Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1992 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Arvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Heljarstökk eða skynsemisleið Starfsemi deilda í lágmarki og sjúk- lingar sendir heim Sjúkraliðar halda áfram fundarhöldum í dag Gyða Halldórsdóttir við aðgerðatöfluna á skurðstofum Borgarspítal- ans. Veiyulega er skráð í allar línur töflunnar á hverjum degi en í gærdag voru þar aðeiiís skráðar tvær bráðaaðgerðir. Frá fjölmennum fundi sjúkraliða í húsakynnum BSRB í gærmorgun. rítugasta og sjöunda þing Alþýðusambands íslands kom saman við erfiðar kring- umstæður, bæði út á við og inn á við. í fyrsta lagi er djúp efna- hagslægð í þjóðarbúskapnum, sem á sér bæði erlendar og hérlendar rætur. Hún hefur sagt til sín í sex ára sam- drætti þjóðarframleiðslu og þjóðartekna, þrengri almenn- um kjörurn og vaxandi at- vinnuleysi. í annan stað hafði ríkisstjórnin gripið til efna- hagsaðgerða til að styrkja stöðu atvinnulífsins og draga úr viðskiptahalla, sem þyngja skatt- og útgjaldabyrði ein- staklinga en létta lífróður at.- vinnuveganna. í þriðja lagi stóð Alþýðusambandið frammi fyrir forystuvanda, sem blasti við eftir að Ásmundur Stefáns- son, forseti þess í 12 ár, ákvað að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi starfa á þeim vettvangi. Það var því ekki að ástæðu- lausu að búizt var við átaka- þingi, bæði um kjör nýrrar forystu og um viðbrögð við þeim vanda, sem við er að fást í samfélaginu. Og vissulega voru skiptar skoðanir um við- horf og hlutverk verkalýðs- hreyfingarinnar á þinginu. Og sannarlega sættu efnahagsað- gerðir ríkisstjórnarinnar gagn- rýni, ekki sízt tekjuskatts- hækkun einstaklinga og 6% gengislækkun krónunnar. í ályktun þingsins um kjara- og efnahagsmál var því og beint til verkalýðsfélaganna að und- irbúa uppsögn kjarasamninga. En á heildina litið voru umræð- ur og viðhorf þingfulltrúa á rólegum nótum, sem tóku mið af efnahagslegum staðreynd- um í samfélaginu. Þorri fólks gerir sér grein fyrir því, að oft var þörf en nú er nauðsyn að viðhalda stöðugleika í efna- hagslífi og verðlagi til að styrkja atvinnulífið, sem á í vök að veijast, verja kaup- máttinn og hemja vaxandi at- vinnuleysi. Benedikt Davíðsson, nýkjör- inn forseti ASI, hefur átt þátt í því að móta þá starfshætti, sem viðhafðir hafa verið í verkalýðshreyfingunni hin síð- ari árin. Hann hefur látið hafa eftir sér, að hann muni leggja til, að fylgt verði svipuðum lín- wm áfram, það-er >;,að-ná bætb- um kjörum og betri hag fyrir okkar fólk án þess að það þurfi að leggja í meiriháttar koll- steypu eða átök vegna þess“. - „Stundum verður að leysa neyð með neyðarúrræðum,“ segir hann, „en við viljum fyrst og fremst leysa öll mál eftir skynsemisleiðum en ekki bara af því afli sem býr í verkalýðs- hreyfíngunni.“ Það sjónarmið, sem Ás- mundur Stefánsson, fráfar- andi forseti ASÍ, hefur einkum staðið fyrir, sveif yfir vötnum ASÍ þingsins, þrátt fyrir deild- ar meiningar um efnahagsað- gerðir ríkisstjórnarinnar, það er, að verkalýðshreyfingin hljóti að axla sameiginlega ábyrgð með öðrum þjóðfélags- öflum á stöðu atvinnulífsins, enda ráði sú staða, þegar grannt er gáð, mestu um at- vinnu og afkomu launafólks. Ríkisstjórnin og stuðnings- flokkar hennar bera að sjálf- sögðu hina pólitísku ábyrgð á þeim aðgerðum til styrktar atvinnulífinu, sem gripið hefur verið til. Engu að síður hafði ASÍ töluverð áhrif á aðgerða- pakkann, eins og fram kom í máli Gylfa Arnbjörnssonar, hagfræðings ASÍ, á þinginu. Verkalýðshreyfingin krafðist m.a. afnáms aðstöðugjalds, að hátekjuskattur yrði tekinn upp, að bindiskylda banka yrði lækkuð, að dráttarvextir yrðu lækkaðir, að aukin áherzla skyldi lögð á rannsóknir og þróun í þágu atvinnulífsins - og að tekið yrði á vanda sjávar- útvegsins. Við þessum kröfum var orðið í aðgerðapakka ríkis- stjórnarinnar. Aðgerðir þær til stuðnings atvinnulífinu, sem gripið hefur verið til, ná því aðeins tilætluð- um árangri að það takist að varðveita áunninn stöðugleika í efnahagslífi og verðlagi. Að því marki verður ríkisvaldið, aðilar vinnumarkaðarins og sérhver þjóðfélagsþegn að keppa. Það er leið skynseminn- ar út úr atvinnuleysi og efna- hagslægð til nýs hagvaxtar og framtíðaröryggis. Enn eitt heljarstökkið út í óvissu átaka á vinnumarkaði og víxlhækk- ana verðbólguáranna gerði á hinn bóginn illt verra og bryti niður samkeppnisstöðu okkar gagnvart umheiminum. VEGNA fundarhalda mættu sjúkraliðar ekki til starfa í gær og var starfsemi nokkurra deilda á sjúkrahúsunum í Reylqavík í Iágmarki. Einna verst var ástandið á skurðdeild Borgar- spítalans en af þeirri deild hefur þurft að senda sjúklinga heim og þar er nú aðeins sinnt bráða- þjónustu. Að sögn Sigríðar Snæ- björnsdóttur hjúkrunarforstjóra' Borgarspítalans er að jafnaði sinnt á milli 20 og 30 aðgerðum á dag á skurðdeild en í gærdag voru þar aðeins 2 bráðaaðgerðir framkvæmdar. Vigdís Magnús- dóttir hjúkrunarforstjóri Landspítalans segir að verið sé að skipuleggja starfsemi spítal- ans á ný með tilliti til aðgerða sjúkraliða, en þeim hefur verið mætt með því að kalla aukafólk til starfa. Rakel Valdimarsdóttir hjúkrunarforsljóri Landakots sagði í gær að starfsemin væri í lágmarki en ef aðgerðir sjúkral- iða dragast á langinn stefni í óefni á spítalanum. Sjúkraliðar munu funda áfram i dag þannig að yóst er að þeir mæta ekki til vinnu fyrr en í fyrsta lagi á morgun, fimmtudag. Aðgerðir sjúkraliða koma einna verst við starfsemi Borgarspítalans en þar vinna um 200 þeirra í 150-160 stöðugildum. Sigríður Snæbjörnsdóttir segir að ástandinu hafí verið mætt með því að kalla út aukafólk en ljóst að aðgerðirnar muni verða spítalanum kostnaðar- samar. „Þetta kemur illa niður á sjúklingum og aðstandendum þeirra því til dæmis munu engar skurðað- gerðir fara fram á skurðdeild utan bráðatilvik," segir Sigríður. „Og við höfum þurft að senda sjúklinga heim sem áttu að fara í skurðað- gerð.“ í máli Sigríðar kemur fram að ástandið sé mismunandi erfítt eftir deildum og erfiðast sé það á al- mennum deildum eins og langlegu- deild þar sem aðeins sé hægt að veita lágmarksþjónustu. Aðspurð um hve lengi spítalinn geti haldið út svarar Sigríður að það sé engin spuming að starfseminni verði haldið gangandi hvað sem það kost- ar. Ef aðgerðirnar standi hinsvegar í fleiri en 2-3 daga muni ástandið verða mjög erfitt. „Við höfum dreift hjúkrunarfræðingum af skurðdeild á aðrar deildir og kallað út auka- vaktir til að mæta álaginu,“ segir Sigríður. „Og við tökum enga áhættu hvað varðar umönnun og meðferð sjúklinga okkar.“ Gyða Halldórsdóttir hjúkmnar- framkvæmdastjóri á skurðdeild Borgarspítalans segir að þegar hafí þurft að senda fimm sjúklinga heim af deildinni sem áttu að gangast undir aðgerð í gærdag. „Við erum með á milli 20 og 30 aðgerðir hér daglega og þessi fjöldi bætist dag- lega við biðlista okkar þann tíma sem sjúkraliðar mæta ekki til vinnu," segir Gyða. „Við tökum við sjúklingum í aðgerð frá fímm deild- um og það eru mislangir biðlistar frá þessum deildum. Hinsvegar er það engin spurning að við munum sinna öllum bráðatilvikum hér eftir sem áður.“ Vigdís Magnúsdóttir og Rakel Valdimarsdóttir segja að á Land- spítalanum og Landakoti sé verið að vinna að því að skipuleggja vinnu starfsfólksins á ný með tilliti til þess að aðgerðir sjúkraliða standi a.m.k. fram á morgundaginn, fimmtudag. Útlit sé fyrir að takist að halda uppi lágmarksþjónustu á öllum deildum spítalanna þennan tíma en ástandið komi misjafnlega niður á deildum, verst á almennum deildum eins og langlegu- og öldr- unardeildum. „Við erum að skoða þessi mál núna,“ sagði Vigdís í sam- tali við Morgunblaðið í gærdag. „Og við munum kalla út aukavaktir eft- irþörfum.“ Rakel segir að starfsemi Landakots geti gengið stóráfalla- laust fram á morgundaginn en ef aðgerðirnar standi lengur stefni í óefni. Ábyrgð á hendur fjármálaráðherra Sjúkraliðar héldu fjölmennan fund í húsakynnum BSRB í gær- morgun þar sem farið var yfir stöðu mála í framhaldi af því að uppúr viðræðum þeirra við samninga- nefnd ríkisins og spítalanna slitnaði í fyrrinótt. Á fundinum var sam- þykkt einróma ályktun þar sem fundurinn lýsir fullri ábyrgð á hend- ur fjármálaráðherra og öðrum við- semjendum sem að viðræðunum stóðu, fyrir þá sök að sjúkraliðar hafí þurft að boða til kjarafundar í þeim tilgangi einum að knýja við- semjendur að samningaborðinu eft- ir að hafa starfað án kjarasamninga í 15 mánuði. Á fundinum var lýst áhyggjum sjúkraliða og vonbrigðum með þá ákvörðun samninganefnda ríkisins og spítalanna að slíta viðræðum við félagið. Síðan segir í ályktuninni: „Fundurinn skorar á samninga- nefnd ríkisins að endurskoða ákvörðun sína og setjast að samn- ingum við félagið svo fundin verði viðunandi lausn þannig að sjúkralið- ar sem er lægst launuð fagstétta í heilbrigðiskerfínu fái notið sömu kjarabóta og aðrir landsmenn.“ I lok fundarins í gærmorgun var síð- an ákveðið að boða artnan fund síð- ar um daginn. Tvímælalaust ólög- mæt vinnustöðvun Samninganefndir ríkisins og spít- alanna sendu frá sér fréttatilkynn- ingu eftir að uppúr viðræðum slitn- aði í fyrrinótt. Þar segir m.a. að hér sé tvímælalaust um ólögmæta vinnustöðvun að ræða þar sem að þrátt fyrir að kjaradeilan sé enn í Skurðstofur Borgarspítalans eru nú auðar og þar aðeins sinnt bráða- tilvikum. Morgunblaðið/Kristinn höndum sáttasemjara hafí trúnað- arráð Sjúkraliðafélags íslands til- kynnt að sjúkraliðar hyggist leggja niður störf um ótiltekinn tíma frá morgni 1. desember. Að gefnu til- efni skuli tekið fram að starfsmenn fái ekki laun í slíkum tilvikum. Samninganefndirnar segja að verði sjúkraliðar við áskorun félags- ins um ólögmæta vinnustöðvun séu þeir að sjálfsögðu ábyrgir fyrir því tjóni sem þessar aðgerðir kunna að valda. Síðan segir í fréttatilkynn- ingunni: „Vilji félagið knýja á um kjarasamningsgerð með vinnu- stöðvun ber að fara eftir ákvæðum laga um verkfall opinberra starfs- manna. Áður en gripið er til slíkra aðgerða hlýtur það þó að vera lág- markskrafa að sáttasemjara sé gert kleift að reyna til þrautar að leysa ágreining aðila.“ Ingimar Sigurðsson, forstjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík, sagði að nauðsynlegri heimahjúkrun hefði verið sinnt af hjúkrunarfræðingum í gær og svo yrði fram á kvöld. Eftir það yrði hins vegar að kalla út hjúkrunarfólk á aukavaktir. Hann sagði að ekki væri hægt að sinna minni aðhlynningu, s.s. böð- um. Kjarabarátta Sjúkralið- ar fyllga liði á AÍþingi Kjaramálafundi haldið áfram í dag ÞEGAR mest var sátu á sjöunda hundrað sjúkraliðar af höfuð- borgarsvæðinu kjaramálafund í BSRB-húsinu með stuttum hlé- um í gær og fram yfir miðnætti í nótt. Ætla sjúkraliðarnar að fylkja liði til þess að fylgjast með utandagskrárumræður um kjör þeirra á Alþingi eftir há- degi í dag. Kristín Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélagsins, sagði að fundurinn hefði hafist kl. 7.30 í gærmorgun. Hádegishlé hefði verið tekið og annað hlé síðdegis en fundarsetu var framhaldið um kl. 23 í gærkvöldi. Ákveðið hefur verið að halda fundinum áfram kl. 08 árdegis í dag og fylkja liði til þess að fylgjast með utandagskrár- umræðu á Alþingi eftir hádegi í dag. Aðspurð sagði Kristín að fund- urinn hefði gengið mjög vel, rætt hefði verið um stöðu og gang kjarasamninga og réttindamál er varði 1,7% launahækkun sem sjúkraliðar telji sig eiga útistand- andi frá því í maí. Hún sagði að sterk samstaða hefði myndast meðal sjúkraliða og þeir létu hvergi billbug á sér fínna. Hún sagði að fundirnir hefðu verið vel heppnaðir þó allir væru sammála um að best hefði verið að losna við að þurfa að standa í aðgerðum af þessu tagi. „Sjúkra- liðar eru undrandi og slegnir yfir því að samninganefnd ríkisins siculi hafa slitið viðræðunum á jafn erf- iðu augnabliki án þess að nokkuð liggi fyrir hvað þeir ætli að bjóða. Við erum nefnilega algjörlega ósammála því að það hafa legið eitthvað fyrir,“ sagði Kristín að lokum. Björn Ingimarsson framkvæmdastjóri Miklagarðs Yerð sambæri- legt í Miklagarði og Newcastle Mikligarður boðaði til blaðamannafundar í gær í kjölfar greinar sem birtist í Morgunblaðinu sl. sunnudag þar sem borið var saman verð á fatnaði í verslunum í Reykjavík og Newcastle í Englandi. Á fundinum sagði Björn Ingimarsson, framkvæmdasljóri Miklagarðs, að í könnun blaðamanns Morgunblaðsins hefðu dýrar sérverslanir vegið þungt í verslunarkörfu í Reykjavík sem borin var saman við verslunarkörfu í Newcastle. „Þegar leitað er hagkvæmari inn- kaupa í Reykjavík kemur í ljós að sambærilegar vörur við þær sem tilteknar eru í fyrrnefndri grein fást í flestum tilfellum á mun betra verði í Reykjavík en fram kemur í grein- inni. Þannig er verðmismunur á sambærilegum vörum keyptum í Newcastle annars vegar og Mikla- garði hins vegar rétt tæpar 10 þús- und krónur ef miðað er við innkaup á fímm manna fjölskyldu," sagði Björn. „Þá er eftir að reikna kostn- að við ferðina til Newcastle sem samkvæmt því sem fram kemur í fyrrgreindri grein í Morgunblaðinu er aldrei lægri en 27 þúsund krón- ur.“ Bjöm sagði að sér hefði komið á óvart að Mikligarður hefði ekki ver- ið með í umræddum verðsaman- burði sem einn stærsti einstaki inn- flytjandi á fatnaði hér á landi. Hann sagði einnig að á undanfömum misserum hefðu sumar verslanir á íslandi unnið markvisst að því að mæta þeirri samkeppni sem hefði farið vaxandi erlendis frá með hag- ræðingu í rekstri og hagkvæmari irinkaupum. „Okkur þykir mikil- vægt að þeir sem fjalla um þessi mál í fjölmiðlum skoði vel hvað er að gerast því í mörgum tilfellum hafa menn tekið sig vel á og reynt að hægræða sem mest til að vera samkeppnishæfir í verði.“ Samkvæmt könnun Morgun- blaðsins kostaði fatnaður og skór á fimm manna fjölskyldu 104.690 krónur í Newcastle, en 114.285 krónur í Miklagarði, að sögn fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. „Við tókum ekki ódýrustu vörurnar held- ur fórum millileiðina eins og lesa mátti úr greininni að gert hafði verið í Newcastle. Þegar tilgreindar voru sérstakar merkjavörur líkt og Nike Jordan körfuboltaskór sem ekki fást í Miklagarði var þeim sleppt úr samanburðinum frekar en að tilgreina svipaða skó sem Mikla- garður býður upp á. Þetta var gert til að hafa samanburðinn sem raun- hæfastan," sagði Björn. Þegar einstaka dæmi eru tekin má nefna að útigalli á tveggja ára stúlku kostar 2.070 krónur í New- castle og 2.995 krónur í Mikla- garði, íþróttagalli á 10 ára gamlan dreng kostar 2.070 krónur í New- castle en má fá á 1.495 krónur í Miklagarði og flauelsbuxur á 15 ára stúlku kosta 2.360 krónur í New- castle en 3.495 krónur í Mikla- garði. Þá kostar kvenkápa 13.500 krónur í Newcastle en 11.995 í Miklagarði og stakur karlmanna- jakki úr ull 8.900 í Newcastle miðað við 9.995 krónur í Miklagarði. Mest- Björn Ingimarsson framkvæmdastjóri Miklagarðs. ur verðmunurinn er á klæðnaði fyr- ir tveggja ára barnið og sagði Bjöm skýringuna að hluta liggja í því að í Bretlandi væri ekki lagður virðis- aukaskattur á barnafatnað. Verðsamanburður Miklagarðs 2 ára stúlka: Hagkaup Aðrar versl. Newcastle Mikligarður i Bómullarpeysa Ullarpeysa* 1.498 2.370 900 1.295 Rúllukragabolur 989 1.330 450 595 Smekkgallabuxur 1.595 5.900 900 1.995 . Flauelsbuxur Kjóll 1.595 3.700 540 1.795 Utigalli 8.995 9.980 2.070 2.995 Samtals 14.672 23.280 4.860 8.675 10 ára drengur: Hagkaup Aðrar versl. Newcastle Mikligarður Bómullarpeysa Ullarpeysa 3.995 4.350 1.530 2.845 Skyrta 2.695 3.350 720 995 Gallabuxur 2.695 5.450 1.980 1.995 Flauelsbuxur 2.695 4.980 1.440 1.795 íþróttagalli Ulpa 3.495 5.995 6.150 9.980 2.070 3.600 1.495 3.995 Samtals kr. 21.570 34.260 11.340 13.120 lóárastúlka: Hagkaup Aðrar versl. Newcastle Mikilgarður Bómullarpeysa 4.995 7.990 3.420 4.495 Ullarpeysa 3.995 7.300 3.240 2.995 Rúllukragabolur 1.695 2.900 1.170 495 Gallabuxur** 3.695 6.590 3.600 1.995 Flauelsbuxur Kjóll* Kápa* 3.495 3.990 2.360 3.495 Samtals kr. 17.875 28.770 13.790 13.475 Skófatnaður á börnin: Reykjavík Newcastle Mikligarður Kuldaskór á 2 ára Nike Jordan íþróttaskór 3.900 2.500 2.785 Kuldaskór á 15 ára 6.900 3.600 3.995 Samtals kr. 10.800 6.100 6.780 Kvenfatnaður Reykjavík Newcastle Mikligarður UUarpeysa 6.900 2.600 2.995 Síðbuxur 6.800 2.700 2.295 UUaijakki 16.900 4.500 6.995 Kjóll 17.900 3.500 4.995 Kápa 26.900 13.500 11.995 Samtals kr. 75.400 26.800 29.275 Karlmannafatnaður Reykjavík Newcastle Mikligarður Ullarpeysa 6.900 3.200 2.695 Síðbuxur 6.500 2.500 2.495 Stakur jakki úrull 16.900 6.200 5.995 Jakkaföt 29.900 8.900 9.995 Ullarfrakki 22.900 14.500 14.995 Samtals kr. 83.100 35.300 36.175 Skófatnaður á fullorðna Reylgavík Newcastle Mikligarður Dömuskór m/háum hælum 6.200 3.200 2.855 Herraskór, ítalskir 5.700 3.300 3.930 Samtals kr. 11.900 6.500 6.785 Fatnaður og skór á Reykjavík Newcastle Mikligarður fimm manna fjölskyldu: 267.510 104.690 114.285 Ferðakostnaður: Farseðill til Newcastle Strætisvagnagj ald 26.900 200 Leigubill 2.000 * Þar sem varan var ekki til allstaðar var hún ekki höfð með í verðsamanburði. ** Ekki Levi’s í Miklagarði. Tilboð í kvóta Hagræðingarsjóð Fiski- tegund Utboð, tonn Boðið í, tonn Boði tekið, tonn Meðalverð á kíló í teknum boðum Sölu- verð, milli. kr. Hæsta boð kr./kg Lægsta boð, krikg Þorskur 1.627 15.356 1.627 33,30 54,2 38,10 32,00 Ýsa 515 2.364 515 21,46 11,1 25,00 20,10 Ufsi 757 2.119 575 12,47 9,4 18,00 11,00 Karfi 1.078 6.523 1.078 15,33 16,5 18,00 15,00 Grálúða 282 1.989 282 33,01 9,3 34,00 31,55 Skarkoli 127 421 100 20,82 2,1 25,00 20,00 Samtals 102,6 STJÓRN Hagræðingarsjóðs ákvað á fundi sínum í gær að taka tilboðum í aflaheimildir í sex botnfisktegund- um, alls 3.333 tonn þorskígilda. Boðin voru út 3.360 tonn í þessum áfanga, sem er um 30% af þeim 11.200 tonna aflakvóta, sem sjóður- inn hafði til ráðstöfunar eftir að 8Ö0 tonn voru seld handhöfum forkaups- réttár. Meðalverð aflaheimildanna, sem nú eru seldar, er um 31 króna á hvert þorskígildiskíló. Eins og sjá má i töflunni var tilboðum í allar heimildir sjóðsins tekið nema hvað ekki barst nógu hátt boð í 27 tonn af skarkola, að mati sjóðsstjórnar- innar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.