Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 41
Minning MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1992 41 Kristinn Karlsson Við kynntumst seint en nokkuð vel. Við lágum saman á Landspítal- anum, rúmin lágu saman svo við áttum gott með að tala saman. Það kom fljótt í ljós að Kristinn var vel lesinn í íslenskum bókmenntum. Hann komst að því að Þórbergur Þórðarson var frændi minn og þá sagði hann með kímnisglampa í augum: „Já, mér fannst vera ein- hver geislabaugur um höfuðið á þér þegar þú komst hér inn.“ Kristinn dáði Þórberg mjög og taldi hann gnæfa yfir aðra íslenska höfunda og eina bestu bók hans, að honum fannst, „Einum kennt öðrum bent“, kunni hann nánast utan að, og vitn- aði óspart í. Ég lenti í aðgerð á undan honum og honum fannst ég vera full lengi og sagði við mig skömmu síðar: „Ef Þórbergur frændi þinn hefði verið hér þá hefði hann haldið að þú væri kominn á Astral-planið." Kristinn hefur ábyggilega verið seintekinn, en hann var vinur vina sinna. Það sem mér varð eftirminnilegast við þenn- an ágæta vin minn var þegar hann kom af skurðstofunni eftir erfiða aðgerð og var búinn að sofa meir en 2 tíma að allt í einu heyrðist raust hans óvenju skýr og það sem hann sagði var þetta: „Það sannað- ist á Lasarusi, Svavari og mér að lífið það er sterkara en dauðinn." Ég leit til hans nokkrum sinnum eftir að ég fór af spítalanum, hringdi til hans eftir að hann var kominn heim og hann bauð mér heim til þeirra Kristbjargar á þeirra fallega og vinalega heimili. Það voru fallegar og vandaðar bækur í hillum þar, hvort sem var að utan eða innan. Þá sagði hann við mig: „Aldrei gat ég skilið hann Jón „kad- ett“ og þá ég við'hvað hann sá svona mikilfenglegt við Einar Ben.“ Kristinn hafði oft stutt við bak Jóns eins og svo margra annarra. Svona var Kristinn vinur minn. Votta ég Kristbjörgu og börnum þeirra beggja innilegustu samúð, sem einnig er frá mörgum starfsfélögum okkar. Svavar Guðni múrari. Minning Brynjólfur Jónsson frá Broddadalsá Elskulegur afi minn, Brynjólfur Jónsson, lést í Borgarspítalanum 23. nóvember sl., tæplega 93 ára að aldri. Mig langar með nokkrum orðum að kveðja þennan mann sem alla tíð hafði svo sterk áhrif á mig og alla sem hann þekkti. Á unga aldrei naut ég þeirrar gæfu eins og svo margir frændurn- ir að vera vinnumaður í sveit hjá afa og ömmu á Broddadalsá. Þessi fyrsta reynsla á starfsbrautinni varð okkur strákunum ómetanlegt veganesti síðar meir. Sumrin í sveit- inni eru mér ógleymanleg ekki síst vegna samverunnar með honum afa. Brynki afí var stefnufastur hvort heldur var í stjórnmálum eða við búskapinn. Ég minnist þess þegar hann og Halldór bróðir hans stóðu veðurbarðir undir húsagafli og tók- ust á um pólitík. Stundum var svo fast sótt af beggja hálfu að sjálf norðanáttin virkaði sem hægur and- vari í samanburði við magnþrungn- Það er sagt að vegir guðs séu órannsakanlegir og það var það fyrsta sem okkur datt í hug er okk- ar barst sú harmafregn að vinkona okkar, Jakobína Sveinbjörnsdóttir, væri látin. Bína var hún kölluð í vinahópnum á Selfossi, en þangað austur kom hún 15 ára gömul er hún réðst í vist til systur sinnar. Bína féll fljótt inn í unglingahópinn enda var hún ævinlega kát.og hress og hvar sem hún fór var kátt á hjalla. Strax frá fyrstu kynnum tókst traust vinátta með okkur, sem. hélst þótt árin liðu og við værum ekki ævinlega í kall- færi hvert við annað. * Örlögin höguðu því þannig að um svipað leyti stofnuðum við fjölskyld- ur, Bína giftist Símoni Grétarssyni og átti með honum tvo efnissyni, Grétar og Ásgeir, og var mikill sam- gangur á milli fjölskyldna okkar. Synir Bínu léku sér við okkar syni, meðan mæðurnar og féðurnir ræddu saman um lífsins gagn og nauðsynj- ar. En leiðir skildu, og Bína flutti til Reykjavíkur. Alltaf var samt vin- áttan til staðar og í hvert sinn sem leiðir okkar lágu saman var sem birti yfir tilverunni. í Reykjavík kynntist Bína Stefáni Sæmundssyni, traustum manni og vel gerðum og þróaðist samband þeirra svo, að þau hófu búskap saman. Var auðsætt hve mjög Bína mat Stefán og á sama ar lýsingar þeirra á íhaldinu og framsókn sem endurómuðu í fjöll- unum. Ég minnist þeirra mörgu stunda er við afí vorum að troða heyið í gryíjunni eða að róa út í eyju til að taka kofu og lunda. Og líka þegar hann var að spýta sel- skinn eða fleyga rekavið í staura. Afi var iðinn að segja okkur strák- unum til verka en þegar mikið gekk á kallaði hann oft í einni bunu; „Ómar, Hölli, Ari, Pálmi" og var þá viðbúið að honum hafði mislíkað eitthvað hjá stráknum. Brynjólfur afi var í senn mikil og hrífandi persóna, sannur bóndi og sjálfstæðismaður og uppeldis- fræðingur, fullur af mannauði og gæsku sem allir fengu að njóta er hann þekktu. Afi hafði næma til- fínningu fyrir bæði jörð og skepn- um. Það var eins og hann hefði sérstakt vald yfír rollunum því þeg- ar hann stóð heim á hlaði og tón- aði á eftir þeim runnu þær niður af fjalli og út að fjárhúsum í skipu- hátt auðkenndist viðmót hans af umhyggju og hlýju í hennar garð. Lífið og hamingjan'brosti við þeim, en eins og fyrr sagði þá eru vegir Guðs órannsakanlegir og þegar Bína er nú skyndilega farin af þessum heimi sitjum við hin eftir og finnum hversu vanmáttug við erum gagn- vart forlögunum. Það er margs að minnast og margt þarf að þakka fyrir sem Bína veitti okkur öllum meðan hennar naut við. Við sendum Stefáni, Grétari og Ásgeiri okkar innilegustu samúðar- kveðjur og sömuleiðis systkinum Bínu og aldraðri móður hennar. Minningin um góða vinkonu lifir. Valdi og Hafdís, Selfossi. lagðri röð. Á sinni löngu ævi fór afi aldrei til útlanda, enda hafði hann enga löngun, né sá tilgang í slíku. Hann var rammíslenskur og Strandamaður í húð og hár. Á góðra vina stundu var afi hrók- ur alls fagnaðar. Ég minnist þess þegar ég, 11-12 ára guttinn, fékk að fara með honum á böllin í þá daga, þegar haldin voru sjálfstæðis- mót í Sævangi og hestamannamót á Eyri. Þetta voru menningarvið- burðir sem honum þótti sjálfsagt að við strákarnir hans tækjum þátt í. Þessum mikla vinnuþjarki þótti heldur minna til koma að vera hér aðgerðarlaus fyrir sunnan síðustu árin, eins og hann orðaði það ein- hvern tímann. Brynjólfur afi var gæfuríkur maður að eiga hana Guðbjörgu ömmu sem var hans stoð og stytta í lífinu, bæði heima á Broddadalsá og ekki síst nú hin síðustu ár á Hrafnistu í Reykjavík. Ég stend í mikilli þakkarskuld við hann fyrir góð og farsæl ár sem ég fékk notið hjá honum. Um leið og ég votta elsku ömmu innilegustu samúð mína, bið ég góðan Guð að géyma elskulegan afa minn, í þeirri trú að hann muni uppskera eins og hann sáði, í móð- ur jörð og í hjörtum okkar allra. Pálmi Kristinsson. + Elsku eiginkona, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, MARGRÉT JÓHANIMESDÓTTIR, verður jarðsett frá Garðakirkju fimmtudaginn 3. desember kl. 13.30. Georg-Franklinsson, Hulda Lúðvíksdóttir, Jóhannes Georgsson, Gerður Baldursdóttir, Björk Georgsdóttir, Ársæll Friðriksson, Lúðvík Georgsson, Birgit Engler, Hulda Georgsdóttir, Michel Kizawi, Baldvin Georgsson og barnabörn. Jakobína Sveinbjörns- dóttir — Kveðjuorð + GUÐRÍÐUR ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR, fyrrverandi húsmóðir á Hrífunesi, andaðist 16. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Öllum þeim sem veittu henni aðstoð og umönnun í veikindum hennar eru færðar hjartans þakkir, Dvalarheimilinu á Blesastöðum og Sjúkrahúsi Suðurlands þar sem hún dvaldist síðast og var hjúkrað og vakað yfir henni til hinstu stundar. Kjartan Jónsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför fósturföður míns, RAGNARS JÓNSSONAR, frá Árnanesi, Hvassaleiti 155, Reykjavík, > Bára Brynjólfsdóttir. • "l- Öllum þeim, er sýndu útför 1 PÁLS BJARNASONAR, Langholtskoti, virðingu, færum við alúðarþakkir. Vandamenn. + Innilegar þakkirfyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför EINARS JÓHANNESSONAR, Strandgötu 19, Fyrir hönd ættingjanna, Hafnarfirði. Sigríður Vigfúsdóttir. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okk- ur vináttu og hlýhug við andlát og útför SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR, (áður Langagerði 72), Naustahlein 8, Garðabæ. Sigurjón Sigurðsson, Sigurður Óli Sigurðsson, Ingvi Rafn Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn Guðrún Gunnarsdóttir, Guðrún Þorbjarnardóttir, + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför JÓNS HELGASONAR, Laufási, Borgarfirði eystri. Fyrir hönd aðstandenda, Svanhildur Guðmundsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, JÓNÍNU ÖLDU BJÖRNSDÓTTUR, frá Sólbrekku í Fellahreppi. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks fyrir frábæra umönn- un og hlýhug í veikindum hennar. Sæbjörn Jónsson, Guðlaugur Sæbjörnsson, Áslaug Ragnarsdóttir, Erna Sæbjörnsdóttir, Úlfar Karlsson Þór Sæbjörnsson, María Anna Guðmundsdóttir, barnabörn, foreldrar.og systkini. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og mmningargreinar til birt- > ingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðs- • ins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.