Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 52
Gæfan fylgi þér í umferðinni SJOVÁNBALMENNAR Framtíðar- öryggi í fjármálum KAUPÞING HF Löggi/l verðbréfafyrirtœíi UORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAV/K Stm 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1565 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Rjúpnaskytta rann niður hlíð og slasaðist á fjöllum eystra Lá mikið brot- inn í sex tíma MAÐUR sem var einn á ijúpnaveiðum slasaðist mikið er hann rann í harðfenni í miklum bratta við svonefndan Mýrarhjalla í Hánefsstaðadal í Seyðisfirði í gær. Að sögn lögreglunnar á Seyðis- firði er talið að maðurinn sé tví-, jafnvel þribrotinn á fæti og auk þess handleggsbrotinn og með fleiri áverka. Slysið varð um kl. 11 að morgni og lá hinn slasaði óhreyfður í sex til sjö klukku- stundir, þar af um eina klukkustund án aðhlynningar og var orðinn mjög kaldur, að sögn lögreglu. Aðrar ijúpnaskyttur, sem voru á veiðum á svipuðum slóðum, heyrðu köll frá manninum, komu honum til aðstoðar og gerðu lögreglu viðvart. Lögreglan á Seyðisfirði fékk tilkynningu um slysið kl. 13.30, en það varð um ellefuleytið í gær- morgun. Maðurinn, sem er annar tveggja lögregluþjóna á Seyðis- firði, hafði verið einn á ijúpnaveið- um í Hánefsstaðadal, og er talið að honum hafi skrikað fótur í hálkubungum á Mýrarhjalla. Rann hann niður mikinn bratta og kom niður í gijót á klettasyllu. Er talin mildi að hann fór ekki fram af klettabrúninni. Gott veður var um þetta leyti, heiðskírt en dálítið kul. Vestanmegin við dalinn, í Sörla- staðadal, voru tvær ijúpnaskyttur að veiðum, og heyrðu þær köll frá hinum slasaða. Hröðuðu þær sér til hans, en leiðin var torfarin vegna hálku. Þegar þær komu að hinum slasaða var hann með með- vitund. Varð annar mannanna eft- ir hjá honum en hinn fór að næsta byggða bóli, Hánefsstöðum, og gerði lögreglu viðvart. Þangað er um einn kílómetri, eða um hálf- tíma gangur í hálkufærð og bratta, að sögn lögreglunnar á Seyðisfirði. Um tíu félagar úr björgunar- sveitinni ísólfi ásamt Guðmundi Benediktssyni lækni í Seyðisfirði voru komnir á slysstaðinn upp úr kl. 14. Ákveðið var að hreyfa ekki við manninum að svo stöddu vegna þess hve mikið brotinn hann var, en TF-SIF, þyrla Gæslunnar, var þá lögð af stað frá Reykjavík. Hlúðu þeir að hinum slasaða uns hann var tekinn um borð í þyrluna íviorgunoiaoio/Ami oæoerg Slasaði maðurinn fluttur úr flugvél Flugfélags Austurlands í sjúkrabifreið á Reykjavíkurflugvelli. kl. 18.40. Þyrlan flutti manninn síðan til Egilsstaða þar sem hann var færður um borð í flugvél Flug- félags Austurlands. Læknir þyrl- unnar fylgdi honum til Reykjavík- ur. Þar lenti vélin laust eftir kl. 20. Að sögn Svanbjargar Sigurðar- dóttur, húsfreyju á Hánefsstöðum, mátti ekki miklu muna að maður- inn færi fram af klettum. „Þarna er mikill bratti og það eru klettar í fjallinu. Hann lenti á klettabrún og mér er sagt að hann hafi verið heppinn að fara ekki fram af henni,“ sagði Svanbjörg. Hún sagði að ijúpnaveiðar væru að öllu jöfnu bannaðar á þessu svæði, en maðurinn hefði fengið leyfi til ijúpnaveiða á mánudag. Fjarvera sjúkra- liða veld- ur röskun FJÖLMENNUR kjaramálafundur sjúkraliða stóð með hléum fram yfir miðnætti í nótt. Á sama tíma voru fáir sjúkraliðar að störfum í borginni og olli fjarvera þeirra röskun á starfsemi sjúkrahús- anna. Sjúkraliðar halda kjara- málafundi sínum áfram árdegis og ætla að fylkja liði til að fylgj- ast með utandagskrárumræðu um málefni stéttarinnar á Alþingi eftir hádegi. Samninganefndir ríkisins og spít- alanna telja vinnustöðvun sjúkraliða ólögmæta. Þrátt fyrir að kjaradeilan sé enn í höndum sáttasemjara hafi trúnaðarráð Sjúkraliðafélagsins til- kynnt að sjúkraliðar hyggist leggja niður störf frá morgni 1. desember. „Að gefnu tilefni skal tekið fram að starfsmenn fá ekki laun í slíkum til- vikum,“ segir meðal annars í frétta- tilkynningu þessara aðila eftir að upp úr viðræðum slitnaði í fyrrinótt. Sjá einnig fréttir á miðopnu. Meðalverð fyrir kílóið af þorskígildi 31 króna í fyrsta útboði Hagræðingarsjóðs Lægra verð fæst fyrir kvótann en áætlað var TILBOÐUM í 3.333 tonn þorskígilda af veiðheimildum Hagræðing- arsjóðs sjávarútvegsins hefur verið tekið, að afloknu útboði. Meðal- verð, sem tekið var fyrir þorskígildiskílóið, er 31 króna. Ef allar veiðiheimildir sjóðsins verða seldar á svipuðu verði, er ljóst að söluandvirði þeirra verður mun lægra en áætlað var af hálfu ríkis- ins, eða um 370 milljónir króna, í stað 448 milljóna, sem áætlað var er sjávarútvegsráðuneytið gaf út viðmiðunarverð vegna for- kaupsréttarútboðs í september. Upphaflega stóð til að ríkið hefði 525 milljóna króna tekjur af sölu á veiðiheimildum Hagræðingar- sjóðs. Hagræðingarsjóður hafði í ár yfir veiðiheimildum í sex botnfísk- tegundum að ráða, alls 12.000 tonnum þorskígilda. Handhafar forkaupsréttar keyptu aðeins um 800 tonn á forkaupsréttarútboði í haust og er afgangurinn, 11.200 tonn, því seldur á ftjálsum mark- DAGAR TIL JÓLA aði. I fyrradag, 30. nóvember, rann út tilboðsfrestur útgerða í veiði- heimildir upp á 3.360 þorskígildis- tonn, sem eru 30% af heimildum sjóðsins. Stjóm sjóðsins ákvað að bjóða kvótann út í áföngum til að reyna að fá sem hæst verð fyrir hann. Stjóminni var heimilt að selja ekki helming þess kvóta, sem aug- lýstur var til sölu, teldi hún að ekki fengjust viðunandi tilboð í hann. í gær var hins vegar ákveð- ið á stjómarfundi að taka hér um bil öllum tilboðum, þrátt fyrir að meðalverð fyrir hvert þorskígildis- kfló hafí verið tæplega 31 króna, en viðmiðunarverðið í forkaups- réttarútboðinu var 38 krónur. Heildarsöluverðmæti kvótans, sem tilboðum var tekið í á stjómarfund- inum í gær, er 102,6 milljónir. Að sögn Hinriks Greipssonar, ritara stjómar Hagræðingarsjóðs, verða gíróseðlar sendir út nú þegar til þeirra útgerða, sem tilboðum var tekið frá. Frestur til að standa skil á greiðslu rennur út 15. desem- ber. „Það kemur í ljós 15. desem- ber hversu margir greiða og þá verður ákveðið á stjómarfundi hvort boðið verður út aftur fljót- lega eða hvort menn bíða með. næsta skammt fram í febrúar eða marz,“ sagði Hinrik í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að boðið verð hefði að mati stjórnarinnar verið ásætt- anlegt í öllum tegundum nema skarkola og hefði ekki öllum boð- um í skarkolakvóta verið tekið. Sjá töflu á miðopnu. Kísiliðjan við Mývatn Framleiðslu hætt um sinn STJÓRN Kísiliðjunnar hefur ákveðið að hætta framleiðslu kís- ilgúrs í tvo mánuði, frá deseinber til loka janúar, vegna mikilla birgða. Starfsfólki var kynnt þessi ákvörðun í gær og var sátt um hana, að sögn Friðriks Sigurðsson- ar, framkvæmdastjóra Kísiliðjunn- ar. Engum verður sagt upp en starfsfólkið er hvatt til þess að taka út sín vetrarfrí á þessu tímabili, og vaktafólk mun starfa á dagvöktum við viðhald verksmiðjunnar. Framleiðsla í verksmiðjunni á að hefjast á ný í febrúarbyijun. Pétur Sigurðsson stjórnarformaður sagði að verksmiðjan gæti framleitt það sem hún gæti selt af kísilgúr á hveiju ári á innan við 40 vikum. Bensíngjald hækk- að um 1,50 krónur Bensínverð hækkar um 1,60 til 1,80 kr. BENSÍNGJALD hækkaði um mánaðamótin um 1,50 krónur, samkvæmt reglugerð sem fjármálaráðuneytið gaf út á mánudag og tók gildi í gær. Þessi hækkun er hluti af efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar, sem kynntar voru fyrir rúmri viku. Bensínverð hækkar í dag um 1,60 til 1,80 krónur af þessum sökum, eða um 2,6-2,7% eftir styrkleika en hækkun bensíngjalds leiðir til hækkunar virðisaukaskatts á bensíni. Eftir hækkunina kostar 92 oktana bensín 60,30 krónur hjá Olíufélagi íslands en 60,40 hjá Olís og Skelj- ungi. 95 oktana bensín kostar í dag 63,30 hjá Skeljungi en 63,40 hjá Olíufélaginu og Olís. Þá kostar 98 oktana bensín 67,30 krónur hjá Olís og 67,60 hjá Olíufélaginu og Skelj- ungi. Þótt reglugerð ráðuneytisins hafi tekið gildi í gær barst olíufélögunum ekki vitneskja um hana fyrr en í gær, sama dag og bensíngjaldið hækkaði. Kristinn Bjömsson for- stjóri Skeljungs sagði að ekki hefði verið hægt að koma þessari hækkun við fyrr en í dag. „Við vissum um fyrirhugaða hækkun gegnum fjöl- miðla en það var aldrei tiltekið hve- nær hún ætti að verða,“ sagði Krist- inn. Hann sagði aðspurður að sér kæmi ekki til hugar að ætla að olíu- félögunum yrði gert að standa skil á bensíngjaldshækkuninni til ríkis- sjóðs þennan dag áður en þau hefði haft tök á að hækka olíuverðið. Snorri Olsen, deildarstjóri tekju- deildar fjármálaráðuneytisins sagði við Morgunblaðið, að hækkun bens- íngjalds kæmi til framkvæmda þeg- ar reglugerð þar um tæki gildi og væri óháð útsöluverði á bensíni. Olíu- félögunum væri því í sjálfsvald sett hvort þau tækju á sig tiltekna hækk- un eða ekki. Snorri sagðist í gær- kvöldi þó ekki geta sagt til um hvort tekið yrði á annan hátt á þessu máli og venjulega. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu á bensíngjald að hækka um 2 krón- ur til viðbótar um áramót.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.