Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1992 15 -----------------------------H- eru í nýju landi í viku hverri. Þannig er Jóhannes á milli mynd- ar af fagurri konu eftir Katsukawa Shun’éi (1762-1819) og brons- myndar af guði ljóssins frá Bresku- Kólumbíu, og fletti maður næstu síðu blasir við mynd af málverki af Titusi, syni listamannsins, eftir Rembrandt van Rijn (1606-69). Dagatalið er hannað og ritstýrt af Caroline Humby, prentað í Bret- landi og nefnist á frummálinu „The Intemational Museums Engage- ment Diary 1993“. Vildi ég vekja athygli hér á, að óþarfi ætti að vera að bæta við að frágangur, prentun og hönnun er af hárri gráðu. Meðfylgjandi mynd er af mál- verki Jóhannesar Jóhannesson0- Nýjar bækur ■ Hestar og menn 1992 er árbók hestamanna eftir Guð- mund Jónsson og Þorgeir Guðlaugs- so'n. Þetta er í sjötta sinn sem ár- bókin kemur út. Bókin skiptist í 13 meginkafla. Þeir heita: Sveinn Jóns- son, Yfir og fyrir Breiða- fjörð, Saga Islands- móta, Hrossarækt á Vestur- landi, Fjórð- ungsmót á Guðmundur Jónsson Þorgeir Guðlaugsson Vesturlandi, Gísli Höskuldsson, íslandsmót. í Reykjavík, Jón Steinbjörnsson, Norðurlanda- mót, Olil Amble, Jón Þ. Ólafs- son, Johannes Hoyos og Úrslit móta. Á bókarkápu segir m.a. um efni þessara kafla: „í bókinni segir frá ferð nokkurra Vest- firðinga með 60 hross yfir Breiðafjörð með bflferjunni Baldri. Rakin saga íslandsmóta og sagt frá því 15. í röðinni sem haldið var nú í sumar í Reykja- vík. Einnig er fjallað um hrossarækt á Vesturlandi og fjórðungsmót sem haldið var þar. Hér segir einnig frá stór- sigrum íslendinga á Norður- landamótinu í Seljord í Noregi. í bókinni eru viðtöl og frásagn- ir af hestamönnum íslenskum og erlendum, sem settu svip sinn á þessi mót. Sagt frá greifasyninum frá Austurríki, sem heillaðist af íslenska hest- inum og bóndasyninum úr Skagafirði, sem sestur er að erlendis og temur þar og sýnir íslenska hesta.“ Fjöldi mynda og teikninga er í bókinni sem er 254 blaðsíð- ur. Útgefandi er Skjaldborg. Verð 3.480 krónur. Aftanskin heitir nýútkomin ljóðabók eftir Bjama Marinó Þorsteinsson. Bókin er 84 blað- síður, kaflaskipt: ljóð, helgiljóð og lausavísur. Þetta er önnur bók höfundar. Fyrri bókin, Sól- ris, kom út 1990 og er uppseld. Bjarni Marinó er Siglfírðing- ur og hefur starfað sem físk- verkandi um langt árabil. Hann hefur og starfað mikið að fé- lagsmálum. Jafnhliða hefur hann sinnt margvíslegum rit- störfum, einkum ljóða- og smá- sagnagerð. Höfundur gefur sjálfur út bækur sínar. Aftanskin er unnið í Dagsprenti hf. á Akureyri. Kápumynd gerði Örlygur Kristfínnsson. ot> S takar joggingbuxur. Glansbuxur. Þröngar gammosíur. Ný lína í náttfatnaði. g Nýbýlavegi 12, sími 44433. Safnadagatalið 1993 List og hönnun Bragi Ásgeirsson Á hverju ári gefa alþjóðasamtök út handhægt dagatal í bókarformi, sem er til sölu á söfnum um allan heim og þá eðlilega einnig í Lista- safni íslands. Fyrir nokkrum árum reit ég pist- il í blaðið vegna þess að það árið hafði m.a. mynd af málverki eftir Gunnlaug Scheving verið valin til að birtast í dagatalinu. Og nú í ár gerist það, að sami heiður áskotn- ast Jóhannesi Jóhannessyni (f. 1921) og er um að ræða velþekkt abstraktmálverk, sem hann málaði árin 1978-79. Það kennir margra grasa í þessu dagatali, því að ein mynd fylgir hverri viku þannig að þær ættu að vera 52, auk mynda á kápu, þá er valið mjög fjölbreytilegt og ein- skorðast hvorki við málverk né ákveðnar listastefnur, heldur flestar greinar sjónlista, þannig má sækja mikinn fróðleik og dijúga menntun í dagatalið auk þess, sem menn ferðast frá einu safni í annað og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.