Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1992 39 Kóralviður í fullum blóma. KÓRALVIÐUR (Euphorbia fulgens) Blóm vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir Kóralviður mun lítt hafa verið ræktaður hér á landi og fáum kunnur. Hann er nákominn ætt- ingi Jólastjörnunnar (Euphorbia pulcherrima) sem náð hefur fá- dæma útbreiðslu hér hin síðustu ár. Bæði eru þau upprunnin í Mexíkó en í heimkynnum sínum vex kóralviðurinn sem runni með löngum bogadregnum blómþökt- um greinum. í nágrannalöndum okkar t.d. Danmörku — en Dan- ir kalla hann Koralranke — er hann aðallega ræktaður til af- skurðar og munu greinar af hon- um hafa verið fáanlegar í blóma- verslunum hér öðru hverju, þó ekki sé það bundið við sérstaka árstíð. Þessir ólíku ættingjar eiga það sammerkt að þeirra fagurrauðu „blóm“ eru í raun svokölluð há- blöð sem umkringja sjálft blómið en það er lítið og óásjálegt, gult að lit. Þessi litfögru háblöð eru mjög einkennandi fyrir ættkvísl- ina Euphorbia og þarf í því sam- bandi ekki lengra að leita en til mjólkurjurtanna sem um langt skeið hafa verið vinsælar og eft- irsóttar garðplöntur. Ef til vill fá lesendur þáttanna eitthvað að heyra um þær þegar vorar. Vegna misstaka við vinnslu á þættinum sl. laugardag, birtist hann aftur um leið og beðist er velvirðingar. Afmæliskveðja Snorri Kristjánsson Á námsárum mínum í Sauðár- króksbakaríi um 1950 kom eitt sinn í heimsókn þangað vörpuleg- ur, fullorðinn maður, Kristján Jónsson, bakarameistari frá Akur- eyri. Þessi heimsókn stendur mér enn ljós fyrir hugskotssjónum. Maðurinn var stór og gjörvulegur á velli og sópaði af honum. Hann ræddi við lærimeistara minn, Guð- jón Sigurðsson, um bakarafagið og rekstur brauðgerða af mikilli kunnáttusemi þannig að ég sem unglingur fékk það á tilfinninguna að hann hefði yfirburða þekkingu á málefninu. Hann hafði líka mikla reynslu af slíkum rekstri því Brauðgerð Kr. Jónssonar & Co. hafði hann þá rekið um áratuga skeið með miklum myndarbrag. Stuttu síðar kom ég þar í heim- sókn og undraðist hve þar var allt stórt í sniðum og framleiðslan mikil. Allt var þar mjög þrifalegt og vel um gengið. Það var ekki fyrr en mörgum árum síðar, eftir að ég var fluttur til Akraness, að ég kynntist syni þessa heiðursmanns, Snorra. Kynni okkar tókust í Landssam- bandi bakarameistara. Frá þeim tíma hefur þróast mikil og góð vinátta okkar á milli og hefur þar aldrei fallið skuggi á. Það sést kannski best á því að vart líður meira en vika eða hálfur mánuður svo að við höfum ekki samband í síma. Er þá gjarnan slegið á létta strengi um leið og við spyrjum um gengi og líðan hvor annars. Margar utanlandsferðirnar höf- um við farið saman, ýmist með eiginkonum okkar í skemmtiferðir eða einir sér á fagsýningar fýrir bakarí. Höfum við í síðara tilvikinu gjarnan deilt saman herbergi. Þessar ferðir eru okkur báðum örugglega ógleymanlegar og hafa treyst vináttuböndin. Snorri Kristjánsson fæddist 2. desember 1922 á Akureyri, sonur hjónanna Kristjáns Jónssonar, bakarameistara, sem áður er get- ið, og konu hans, Elísu Ragúels- dóttur. Þau eru bæði löngu látin. Snorri ólst upp á Akureyri og að lokinni skólagöngu þar fór hann í Verslunarskóla Islands og braut- skráðist þaðan 1943. Hóf hann þá störf hjá föður sínum í brauð- gerðinni og hefur starfað þar alla tíð síðan. Snorri kvæntist 27. janúar 1951 Helgu Leósdóttur tannsmið, mjög glæsilegri konu, og var á orði haft að vart hefði farið um götur Akureyrar glæsilegra par en þau. Snorri og Helga eignuðust fjóra syni, Kristján, Júlíus, Birgi og Kjartan. Allir eru þeir lærðir bak- arar. Helga lést langt um aldur fram, aðeins 39 ára. Varð hún öllum, sem hana þekktu, mikill harmdauði. Þá hafa áreiðanlega farið í hönd erfiðir tímar hjá Snor- ra, vini mínum, og sonunum fjór- um. Öðru sinni kvæntist Snorri 26. maí 1972, Hebu Helgadóttur, mik- illi ágætismanneskju. Hún er afar hjartahlý kona sem ekkert aumt má sjá. Snorra hefur hún reynst hinn ágætasti lífsförunautur. Þau eru mjög samrýnd og samhuga í öllu sem þau taka sér fyrir hend- ur. Unaðsreit eiga þau, sumarbú- stað í landi Laxamýrar við Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu. Þar dvelj- ast þau jafnan á sumrin, gjarnan frá því snemma á vorin fram á harða haust. Mjög skemmtilegt er að heimsækja þau þangað. Þau hafa gróðursett þar hundruð tijá- plantna sem þau hlúa að með mik- illi nærgætni. Árið 1973 veiktist Snorri hast- arlega og varð að ganga undir erfiða höfuðaðgerð. Hefur hann ekki gengið heill til skógar síðan. Honum hefur samt heilsast vonum framar enda hefur hann verið mjög ötull að æfa sig, syndir dag- lega og gengur sér til heilsubótar. Snorri varð aðaleigandi Brauð- gerðar Kr. Jónssonar & Co. 1961 og eftir að synir hans höfðu lokið skólagöngu komu þeir hver af öðrum inn í reksturinn og eins og áður er getið luku þeir allir námi sem bakarar. 1978 fluttist fyrir- tækið að Hrísalundi 3 þar sem þeir höfðu byggt glæsilegt 2000 fermetra hús. Þar er öllum hlutum mjög haganlega fyrir komið. Þeir hafa verið í fararbroddi um að til- einka sér nýjungar í faginu. Er ekki á neinn hallað þótt ég full- yrði að Brauðgerð Kr. Jónssonar & Co. á Akureyri er eitt glæsileg- asta fyrirtæki sinnar tegundar á landinu. Árið 1990 verður breyting á rekstri brauðgerðarinnar á þann veg að tveir yngstu bræðurnir, Birgir og Kjartan, kaupa fyrirtæk- ið og reka það af miklum dugnaði og með glæsibrag. Er gaman að geta þess að fýrirtækið er nú rek- ið af þriðja ættlið og átti 80 ára afmæli ekki aljs fyrir löngu. Kæri vinur. í þessu greinarkorni hef ég stiklað á stóru. Við Inga sendum hér og Hebu innilegaqr hamingjuóskir á þessum tímamót- um í lífí ykkar. Ég veit að sú góða vinátta, sem tekist hefur með okk- ur, mun endast til æviloka. Lifðu heill! Hörður Pálsson. Snorri og kona hans taka á móti gestum nk. laugardag, 5. desember, á Hótel Hörpu kl. 17-19. Enn segir frá NOKDIU 92 Beðið eftir, að sýningin vérði opnuð. Frímerki___________ Jón Aðalsteinn Jónsson í tveimur undanförnum þáttum hefur ver.3 greint nokkuð frá NORDIU 92. Þessi samnorræna sýning var haldin í Gimlehallen i Kristiansand, en það er stór íþróttahöll utanvert við sjálfan miðbæinn. Er höllin mjög rúmgóð, enda fór þar vel um frímerkjasýn- inguna. Var mjög þægilegt að ganga milli sýningarrammanna, og lýsing var mjög góð. Eins var vel rúmt í kringum sölubása póst- stjórna og frímerkjakaupmanna. Kom það sér vel, því að mikil ös virtist mér vera þar víða flesta daga. Aðsókn að sýningunni var líka einstaklega góð. Heyrði ég haft eftir húsverðinum, að hann hefði aldrei áður séð svo mikla aðsókn að Gimlehallen. Beið yfír- leitt tugur manna eftir því, að opnað yrði á morgnana. Má sjá sönnun á meðfylgjandi mynd. Mjög vel v.ar búið að sýningar- gestum, því að borð og stólar voru um allan sal, þar sem menn gátu hvílt sig og rabbað saman um sýninguna eða þá um frímerki almennt. Ef nokkuð mátti finna að, var það helzt, að kaffístofan var í þrengra lagi. Ég býst líka við, að sýningarnefnd hafi tæp- lega átt von á jafngóðri aðsókn og raun varð á. En allt fór hið bezta fram, og allir virtust ánægð- ir. Nú skal haldið áfram að segja frá árangri íslenzku safnaranna. Hjalti Jóhannesson hlaut 72 stig og silfur fyrir safn sitt af íslenzk- um stimplum frá 1873 fram und- ir 1930. Er þetta safn svonefndra upprunastimpla og eins kórónu- og tölustimpla. Safn Hjalta er vel þekkt, enda hefur það oft verið á sýningum hér heima og erlendis. Nokkuð virðist það eiga erfítt að komast hærra en í silfur, enda verður að segjast eins og er, að til þess þarf trúlega að vanda betur til ýmissa stimpla, sem eru í safninu, og eins nokkurra um- slaga með stimplum á. Hins vegar eru í safni Hjalta margir skemmti- legir hlutir og sumir fáséðir. Þorvaldur S. Jóhannesson fékk 71 stig og silfur fyrir flugpóstsafn sitt frá íslandi 1945-1960. Frómt frá sagt, varð ég hrifínn af þessu safni, þótt vitaskuld sé eitthvað í því af svonefndu „tilbúnu efni“. En Þorvaldur hefur hér dregið að margt skemmtilegra ekta flug- bréfa og sum hver með heldur sjaldgæfum burðargjöldum. Man ég þar t.d. eftir verðgildunum 2.20 kr. og 2.45 kr. stökum úr seríum milli 1952-56 á pósti til Bretlands. Mér segir svo hugur um, að þetta safn eigi eftir að komast lengra á sýningum 'en nú varð raunin, því að vissulega má enn bæta mörgu við. Kári Sigurðsson sýndi í sömu unglingadeild og Björgvin Ingi safn sitt, sem hann nefnir Merkir fslendingar. Uppsetning safnsins er góð að mínu mati, og víða kem- ur fram skemmtileg hugkvæmni við val efnis. Þetta mótíf er mjög áhugavert, en vissulega nokkuð vandmeðfarið. Þar bregzt Kára því miður bogalistin á nokkrum stöðum. Hann sýndi þetta safn hér heima í vor. Komu þá fram nokkrar óþarfar misfellur. Því miður sá ég ekki betur en þær væru hér áfram. Sagt er t.d., að Alexander Jóhannesson prófessor hafí látizt á Sauðárkróki í stað í Reykjavík. Séra Bjarni Þorsteins- son á Siglufírði var að vígu prest- ur í Hvanneyrarprestakalli, en frímerki af Hvanneyri í Borgar- firði á ekkert skylt við Hvanneyri í Siglufírði og á því ekki heima í safninu. Eins er ekki nógu gott að fara ekki rétt með fæðingar- og dánardag Einars skálds Bene- diktssonar. Þetta safn fékk 67 stig og silfrað brons. Jón Egilsson sýndi átthaga- safn, sem hann kallar Hafnar- fjörður 1897 til 1951. Fyrir það fékk hann 60 stig og bronsverð- laun. Ég mun áður hafa minnzt á þetta safn, enda það að stofni til verið á sýningum hér heima. Þetta svið er mjög þröngt og því allerfitt að safna saman góðu efni í það. Jóni hefur engu að síður tekizt að draga að ýmsa verulega góða hluti. Hins vegar er að mín- um dómi ýmislegt, sem tæplega á þar heima. Hér á ég m.a. við ljósmyndir. Sumar þeirra snerta að vísu „þemað“, ef svo má segja, en ekki allar. Þetta hefur m.a. haft áhrif á stigagjöfina. í bókmenntadeild hlaut Don Brandt 73 stig og silfur fýrir bók sína Exploring Iceland through its Stamps. Kom það ekki á óvart um þessa skemmtilegu bók, sem áður hefur verið sagt frá í frímerkja- þætti hér í Mbl. Verðlistinn íslensk frímerki 1992 eftir Sigurð H. Þor- steinsson hlaut 70 stig og silfur. Ekki verður svo skilizt við NORDIU 92, að þeirra fáu útlend- inga, sem sýndu íslenzkt efni, verði ekki getið með örfáum orð- um. Svíinn Stig Österberg átti þarna gott safn af Tveggja kónga merkjum. Margir íslenzkir safn- arar munu áreiðanlega kannast við þetta safn. Stig hefur bætt það heilmikið á síðustu árum. Fékk hann stórt silfur fyrir safn- ið. — Þá sýndi Lars Ingemann frá Svíþjóð safn eða öllu heldur úr- drátt úr stærra safni. Því miður var sumt af því, sem sýnt var, ekki nógu gott og jafnvel vafa- samt. Þetta safn fékk silfurverð- laun. Sigvard Grelsson frá Svíþjóð átti þama safn frímerkja frá 1876-1904, þ.e. safn aurafrí- merkja, bæði stimplað og óstimpl- að. Eins voru þar yfirprentanimar þrír og í GILDI. Sigvard sýndi enn fremur þjónustufrímerki, prófprentanir og nýprent. Trúlega á hann eftir að bæta þetta safn til muna, en það fékk silfrað brons. Kurt Bliese frá Þýzkalandi sýndi íslenzk bréfspjöld. í þessu safni eru margt góðra hluta, enda fékk það stórt silfur. Loks sýndi dr. David Kindley frá Skotlandi brezkan og amerískan herpóst til og frá íslandi og einnig ritskoðuð bréf frá síðari heimsstyijöldinni. Þetta er mjög athyglisvert safn, sem hlaut silfui’verðlaun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.