Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMgER 1992 21 Hálendi íslands er að vetri til paradís líkast - segir Richard Decker, skipuleggjandi heimsmeistaramótsins í vélsleðaakstri RICHARD Decker er aðalskipuleggjandi og eigandi keppnis- brautarinnar við Eagle River í Bandaríkjunum þar sem á ári 30.000 vélsleðaáhugamenn fylgjast með heimsmeistaramótinu í vélsleðaakstri á ári hverju. Hann ferðaðist um landið síðast- liðna helgi á Arctic-vélsleða ásamt fjölskyldufólki úr Kefla- vík upp á Langjökul, en hann mun á næsta ári koma með nokkra ferðahópa hingað til lands til ferðalaga í vetrarríkinu. „Hálendi íslands að vetri til er paradís líkast, fegurðin og kyrrðin sem umlykur menn upp á fjöllum er engu lík og víðáttan sem menn hafa fyrir augunum er ótrúleg. í Bandaríkjunum eru menn vanastir að aka eftir troðn- um vélsleðabrautum í skógum og þær eru merktar yfir tugþús- undir kílómetra í ríkinu sem ég bý í. Að upplifa svo fijálsræðið og geta þeyst hvert sem er á sleðum hérlendis er mögnuð upp- lifun. Þess vegna tel ég að skapa megi talsverðan áhuga Banda- ríkjamanna á að ferðast hingað í ævintýraleit,“ sagði Richard í samtali við Morgunblaðið, sem slóst í för með honum og konu hans um hálendið. Þau hjón hafa verið í góðu sambandi við vél- sleðafólk í Keflavík og hafa hald- ið góðu sambandi við Gest Bjarnason og fjölskyldu, sem sá um ferðina á Langjökul. Hug- mynd Richards er að vinna með Flugleiðum og Snjósleðaferðum í vetur, skipuleggja átta daga ferðir, þar sem höfuðborgin yrði skoðuð, vinsælustu ferðamanna- staðirnir í nágrenni Reykjavíkur og farin þriggja daga vélsleðferð á fjöll. Heimsmeistaramótið, sem Richard skipuleggur, laðar að sér 350 keppendur árlega, sem keppa í sextán flokkum. Eru jafnvel uppi hugmyndir að ein- hver fær keppandi komi til ís- lands til keppni í einhveiju af stærri vélsleðamótum ársins. „Ég held að hægt verði að vekja verulegan áhuga á ferðum til landsins og auka ferðamennsku utan venjulegs ferðamannatíma, sem er góður kostur,“ sagði Ric- hard. Richard Decker er mikill vél- sleðakappi og sonur hans hefur orðið heimsmeistari í vélsleða- akstri, en fjölskyldan rekur brautina sem notuð er í heims- meistaramótinu. Ormar Þór Guðmundsson * formaður 1A AÐALFUNDUR Arkitektaféiags íslands var haldinn 7. nóvember sl. Fráfarandi formaður, Sigurður Harðarson, gaf ekki kost á sér og var Ormar Þór Guðmundsson kjörinn formaður í hans stað. Aðrir í stjórn voru kjörnir: Sigurð- ur Halldórsson, gjaldkeri, Hafdís Hafliðadóttir, ritari, og Sigurður Harðarson, meðstjórnandi. Fráfarandi formaður flutti skýrslu stjórnar. Starfsemi félagsins á liðnu starfsári hefur einkennst af blómlegu félagsstarfi. Um 20 fyrirlestrar hafa verið haldnir í sal félagsins, Ásmund- arsal, og hafa þeir bæði verið af inn- lendum og erlendum toga; ráðstefn- ur, málþing og sýningar verið haldn- ar og skoðunarferðir verið skipulagðar. Samstarfi við samtök fatlaðra um útgáfu handbókar fyrir hönnuði og aðra sem um ferlimál fatlaðra fjalla hefur verið haldið áfram en stefnt er að útgáfu hennar á vori komanda. Stærsta og mikilvægasta verkefni félagsins á starfsárinu hefur þó ver- ið arkitektaskólinn I Hafnarfirði í samvinnu við Arkitekthögskolen í Oslo, en þar hafa 16 norskir og ís- lenskir nemendur skólans stundað nám í fjóra mánuði. Lýkur önninni með sýningu í Hafnarborg dagana 5.-22. desember. Alls eru félagar AÍ 287 talsins. Egill Stephen- sen fulltrúi saksóknara Forseti íslands hefur hinn 24. nóvember 1992, samkvæmt tillögu dómsmálaráðherra, skipað Egil Stephensen fulltrúa saksóknara við embætti ríkissaksóknara frá 1. des- ember 1992 að telja. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Fjallafegurð sem blasti við Arctic-vélsleðahópnum, sem ferðaðist um Langjökul um sl. helgi ásamt skipuleggjanda heimsmeistaramótsins í vélsleðaakstri. 271 nýtt bílastœði í miðborginni! r OPIÐ: Mánudaga kl. 7.30 - 19.00 þriðjudaga til föstudaga kl. 7.30 - 24.00 laugardaga kl. 9.00 - 24.00 sunnudaga kl. 12.30 - 24.00 Athugið! Ókeypis í desember. Gjaldskylda hefst 1. janúarog verðurþá aðeins frá kl. 9 til 18 virka daga. Stuðlum að eðlilegri þróun borgarsamfélags. Bœtum umferðarmenningu - notum bílhýsin. - OKEYPIS ALLAN JOLAMÁNUÐINN Höfum opnað nýtt bílhýsi í miðborginni. Með tilkomu þessa húss að Hverfisgötu 20 (gegnt Þjóðleikhúsinu) eru bílhýsin í miðborginni orðin 5 talsins með samtals 835 stæðum. Allt frá Ægisgötu í vestur að Vitastíg í austur er nú aðeins í mesta lagi þriggja mínútna gangur í næsta bílhýsi eða vaktað stæði. BILASTÆÐASJÓÐUR Bílastœði fyrir alla!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.