Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 31
Lífeyrissjóður Norðurlands stofnaður Sex lífeyrissjóðir samemast um stofn- un eins öflugs sjóðs Kári Arnór Kárason fyrsti stjórnar- formaður nýja lífeyrissjóðsins LÍFEYRISSJÓÐUR Norðurlands var stofnaður á Blönduósi í gær með þátttöku sex lífeyrissjóða á Norðurlandi auk þess sem lífeyris- sjóður Verkalýðsfélags Austur-Húnvetninga verður með í hinum nýja sjóði. Lífeyrissjóðimir sem nú samein- ast í einum stórum lífeyrissjóði em Lífeyrissjóðurinn Björg á Húsavík, Lífeyrissjóðurinn Sameining á Ak- ureyri, Lífeyrissjóður trésmiða á Akureyri, Lífeyrissjóður Iðju á Ak- ureyri, Lífeyrissjóður stéttarfélag- anna í Skagafírði og Lífeyrissjóður verkamanna á Hvammstanga. Líf- eyrissjóður Verkalýðsfélags Aust- ur-Húnvetninga á Blönduósi verður einnig með í Lífeyrissjóði Norður- lands, en á fundi í félaginu í haust var samþykkt að óska eftir inn- göngu í sjóðinn, þrátt fyrir að Líf- eyrissjóður verkalýðsfélaganna á Norðurlandi vestra hefði hafnað aðild að sjóðnum, en félagið var innan þeirra vébanda. Áður hafði Lífeyrissjóður KEA hafnað þátt- töku í stofnun sjóðsins að svo STAKsam- þykkir að segja upp samningum Á FUNDI stjórnar og fulltrú- aráðs Starfsmannafélags Akureyrarbæjar, STAK, í gær var samþykkt að segja upp kjarasamningi félagsins við Akureyrarbæ og fjár- málaráðuneytið frá og með 10. desember næstkomandi. Áður hafði samninganefnd STAK samþykkt að segja samningnum upp. Arna Jakobína Björnsdóttir formaður STAK sagði að í samningi félagsins væri ákvæði þar sem segði að forsendur samningsins væru að gengi ís- lensku krónunnar yrði stöðugt á samningstímanum, ella verði hann uppsegjanlegur með eins mánaðar fyrirvara. „Við teljum að forsendur samningsins séu brostnar og höfum því ákveðið að nýta okk- ur þetta ákvæði í samningnum, það væri óeðlilegt ef við nýttum okkur ekki þetta ákvæði," sagði Arna Jakobína. Kjarasamningur STAK við Akureyrarbæ og fjármálaráðu- neytið rennur út 1. mars á næsta ári, en með þessari sam- þykkt stjórnar og fulltrúaráðs félagsins tekur uppsögn samn- ingsins gildi 10. janúar næst- komandi. stöddu, þannig að niðurstaðan er sú að sex af átta stórum lífeyris- sjóðum á Norðurlandi taka þátt í stofnun hins nýja lífeyrissjóðs. Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs Norð- urlands verða á Akureyri, en svæð- isskrifstofur verða á þremur stöð- um, á Húsavík, Sauðárkróki og Blönduósi. Gert er ráð fyrir að sjóð- urinn taki til starfa 1. janúar á næsta ári, en eldri lífeyrissjóðir taki við iðgjöldum fyrir nýja sjóðinn allt næsta ár og að eiginleg starfsemi Lífeyrissjóðs Norðurlands hefjist í ársbyijun 1994. Markmið með stofnun sjóðsins er að auka áhættudreifíngu, að hafa einn stóran lífeyrissjóð í stað margra smærri og að lækka kostn- að við rekstur. Kári Arnór Kárason formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur var kjörinn fyrsti formaður stjórnar Lífeyrissjóðs Norðurlands á stofn- fundinum í gær og Árni Guðmunds- son á Sauðárkróki varaformaður. Morgunblaðið/Rúnar Þór Allirjafn sterkir á svellinu Mjög góð aðsókn hefur verið að skautasvellinu á Akureyri frá því það var opnað fyrir rúmum mánuði síðan og hafa yfir fimm þúsund manns komið á svellið á þeim tíma, en þá eru ekki taldir með þeir sem æfa á vegum Skautafélags Akureyrar. Þetta er um helmingur af öllum gestum á síð- asta vetri. Áhugi á skautaíþróttinni er sífellt að aukast og er stefnt að því að fá jafnmarga gesti á svellið í vetur og íbúar bæjarins eru, eða um 15 þúsund manns. Á annarri myndinni bíður unga fólkið á meðan snjór er skafínn af svellinu, en á hinni nýtur unga daman aðstoðar móður sinnar þegar fyrstu skrefín eru tekin. Bæjarstjórn Dalvíkur samþykkir að lækka útsvarsprósentu Staða bæjarsjóðs það sterk að hægt er að létta af álögum Komum til móts við íbúana þegar lagðar eru á þá aukn- ar álögur af ríkisvaldinu, segir forseti bæjarstjórnar BÆJARSTJÓRN Dalvíkur samþykkti á fundi í gær tillögu bæjar- ráðs um að lækka útsvarsprósentu úr 7,5 f 7,0%. Tekjur bæjarins af útsvari munu í kjölfarið lækka um 6,5 milljónir. Hugmyndin að baki tillögu um lækkun útsvarsprósentu er sú að bæjarfélagið komi til móts við íbúana á þeim tíma er á þá eru lagðar auknar álögur í kjölfar nýkynntra efnahagsráðstafana ríkisstjórnarinar. Fyrirlestur um læknis- starfið Ólafur Oddsson héraðslæknir flytur fyrirlestur um starf sitt á fundi Samtaka um sorg og sorgar- viðbrögð í Safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju annað kvöld, fimmtu- dagskvöldið 3. desember, kl. 20.30. Kristján Júlíusson bæjarstjóri á Dalvík sagði að aðrar álögur í bæjarfélaginu væru í algjöru lág- marki, fasteignaskattar væru lægri en almennt gerðist í sveitar- félögum, ekkert holræsagjald væri lagt á íbúa Dalvíkur og hitaveita væri ekki dýr á staðnum. „Það má orða það svo að með samþykkt þessarar tillögu í bæjarstjóm höf- um við verið að fella gengið á út- svarinu um tæp 7%,“ sagði Krist- ján. Þessi lækkun þýðir að tekjur Daivíkurbæjar af útsvari munu lækka á næsta ári um 6,5 milljón- ir króna og sagði Kristján að á móti yrði dregið saman í rekstri sem þessari upphæð næmi og einn- ig væri hugsanlegt að lítillega yrði dregið úr framkvæmdum. „Það má líka allt eins hugsa sér að vilji verði til þess innan bæjarstjórnar að brúa þetta bil með lántöku," sagði Kristján. Að mati bæjarstjórnar Dalvíkur var staða bæjarsjóðs talin það sterk að unnt var að koma til móts við íbúana með þessum hætti að þessu sinni, en ákvörðunin er tekin til eins árs í senn. „Þó að við getum þetta núna, er ekki þar með hægt að ætlast til þess að öll sveitarfélög landsins geti lækkað sínar álögur, aðstæður þeirra eru mjög misjafnar og ég er algjörlega ósammála þeim ummælum utan- ríkisráðherra við umræður um efnahagstillögur ríkisstjórnarinnar á dögunum að sveitarfélögin legðu ekkert á sig. Það er ekki rétt,“ sagði Kristján. „Hugsunin á bak við þessa sam- þykkt er sú, að bæjarfélagið komi til móts við íbúana þegar verið er að leggja á þá auknar álögur. Fólk- ið hér hefur tekið á með okkur þegar á hefur þurft að halda og staða bæjarsjóðs er það góð nú að við teljum rétt að létta byrðar fólks nú þegar búast má við að kjör skerðist," sagði Trausti Þorsteins- son forseti bæjarstjómar Dalvíkur. KE A kaupir hlut Hamla í Kaffibrennslunni og Sjöfn SAMNINGUR um kaup Kaupfélags Eyfirðinga á fyrrum hlut Sam- bands íslenskra samvinnufélaga í tveimur fyrirtækjum á Akureyri, Kaffibrennslu Akureyrar og Efnaverksmiðjunni Sjöfn voru undirritað- ir í gærmorgun, en Hömlur hf. eignarhaldsfélag Landsbanka íslands hafði yfirtekið hluta SÍS í fyrirtækjunum tveimur. KEA átti fyrir helming hlutafjár í báðum félögunum. Samningur um kaupin var undirritaður með fyrirvara um samþykki bankastjórnar Landsbanka íslands. Magnús Gauti Gautason kaupfé- lagsstjóri Kaupfélags Eyfírðinga sagði að engar breytingar yrðu á rekstri fyrirtækjanna tveggja við það að KEÁ eignast þau. Hann sagði engin áform uppi enn sem komið er um að selja hluta af hlutabréfunum í félögunum, sá möguleiki yrði skoð- aður síðar. Að sögn kaupfélagsstjóra er til- gangur með kaupunum tvíþættur, annars vegar að halda fyrirtækjun- um í heimabyggð þar sem þau veita atvinnu, en um 60 manns starfa hjá Efnaverksmiðjunni Sjöfn og um 10 hjá Kaffíbrennslu Akureyrar eða um 70 samtals. „Við álítum líka að með því að kaupa þessi fyrirtæki séum við að gera góð kaup, þetta eru sterk fyrirtæki og við teljum arðvænlegt að eiga þau,“ sagði Magnús Gauti. Hann vildi ekki upplýsa um kaup- verð, sagði að það yrði gefíð upp á aðalfundi KEA næsta vor. „Við erum ásáttir við niðurstöðuna og vonum að þetta muni ganga vel.“ í lok síðasta árs var bókfært verð eignarhluta KEA í Sjöfn 172,3 millj- ónir króna en þá átti félagið 50% hlutafjár og bókfært verð félagsins í Kaffíbrennslu Akureyrar á sama tíma var um 88,2 milljónir króna, en nafnverð eignarhluta KEA í Kaffibrennslunni var tæpar 24 millj- ónir króna. Heildarvelta Efnaverksmiðjunnar Sjafnar var á liðnu ári um 421 millj- ón króna og hafði aukist um 10% milli ára, en Kaffibrennsla Akur- eyrar framleiddi og seldi vörur fyrir 157 milljónir króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.