnið með stofnun byggðasamlaga." Fram kemur, að flokkurinn telur að meðal verkefna sem betur sé kom- ið hjá sveitarfélögum en ríki sé, allur kostnaður við grunn- og héraðsskóla og að skólastjórar ráði skólastjóra og kennara að fengnum tillögum frá skólanefndum. Að allur stofn- og rekstrarkostnaður framhaldsskóla, annarra en sérskóla og einkaskóla, greiðist af sveitarfélögum og sam- tökum þeirra. Sveitarfélög skipi skólanefndir og ráði starfsmenn. Málefni fatlaðar verði verkefni sveit- arfélaga, svo og málefni aldraða og að framkvæmdafé Framkvæmda- sjóðs aldraða renni til sveitarfélaga um leið og sveitarfélög yfirtaki verk- efni sjóðsins. Hafnir verði kostaðar af sjálfsaflafé Lagt er til að framkvæmdir við hafnir verði kostaðar af sjálfsaflafé hafna og með framlagi frá eigendum þeirra. Jafnframt verði Hafnarráð, Hafnabótasjóður og Hafnarmála- stofnun lögð niður. Sveitarfélög taki yfir löggæslu Sveitarfélögin yfirtaki löggæslu og rannsókn á afbrotamálum og þær ráði lögreglustjóra og aðra lögreglu- menn. Lagt er til að sveitarfélög, þar sem um þjóðvegi í þéttbýli er að ræða, fái til sín bensíngjald til að standa straum af lagningu veganna. Þá segir: „Forsenda þess að ofan- greindar hugmyndir um nýja verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga geti gengið eftir, er að jafnhliða tilflutn- ingi verkefna fái sveitarfélögin aukn- ar tekjur, þannig að ijárhagsstaða þeirra versni ekki við þessa breyt- ingu. Þetta verður að gera án þess að hækka skatta á einstaklinga. M.ö.o. hækka þarf tekjustofna sveit- arfélaga þannig að hækkunin komi til lækkunar á tekjustofnum ríkis- valdsins. Tryggja þarf sveitarstjóm- um fullnægjandi tekjustofna með lögum til að sinna þessum nýju verk- efnum.“ Umhverfismál Frágangur skólps og sorpmál hafa batnað verulega og eftirlit verið eflt, segir í niðurstöðu starfshóps um umhverfísmál. Áhersla hafí verið lögð á framkvæmdir við útivistar- svæði borgarbúa og nýtt aðalskipu- lag samþykkt auk þess mun útgáfa hverfaskipulaga fyrir eldri hverfi ljúka á þessu ári. Hvatt er til að styrkja enn stöðu umhverfismála borgarinnar og að teknar verði upp nýjar áherslur í meðferð úrgangs og þannig dregið úr magni og skaðsemi þess úrgangs, sem út í náttúruna fer. Áhersla verði lögð á að endur- vinna allan þann úrgang, sem hægt er og að dregið verði úr mengun frá atvinnurekstri eins og tök em á. Einkavæðing Um einkavæðingu segir, að fram- farir í atvinnulífi borgarinnar verði best tryggðar með því að gefa ein- staklingum og fyrirtækjum sem best svigrúm til að efla atvinnurekstur sinn við heilbrigð rekstrarskilyrði. Víðtæk verkefnatilfærsla frá hinu opinbera til einstaklinga sé best til þess fallin að efla efnahagskerfíð. „Rétt er að einkavæðing borgarfyrir- tækja í samkeppni við einkafyrirtæki hafi forgang en einnig er hægt að einkavæða ýmsan þjónusturekstur borgarinnar, sem er ekki í beinni samkeppni við einkaaðila á markað- inum. Markmið slíkrar einkavæðing- ar er að lækka kostnað borgarbúa við ýmsa sameiginlega þjónustu. í kjölfar slíkrar einkavæðingar væri hægt að draga úr álögum á borg- arbúa." Borgarfyrirtælqum breytt í hlutafélög Nauðsynlegt er að formbreyta sem flest borgarfyrirtæki í hlutafélög en þannig eykst ábyrgð stjórnenda fyr- irtækjanna á rekstrinum. Ef ekki er hægt aó koma við beinni sölu á fyrir- tækjunum á að kanna hvort hægt er að bjóða út verkefni og leggja niður starfsemi sem ekki verður þörf fyrir eða einkaaðilar geta sinnt jafn vel eða betur en borgaryfirvöld. SVR verði hlutafélag „Strætisvagnar Reykjavíkur veita borgarbúum mikilvæga þjónustu. Farþegum hefur þó fækkað mjög á undanförnum árum vegna aukinnar bifreiðaeignar. Samkvæmt fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar mun borgarsjóður greiða rúmlega 341 milljón með rekstri Strætisvagna Reykjavíkur á árinu 1992. Borgarbú- ar eiga rétt á því að mögulegt sé að lækka kostnað hjá SVR en veita jafngóða eða betri þjónustu en nú er veitt, með því að bjóða út ýmsa þætti starfseminnar og jafnvel ein- stakar leiðir. Einnig kemur til greina að gera fyrirtækið að hlutafélagi og selja hlutabréf þess síðar í áföngum á almennum markaði. Rétt þykir að taka fram að þótt fyrirtækið yrði einkavætt með þeim hætti gætu borgaryfirvöld haldið áfram að greiða niður þjónustu almennings- vagna.“ Sala á bílastæðahúsum verði könnuð Þá telur ráðstefnan að kanna eigi hvort hægt sé að selja bílastæðahús borgarinnar eða bjóða út rekstur þeirra. Bent er á að borgin á og rek- ur átta félagsmiðstöðvar fyrir ungt fólk. Telur ráðstefnan eðlilegt að kannað verði með hvaða hætti sé hægt að bjóða út reksturinn til íþrótta- og æskulýðsfélaga sem og annarra aðila. Þá á borgin og rekur félags- og þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða og telur ráðstefna eðlilegt að kanna með hvaða hætti sé hægt að bjóða rekstur þeirra út. Loks er lagt til að kannað verði með útboð á endurskoðun borgarfyrirtækja. Öldrunarmál Aldraðir eru vaxandi hópur í þjóð- félaginu, þar sem fólk lifir almennt lengur en áður, segir í niðurstöðum ráðstefnunnar. Ekki sé óalgengt að öldrunarþjónusta spanni yfír 20 til 30 ár í lífi einstaklings. Fram kem- ur, að heimaþjónusta gegni veigam- iklu hlutverki, bæði félagsleg þjón- usta og heimahjúkrun, sem leggja þarf áherslu á að samtengja betur og efla. Starf öldrunarlækninga- deilda er til greiningar, meðferðar og endurhæfingar sjúkdóma ellinnar, til hvíldarinnlagna og til úrlausna fétagslegra vandamála. „Með eflingu þessarar starfsemi innan sjúkrahús- anna og betri aðgang aldraðra í heimahúsum að þessum deildum skapast hjá þeim öryggistilfínning, sem bætir líðan og leiðir til lengri búsetu í heimahúsum. Stofnanaþjón- usta er þriðji undirstöðuþátturinn en það eru verndaðar þjónustuíbúðir, vistheimili, hjúkrunarheimili, hjúkr- unaríbúðir og sambýli. Hjúkrunarheimili og hjúkrunar- íbúðir eru ætlaðar þeim sem búa við mestan heilsubrest og er það sá þátt- ur sem hefur verið vanbúinn, sem leitt hefur til keðjuverkandi áhrifa á hina þættina. Því þyrfti að leggja megi áherslu á byggingu og rekstur hjúkrunarheimila." Villeroy & Boch NANKING Matar- og kaffistell , til hamingju með nýja verslun við Faxafen, velkomin í hóp útsöluaðila á Villeroy & Boch borðbúnaði á íslandi. m m Jóhann Ólafsson & Co SUNDABORG 13 • 104 REYKJAVÍK • SÍMI68B588

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.